Morgunblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 29 er mið af starfseminni árið áður, síðan er spáð í verðbólguna og farið fram á magnaukningu. 2. Fagráðuneytin gera athuga- semdir, en fjárlaga- og hagsýslu- stofnunin sker síðan niður fjárveit- ingar áður en fjárveitinganefndar- menn fá tillögurnar til sín tii að snurfusa þær. Þegar ríkisstjórnir þurfa síðan að skera niður fjárlög, þá er það yfir- leitt gert með því að skera niður almennt um til dæmis 10 eða 15%, alveg án tillits til mikilvægis. Sagði Friðrik þetta að vísu vera grófa skilgreiningu, en þó lýsti hún því sem hér væri um að ræða. Síðan sagði Friðrik, að eitt ein- kenni á núllgrunnsáætlanagerð væri, að verkefnum væri raðað í forgangs- röð, og að áhersla hvíldi á verkefnum en ekki stofnunum. Gerði hann síðan ítarlega grein fyrir því hvað felst í núllgrunnsáætlanagerðinni, en hún hefur einkum eftirfarandi þrjú megineinkenni: „Sönnunarbyrði um réttmæti fjár- veitingar flyst frá æðstu stjórnend- um og handhöfum fjárveitingavalds yfir til stjórnenda stofnanna og deild sem sækja um fjárveitingu. 2. Starfsemi stofnunar eða deildar verður að skoða frá grunni, en slíkt hvetur til endurbóta á rekstri og eykur því viðleitni til að bæta virkni stofnana við að ná markmiðum sínum. 3. Við gerð áætlunarinnar er allri starfsemi skipt í ákvörðunarpakka (decisions packages), sem hver fyrir sig hefur að geyma lýsingu á ákveðnu verkefni; — hvert sé mark- miðið með að ráðast í það, hvernig það skuli unnið, hvað það kosti o.s.frv. Þessir ákvörðunarpakkar eru síðan metnir og þeim raðað upp eftir mikilvægi þeirra. Lögð skal áhersla á að núll- grunnsáætlanagerð er ákveðin tækni við gerð rekstrar- og fjárhags- áætlana, en ekki heilsteypt kerfi eins og þau þrjú sem nefnd hafa verið hér að framan. Þessa tækni má hins vegar nota við gerð fjárhagsáætlun- ar innan flestra kerfa." hitunarhækkun húsa (25% heimila í landinu), sem lendi í olíuhækkun- inni. Gefa mætti eftir 0.7% vísi- tölustig í stað 0.5% (nú) til að mæta þessum lið. Þá séu ákvæði frumvarpsins, varðandi áhrif áfengis og tóbaks á verðbætur launa í þá veru, að þau feli í sér allnokkra kaupmáttarskerðingu verkafólks. Hann vitnaði til um- sagnar þjóðhagsstofnunar þess efnis, að heildaráhrif frv. til lækk- unar kaupmáttar 1. júní yrði 5.1% til 6.1% en síðar bættist við 0.5% til 1%, ef miðað væri við frv. eins og forsætisráðherra hefði lagt það fram. Þá vitnaði KÓ til bréfs Þjóð- hagsstofnunar í fyrirspurn sinni, varðandi varanleik láglaunabóta. Skv. upplýsingum stofnunarinnar ættu laun að hækka um 7% 1. júní nk. en 9% á svokölluð láglaun (upp að 210 þús. per. mán.). Almenn laun eigi hins vegar að hækka um 6.5% 1. desember en láglaun að- eins um 4.5%. Þetta þýði að láglaunabótum yrði kippt til baka síðar á árinu. Þá gagnrýndi KÓ að draga ætti úr niðurgreiðslum svo milljörðum næmi, en þær væru kjarajöfnunar- leið. Hann deildi og á ákvæði um framkvæmdasamdrátt og lánatak- markanir til nauðsynlegra fram- kvæmda, s.s. hagræðingar í fisk- vinnslu og orkuframkvæmdum. Verkalýðshreyfingin þyrfti að sýna þessari ríkisstjórn sem öðr- um nauðsynlegt aðhald. Marta Sigurðardóttir fóstra: Hvert er markmið með dvöl barna á dagvistarheimili (leik- skóla, dagheimili eða skóladag- heimili)? Er litið á þau sem öruggan gæslustað fyrir börnin, á meðan foreldrar eru við önnur störf. Eða er litið á þau sem þroskandi og uppbyggjandi skóla? Starf og leikur Lítum aðeins á starfið sem fer fram innan dyra á heimilunum. Þar er mjög fjölþætt og marg- breytilegt starf. Mikill tími fer í leik, því leikþörf barna er mikil á þessum aldri. En þessi leikur er ekki bara eitthvað til að drepa tímann, heldur geta börn- in tjáð tilfinningar sínar, gleði, sorg, ótta og reynslu sína af umhverfinu í leiknum. Þau læra að einstaklingar eru mismun- Hvers má ég vænta? Ár barnsins 1979 UMSJÓN: Alfreð Harðarson kennari. Guðmundur Ingi Leifsson sál- fræðingur. Halldór Árnason viðskipta- fræðingur. Karl Helgason lögfræðingur. Sigurgeir Þorgrímsson sagn- fræðinemi. hvernig við klæðum okkur eftir veðri. I sambandi við salerni er mikið hægt að ræða um hrein- læti og nauðsyn þess. Það er nauðsynlegt að þörnin skilji mikilvægi hreinlætis og taki það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut, en þurfi ekki alltaf að vera með eftirgangssemi. Matmálstímar eru mjög mikilvægir. Eðlilegt er að börn- in taki þátt í að undirbúa matartíma, t.d. með því að leggja á borð. Nauðsynlegt er að ein fóstra sitji við hvert borð með börnunum og borði með þeim. Þar getur hún kennt þeim almenna borðsiði, að nota hnífa- pör og aðstoða þau eftir þörfum. Sjálfsagt er að hvert barn skammti sér matinn sjálft, því það eitt veit, hversu mikla lyst það hefur. Það er algjört grund- vallaratriði, að öll börnin séu í góðu jafnvægi þegar að mat- málstíma kemur og andrúms- loftið við borðið sé ánægjulegt. Þá er hægt að spjalla saman vítt og breitt um mat, hollustuhætti og matartilbúning. Sjálfsagt er að börnin taki þátt í að ganga frá, svo að þau finni að þeim sé treyst. Fræðsla Segja má að allan daginn sé verið að kenna börnum, ýmist beint eða óbeint. En þessar skipulögðu fræðslustundir eru nauðsynlegar. Þar er tekið fyrir ákveðið efni og börnin frædd, og er þá tekið mið af þroska þeirra. Marta Siguröardóttir KynnisferA í réttir síAastliðið haust. andi og hafa mismunandi þarfir, t.d. til að stjórna, eða ráða, eins og þau kalla það. Þau hafa mismunandi mikið hugmynda- flug í leikjum og er oft að þau laðast sérstaklega að þeim sem er mest skapandi. En stuðla þarf að því að hvert barn geti haft frumkvæði, ásamt því að þroska hæfileika barnsins til samvinnu og að leysa viðfangs; efni í samvinnu við aðra. í gegnum leik tengjast þau vin- áttuböndum. Nauðsynlegt er að bjóða upp á leiki sem þjálfa bæði grófgerðar og fíngerðar hreyfingar hjá börnum og samhæfa sjón og hreyfingar. Fylgjast þarf með hverju einstöku barni og athuga hvernig hreyfiþroski þess er og stuðla að því að þjálfa það svið, sem lakast er með ýmsu móti. Daglegar venjur Daglegar venjur og störf taka mikinn tíma á hverjum degi. Mikilvægt er að nota þessar aðstæður vel. Er unnið mark- visst að því, að hvetja börnin, t.d. í fataklefanum? Fara á með fá börn þangað og gefa þeim tíma og næði til að hjálpa sér sem mest sjálf, en aðstoða þau ef þörf er á. Þá er einnig hægt að ræða við börnin um föt þeirra, vekja tilfinningu þeirra fyrir umhirðu á fötum sínum og Þvegiö af börnunum. Af mörgu er að taka, t.d. barnið sjálft, heimilið, fjölskylduna, árstíðir, náttúruna, landið, at- vinnuhættina og svona mætti lengi telja. Markmiðið með þessu er að efla skilning barns- ins á sjálfu sér og efla þekkingu þess á umhverfinu og kenna því að umgangast það. I tengslum við fræðsluna eru hafðar kynnisferðir út fyrir dagvistar- heimilið og myndíð, þar sem þau geta tjáð hvernig þetta kemur þeim fyrir sjónir. Einnig eru sögur, þulur og vísur tengdar við efnið, höfð leikræn tjáning, hreyfingar og hljómlist. Markmið Hvert er markmiðið með öllu þessu starfi? Allt stuðlar það, að því að efla alhliða þroska barns- ins og auka frumkvæði þess og sjálfstraust. En erfitt er að ná þessu markmiði, ef ekki kemur til samvinna við foreldra barn- anna. Þeir þurfa að þekkja starfið sem fram fer þar og taka þátt í að móta það og halda áfram þegar heim er komið og tengja þannig dagvistarheimilið og heimili barnanna saman, svo þetta myndi heild, en verði ekki tveir ólíkir pólar í lífi barnanna. Starf fóstrunnar Starf fóstrunnar er mjög ábyrgðarmikið, því sex fyrstu ár barnsins er mikilvægasti tími ævinnar, svo nauðsynlegt er að rækja starfið vel. Starfsaðstaða á heimilunum er misgóð og fer það nokkuð eftir aldri húsanna. En það sem er hvað erfiðast er, að allt þetta starf með börnun- um krefst mikillar nákvæmni og undirbúnings, eins og gefur að skilja. En fóstran hefur engan tíma til undirbúningsstarfa eða foreldrasamvinnu, því hún hefT úr 40 tíma viðveruskyldu á viku með börnunum. Það gefur auga leið að þetta hlýtur að koma niður á starfinu, það verður ekki eins markvisst og það ætti að vera. Nauðsynlegt ér að fóstran hafi eina klst. á dag til undir- búningsstarfa. Fóstrustarfið er mjög krefj- andi starf, en um leið er það mjög gefandi. Marta Sigurðardóttir, fóstra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.