Morgunblaðið - 08.04.1979, Page 6

Morgunblaðið - 08.04.1979, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 ' náð öðrum eins tökum á fólki á íinn óhugnanlegi Drakúla. Þessi byggður á illræmdum fursta sem immd og blóðþorsta. — Hér segir Drakúla sem náði sér fyrir alvöru ist á kvikmyndatjaldið. aö hann varö fyrirmynd allra síðari tíma Drakúla, og samsam- aöist hann hlutverkinu svo meö árunum aö um þaö er hann dó trúöi hann því oröið sjálfur aö hann væri Drakúla, var þá oröinn geöbilaöur. Sá eftirmáli er að þætti hans aö hann átti hring einn, „töfrahring" og gaf hann Christopher Lee skömmu fyrir dauöa sinn. Erföi Lee svo hlut- verk greifans eftir Lugosi, hefur lengi boriö höfuö og herðar yfir aðrar blóðsögur og komið fleir- um til aö gá undir rúmiö en nokkur önnur. Þaö hefur vafizt fyrir mönnum aö gera sér grein fyrir því hvers vegna Drakúla greifi og þaö fólk þykir jafnheillandi og raun ber vitni. Þaö má mikiö vera ef blóösugumynd rís ekki undir Hví hafa menn þvílíkt yndi af ófreskjunni? Þaö er víst enginn efi á því aö sá geöþekki greifi Drakúla er ástsælust blóösuga sem uppi hefur veriö. Breytir þar engu um þótt hann hafi orðiö aö víkja sæti fyrir Margaret Thatcher, formanni íhaldsflokksins brezka, í vinsældakönnun sem fram fór um „Óbermi allra alda“ meöal gesta í vaxmyndasafni Madame Tussaud í London nýlega. Þau koma og fara þessi smástirni; greifinn þekkir það og bíöur rólegur, hann hefur nógan tíma. Hann er kominn á sjöttu öldina. Lengst af lá hann í gröf sinni, svaf á daginn en flaug um nætur eins og aðrar leöurblökur og lét sér nægja aö hrekkja sveitunga sína. Hann var kominn á fimmtu öld þegar hann sló loksins í gegn og komst á heimsmarkaðinn. Það var áriö 1897. Þá kom út ævisaga hans. Aldarfjórðungi seinna komst hann svo í kvik- myndirnar og hefur engu þurft aö kvíöa uþp frá því, hvorki fé- né blóðleysi. í fyrra geröi þýzki leikstjórinn Werner Herzog, einn af framá- mönnunum í endurreisn þýzkrar kvikmyndagerðar, mynd um greifann og er þaö sú nýjasta en verður örugglega ekki sú síð- asta. Herzog nefndi hana „Nosferatu“ og er þar vísaö til fyrstu Drakúlamyndarinnar. Hana geröi landi Herzogs, F.W. Murnau, áriö 1922 eftir ævisögu greifans sem írski rithöfundurinn Bram Stoker samdi áriö 1897 eins og fyrr var nefnt. Stoker moöaöi úr ýmsum heimildum og studdist viö fyrri blóösuguskáld- skap, m.a. „Carmilla“ eftir Joseph Sheridan Le Fanu (sú saga hefur oröiö ýmsum kvik- myndaefni, m.a. Carl Dreyer, 1931, og Roger Vadim, 1960). En fyrirmyndin að greifanum er upprunnin í Transylvaníu (þar sem nú heitir Siebenburgen). Þar var uppi á 15. öld fursti nokkur, Vlad Dracula, miöur þokkaöur af alþýðu vegna þess að honum varö þaö helzt fyrir þegar honum leiddist lífiö aö hóa saman hóþi manna og láta þræöa þá upp á yddaða staura. Allra mest yndi þótti honum aö sitja til borös og eta og drekka úti í náttúrunni á fögrum sumar- degi og virða jafnframt fyrir sér valinn hóp fólks iöandi á staur- unum. Et taliö aö hann hafi látið drepa ein 100 þúsund alls, mik- inn þart aö gamni sínu og fyrir engar sakir. Transylvaníumenn losnuðu ekki einu sinni viö hann þótt hann dræpist; þaö er líf eftir dauöann og furstinn liföi góöu blóösugulífi í fimm hundruð ár í höll sinni — aö því er segir í sögu Stokers —, hleypti þá heimdraganum og flaug yfir til Englendinga, hefur sýnzt þeir blóöríkir. F.W. Murnau nefndi Drakúla- mynd sína „Nosferatu” (eftir annarri þjóðsagnapersónu), eins og fyrr var sagt, óg var þaö gert til þess að komast kringum lögin um höfundarrétt. Murnau haföi sem sé moöaö úr sögu Stokers en tímdi ekki aö borga höfund- arréttinn. Þetta bragö lánaöist þó ekki, það kom til málaferla, Murnau tapaöi málinu og varö aö eyðileggja flestöll eintök myndarinnar. En Drakúla átti framtíöina fyrir sér í kvikmyndum þótt svona færi um þessa ferð. Aö vísu liðu níu ár þar til hann fékk hlutverk aftur en þar meö var hann líka kominn á græna grein. Þaö var áriö 1931; þá geröi bandaríski leikstjórinn Tod Browning Dra- kúlamynd og Bela Lugosi lék greifann. Þess má geta aö Browning haföi oröið fyrir mikl- um áhrifum af expressjónisman- um í þýzkri kvikmyndágerö. En um Bela Lugosi er þaö aö segja kostnaði, það er helzt ef blóö- sugan missir oft út úr sér tenn- urnar, þaö kemur í Ijós aö hún kann ekki aö fljúga eöa er hrædd viö blóö. Hver meö- al-blóösuga á vísan allstóran áhorfendahóp. Hryllingurinn lokkar og laöar. Þaö veldur trúlega mlklu um þetta, aö flest- ar hryllingsmyndir, og blóðsugu- myndir þeirra á meöal, eru gerð- ar eftir forskrift, þótt misvel takist náttúrulega aö fylgja henni, þ.e.a.s. í flestum slíkum myndum eru ákveöin höfuöatriöi sem reynzt hafa til þess fallin aö vekja fólki ugg og spennu. í fyrsta lagi eru vanalega aö verki „myrkraöfl“, ofuröfl af einhverju tagi og í einhverju formi, lífs- hættuleg mönnum en veröa ekki sönnuö eöa útskýrö meö vís- indalegum hætti. Þaö er höföað til tortímingarhvata, vísað til einhvers konar ótta sem lifir meö mörgum þótt bældur sé — t.d. Aö vísu er líka hægt að skopast dólítið að hinni dáöu ófreskju. Hér er Marty Feldman kominn Engin Drakúla-mynd er fimm aura virði án senu í pessum dúr. Tróhællinn meö vígtennurnar og býst til aö fá sór bita úr einstaklega girnilegum handlegg. sem á að halda ófreskjunni er kominn í brjóst hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.