Morgunblaðið - 08.04.1979, Page 15

Morgunblaðið - 08.04.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 47 55 Það er ósiðlegtað hæðastað sósíalísku samfélagi og ósiðlegar bókmenntir eru lélegar bókmenntir 5 5 (Sjá: Ritskoðun) Þegar Hitler var að þvælast í Liverpool sér til rúms. Hugðist Alois grípa færið og leggja undir sig Evrópu- markaðinn í þessari grein. Kom nú upp sá vandi að útvega traust- an umboðsmann á meginlandinu. Mundi Alois þá eftir Angelu systur sinni er bjó í Linz í Austurríki, afréð að hún væri manna bezt fallin til starfans, sendi henni fargjald og bað hana koma strax. Þyrfti hún engu að kvíða, þau mundu raka saman fé. Einhverra hluta vegna kom Angela aldrei. En annar kom í hennar stað; það var Adólf bróð- ir, og heldur illa haldinn. Er svo að skilja á endurminningunum, að hann hafi verið aðframkominn af þreytu og hungri og varla ADOLF HITLER som óbreyttur dáti í tyrri heimsstyrjöld. viðmælandi. Hann kom í nóvem- ber 1912 og stóð við í fimm mánuði. Hélt hann að mestu kyrru fyrir þann tíma og svaf lungann úr sólarhringnum í sparisófanum á heimilinu, að því er segir í sögunni. Hann rumsk- aði þó alltaf endrum og eins og settist upp. Var Bridget þá að nota tímann og reyna að hressa upp á útganginn á honum. Henni hafði tekizt sérdeilis vel að venja yfirskeggið á Alois manni sínum og var það til fyrirmyndar. Tók hún nú til við skegg bróðurins jafnframt því sem hún reyndi að hafa holl áhrif á hann að öðru leyti og tók hann tilsögninni möglunarlaust enda segir hún í minningum sínum" „ég beindi honum á rétta braut, en mér fannst hann ganga of langt seinna". Svo mörg eru þau orð. Stuttu fyrir stríð tók Alois Hitler sig upp og yfirgaf konu sína og son og spurðist ekkert til hans í mörg ár upp frá því. Bjóst Bridget enda ekki við honum aftur og taldi sig orðna ekkju. Hún varð nú að grípa til ein- hverra ráða að framfleyta sér og William Patrick. Hún kom hon- um þá fyrir í heimavistarskóla en slóst sjálf í flokk með farandleik- urum og söngvurum, og var hún síðan á flakki um meginlandið um hríð. Nokkrum árum eftir stríð rit- aði William Patrick Adólf föður- bróður sínum bréf, — hafði verið að lesa um hann í blöðunum, — og spurðist fyrir um afdrif Alois föður síns. Taldi drengurinn hann látinn og vildi vita hvar hann væri grafinn. En Alois reyndist sprelllifandi þegar til kom og þess utan kvæntur öðru sinni. Varð Adólf bróðir hans lítt hrifinn að heyra það því þetta var vitanlega hneyksli. En Brid- get sýndi eiginmanni sínum „heitnum" það umburðarlyndi að hún fyrirgaf honum og reit m.a.s. yfirlýsingu þess efnis að Alois hefði kvænzt aftur í góðri trú þar eð hann hefði ekki vitað betur en þau mæðgin, hún og William Patrick, hefðu fallið í árás Zeppe- lín-loftskipa á Liverpool. Árið 1929 hittust þeir feðgar William Patrick og Alois í Berlín, og hitti William Patrick Adólf föðurbróður sinn fyrsta sinni um sama leyti. Naut pilturinn þess góðs af frændseminni að hann fékk vinnu í Landsbankanum í Berlín 1933, þegar Adólf varð kanzlari. Það er ljóst af endur- minningum Bridget að William Patrick hefur dáð frænda sinn mjög. En það leynir sér ekki heldur í endurminningunum að móður hans þótti súrt í broti að sitja eftir heima í Bretlandi þegar hann var „kominn til met- orða“ úti í Þýzkalandi, og tók hún sig upp hið snarasta og hélt á eftir honum. Hún fór fljótlega að heimsækja mág sinn eftir komuna til Berlín- ar og segir svo af fundi þeirra: „Það er enginn hægðarleikur að villa konum sýn. Það leynist þeim sjaldan ef karlmaður ætlar að beita blekkingum. Adolf var fæddur leikari, og leikáráttan var svo rík í honum að hann lék þótt ekki væri nema einn nærstaddur. Hann lék líka í þetta sinn; hann stóð kyrr og beið þess að ég gengi til hans, svo rétti hann mér vinstri hendina — hafði nefni- lega svipu í þeirri hægri. Hann þrýsti hönd mína og virti mig fyrir sér grannt og lengi. „Árin hafa látið þig ósnortna," sagði hann að endingu. Að öðru leyti vék hann ekki að fyrri kynnum okkar. Ég þagði vitanlega við þessu.“ Því miður hafði hún ekki alltaf gætt tungu sinnar jafn vel og kom henni það nú í koll. Hún hafði oftlega veitt blaðamönnum viðtöl og rakið kynni sín við Foringjann. Hann reyndist ekki hafa kunnað að meta þessa aug- lýsingu. Bridget fékk því kulda- legri viðtökur en hún hugði. Undi hún hag sínum ekki vel í Þýzka- landi og sneru þau mæðgin, hún og William Patrick, aftur heim til Bretlands. En þeim var ekki vel tekið þar heldur, og fór svo að 1941 tóku þau sig upp og héldu alfarin vestur um haf til Banda- ríkjanna. Þar komu þau sér fyrir svo lítið bar á og voru brátt flestum gleymd. - BERYL BAINBRIDGE LEIÐARLOK — Hundrað fimmtíu og þrír voru með þessum bát sem komst við iilan leik til Malasíu og sökk þar í landsteinunum. En öllum var bjargað. að kalla það leyfi því það er beinlínis verið að flæma Kínverja úr landinu. Slá yfirvöldin svo eign sinni á það sem þeir láta eftir og það eru umtalsverð verðmæti því Kínverjar í Víetnam hafa einkum fengist við verzlun og viðskipti alls konar. En kínverskættað fólk á sem sé greiða leið úr landi og því hafa margir af víetnömskum ætt- um leikið það að þykjast kínversk- ir, útvegað sér vegabréf upp á það og oft með hjálp lögreglunnar, og komizt þannig utan. Þannig fór Pham Dang Bao að. Hann fór fyrst að hugsa til flótta í janúar síðast- kaupum gerðum tók fólkið saman pjönkur sínar og fór með rútu til Ben Tre, sem er hafnarborg við ósa Mekong-fljóts. Slóst það þar í för með nokkrum öðrum „kínversk- ættuðum" fjölskyldum, og var það samkvæmt umtali að þetta fólk héldi hópinn. Þetta voru orðnir einir 30 manns. Að kvöldi sama dags og þau komu til Ben Tre kom meðal- göngumaðurinn, sem reyndar starfaði í öryggislögreglunni í Ben Tre, og sagði þeim að ferðbúast því lagt yrði úr höfn þá um kvöldið. Var þá enn lagt af stað, að sögn tókst. Það var svo loks 31. janúar, 10 dögum eftir að lagt var upp, að skipinu var siglt upp undir Boay- an-eyju, u.þ.b. 500 km suðvestur af Manila á Filipseyjum, og flótta- mennirnir sendir í land í björgun- arbátum. Voru einir 570 komnir í land í dögun, að sögn Baos, en þá varð að hætta og bíða kvölds og myrkurs. Þeir sem á land komust leituðu á náðir fiskimanna sem skutu yfir þá skjólshúsi, en tveim dögum seinna kom herdeild á vettvang og selflutti fólkið í flótta- mannabúðir í Puerto Princesa. - WILLIAM C. MANN. Undanfarna mánuði hafa geng- ið sögur um það að „bátafólk- ið“ svonefnda frá Víetnam hafi margt komizt úr landi með hjálp yfirvalda, einkum lögreglunnar, gegn „hæfilegri þóknun“. Sé mútu- þægni mjög útbreidd meðal opin- berra starfsmanna, enda geti allir komizt úr landi svo fremi sem þeir eiga eitthvað fémætt. Ymissa hluta vegna hefur hingað til geng- ið erfiðlega að fá þessar sögur staðfestar. En um daginn kom til Filippseyja víetnamskur flótta- maðu sem komizt hafði úr landi fyrir mútur; hann heitir Pham Dang Bao og er sonur Pham Dang Lam sem var á sínum tíma utan- ríkisráðherra Suðurvíetnams, og reyndar tvisvar, um skeið formað- ur suðurvíetnömsku sendinefndar- innar í friðarviðræðunum í París og síðast sendiherra í Bretlandi um það bil er stjórnin í Suðurvíet- nam hrökklaðist frá. Bao sagðist svo frá, að hann hefði komizt burt á stóru farþegaskipi og hefðu verið fleiri en 3000 flóttamenn um borð. Mundu þeir hafa greitt meira en jafnvirði milljón dollara alls fyrir farið og þó hefði líklega enn meira farið í mútur handa víetnömskum embættismönnum. Hefði það þó ekki dugað til; lögregluþjónar hefðu leitað tvisvar á öllum áður en skipið lagði úr höfn og hefðu þeir hirt allt gull og skartgripi sem þeir hefðu fundið. Bao er af víetnömskum ættum og hefði því aldrei fengið leyfi til að flytjast úr landi. Það fá kín- verskættaðir einir og er þó hæpið liðnum þegar mágur hans, Thau að nafni, kom að máli við hann og kvaðst geta komið honum undan ef hann vildi. Ætlaði Thau sjálfur úr landi með fjölskyldu sína. Var þá fyrst að kaupa vegabréf. Það gekk greiðlega, slík bréf eru fölsuð í stórum stíl í Kínverska hverfinu svonefnda í Ho Chi Minh-borg þar sem áður hét í Saigon. I bréfum þessum voru fjölskyldurnar báðar sagðar af kínverskum ættum. Þá var að greiða farið og setti meðalgöngu- maður upp 40 únsur gulls fyrir sex manns. Það jafngildir tæpum 10 þúsund dollurum. Að þessum Að maka krókinn á mótlæti nágrann- ans Baos, og nú á reiðhjólum til Phu Thuan, sem er u.þ.b. 15 kílómetra frá Ben Tre. Þegar þangað var komið fór forsvarsmaður hópsins inn á lögreglustöðina og borgaði enn fargjald fyrir alla 30 í „fjöl- skyldunni". En þar að auki varð hann að greiða meðalgöngumann- inum 20 únsur gulls og var það þóknun yfirmanns öryggislögregl- unnar í Ben Tre fyrir hans þátt í málinu. í Phy Thuan var leitað á fólkinu fyrra sinni. Síðan fór það um borð í pramma og var förinni heitið til Binh Dai, annars hafnarbæjar við Mekongósa. Þar leitaði lögreglan enn og hafði þó nokkuð upp úr krafsinu að sögn Baos en jafn- framt voru flóttamennirnir um það bil að verða slyppir og snauðir. Var þeim næst vísað um borð í stórt farþegaskip og enn upphóf- ust viðskipti; þurfti skipstjóri vitanlega nokkuð fyrir sinn snúð. Loks var þó lagt upp, hinn 21. janúar. En ferðin ætlaði að ganga seint og virtist ekki með öllu víst hvar hún mundi enda. Skipið lónaði um hafið dögum saman, einu sinni var lagt upp að öðru skipi og eitthvað fór á milli, en annars bar ekki til tíðinda nema flóttamennirnir undu hag sínum æ verr, matarlitlir og kvíðnir um sinn hag. Þegar skipið hafði flækzt þarna um hafið fulla viku var orðin svo megn óánægja um borð að hópur manna gerði tilraun til uppreistar og hugðist neyða skip- stjóra til að leita hafnar einhver staðar. En uppreisn þessi mis-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.