Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979 55 Travolta á Tahiti + STÓRSTIRNIÐ John Travolta er um þessar mundir suður á Tahiti-eyju sér til hvfldar og hressingar. Þangað íór hann til að flýja aðdáendur sína í Los Angeles. — Hann hyggst stunda siglingar í frunu sfnu á þessari fögru eyju. Hefur hann tekið á leigu seglbát. Hann ætlar þó ekki að láta sér nægja að sigla þar meðfram ströndinni heldur sigla á bátnum og heimsækja nærliggj- andi eyjar. + ÞGSSI mynd er tekin á götu í höfuðborg Kúrdanna í Iran. Sanandaj. Vopnuð átök hafa verið í borginni til skamms tíma milli skæruliða og hermanna stjórnarinnar í Teheran. — Ileimilisfaðirinn, á myndinni vopnaður hrfðskotariffli fylgir konu sinni til innkaupa fyrir heimilið, — og heldur á hvítvoðungi þeirra í fanginu með annarri hendinni, en rifflinum í hinni. Morgun- leikfimi + NEI reyndar ekki. — Þessi mynd náðist í einu af fundarher- bergjum Hvíta hússins af forustu- mönnum ísraels, Begin forsætis- ráðherra og Dyan utanríkisráð- herra, í hnébeygjustöðu. Á milli þeirra stendur Carter forseti. — Hann er ekki að leiðbeina þeim í hnébeygjuæfingum heldur hafði hann haldið á bókum í fanginu, sem hann missti á gólfið. Þeir félagar Dyan og Begin brugðu skjótt við til hjálpar og söfnuðu öllu saman, sem forsetinn missti á gólfið. + í MOSKVU. Sovétmenn undirbúa af kappi Olympíuleikana þar í borg á næsta ári. Nýlega hafa þeir sent fjölmiðlum myndir af búningum starfsmanna leikanna og birtum við hér myndir af tveim þeirra, sem starfsstúíkur skulu klæðast. Stúlkan til hægri er í búningi Olympíu-freyja á áhorfendasvæðinu, þær munu verða rúmlega 1500 talsins. Það vekur athygli að yfirbragð hinna kapitalisku landa þykir nokkuð ótvírætt á þessum sportbúnaði stúlknanna. Hinn búningurinn er fyrir stúlkur er starfa við sjálfa íþróttaleikana. Vinningsnúmer í happdrætti Samvinnuskólanema Nr. 1. írlandsferö á miöa Nr. 1720 Nr. 2 írlandsferö á miöa Nr. 2630 Nr. 3. írlandsferð á miöa Nr. 6220 Nr. 4. írlandsferð á miöa Nr. 5104 Nr. 5. írlandsferö á miöa Nr. 5808 Nr. 6. Vöruúttekt hjá Karnabæ á miöa Nr. 1659 Nr. 7. Vöruúttekt hjá Torginu á miöa Nr. 4596 Nr. 8. Vöruúttekt hjá Bikarnum á miða Nr. 1528 Nr. 9. Ferðaútvarpstæki á miöa Nr. 6749 Vinsamlega vitjiö vinninga hjá Samvinnuskólan- um sem fyrst. Talandi um RÚM! Stök rúm — Hjónarúm. Verö meö klæddri dýnu kr. 85.600- DGNA Síðumúla 23 - Sírru 84200 Stök rúm meö klæddum dýnum, spegill og náttborö. Ólituö fura. Verö kr. 301.193- Hjónarúm meö klæddum dýnum, speg- ill, náttborö og snyrtiborö. Ólituö fura og lituö brún. Verö kr. 356.354-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.