Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 VtK> MORödKí- KAFFINU -----Og ég sem geng í svefni? Hræddur? — Nei, vinur. Mér er nóg að loka augunum og hugsa um væntanlegan skattseðil! Mamma. — Má ég fá ísinn hans pabba? Hvað ertu að kvarta. — Þú ert einasti úlfaldinn með þrjá hnúða! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í Póllandi hefur bridge náð miklum vinsældum og á sfðustu árum hefur landslið þeirra oft komist í fremstu röð í alþjóða- keppnum. Öðru máli gegnir með önnur Iþnd Austur-Evrópu en þó er spilið á uppleið í Ungverja- landi en bæði þessi lönd halda fjölmennar alþjóðakeppnir ár- lega. Spilið í dag kom fyrir í slíkri keppni í Ungverjalandi og einn af landsliðsmönnum Pólverja var í sæti suðurs. Norður gaf, aust- ur-vestur á hættu. Norður S. 943 H. D543 T. 864 L. G102 COSPER „í gær var hún máske brún þessi böðuls hönd...” Þrír tugir ára eru nú liðnir frá því er íslendingar gengu í Atl- antshafsbandalagið. Sú ákvörðun Alþingis var tekin 30. mars 1949. ALlt frá þeim tíma hefur verið tryggður góður friður í allri Vestur-Evrópu og mun Atlants- hafsbandalagið eiga mestan þátt í því. Sovétríkin hafa ekki sölsað undir járnhæl sinn ný lönd á þessu 30 ára tímabili og verður það að teljast mikill og góður árangur. Því miður eru þessi árásaröfl þó enn til staðar hér á landi í kommúnistakjarna Alþýðubanda- lagsins. Það lýsti sér best á síðastliðnu ári er þessi sami kommakjarni fyrirskipaði á alger- lega ólöglegan og ólýðræðislegan hátt bann á helstu útflutningsvör- ur landsmanna, svo sem allan fisk og fiskafurðir. En þessum kommaþrýstihópum fannst ekki nóg að gert með því að setja útflutningsbann á fiskinn, heldur settu þeir líka bann á allan olíuinnflutning til landsins svo að við stöðvun lá alls skipaflotans. Nei, þessir skemmdarvargar voru ekki að hugsa um þjóðarhag, heldur um það á hvern hátt þeir gætu valdið þjóðarheildinni mestu tjóni. Þarna kemur sami hugsun- arháttur fram og hjá þeim ólánsp örulýð sem réðst með grjótkasti að Alþingishúsinu 30. mars 1949 til að reyna að hindra það að Alþingi fengi eðlilegan starfsfrið til að koma málum sínu fram. Já, öll þessi bönn skæruliðahóp- anna á síðastliðnu ári ollu þjóð- arheildinni margmilljóna tjóni með ofbeldi sínu og ólöglegum yfirgangi. Því miður reyndist ríkisvaldið alltof veikt til að mæta þessum árásaröflum og svara þeim á viðeigandi hátt. En þegar lögleg stjórnvöld verða að víkja fyrir Vestur S. KG7 H. KG106 T. 102 L. 7653 Austur S. 10 H. Á9872 T. D97 L. KD84 Suður S. ÁD8652 H. - T. ÁKG53 L. Á9 Norður Auxtur Suður Vestur pass 1 Hjarta Dohl 3 Hjörtu patw pass 4 Spaðar Dobl pa.su pasK pass Vestur spilaði út hjartagosa, sem sagnhafi trompaði. Til að tíu slagir yrðu sennilegir virtist tígulsvíning þurfa að takast en til þess þurfti sagnhafi að komast inn í borðið. Með tilliti til dobls vesturs voru trompin líklegri til að skiptast 3—1 fremur en 2—2 og suður ákvað, að besti möguleik- inn til aö búa til innkomuna væri að austur ætti einmitt G eða 10 einspil í trompinu. En blankt spil mátti gera gagnslaust með því að spila drottningunni. Suður spilaði því spaðadrottn- ingunni í slag nr. tvö og vestur tók með kóng, spilaði aftur hjarta, trompaði og aftur spilaði suður trompi undan ásnum. Þar með varð nían innkoman, sem þurfti og þægileg skipting tíglanna gaf þá tiu slagi. ■ ■ ^m ■ ____ _ _ ■■ Eftir Ellen og Bent Hendel Hverfi skelfingarinnar---------- 18 legar sem þær höfðu verið. Þessar samræður rétt áður en hann flutti að heiman. Hún hafði reynt að tala um fyrir honum. En árangurslaust. Hann var bergnuminn af þess- ari gæs í verksmiðjunni. „En þá skaltu ekki vera að hafa fyrir því að koma skríð- andi til mín þegar hin byrjar að fara í taugarnar á þér,“ hafði hún sagt. „Ef þú ferð frá mér verðug ökki aftur snúið.“ Stig hafði horft á hana, eins og annars hugar. nún náði ekki minnsta sambandi við hann, hvað þá heldur að orð hennar hefðu einhver áhrif á hann. Hann hafði aðeins hugann við þessa kvensnift. Solvej hafði gengið fram í eldhúsið og skeilt dyrunum á eftir sér. Hún hafði sest niður við borðið og grátið beisklega. Hvers vegna haíði hún þurft að eignast svona mann — hún sem var bæði snotur og vel vaxin. Og samt fór þessi eiginmannsnefna frá henni. Og vegna annarrar. Hvers vegna gátu svo aðrar konur lifað farsælu lífi. Til dæmis Lis. Og Dorrit. Og Ing- er. „Ég hata ykkur allar.“ Hrópið vakti hana. Hún horfði ráðvillt í kringum sig, lagði aftur bókina og setti hana á borðið. Slökkti á lampanum. 6. kafli Hann var hræddur. Ilánn vissi hvað hann hafði gert. Vissi það svo að það stóð hon- um ljóslifandi fyrir sjónum. Með þessum tveimur höndum — hann Jyfti þeim upp og horfði á þær með samblandi af undrun og hryllingi — með þessum höndum hafði hann rekið í hana hnifinn. Hafði gert það aftur og aftur og líkami hennar hafði litast rauður. Á eftir þegar æði hans var runnið af honum hafði hann verið örmagna eins og eftir stórátök.- Og nú var hann hræddur. Ekki beinlínis við afleiðingarn- ar. Það yrði í meira lagi skrítið ef nokkrum dytti í hug að gruna einmitt hann um græsku. Nei — það sem gerði hann skelfdan var hugsunin um næsta fund hans við unga fagra konu. Ilann vissi að hann myndi gera það aftur. Rekinn áfram af einhverju voðalegu afli sem hann Vissi að ekkert gæti stöðvað. \t Bo Elmer tók bl^ðið úr ritvél- inni og starði á það án sýnilegr- ar hrifningar. Þetta var ekki nógu sterkt hjá honum „sam- bland af undrun og hryllingi", það var ekki nógu vel orðað. Og reyndar var öll lýsingin hálf- máttleysisleg. Hún sagði ekki neitt um þennan dýrslega tryll- ing sem rak morðingjann áfram — og sprengdi af honum allar viðjar. — Maturinn er tilbúinn. Kirsten stóð í dyrunum og horfði spyrjandi á hann. Ilann reis þreytulega upp og gekk á eftir henni fram í eldhúsið þar sem Lars hafði þegar ráðizt aí áfergju á kjötbollurnar. — Ég er með höfuðverk svo að ég ætla að fara að sofa þegar sjónvarpsfréttirnar cru búnar, tilkynnti Kirsten þegar þau stóðu upp frá borðum nokkru seinna. \ Seinna um kvöldið fór að snjóa. i Stórar flygsur svifu til jarðar og mynduðu eins og möttul yfir malbikið. Janne, kona kennarans, var alein heima með Henriettu sem svaf í rimlarúminu sínu. Kenn- arinn var á fundi í skólanum. Janne sat í stól og las og hálfdottaði þegar dyrabjallan hringdi. Hún hrökk upp með andfælum. Leit á armbandsúr- ið. Hrukkaði ennið. Reis hik- andi á fætur. Var Finn kominn heim. Og aí hverju notaði hann ekki lyklana?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.