Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 59 Kvikmyndahátíð her- námsandstæðinga Atriði úr Punishment Park eítir Peter Watkins. Þessa dagana stendur yfir kvikmyndahátíð herstöðva- andstæðinga í Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut. Hátíðin hófst 30. mars og lýkur 9. apríl og eru sýningar alla daga nema laugard. 7. apríl. Alls verða sýndar 9 myndir og eru þær flestar sýndar þrisvar á þessu tíma- bili. Undirbúningur og fram- kvæmd þessarar hátíðar hefur að mestu verið í höndum Friðriks Þórs Frið- rikssonar og myndirnar hefur hann fengið frá Eng- landi, 16 mm, með enskum texta eða tali, flestar frá The Other Cinema eða Contemor- ary. Þekktasta myndin, sem hér verður sýnd, er sennilega Punishmcnt Park eftir Peter Watkins (Am. 1971). Þetta er táknræn framtíðarsýn, gerð í Hinn langi ÞAÐ HEFUR verið fremur fátæklegt um að litast í kvik- myndahúsunum að undan- förnu, en fyrir skömmu hóf-' ust sýningar á The Big Sleep í Hafnarbíói. Myndin er gerð af Michael Winner (br. 1978) með Robert Mitchum í hlut- verki Marlowe (eða ætti maður að segja í hlutverki Bogarts?). Þó að Mitchum hafi tekist allvel með Mar- lowe í Farewell, My Lovely (1975, leikstj. Dick Richards) er hann vægast sagt nokkuð aldraður fyrir þetta hlutverk og þó Winner takist í upphafi að skapa nokkra spennu, þá glutrar hann henni allri niður um miðbik myndarinn- stíl heimildarmyndar, og segir frá því, til hvaða refsi- aðgerða Bandaríkjastjórn tekur, þegar auknar her- kvaðningar vegna stríðsins í Indókína vekja aukin and- mæli. Þegar öll fangelsi í landinu eru orðin yfirfull af „pólitískum afbrotamönnum" eru settar upp fangabúðir og svokallaður „Refsigarður", þar sem hinum sakfelldu er gefinn kostur á að hlaupa yfir 80 km eyðimörk, vatns- lausir, á þremur dögum. Komist þeir þetta, er þeim sleppt, en sá böggull fylgir skammrifi, að fangarnir verða jafnframt að sleppa fram hjá lögreglumönnum á svæðinu, sem ieita þeirra. Með þessari mynd verður sýnd 22 mín. amerísk heimildarmynd, Interviews with My Lai Veterans, sem ar, m.a. vegna þess, hvernig hann tekur á Marlowe, sem hefur engan áhuga á því að leita að einhverjum manni, sem enginn hefur beðið hann um að leita að. Tilraun Winners í lokin (með þul) til að koma að einhverjum sið- ferðisboðskap um svefninn langa hangir gjörsamlega í lausu lofti, þar sem myndin í heild er ekki annað en venju- leg sakamálamynd með ná- kvæmlega vegnu magni af ofbeldi án siðferðislegrar íhlutunar. Þá hefur nýlega verið tekin til sýninga í Laugarásbíói myndin Gray Lady Down, en það furðulega við þessa mynd var gerð 1970 af Joseph Strick. Myndin er eingöngu byggð á viðtölum við fimm ameríska hermenn, sem tóku þátt í útrýmingarförinni í My Lai og segja þeir frá atburð- um og reynslu sinni í þessari ferð. Lýsingarnar eru hroða- legar og myndin nær full- komlega því takmarki að vera mjög áhrifamikil stríðsádeila. Interviews with My Lai Veterans hlaut Osc- arsverðlaun sem besta stutta heimildarmyndin 1971. Þá verða sýndar þrjár myndir frá Chile og er sú elsta þeirra mynd eftir Mig- uel Littin, gerð 1969 og nefnist Sjakaiinn frá Nahueltoro. Littin, sem nú starfar í Mexíkó, var einn af þekktustu kvikmyndagerðar- mönnum í Chile fyrir valda- töku hersins 1973 og hafði þá er að hún er gerð árið 1977 (Am. leikstj. David Greene). Furðulegt vegna þess, að svona mynd hefði ef til vill verið hægt að búast við upp úr 1940, þegar nauðsynlegt þótti að búa til alls kyns áróðursmyndir til að hressa upp á hermennina og sýna þeim m.a. hvað þjóð þeirra réði yfir mikilli tæknikunn- áttu í hergagnaframleiðslu. Gray Lady Down segir frá kjarnorkukafbátnum Neptúnusi, sem sekkur eftir árekstur við norskt flutn- ingaskip og frá þeim björg- unaraðgerðum, sem þá fara í gang. Hinni tæknilegu fram- kvæmd er fylgt af mikilli samviskusemi en dramatísk spenna og persónusköpun er í lágmarki. Myndin virkar því í heild eins og kennslumynd („Björgun úr kafbát") og ekki bætir það úr skák, að í lok myndarinnar er áhorfendum tjáð, að það sem þeir hafi séð, sé nú orðið að raunveruleika: Bandaríski sjóherinn hefur nú yfir að ráða björgunarkaf- bát eins og þeim, sem við höfum séð hér í myndinni! Sem sé, kennslumynd fyrir væntanlega kafbátafarþega. Eina augnablikið, sem vert er að minnast á í þessari mynd, er atriði með nokkrum af áhöfn kafbátsins, eftir að hann er sokkinn þar sem þeir eru að skoða kvikmyndina Jaws. Þegar hljóðið bilar allt í einu í sýningarvélinni legg- ur áhöfnin til sín eigin hljóð og talar fyrir munn hetjanna og er það skemmtileg til- breyting innan þessarar myndar, sem tekur sjálfa sig alltof alvarlega. SSP nýlega verið gerður að yfir- manni „Chile Films", ný- stofnaðs kvikmyndavers ríkisins. Sjakalinn er byggður á málsskjölum í máli ólæss bónda í S-Chile, sem drap ekkju og fimm börn hennar í ölæði. Bóndinn var dæmdur til dauða en í fang- elsinu var hann settur í end- urhæfingu og kennt að þekkja verðmæti þjóðfélags- ins (guð, þjóðin, eignaréttur- inn og fjölskyldan). Eftir langan tíma í endurhæfingu var hann leiddur fyrir af- tökusveit og skotinn. Littin snýr ásökunum sínum á hendur svona réttarfari og þjóðfélagi, sem hefur brugð- ist skyldum sínum við lítil- magnann. Orrustan um Chile (Chile/ Kúba, 1973-1976) er heimildamynd í tveim hlut- um og lýsir ástandinu í Chile fyrir og um uppreisn hersins. Þriðji hlutinn, sem lýsir ástandinu eftir valdatöku hersins, hefur nýlega verið frumsýndur í Berlín. Fyrstu tveir hlutarnir, sem hér verða sýndir, voru sýndir í Fjalakettinum í vetur rétt fyrir jólin. Höfundur mynd- arinnar er Patricio Guzman. Þá verður sýnd stutt, frönsk mynd um þessa sömu atburði, Chilean September (1973—1974) og verður hún sýnd með mynd sem nefnist Mexico: Frosin bylting (Am/ Argentínsk, 1970), en þessi mynd er gerð af Raymondo Gleyzer. Hann segir um þessa mynd: „Hér er frið ofan í saumana á félagslegum og pólitískum raunveruleika í Mexíkó og hann settur í samhengi við mexikönsku byltinguna." I myndinni er fyrst lýst byltingunni 1910—1917, þróun hennar og borgarastyrjöldinni, sem fylgdi í kjölfarið. Stuðst er við gamlar kvikmyndir frá „Toppár „ÞETTA verður toppár hjá Háskólabíói," sagði Friðfinn- ur Ólafsson við síðuna sl. föstudag, en þennan dag var fyrst slakað til með sýningar á Grease og hófust þá kvöld- sýningar á The Last Tycoon eftir Elia Kazan. Grease hefur nú gengið stanslaust frá því í janúar öndverðum en á þessu tímabili hafa hlaðist upp myndir hjá Há- skólabíói, sem bíða nú sýn- inga. The Last Tycoon og Supcrman, sem verður tekin til sýninga á páskum, eru aðeins hinn sýnilegi hluti þessa ísjaka, ef svo má að orði komast. Utan sjónmáls bíða myndir eins og The Duellists eftir Ridley Scott, þessum árum, þar sem m.a. sjást Francisco Medero, Emiliano Zapata og Pancho Villa. Þá verður sýnd rúmlega 4 klst. mynd í „þrem hlutum, sem nefnist Stund brennsluofnanna (The Hour of the Furnaces), Argentínsk, 1968, gerð af Fernando Sol- anas og Octavio Getino. Mynd þessi hefur ýmist verið nefnd Pótemkin rómönsku Ameríku eða lykillinn að hinni nýju kvikmyndagerð þessara þjóða. Myndin er gerð á laun á árunum 1966—‘68 og er fyrsti hlutinn (95 mín), sem er helgaður Che Guevara, um nýlendu- kúgun á okkar dögum og það ofbeldi, sem hún laðar fram. Argentínu er líkt við Víet- nam, þar sem Víetnamar sjá óvini sína, en í Argentínu þurfi að berjast við ósýnileg öfl amerískra auðhringa. Annar hlutinn (120 mín.) er um fyrri valdatíð Perons (‘45—‘55) og baráttu Perón- ista áratuginn eftir að herinn sem hlaut sérstök verðlaun dómenda á kvikmyndahátíð- inni í Cannes 1977; Looking for Mr. Goodbar með Diane Keaton, leikstjóri Richard Brooks; Wages of Fear eftir William Friedkin, sem er endurgerð eftir hinni klass- ísku mynd með sama nafni, sem gerð var af Henri-Georges Clouzot 1953; Black and White in Color, sém er fyrsta mynd Jean-Jacques Annaud; Assault on Precint 13, sem er gerð af John Carpenter (Dark Star); The Medusa Touch, með Burton, Ventura og Lee Remick, leikstjóri Jack Gold; Blood Relatives eftir Chabrol með Donald steypti honum af stóli. Þriðji hlutinn (45 mín.) ber heitið „Ofbeldi og þjóðfrelsi" þar sem hvatt er til vopnaðrar þjóðfrelsisbaráttu. Loks verða sýndar tvær myndir eftir brasilíska höfunda, myndin Ganga Zumba (1963) eftir Carlos Diegues, sem er söguleg mynd um frjálst þrælasamfélag í fjöllum Brasilíu á átjándu öld, en mynd þessi er almennt talin uppsprettan að „ný-bylgju“ kvikmyndunum í Brasilíu, og myndin Ljónið hefur sjö höfuð, eftir þekktasta leik- stjóra þessarar nýbylgju, Glauber Rocha. Myndin er gerð á Ítalíu 1970, en Rocha segist sækja titilinn að myndinni í opinberunarbók Jóhannesar og á hann að tákna hin mörgu höfuð heimsvaldastefnunnar. „Hún er andheimsvaldasinnuð. Hún er byltingarsinnuð ... Ljónið er kvikmynd gerð fyr- ir þriðja heiminn,“ segir Rocha. Sutherland; Cousin Cousine, sú fræga mynd, leikstj. Jean-Charles Tacchella og loks þrjár ástralskar kvik- myndir, tvær eftir leikstjór- ann Peter Weir, Picnic at Ilanging Rock og The Last Wave og mynd Donald Crombies Caddie. Enn fleiri myndir eru komnar, en það má sjá af þeim, sem hér hafa verið taldar upp, að áhorf- endur geta tekið undir orð Friðfinns og bætt því við, að þetta verði nokkurs konar uppskeruhátíð eftir að hafa þolað Grease allan þennan tíma. En — það er nú einu sinni barnaár. SSP. Robert Mitchum í jakkafötum Marlowes í The Big Sleep. svefn — neðansjávar SSP í Háskólabíói”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.