Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
Oddur Olafsson:
Ómaklega veitzt
að Suðurnesjum
Framkvæmd íiskveiðitakmarkana hefur verið tíðrædd á þingi
undanfarið og sætt harðri gagnrýni þingmanna Vestfjarða, Norður-
og Austurlands. Þingmenn úr Reykjaneskjördæmi hafa hins vegar
staðið fast með sjávarútvegsráðherra og fer hér á eftir örstuttur
efnisútdráttur úr ræðu Odds ólafssonar (S) utan dagskrár í
Sameinuðu þingi fyrir nokkrum dögum.
Vandræðaástand
á Suðurnesjum
Oddur Ólafsson (S) ítrekaði
fyrri ummæli sín, sem fram hefðu
verið sett á undanförnum þingum,
til að vekja athygli á vandræða-
ástandi, sem skapast hefði á Suð-
urnesjum, þegar fisklaust hefði
verið langtímum saman. Reyndar
hefði aflamagn dregizt verulega
saman á þessu svæði sl. 6—8 ár.
Nú brygði svo við, að afli glæddist,
þó ekki í neitt mokfiskirí, enda
væri netafiskirí Eyjafjarðarbáta í
ár hlutfallslega meira (á bát) en á
Suðurlandssvæðinu. Þá brytist út
einhvers konar ergelsi, sem þessar
umræður bæru vitni um, yfir því
að „lifandi þorskur skuli hafa
sloppið suður fyrir land“. Mér
finnst þetta ekki af því góða og
bera vott um héraðsríg fremur en
málefnalega afstöðu til verndunar
þorskstofnsins.
Áhrifaríkar
ráðstafanir
nauðsynlegar
O.Ól. sagðist styðja sjávarút-
vegsráðherra í nauðsynlegum
þorskveiðitakmörkunum til að
bjarga þessum þýðingarmesta
fiskstofni í veiðum og vinnslu
þjóðarbúsins. En mér hefði fundizt
það óeðlilegt, þegar fiskur kemur
snögglega á svæði, sem búið hefur
við fiskleysi árum saman, ef þá
hefði samstundis verið gripið til
ráðstafana til þess að stöðva veið-
ar. Mér finnst heldur ekki eðlilegt
ef loðnuflotinn hefði verið stöðv-
aður í fleiri mánuði, eins og kröfur
hafa komið fram um. Ég held t.d.
að ekki sé mikill munur á meðal-
Oddur ólafsson
launum loðnusjómanna og t.d.
sjómanna á minni skuttogurunum.
Þá er þess að geta að það er ekki
allt þorskur, sem kemur í net við
Suður- og Suðvesturland; þar er
verulegur hluti aflans ufsi. Og rétt
er enn að vekja athygli á að á
þessu svæði er allstórt alfriðað
hrygningarsvæði. Það verður ekki
sagt að á þessu svæði hafi verið
staðið illa að hlutunum.
Rétt kann að vera að nauðsyn-
legt sé að hamla eitthvað gegn
veiðum í net, en þá finnst mér ekki
nema sanngjarnt, að ákveðnu
heildarmagni sé náð. En á þessu
svæði stendur netafiskirí tiltölu-
lega stuttan tíma.
Fara verður varlega
O.Ól. sagði sýnt, að fara yrði
með allri gát í sókn í þorskstofn-
inn, svo ekki fari fyrir honum eins
og Norðurlandssíldinni. En að-
gerðir mega ekki fyrst og fremst
bitna á landshluta, sem búið hefur
við fiskleysi árum saman.
Hér hefur verið fullyrt, að fiskur
á Suðurnesjum væri 2. fl. fiskur,
verri og lélegri vara en annars
staðar. Hvarvetna, þar sem mikill
fiskur berst á land, verður eitt-
hvað af fiski utan æskilegustu
vinnsluaðferðar. Og varla fer allur
ungþorskur og þyrsklingur nyrðra
í neytendapakkningar, a.m.k. ekki
sá, sem malaður var í fyrra í
beinamjöl.
Hins vegar er vitað mál, að það
er alltaf eitthvað af fiski, sem
betur er komið í salt en frystingu.
Eggert Haukdal:
Góðar samgöngur
undirstaða varanlegrar
atvinnuuppbyggmgar
þannig úr garði að það stæð-
ist þær kröfu sem til þess
væru nú gerðar.
Eggert sagði, að áætlun
þessi um lagningu bundins
slltlags sem felld yrði að
nýrri vegaáætlun, væri hugs-
uð til þess að koma vegakerfi
landsins af því vanrækslu-
stigi sem það er nú í, upp í
viðunandi ástand. Með til-
lögunni sé haft í huga að
allir landsmenn geti sem
fyrst notið góðs af þeim
árangri sem henni er ætlað
að ná, og sjónarmiðin um
vegasamband til allra staða
og um varanlega vegagerð
ættu að haldast í hendur en
ekki togast á. Þetta væri gert
með því að afla fjár til
varanlegrar vegagerðar, en
skerða í engu það fjármagn
sem fara á í fáfarnari vegi.
Sagði Eggert að fyrir þessu
væri nákvæm grein gerð í
tillögu þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins, en hér væri
hreyft mjög mikilvægu máli,
enda væru góðar samgöngur
undirstaða varanlegrar at-
vinnuuppbyggingar um land
allt.
VIÐ UMRÆÐUR um tillögu sjálfstæðismanna um
varanlega vegagerð flutti Eggert Haukdal ræðu, þar
sem hann sagði meðal annars, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði jafnan verið í stjórn þegar stærstu átökin
hefðu verið gerð í varanlegri vegagerð hér á landi, og
minnti hann sérstaklega á veginn að Selfossi og
Reykjanesbraut í því sambandi.
Sagði Eggert, að þrátt
fyrir að fyrsti flutnings-
maður hefði gert allítarlega
grein fyrir málinu teldi hann
rétt að lýsa sínum skoðunum
á málinu, en á því hefði hann
látið gera sérstakar athug-
anir, sem meðal annars
hefðu leitt það í ljós, að hér
væri síður en svo um tálsýnir
að ræða. Þrátt fyrir að
margir vildu gera tillöguna
tortryggilega, þá væri stað-
reynd að hér væri á ferð vel
viðráðanlegt fyrirtæki ef í
það væri ráðist af festu og
skynsemi.
Sagði þingmaðurinn, að
þrátt fyrir miklar umræður,
verulega viðleitni og þjóðar-
vilja í þá átt, þá gegndi
vegakerfi landsins alls ekki
hlutverki sínu sakir þess hve
vegirnir væru frumstæðir,
nema á um 200 kílómetra
kafla næst þéttbýlustu stöð-
um landsins. I framhaldi af
því að flestum héruðum
landsins hefði verið komið í
akvegasamband, þá þyrfti nú
með tilliti til aukinnar um-
ferðar að gera vegakerfið
Eggert Haukdal
Komið hafa fram efasemdir um að
aukin fjárframlög og tilkostnaður í
ríkisrekstrinum skili sér í raun með
betri þjónustu.
Aðhaldið í einkarekstrinum er
annað og kröfur eigenda þar miklu
meiri um skilvirkni fjármagnsins og
vinnuaflsins og annarra framleiðslu-
þátta.
Stofnanir eru settar á laggirnar og
þeim oftast ætlað eilíft líf. Stundum
er tilgangurinn ekki skýr og nánast
aldrei er hann endurskoðaður eða
spurt hvort ástæða sé til að breyta
til.
Ekki er spurt hvort markmiðinu
sé þegar náð, sem að var stefnt eða
getum að því leitt hvort unnt sé að
leysa starfsemina af hólmi með
öðrum og betri hætti vegna breyttra
aðstæðna í þjóðfélaginu. — Einstaka
Friðrik Sophusson:
Starfsmönnum
ríkisins hef ur
f jölgað þrisvar
sinnum hraðar
en þ jóðinni
ÞRÍR þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Friðrik Sophusson,
Ellert B. Schram og Lárus Jónsson,
hafa flutt á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um nýja aðferð við
áætlanagerð. TiIIagan er svohljóð-
andi: „Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að beita sér fyrir því,
að „núllgrunnsáætlanagerð* verði
tekin upp sem víðast við gerð
rekstrar- og fjárhagsáætlana hjá
opinberum fyrirtækjum og stofnun-
um.“
Friðrik Sophusson mælti fyrir
þingsályktunartillögunni og sagði
meðal annars, að sífellt kæmu upp
nýjar hugmybdir er vörðuðu opin-
bera stjórnsýslu, og væru aðstæð-
urnar margar og eðlilegar. Mætti
meðal annars benda á, að starfs-
mönnum íslenska ríkisins hefði
fjölgað þrisvar sinnum meira á
undanförnum árum en landsmönn-
um í heild.
sinnum er spurt hvort við gerum
hlutina rétt, en aldrei hvort við séum
að gera réttu hlutina.
Síðar í ræðu sinni sagði Friðrik, að
meðal þeirra nýju stjórnunarhug-
mynda, sem kynntar hafa verið hér á
landi séu markmiðabundin stjórnun,
kerfisbundnar kostnaðarlækkunará-
ætlanir, og í Bandaríkjunum svoköll-
uð sólarlagsaðferð, til þess að snúa
sönnunarbyrðinni við.
Friðrik sagði, að núllgrunnsá-
ætlanagerðinni væri lýst í greinar-
gerð með þingsályktunartillögunni,
en orðið sjálft væri hins vegar til
athugunar hjá málnefnd. En áður en
þingmaðurinn gerði grein fyrir í
hverju þessi áætlanagerð er fólgin,
sagði hann eðlilegt að fara um það
nokkrum orðum hvernig fjárlaga-
gerð fer nú fram á hefðbundinn hátt
hér á landi.
1. Fengnar eru tillögur frá stofn-
unum og ráðuneytum þar sem tekið
Ólafsson: Ríkisstjómin
þarf aðhald
launþega í landinu
Kjartan Ólafsson (Abl) veittist
harðlega að Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki við fyrstu um-
ræðu um efnahagsfrumvarp for-
sætisráðherra í neðri deild sl.
miðvikudag. Vitnaði hann til
fyrstu frumvarpsdraga Alþýðu-
flokks, sem gert hafi ráð fyrir
lögbanni á launahækkanir um-
fram 4% á 3ja mán. fresti, eða
17% á þessu ári, hvað sem liði
verðlagsþróun. f frumdrögum
Ólafs Jóhannessonar hafi verið
gengið í svipaða átt, skemmra þó,
þ.e. lögbann umfram 5% ársfjórð-
ungshækkun. Hækkun umfram
það mark átti að geymast í 9
mánuði og þá fyrst að koma í
launaumslög. Frumvarpið f nú-
verandi mynd hefur tekið breyt-
ingum til hins betra, en enn séu
þó í þvf allnokkur ákvæði, sem
talsmenn verkalýðshreyfingar
geti alls ekki sætt sig við.
Nefndi hann nokkur atriði í því
efni. Fyrst framkvæmd á við-
skiptakjaraviðmiðun verðbóta á
laun, sem út af fyrir sig sé eðlileg.
Hins vegar séu viðskiptakjör 1978,
ársins í heild, ekki rétt viðmiðun.
Taka hefði átt 3 síðustu mánuði
1978 og 3 fyrstu 1979. Þá hefði
kaupmáttarrýrnun vegna þessa
ákvæðis orðið 0.3% en ekki 3%,
eins og verða mundi, ef frv. yrði
samþykkt í núverandi mynd. Þá sé
nauðsynlegt að verja 1 xh milljarði
í stað 1 milljarðs til að mæta
Kjartan Ólafsson