Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 27

Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 27 Brldge eftir ARNÓR RAGNARSSON Landstvímenn- ingurinn 1978 Langþráö úrslit hafa nú séð dagsins ljós. Úrslit í landství- menningnum hafa verið birt og urðu Ellert Kristinsson og Hall- dór Magnússon Bridgefélagi Stykkishólms bikarmeistarar íslands 1978. Bridgesamband Islands er að vakna úr dvala og var kominn tími til. Firmakeppnin 1978 hafin og úrslit lands- tvímenningsins birt. Það er von undirritaðs að framhald verði á framkvæmdum móta og að Bridgesambandið nái sér upp úr þessari lægð og að með haustinu verði hjólið farið að snúast eðliiega. Mál þetta verður ekki rætt nánar að sinni. 20 efstu pörin í landství- menningnum: Ellert Kristinsson — Halldór Magnússon Stykkishólmi 7,369 Birgir Sveinbjörnsson — Rafn Gunnarsson Dalvík 7,345 Steingrímur Þórisson — Þórir Leifsson Borgarfirði Vestra 7,203 Guðjón Stefánsson — Jón Þ. Björnsson Borgarnesi 7,001 Bjarni Guðmundss. — Andrés Olafsson Akranesi 6,891 Birgir Isleifsson — Armann J. Lárusson Kópavogi 6,823 Hreinn Hjartarson — Bragi Bjarnason Raufarhöfn 6,783 Skúli Ketilsson — Sigurður Halldórsson Akranesi 6,771 Baldur Ingvarsson — Eggert Levy Hvammstanga 6,771 Aðalsteinn Jónsson — Friðjón Jónsson Ólafsvík 6,766 Tryggvi Gíslason — Guðlaugur Nilsen Raufarhöfn 6,761 Sveinbjörn Berentsson — Karl Einarsson Suðurnesjum 6,714 Sigurjón Skúlason — Jón Guðmundsson Hveragerði 6,711 Pétur Antonsson — Gunnar Sigurgeirsson Suðurnesjum 6,709 Kristín Guðlaugsdóttir — Hjörleifur Þórðarson Knatt. Vík. 6,639 Ragna og Hreinn Lýtingastað 6,628 Guðmundur M. Jónsson — Grímur Samúelsson ísafirði 6,587 Ketill Jóhannesson — Sigurður Magnússon ísafirði 6,587 Árni Stefánsson — Ragnar Björnsson Hornafirði 6,565 Steindór Magnússon — Sigurjón Jónasson Fljótdalsh. 6,550. Bridgefélag Hafnarfjarðar Barómeterskeppnin er nú hálfnuð og er staða 10 efstu sem hér segir. Bjarni Jóhannss. — Þorgeir Eyjólfss. 137 Björn Eysteinss. — Magnús Jóhannss. 132 Ólafur Valgeirss. — Þorsteinn Þorsteinss. 119 Friðþjófur Einarss. — Halldór Einarss. 94 Albert Þorsteinss. — Sigurður Emilss. 80 Halldór Bjarnas. — Hörður Þórarinss. 71 Einar Kristleifss. — Jón Þorkelss. 68 Jón Stefánss. — Þorsteinn Laufdal 45 Stefán Pálss. — Ægir Magnúss. 38 Guðni Þorsteinss. — Kristófer Magnúss. 37 Laugardaginn 7. apríl verður spiluð hin árlega bæjarkeppni við Selfoss. Á sama tíma fer fram Reykjanestvímenningur. Vekur það mikla furðu, þar sem spiladagurinn við Selfoss var ákveðinn fyrir löngu eftir þeim upplýsingum frá Reykjanes- nefndinni, að engin spila- mennska yrði á hennar vegum á þessum tíma. Er nú kurr í Göflurum og það að vonum. Frá Bridgefélagi Kópavogs S.l. fimmtudag lauk aðal- sveitakeppni Bridgefélags Kópa- vogs. 12 sveitir tóku þátt í keppninni og var spilað í einum riðli. Úrslit einstakra leikja í síð- ustu umferðinni urðu þessi: Sv. Stig Gríms Thorarensens — Kristmundar Halldórsss. 16—4 Böðvars Magnússonar — Sigríðar Rögnvaldsd. 9—11 Sigrúnar Pétursdóttur — Ármanns J. Láruss. 0—20 Vilhjálms Vilhjálmss. — Árna Jónassonar 11—9 Guðmundar Ringsted — Friðriks Brynleifss. 0—20 Sigurðar Sigurjónss. — Sævins Bjarnasonar 20—0 Úrslit keppninnar urðu þau að sveit Ármanns sigraði fékk 178 stig en sveit undir hans forystu hefur unnið keppnina 4 ár í röð. Með Ármanni voru nú auk hans Haukur Hannesson, Sverrir Ár- mannsson, Oddur Hjaltason og Guðbrandur Sigurbergsson. Röð næstu sveita vdrð þessi: 2. Gríms Thorarensens 167 3. Sævins Bjarnas. 144 4. Böðvars Magnúss. 137 5. Sigríðar Rögnvaldsd. 124 6. Vilhjálms Vilhjálmss. 102 Keppnisstjóri var Guðjón Sig- urðsson. TVennir styrktartón- leikar á Akureyri TVENNIR tónleikar verða haldnir á Akureyri um næstu helgi til styrktar Minningarsjóði Þorgerðar Eiríksdóttur. Fyrri tónleik- arnir fara fram í Borgarbíói laugardaginn 7. apríl kl. 17. Þar leika 10 nemendur úr tónlistarskólanum á píanó og strokhljóðfæri verk eftir Bach, Kiichler, Nielsen, Bartók og Chopin. A síðari tónleikunum í Akureyrarkirkju sunnudag- inn 8. apríl kl. 20.30 leika kennarar og nemendur við skólann Brandenburgar- konsert nr. 4 eftir J.S. Bach. Einnig verða fluttar aríur og söngvar eftir Bach, Scar- latti og Mozart. Stykkishólmur: Gestirnir komu ekki i neinum selskapsklædum Stykkishólmi, 2. aprfl 1979. Snjókoma og stormur hefir ver- ið að undanförnu og má gera ráð fyrir að vegir teppist hvað úr hverju. Ekki verður mokað fyrr en á morgun. Áætlunarferðir hafa þó ætíð haldið ferðum á sínum dög- um. Annars var staðviðri í mars en meira frost en undanfarið. .. .Yngstu bekkir barnaskólans voru með sína árshátíð s.l. föstu- dagskvöld og var það mjög ánægjulegt kvöld. Félagsheimilið var troðfullt af ánægðum sam- komugestum. Það er alltaf jafn gaman að horfa á og fylgjast með þessum skemmtunum og gaman að vita hvað börnin eru áhugasöm og dugleg að koma fram ágætum skemmtiefnum með aðstoð kenn- ara sinna. Lúðrasveitin Svanur úr Reykja- vík heimsótti Hólminn um helg- ina. Því miður var veður ekki nógu hagstætt og dró það úr sókn á hljómleikana sem annars voru vel sóttir og tókust með afbrigðum vel. Stjórnandi var sem fyrr Sæ- björn Jónsson, en hann byrjaði sem ungur maður að leika í Lúðra- sveit Stykkishólms og lék með henni þar til að hann flutti búferl- um til Reykjavíkur. Svanirnir eru mjög þjálfaðir og var gaman að hlusta á þá enda reyna þeir alltaf að hafa sem fjölbreyttasta efnis- skrá. Á eftir tónleikunum var dans- leikur haldinn. Var hann mjög vel sóttur en fór ekki að sama skapi vel fram. Hólmarar hafa verið mjög hamingjusamir með sitt veglega félagsheimili og hafa það jafnan verið óskrifuð lög að menn kæmu þangað ekki nema í snyrti- legum klæðnaði og hefir það það sett hátíðlegan svip á hvert mót sem þar hefir verið haldið. Nú brá aftur á móti svo við að fjölmenni kom utan af Nesinu, bæði Grund- arfirði og Ólafsvík og voru þeir ekki í neinum selskapsklæðum. Var lengi þráast við að hleypa þessum inn en var að síðustu gert sem hafði þau áhrif að ljótur svipur komst á samkvæmið og verður þessum gestum að óbreytt- um ástæðum ekki boðið inn síðar nema þeir bæti ráð .sitt og fari eftir svona almennum siðgæðis- reglum. En sem sagt er hússtjórn- in mjög leið yfir að svona tókst til og hyggur að bæta mjög úr þessu, enda hefir þetta áhrif á skemmtun þeirra sem alltaf skemmta sér til ánægju. Fréttaritari. Efni: rifflað flauel og tweed, margir litir. Slaufa, rifflaö flauel, margir litir. Skyrtur, margir litir, allar stærðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.