Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRIL 1979
37
slíka prófraun t.d. í eitt ár þá er
mikið unnið og munu þá margir
trúa á forskriftarkenninguna. í
framhaldi af þessu má endurfor-
skrifa flesta Islendinga t.d. fyrir
kosningar og ekki síst kveða niður
verðbólgudrauginn, lífsþæginda-
græðgina og fjármálamisferli. Að
lokum þetta: Forskriftarmenn,
hefjist handa, það er mikið verk
fyrir höndum, látið ekki deigan
síga, farmiða fyrir alla til
Fiíipseyja ofdrykkjunnar.
7877-2298 Sigurður Jónasson
• Lélegur þáttur
„Mig langar til þess að lýsa
megnri óánægju minni með þátt
þann sem sjónvarpið sýndi s.l.
Íaugardag, „Þau koma að norðan".
Mér fannst í fyrsta lagi nafnið
óviðeigandi þar sem hljómsveitin
sem kom að norðan „lék ekki
aðalhlutverkið" í þættinum en var
þó það eina sem eitthvað kvað að.
Annað sem upp á var boðið var það
sem maður segir vera bara „píp“.
Þátturinn sem sjónvarpið sýndi
vikuna á undan, með Ragnari
Bjarnasyni og hljómsveit, var hins
vegar mjög góður og því lofaði
„norðan“-þátturinn góðu og ef-
laust hafa margir sest við sjón-
varpið s.l. laugardag í skjóli fyrri
þáttar. En sem oftar brást sjón-
varpið vonum margra. Samt sem
áður hefur það sýnt og sannað að
það getur gert góða hluti en það er
ekki sama hvernig með hlutina er
farið. Það er allur vandinn."
Ahorfandi
• „Sjaldséðir
hvítir hrafnar“
Skammt er síðan kvikmyndin
„Rætur“ rann sitt skeið á skján-
um. Ovanaleg og merkileg mynd
fyrir margra hluta sakir, þótt
ófögur væri víða, enda fjallað þar
um einn svartasta kaflann í sögu
hvíta mannsins í Ameríku, tímabil
mannránsferðanna miklu til
svörtu Afríku, þrælasölunnar og
þrælahaldsins alræmda. Því er
ekki að undra, þótt fyrir bregði
þar margri litsterkri og hrollvekj-
andi sviðsmynd. Þó verður þessi
mynd í heild mér ekki eingöngu
minnisstæð vegna ljótleikans.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á heimsmeistaramóti unglinga í
Graz í Austurríki í fyrra kom þessi
staða upp í skák þeirra Jusupovs,
Sovétríkjunum, þáv. unglinga-
heimsmeistara, sem hafði hvítt og
frakkans Santo Romans.
mannlegrar heimsku og grimmd-
ar, heldur engu síður vegna
fegurðarinnar. sem svo oftlega
kom fram í lífi svarta fólksins,
þrælanna sjálfra, þessara fátæku,
rótlausu náttúrubarna, — kom
fram í ástúð þeirra, umhyggju og
kærleika hvers til annars: foreldra
og barna, ættingja og vina, — já,
allra, sem tekið gátu á móti ástúð
þeirra og einlægni.
Því miður er sjaldgæft að fyrir
sjónir manns sé brugðið upp
myndum af jafn ástúðlegu fjöl-
skyldulífi og þarna var gert. Og ef
það hendir tilheyrir tíminn liðnum
kynslóðum. Hins vegar virðist í
flestum „listrænum" nútíma
menningarmyndum kærleiki,
ástúð og umhyggja næstum eins
sjaldséðir hlutir og hvítir hrafnar,
en gráðug og lausbeizluð ástríðan
og grálynd afbrýðin leika í þess
stað lausum hala.
I.Þ.
• Skemmtikraftar
og auglýsingar
Númerin 7988-8885 og
1029-1828 spyrja í Velvakanda 27.
mars s.l. hvað fólk eins og ég hafi á
móti Hljómplötuútgáfunni h.f.
Þau grunar, að því er þau segja, að
skrifin um ríkisreknar sjónvarps-
auglýsingar þessa fyrirtækis séu
vegna tómrar afbrýðissemi!
Eg hef ekki neitt á móti Hljóm-
plötuútgáfunni sem slíkri. Hins
vegar finnst mér allt of langt
gengið þegar þeir fáu íslensku
„skemmtikraftar", sem> sjónvarpið
hefur upp á að bjóða, eru að mestu
byggðir upp á auglýsingum fyrir
Hijómplötuútgáfuna. Það er víst
meira en nóg að sjá þær í hverjum
barnatímanum á fætur öðrum,
fræðsluþáttum o.s.frv.. Rétt er að
taka fram, að ég er ekki í tengslum
við hljómplötuframleiðslu né tón-
list að neinu leyti, þannig að tal
um afbrýðissemi er alveg út í hött.
Hitt er svo, að mér finnst fram-
leiðsla Hljómplötuútgáfunnar
vera í lágmarki hvað gæði viðkem-
ur, og bókstaflega mannskemm-
andi sé tillit tekið til t.d. tónlistar-
þroska, kveðskaps og íslenskrar
tungu. Eg hef lítið horft á þessa
þætti vegna áhugaleysis en hjá því
verður ekki komist að lesa um þá
og heyra um þá.
Og eftir að þetta ríkisrekna
hneyksli lá ljóst fyrir, hef ég fylgst
náið með því. Ég skora á aðra að
taka hneyksli þetta til athugunar
líka.
8006 - 1188
HÖGNI HREKKVÍSI
ÞMM ..!
52? SIGGA WöGA t VLVtWto
Reyfarakaup
NYJU
Verð frá kr. PRAKTICA-
74.695. næstum
Greiðsluskilmálar uppseldar!
Nú einnig PRAKTICA LINSUR
Opiö á laugardögum kl 10—12
Verslið hjá ^ _ fagmanninum
LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F.
LAUGAVEGI f78 REYKJAVIK SiMI 85811
ry Flelri
ren einn
ieinu
Tími ferðalaga og sumarleyfa fer í hönd, þá er
endurnýjun miða fyrir fleiri en einn mánuð í einu
góður varnagli. Komið tímanlega til umboðsmanns-
ins.
Við drögum 10. apríl. s
4. flokkur
18 @ 1.000.000- 18.000.000-
36 — 500.000- 18.000.000,-
207 — 100.000- 20.700.000,-
630 — 50.000- 31.500.000,-
8.100 — 25.000- 202.500.000,-
8.991 290.700 000-
36 — 75.000- 2.700.000-
9.027 293.400.000,-
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Menntun í þágu atvinnuveganna
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
22. Bxg6+ - Kh8 (Eftir 22.
.. .Kxg6, 23. Dd3+ verður svarti
kóngurinn fljótlega mát úti á
miðju borði). 23. Hxb2 — Dxb2,
24. Bc2! - Bxe5, 25. Dd3 og
svartur gafst upp. Sergei Dolma-
tov frá Moskvu varð efstur á
mótinu, hann hlaut 10 Vá v. af 13
mögulegum. Fast á hæla hans kom
síðan Jusupov með 10 v.