Morgunblaðið - 08.04.1979, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.04.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 37 „Engin þörf á barnaári, — ogþó” — spjallað við nemendur í 8. bekk í Langholtsskóla „Samband foreldra og unglinga fer ekkert eftir því hvort foreldrarnir eru ungir eða frekar gamlir.“ „Það er engin ástæða til að efna til sérstaks barnaárs hér á landi, þó það geti verið ágætt úti í löndum, svona eins og í Biafra, þar sem er hungur, klæðaleysi og fólkið fær ekki menntun eins og hér hjá okkur." — Eitthvað á þessa leið voru viðbrögð nemenda 8. bekkjar J.J. í Langholtsskóla, er blaðamaður ræddi við þá um barnaárið. Ekki voru samræðurn- ar þó búnar að standa lengi þegar eitt og annað kom í ljós sem unglingunum þótti mega betur fara, og jafnvel gæti það verið að ekki væri svo vitlaust að efna til sérstaks barnaárs til að minna á réttindi unglinga og barna. Frekar unglingaár en barnaár Ekki voru allir þó alveg sam- mála um alla hluti, frekar en við var að búast. Einn strákanna sagði til dæmis, að „það er algjör vit- leysa að vera alltaf að segja að foreldrarnir hafi ekki nægilega mikinn tíma fyrir krakkana. Mér finnst að þetta sé allt í lagi eins og það er, krakkarnir leita bara til pabba eða mömmu ef eitthvað er, og svo eru fjölskyldurnar nú yfir- leitt inni á einu og sama heimilinu, þannig að fólk hlýtur að vera meira og minna saman á hverjum degi.“ Aðrir í bekknum vildu meina að þetta væri mjög misjafnt eftir heimilum, þó víðast væri allt í lagi þá væri ekki víst að það væri alls staðar. Öll voru þau samamála um að hér á íslandi væri frekar um það að ræða að vandamál væri hjá unglingum heldur en börnum. Sérstaklega væri það vandamál hve erfitt væri að finna eitthvað til að gera í frístundum, einkum á kvöldin. Þá væri lítið um að vera, og því væri það of algengt að unglingarnir héngju á sjoppum á kvöldin, ekki vegna þess að það væri neitt skemmtilegt, heldur einhvern veginn út úr leiðindum. Að vísu sagði einhver að alltaf væri hægt að læra, en það gæti aldrei komið að fullu og öllu í staðinn fyrir félagslífið, þetta yrði að haldast í hendur og styðja hvað annað. Þá sögðu þau að kennarar settu alltaf minna og minna fyrir heima, þannig að ekki væri ýkja mikið að gera í heimanámi. — Af hverju? „Þeir gera það bara vegna þess að ef mikið er sett fyrir heima þá læra krakkarnir ekki, svo þeir hafa minnkað heimalærdóminn til þess að geta þá með fullum rétti krafist þess að það sem sett er fyrir sé lesið." Unglinga vandamálid tilbúið eða hvað? — Nú segið þið að viss vanda- mál séu fyrir hendi hjá unglingun- um. Er þá um að ræða raunveru- legt „unglingavandamál" hjá ungl- ingum hér á landi?" „Nei, það held ég varla,“ sagði ein stelpnanna. „Þetta er bara búið til, ég veit ekki af hverjum, en svo er það allt í einu orðið á hvers manns vörum og bæði unglingar og fullorðnir fara að haga sér eins og það sé til! — Þetta er bara eitthvað sem fólk hefur heyrt um, og grípur svo til þegar það getur komið sér vel. Þó einhverjir erfið- leikar séu á milli barna og foreldra þarf ekki að gera meira úr því en ástæða er til, og svokölluð „ungl- ingavandamál" eru ekki frekar til nú en áður“. En hverjir eru þá þessir minni- háttar árekstrar sem ekki má kalla „unglingavandamál"? „Það er þá helst að skilning skortir á milli, fólk talar ekki alltaf út um hlutina, og svo aftur þetta að fólk heldur að vandamál eigi að vera í samskiptum þeirra yngri og eldri. Ef þau eru ekki fyrir hendi eru þau oft búin til! — Annars er þetta allt mjög mis- munandi eftir einstaklingum og fjölskyldum, og ekki hægt að segja neitt algilt um þessa hluti. — Skiptir aldur foreldranna máli? Eru yngri foreldrar skiln- ingsríkari en þeir eldri? „Nei, það skiptir engu máli hvort foreldrarnir eru tiltölulega ungir eða ekki. Þeir eldri geta jafnvel oft frekar skilið krakkana en þeir yngri." Grease-myndin harla óraunveruleg „Er Grease-myndin margumtal- aða, eða gæti hún öllu heldur verið, dæmigerð fyrir íslenska unglinga? „Nei, alls ekki,“ næstum hrópaði allur bekkurinn á blaðamanninn sem í fáfræði sinni hafði borið upp framangreinda spurningu. Krakk- arnir virtust öll vera þeirrar skoð- unar, að þó myndin væri ágæt skemmtun og gaman hefði verið að sjá hana, þá væri hún meira en lítið óraunveruleg. Unglingarnir væru alls ekki eins og myndin gæfi til kynna. Jafnvel þó myndin hafi átt að gerast fyrir mörgum árum, í fjarlægu landi, og þó að söguhetj- urnar væru mun eldri en þau sjálf, þá sögðu þau að svona lagað gerðist bara alls ekki nema í bíómyndum. Svo einfalt var það! Sérstaklega finnst þeim það vera barnaskapurinn i myndinni sem alls ekki gæti passað, að fólk eða unglingar á þessuam aldri væri svo barnalegt sem myndin sýni, það getur bara alls ekki passað. Grease er því ágæt skemmtun að dómi krakkanna í 8. bekk J.J., bæði fyrir krakka og fullorðna, en alls ekki má taka það sem svo að hún lýsi unglingunum eins og þeir eru. Spritt, reykingar. kelirí Þó kelirí, áfengisneysla og tóbaksreykingar eigi í sjálfu sér ekkert sameiginlegt, þá fór ekki hjá því að þessi mál bæri aðeins á góma. — Og ef grannt er skoðað þá á þetta þrennt þó það sameiginlegt að fólk byrjar að fikta við það á unglingsárunum, og jafnan í and- stöðu við þá fullorðnu. Krakkarnir sögðu að á skóla- böllum væri talsverður drykkju- skapur, sérstaklega hefði það verið áberandi á einu balli í vetur. — „Hvar krakkar fá brennivín? — Það er nú aðallega spritt sem drukkið er. Það er keypt í apótek- um, en þar sem í því er einhver ólyfjan, er það fyrst eimað, og þá drukkið. — Það þarf þó ekki að eima mentholsprittið, það má bara drekka það eins og það er. Nú, sumir eru svo með ekta brennivín, en það fá krakkarnir með því að biðja eldri systkini eða vinnufé- laga frá því sumarið áður að kaupa fyrir sig. — Iss það er enginn vandi að fá brennivín ef fólk vill.“ — Var of mikið fyllirí á þessu skólaballi í vetur sem þið talið um? „Já,“ var samdóma álit þeirra allra. „Það var allt of mikið, enda hafa kennararnir verið hræddir við að halda böll síðan, svo það kom nemendum sjálfum í koll.“ Ekki sögðust þau þó getað neitað því að dálítið hefði nú verið gaman að vera á þessu balli, einkum framan af, en síðast vék ánægjan fyrir áhyggjum eftir því sem nær dró lokum dansleiksins. En hvað tóbaksreykingum leið, þá sögðu þau að þær væru ekki verulega útbreiddar, aðeins fjórir til fimm af tuttugu og sex í bekknum reyktu, og fannst þeim sjálfum það ekki vera hátt hlut- fall. — Enginn tekur í vörina eins og virðist vera orðið vinsælt er- lendis, og sögðust þau ekki hafa áhuga á því. En að sofa hjá. — Eru íslenskir grunnskólanemendur farnir að sofa hjá? Þau sögðu að það væri orðið talsvert um það, þegar í efri bekkjum grunnskóla, þó ekki nærri allir, en þó það margir að ekki þætti neitt sérstakt tiltöku- mál. £/... — Ef þau fengju að ráða, hverju vildu þau þá breyta börnum og unglingum til hagsbóta? Félagsmiðstöð í líkingu við Fellahelli var greinilega ofarlega á óskalista þeirra. Þar ætti að vera diskótek, borðtennisaðstaða, og fleira, strætisvagnarnir ættu að ganga lengur um helgar, breyta ætti útivistartímanum, og margt fleira. Þá sögðu þau að stórbæta þyrfti bæði sjónvarp og útvarp, einkum væri sjónvarpið lélegt og ekki til þess fallið að laða unglinga til að sitja heima á kvöldin. Af góðu sjónvarpsefni sögðu þau þó að nefna mætti Skonrok(k), og svo framhaldsmyndaþætti á borð við Rætur. I útvarpi sögðust þau helst hlusta á lög unga fólksins, á tíunda tímanum, vinsælustu popp- lögin og lestur Gísla Halldórsson- ar á góða dátanum Sveijk. Margt fleira sögðu þau að mætti betur fara, og mörgu væri gaman að breyta, en þrátt fyrir allt og allt væru þau þó ánægð með lífið og tilveruna eins og hún er, og það skiptir kannski mestu máli? - AH. „Unglingavandamálið er ekki til, það er bara eitthvað sem fólk heldur að sé fyrir hendi og síðan byrjar það að haga sér í samræmi við það.“ „Oft er vandamál að finna eitthvað til að gera á kvöldin, jafnvel er orðið of lítið að la‘ra. vegna þess að kennararnir setja sífellt minna og minna fyrir heima.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.