Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 61 þessum þrýstihópum er virðast hafa það eitt að markmiði að brjóta niður lög og rétt þá er landið um leið orðið stjórnlaust land. Rekald í ölduróti óðaverð- bólgu. Eins og það reyndar hefur verið allar götur frá því er núver- andi stjórnarflokkar loks gátu skrúfað sig saman eftir átta vikna „japl og jaml og fuður," án þess þó að nokkur samstaða næðist um varanleg úrræði er verulegu máli skipta. En verðbólgan æðir áfram af fullum krafti og stefnir í 40—60 verðbólgu á þessu ári, 1979. Vík ég þá stuttlega að öðru máli. Andstæðingar varins lands hafa nú um skeið haldið uppi allmiklum pólitískum áróðri í myndlistarhús- inu á Kjarvalsstöðum í formi alls konar skringimyndasýninga og eiga þessar myndasýningar þeirra að takna fánýti herverndar og ýmislegt í þeim dúr. Sem betur fer virðist þetta sýningarbrölt þeirra engan árangur hafa borið þeim sjálfum til handa er að þessu í»essir hringdu . . . • Ræninginn ófundinn Kona nokkur hafði samband við Velvakanda og spurðist fyrir um það hvort búið væri að finna manninn sem rændi pósthúsið í Sandgerði. Einnig lék henni for- vitni á að vita hvort eitthvað væri gert í málinu þar sem hún sagði mörg minni háttar brot vera upplýst og nöfn hlutaðeigandi birt. Velvakandi hafði samband við lögregluna í Keflavík og fékk þar upplýsingar að enn væri ekki búið að finna ræningjann. Sögðust þeir hafa gert allt sem þeir gætu til að upplýsa málið og væri rannsókn- inni ekki lokið frá þeirra hendi. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Mon- tilla á Spáni í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Anthony Miles, Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Boris Spasskys, Sovétríkjunum. Miles hafði þegar fórnað einum manni, en lét ekki þar við sitja: ■ ■ ■a'Ba 9 jjpP * i m. á k WB ■ ■ mm PK WB, Sfi aa stóðu, því vitað er að 9/10 hlutar þjóðarinnar vilja hafa varið land. Það kom greinilega fram árið 1974 þannig að varnamálin eru nú endanlega á hreinu plani með þjóðinni í dag. íslendingum ber skylda til að halda vöku sinni gegn öllum erlendum áhrifum og einr æðisöflum er kynnu að reyna að seilast til valda undir sakleysisl egu yfirskyni, við öllu slíku ber þjóðinni allri að gjalda fullan varhug. Verum svo vel minnug þess að mikill meiri hluti alls mannkyns er nú ofurseldur einræði og kúgun og alls konar yfirtroðslum sósíal- iskra afla um öll mannleg réttindi. Hið dýrmæta frelsi er öllum mönnum mikilvægast í hvaða landi heims sem þeir búa þannig að við megum ekki tapa frelsinu eða kasta því atglæ vegna gáleysis eða innbyrðissundurlyndis. Það ættu Islendingar að vita manna best. Þar ætti 13. öldin að vera okkur víti til varnaðar, eitt róstus amasta tímabil íslandssögunnar. Hugleiðum svo alvöruorð Tóm- asar skálds Guðmundssonar: „Og ofbeldishneigðin sem herjar á þjóðir og lönd, fær hvergi dulist hve títt sem hún litum skiptir. í gær var hún máske brún þessi böðuls hönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir. Reykjavík, 5. apríl 1979. Þorkell Hjaltason. • Götuljósa- vandamál hér í borginni Ljósatími götuljósanna hér í Reykjavík er eitt vandasmál, sem liggur okkur mjög á hjarta. Hin ágætu götuljós erual veg ómissandi. Eins og það liggur í augum uppi, eru götuljósin eitt mikið hjálpart æki í umferðinni, þegar það er komið myrkur. Ljós- atími þeirra er venjulega frá hálfri klukkustund eftir sólarlag þangað til hálfri klukkustund fyrir sólarupprás. Hvert er vandamálið? Vandamálið er það, að ljósatími götuljósanna hér í borginni hefur stundum verið lengri en þörf krefur að okkar mati. Það hlýtur að vera hagur okkar allra, ef við gætum sparað rafmagnið með því að slökkva á götuljósunum hálfri klukkustund fyrir sólarupprás á hverjum degi. Einnig mundi þetta þýða minna álag á okkar traustu og góðu rafmagnsveitu og jafnvel minna útsvar fyrir okkur almenn- ing. Ilelgi Gestsson. HÖGNI HREKKVÍSI 'HAka/ /se að fyiájA&r m0£> v&P/fícTAWAl"' S\G6A V/óGA £ líLVCRAW IVI-6000 Sambyggða settið frá PIONEER sambyggt í einu frábæru tæki, sem ekki aöeins er glæsilegt í útliti heldur býöur einnig uppá mikil tóngæöi. Verö meö 2 hátölurum kr. 263.400.- CdPIONEER' gæöi Komið og hlustiö HLJÓMDEILD ÚmKARNABÆR Laugavegi 66, 1. hæð áimi frá skiptiboiði ?81 bh {^íKiyddsmiör á steik oSLsnad iH ,, Wm, mm wsm m P'BJk nn m 26. Re8! - f6 (Eftir 26... Hxe8, 27. Dxf7 — Hg8, 28. h6 verður svartur mát) 27. gxf6 — Kg8, 28. Rxg7 og svartur gafst upp. Spassky sigraði þrátt fyrir þetta á mótinu. Hann hlaut 6*Á v. af 9 mögulegum. Fast á hæla hans fylgdu þeir Miles, Gligoric, Hort og spánverjinn Bellon, allir með 6 vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.