Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 49 amalt og off... Annálar: Úr Kjósarannál 1685. Vetur stórviðrasamur. Hlutir í minna lagi fyrir öllu Suðurlandi, nema í Garði og Þorlákshöfn. Sumar graslítið, með langvarandi þurkum frá hvítasunnu til höfuðdags. Þann 9. Martii, sem var góuþrællinn, kom stórkostlegt áhlaupaveður af útsuðri. Þá skeði manntjónið mikla fyrir sunnan; forgengu af Stafnesi teinæringar þrír og 4 áttæringar; með mönnum öllum, sem á voru, nema tveimur, sem náðust lifandi við Miðnes. í sama veðri týndust 3 skip úr Garði með 13 mönnum; meintist af þessum skipum öllum mundi drukknað hafa alls 81, flest norðlenzkt fólk. Og á sama vetri þann 7. Februarii forgekk á Eyrarbakka áttæringur með 11 mönnum, og undir Jökli á góuþrælinn drukknaði einn maður í landtöku. í Vestmannaeyjum forgengu teinæringar fjórir með 53 mönnum. Á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu drukknuðu 2 menn af tveggjamannafari sama dag, og 20. Martii fórst smábátur í Hafnarfirði með tveimur mönnum. Meintist síðan Island var byggt, að ei mundu fleiri menn af fiskibátum drukknað hafa hér við land á einum vetri. Úr fornritum: Úr Finnboga sögu ramma Finnboga saga ramma segir írá ævi og aírekum Finnboga hér á landi og erlendis og gerist að mestu á síðari hluta 10. aldar. Finnbogi haíði verið borinn út sem barn en maður nokkur, sem Gestur hét íann barnið og ólst það upp hjá þeim hjónum, Gesti og Syrpu konu hans. Þau kölluðu sveininn Urðarkött því hann var í urðu fundinn og sögðu hann sitt barn. Urðarköttur tók svo skjótt framförum, að með ólikindum þótti og fannst það fljótt á, að fáum þótti sem honum kippti í kynið þar sem þau voru Gestur og Syrpa, enda er svo að orði komist um Syrpu, að hún væri hverju kvikindi leiðinlegri. Hér segir frá því þegar Urðarköttur glímdi við ferelninginn, þ.e. fjögurra álna langan fiskinn: (Ör bókinni Kappar, útg. Æskan, 1950) Svo var sagt, að Urðarköttur rann til fjöru einn dag, sem hann var vanur, að finna fiskimenn. Voru þá flestir að komnir, en sumir reru að utan. Þeir höfðu vel fiskað og köstuðu af skipum. Þeir höfðu tekið einn ferelning, bæði mikinn og góðan, og köstuðu honum í flæðarmál og mæltu: „Urðarköttur félagi, taktu og drag upp fiskinn." Hann mælti: „Viljið þér gefa mér fiskinn, ef ég fæ upp dregið?" Þeir kváðu hann verðan vera að hafa, ef hann léki það, og játuðu því allir. Urðarköttur var í skinn- stakki og söluvoðarbrókum og allt neðan af brókunum. Gekk hann berfættur hvern dag. Hann hafði snæri um sig hvern dag og hettu sína yfir utan. Hann hleypur út í lárnar og bregður í fiskinn öðrum enda á snærinu, en annan hefir hann um herðar sér, streitist nú mjög og gengur stundum á, enda stundum ekki. Allir horfðu á og hlægja að honum. Hann fer ekki að því. Svo lengi sem hann hefir að verið, gengur honum betur og betur, þar til er hann fær upp dregið. Var þar bratt, er hann fór upp. Síðan hljópu þeir að og tóku af honum fiskinn og vilja eigi halda við hann, en hann undi illa við. Fór hann og sagði Brettingssonum og bað þá duga sér. Þeir gengu þegar til fiskimanna og báðu þá lausan láta fiskinn og halda sammæli við Urðarkött. Þótti öll- um hann vel hafa til unnið og þó með ólíkendum. Varð svo með atgangi þeirra, að hann nær fisk- inum og verður fenginn mjög. Streitist nú af nýju við fiskinn og dregur heim í tún til Syrpu, fóstru sinnar. Hann færir þeim fiskinn. Urðu þau stórlega fegin. Þetta fór víða um sveitir, og var mikið orð á syni þeirra Syrpu og Gests. Undruðust allir, hví þau skyldi eiga svo ágætan son sem öllum sýndist sá maður, og fannst mönnum mikið um, er hann sáu og heyrðu sagt frá. Leituðu þau alla vega við að torkenna hann sem þau máttu, og líður nú svo fram nokkra vetur. Tíminn. Tíminn mínar treinir ævistundir. Líkt sem kemha er teygð við tein, treinir hann mér sérhvert mein. Skyldi hann eftir eiga að hespa, spóia og rekja mína lífsins leið. láta í höföld, draga í skeið? Skyldi hann eftir eiga að slfta. hnýta. skammel troða, skeið að slá, skjóta þráðum til og frá? Skyldi hann eftir eiga mig að þæfa, síðan úr mér sauma fat, síðast slíta á mig gat? Skyldi hann eftir eiga mig að bæta? Það get eg ekki gizkað á, en gamall held eg verði þá. (Kveðið undir prédikun.) Að heyra útmálun helvítis hroll að Páli setur. Eg er á nálum öldungis um mitt sálartetur. ★ Rangá fannst mér þykkjuþung, þröng mér sýndi dauðans göng, svangan vildi svelgja lung. söng í hve/ri jakaspöng. Reyndi eg þó að ríða á sund, raðaði straumur jökum að. Beindi eg þeim írá hófahund. Hvað er meiri raun en það? * (Skáldið sá hey í skóm konu sinnar). Eg vildi eg fengi að vera strá og visna í skónum þínum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. ★ Eg hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraidarauð og vcra drykkjumaður. Páll Ólafsson. Ævintýri: Lokalygi Einu sinni voru kóngur og •l.rottning í ríki sínu og karl og kerling í garðshorni; þau áttu sér einn son sem Loki hét, en kóngur og drottning eina dóttur. Konungur hafði heitið þeim manni dóttur sinni sem gæti sagt sér það sem hann tryði eigi. Höfðu margir reynt það, en engum hafði það tekizt, því konungur var manna heimskast- ur og f jarska trúgjarn. Nú tekur Loki sig til og býr sig heim í kóngsríki og sagðist vilja segja kóngi sögu. Kóngur leyfði honum það og byrjaði strákur þá söguna. Hún hljóðar þannig: „Einu sinni var ég í eldhúsi hjá móður minni. Hún var að þeyta flautir í kollu og uxu svo mikið flautirnar að það fór að renna út úr kollunni svo að fylltist eldhúsið og fór að renna út úr því; en áður langt leið sást hvergi í dökkvan díl. Fór ég þá að ganga og leita ef ég fyndi nokkursstaðar dökkvan díl. Fyrst gekk ég í hundrað ár og sá ég hvergi í dökkvan díl, en að hundrað árum liðnum sá ég eitthvað dökkt og gekk ég þangað og var það þá færilús, og gekk ég þá inn í hana og kom þar á græna og grasi vaxna völlu. Og þá fór ég að hlaupa og hljóp þá langan tíma, en loksins fór ég að mæðast og svitna. Fór ég þá að kasta af mér fötunum þangað til ég var orðinn klæðlaus. Kastaði ég þá af mér handleggjunum og þar næst höfðinu og svo kastaði ég af mér báðum fótunum og þá hljóp ég sem harðast. „Á hverju hljópstu þá, Loki rninn?" sagði kóngur. „Á lyginni og tveimur puntstráum." „Því lýgurðu?" sagði kóngur. Óg fékk strákur síðan dóttur kóngsins er hann gat sagt honum það sem hann trúði ekki. Islenzkir málshættir Þess minnast fingur er forðum unnu. Vandi er hófs að gæta í velgengninni. Enginn er svo slæmur, að ekki verði á hann logið. Útlenzkt óhóf bítur verst. Sérhverjum þykir sín reiði réttvís. Oft eru þau sárinn verst, sem ekki blæöa. ins SINDRA onn Taktu þér hlé frá daglegum störfum um stund og fáðu þér mjólkurglas. Engin fæða uppfyllir betur þau skilyrði að veita þér flest þau næringarefni, sem nauðsynleg eru lífí og heilsu. Slakaðu á smástuim^frá starfí og streitu dagsins og byggðu þig upp til nýrra átaka um leið/V Drekktu mjólk í dctg - og njóttu þess. Næringargildi í lOOg af mjólk eru u.þ.b.: Prótín Wita l^olvetni I^lk FóSfor Járn 3,4 g A-vítamín 80 alþjóðl. ein. 3,5 g Bi-vítamín 15 alþjóðl. ein. 4,6 g D-vítamín 3 alþjóðl. ein. 0,12 g B-vítamín 0,2 mg 0.09 g C-vítamín -J 1,5 mg 0,2 mg Hitaeiningajr 63 . }J STALHF Við kynnum nýjar snyrtivörur frá PIERRE ROBERT: SINDRA STAL GUR URINN Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparar tíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni31 sími27222 Mjól mjólkui orkulind okk; Hb ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? l>r UCI.VSIR I M AI.I.T l. \M> l>K(. \H ÞT AIT.LVSIK I MORCTNBI.ADINT Lumenition YFIR 5000 BÍLAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur heföu mælt meö ágæti búnaöarins. Hefur Þú kynnt pór kosti LUMENTION platínu- lausu kveikjuna? éiiiigt •vraís HABERG hi .Skeifunni le-Sími )>))4$,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.