Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 Páskamaturinn Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Þá er nú mjög liðið að páskum og orðið tímabært að hugsa fyrir páskamatnum. En pásk- arnir eru ekki aðeins hátíð, sem ber að fagna með góðum mat. Öll fjölskyldan er væntanlega í fríi og það verður að hafa í huga. Það er óskemmtilegt að einhver einn fjölskyldumeðlim- ur loki sig af í eldhúsinu og sjáist vart alla frídagana, nema rétt við borðið. Því er bezt að gera annað hvort eða hvoru tveggja: að hafa mat, sem hægt er að undirbúa fyrirfram og/eða fljótlegan mat, og svo að fjöl- skyldan hjálpist öll að og enginn skorist undan. Síðan er sjálfsagt að nota frítímann til útiveru eða einhvers dundurs, sem helzt öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Þetta er hvorki meira né minna en 5 dagar, sem þarf að hugsa fyrir. Sjálfsagt er að skipuleggja fyrirfram hvað á að borða á hverjum degi. Plestir láta sér vonandi nægja eina heita máltíð á dag og það er hún, sem þarf að hugsa fyrir, því kalda máltíðin er væntan- lega brauð og svo t.d. ostur og ávextir, eða eitthvað slíkt. Það er sjálfsagt að gleyma ekki fisknum þessa dagana fremur en aðra og þá er ofnbakaður fiskur þægilegur og góður matur. Súpur eru það sömuleiðis og soðteningar eða duft eru þá góð undirstaða í góðar súpur, sem svo má bæta í góðu, nýju grænmeti, e.t.v. ásamt tómat- mauki. A 2. í páskum er svo tilvalið að hafa kaldan afganginn af páskasteikinni, sem þá hfur verið höfð rífleg. Með henni er gott að hafa grænmeti, t.d. grænt salat með edikssósu, e.t.v. með papriku í og svo kannski blaðsellerí- eða rótarsellerístöngla og ólífur með, fyrir þá sem eru hrifnir af þeim. I eftirrétti getið þið haft ís, líkt og talað var um í síðasta þætti, og svo ávexti, því nú fást ýmsir ljúffengir nýir ávextir í búðum, t.d. melónur, ananas, mangó og kiwi. Eitthvað af þessum ávöxtum er tilvalið að nota í salat, t.d. ásamt eplum, banönum og perum. Ég held mikið upp á að strá svolitlu af kanel yfir, gróft söxuðum möndlum og sultuðum engifer, sem ég hef minnst á áður. Auk þess eru þessir ávextir einkar góðir eintómir og svo í kökur. Sumir vilja baka og þá mæli ég ekki sízt með kökum, sem þola vel geymslu, t.d. ávaxta- og hunangskökum. Hér á eftir að koma svo nokkrar ábendingar um hentugan páskamat, sem er auðvitað jafn góður við önnur tækifæri. Góða skemmtun! Graflúða (handa 8—10 manns) Graflax er orðinn nokkuð þekktur forréttur eða léttur aðalréttur hér, sem víðar. En það má einnig matreiða annan feitan fisk á þennan hátt, t.d. lúðu. Það er vart hægt að hugsa sér hentugri forrétt en grafinn fisk. Best er að nota meðalstóra lúðu. Biðjið svo fisksalann allra- náðarsamlegast að flaka fiskinn fyrir ykkur, því lúða er oft svo föst á beinunum. Síðan blandið þið jafn miklu af sykri og salti, helzt hafsalti, og stráið þunnu lagi yfir fiskinn. Vegna þess að svona lúða er þynnri en lax, skulið þið gæta þess aö ofsalta ekki fiskinn. Að því búnu á að leggja nýtt eða frosið dill á, en á þessum árs- tíma liggur slíkt ekki á lausu, svo við verðum að láta okkur nægja þurrkað. En vel á minnst, hafið þá í huga, að nú fer að vora, og bráðum verður tíma- bært að sá. Hver sá, sem hefur smá garðshorn, ætti ekki að láta hjá líða að sá kryddjurtum, en ég minnist aftur á þetta síðar. Síðan mæli ég með því að þið rífið svolítið múskat yfir flökin, eða stráið dufti yfir, en lítið er alveg nóg, því bragðið er sterkt. Nú er ekki annað að gera en að leggja flökin saman, með roðið út, setja u.þ.b. 1 kg farg ofan á og geyma svo í kæliskáp í sólarhring, eða lengur ef flökin eru mjög þykk. Eftir þann tíma er fiskurinn mjög þéttur og fínn. Nú þurrkið þið kryddið af, og þar með er fiskurinn tilbúinn og þvílíkur fiskur ... Nú svo getið þið fryst hann, eða t.d. geymt helminginn til betri tíma. Bragðið af fiskinum er mjög fínlegt og með honum er gott að hafa brauð, t.d. ristað heil- hveitibrauð eða gott heimabak- að gróft brauð og svo e.t.v.'sósu úr sýrðum rjóma, bragðbættan með sinnepi, helzt ljósu frönsku, worchestershire-sósu, tómat- sósu, helzt ekki mjög sætri tegund, og svo ögn af karrýi. Sósan á alls ekki að vera sterk, svo hún yfirgnæfi ekki fiskinn. Örvæntið ekki þó sneiðarnar verði ekki mjög fallegar, því það er frekar erfitt að skera fiskinn, nema helzt þegar hann er hálf frosinn. HvEecii &• a-O- CrUBeJA FJo LjSK.yL-0^. tJA MSÖ T. 4) /+HA OA5 ( MAMSÓ; idu>/ cxr neu>\>m~t ulM dXsMiCM í FyexQ. gF?ri«-e.crm ? Lpmbalæri Lambakjötið okkar er alveg 1. flokks, enda er íslenzka sauðkindin nánast villibráð, og ætti að auglýsast sem villikind, þegar hún er flutt út. Glóðar- steikt eða ofnbakað lambalæri er herramannsmatur. Þegar komið er fram á þennan árstíma er lambakjötið ekki lengur nýtt, en ég álít að með því að matreiða það eins og lýst er hér á eftir verði kjötið sem nýtt. Hæg steiking er allur galdurinn, því þá verður kjötið bæði meyrt og safaríkt. Til bragðbætis mæli ég með að þið bræðið smjör, ásamt svolitlu af sítrónusafa, og svo rósmaríni, oreganó og timjan, eða blóðberg, fyrir þá sem búa vel af því, og nýmöluðum pipar, og ekki sízt fínsöxuðu hvítlauksrifi. Handa 6—8 manns þurfið þið 2‘/z kg lambalæri, allt eftir því hve mikið annað er á borðum. Látið kjötið þiðna í kæliskáp daginn áður en það á að matreiðast. Þegar fer að nálgast steikingartímann, takið það þá út og látið standa í stofuhita í 1—2 klst., svo það sé nokkurn veginn búið að ná stofuhita, þegar að steikningu kemur. Setjið ofninn á 100°. Setjið síðan kjötið á rist yfir ofn- skúffu, eða eitthvað þvíumlíkt og setjið það inn í heitan ofninn á neðstu rim. Kjötið á nú að gista ofninn í 2Vá klst. Snúið kjötinu þegar tíminn er hálfnaður. A meðan kjötið er í ofninum, bræðið þá smjörið, t.d. 200 gr fyrir svona vænt læri, kryddið það og penslið kjötið svo öðru hvoru með því meðan á steikningu stendur. Þegar kjötið hefur nú verið inni í 2Vfe klst., takið það þá út og setjið ofninn á 250° og á grill, ef slíkt er í ykkar ofni. Penslið kjötið og setjið það aftur inn eftir 10 mín. Nú á það að brúnast 5 mín. á hvorri hlið, svo skorpan verði stökk og fín. Að þessum tíma liðnum slökkvið þið á ofninum og opnið hann til hálfs með þvíað setja t.d. sleif milli stafs og hurðar. Þarna á svo kjötið að standa í 10—15 mín. og jafna sig. A þeim tíma á kjötsafinn að streyma út frá miðju kjötsins og út um það allt. Þarna hafið þið safaríkt og ilmandi kjöt, sem bezt er að borða með afganginum af smjörinu, blönduðu saman við safann úr ofnskúffunni og ekki sízt með góðu brauði og svo einhverju af því sem nefnt er hér á eftir. Meðlæti mcð kjöti Sellerí er afar gott með lambakjöti, bæði sellerírót og blaðsellerí. Blaðsellerí getið þið t.d. skorið niður í bita og soðið í smjöri og piprað það vel. Einnig er hægt að skera það niður í stöngla, sjóða það í sjóðandi vatni í 5. mín., láta þá renna vel af því og setja í ofnfast fat, ásamt svolitlu af smjöri og þekja það með þunnu lagi af rifnum osti, t.d. óðalsosti. Þetta á svo að baka í 15—20 mín., svona allt eftir hitanum á ofnin- um. Sellerírót getið þið soðið í bitum þar til hún er mjúk, og marið þá í grænmetispressu eða vél ásamt nokkrum sítrónu- dropum og nýmöluðum pipar, og borið hana þannig fram. Þetta ásamt brauði er í raun alveg nóg með kjötinu, en ef ykkur finnst kartöflur ómissandi með, getið þið afhýtt þær, skorið þær í báta og bakað í ofni, t.d. síðustu klst. ásamt kjötinu. Ef þið hafi svo ís á eftir, eða ljúffenga framandlega ávexti í eftirmat, ættuð þið að hafa alveg nógan tíma til að sinna hvert öðru og yngsta fólkinu (ég reikna með að stálpaðri börnin hjálpi til í eldhúsinu). Þá er bara að skipuleggja matseldina hina 4 frídagana alveg eins! REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LITIÐ Rafritvél með fisléttum áslætti, áferöafallegri skrift, dálkastilli . ........ ft 28 eða 33 sm valsi ' ......SBb.- béb—" ___ Vél sem er peningana virói fyrir jafnt leikmenn sem atvinnumenn. ___ Fullkomin viógerða- ’%|| hl t þ ö t ' B v 15 Leitið nánari upplýsinga. ■zsstaraaBfl F w: m w m m » ''■1 5 Otympia Intemational KJARAN HF skrifstofuvélar & verkstæöi — Tryggvagötu 8, sími 24140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.