Morgunblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 1
48 SIÐUR
95. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Bandaríkj amenn
loka kjamaofnum
Washington, 27. aprfl. Reuter.
ÖLLUM KJARNAOFNUM svipuðum þeim sem bilaði í Harrisburg í Pennsylvaníu verður
lokað og þeim breytt að sögn bandarísku kjarnorkueftirlitsnefndarinnar (NRC) í dag.
Nefndin segir að öll fyrirtæki
sem reki svona kjarnaofna hafi
samþykkt þessa ráðstöfun. Harold
Denton, starfsmaður nefndarinnar,
kvaðst telja að hægt væri að gera
breytingarnar á tæpum mánuði
þótt sumar gætu tekið lengri tíma.
Hér er um sjö kjarnaofna að
ræða og samkvæmt áreiðanlegum
heimildum verður hægt að taka þá í
Ginzburg
látinn laus
Washington, 27. aprfl. AP.
FIMM pólitískir og trúar-and-
ófsmenn voru látnir lausir úr
fangelsi í Sovétríkjunum í dag
og flogið var með þá til New
York þar sem þeim verður
sleppt í skiptum fyrir tvo Rússa
sem hafa verið dæmdir fyrir
njósnir í Bandaríkjunum að
sögn talsmanns Hvíta hússins.
Meðal Rússanna er Alexander
Ginzburg, einn kunnasti andófs-
maður Sovétríkjanna. Sovézku
njósnararnir sem verða látnir
lausir eru Valdik Enger og
Rudolf Chernayev sem voru
dæmdir fyrir tilraun til að kaupa
skjöl um hernað gegn kafbátum.
notkun áður en aðalorkutími sum-
arsins hefst.
NRC hefur setið á fundum í þrjá
daga í Washington um málið. Eitt
fyrirtækjanna, Duke Power Co. í
South Carolina, samþykkti að loka
einum kjarnaofnanna á morgun og
tveimur öðrum í næsta mánuði. Þar
með getur fyrirtækið starfrækt að
minnsta kosti einn kjarnaofn ef
breytingunum lýkur tímanlega.
Breytingarnar verða gerðar á
neyðartækjum og kælikerfum og
þjálfun starfsfólks verður tekin til
endurskoðunar.
Upphaflega vakti ugg að ekkert
benti til þess hvenær væri hægt að
taka kjarnaofnana aftur í notkun
ef þeim væri breytt. Ekki var
heldur vitað hvaða áhrif lokunin
hefði á rafmagnsframleiðslu á tím-
um dvínandi olíubirgða. En mestu
máli þótti skipta að koma í veg
fyrir að slysið í Pennsylvaníu 28.
marz endurtæki sig.
Misjafn árangnr á
hafréttarráðstefnu
Genf, 27. aprfl. AP
NÍUNDA fundi hafréttarráðstefnu SÞ síðan 1973 lauk í dag, nýr
fundur var boðaður í New York 19. júlí, aðallega um vinnslu málma á
hafsbotni, og frá því var skýrt að góður árangur hefði náðst á mörgum
sviðum en lakari á öðrum.
Fundurinn stóð í fimm vikur og
á honum náðu fulltrúar 139 ríkja
samkomulagi á breiðum grundvelli
um baráttu gegn mengun á úthöf-
unum og stofnun hafrannsókna-
stöðva í þróunarlöndunum og
málamiðlunarsamkomulag tókst
um að landluktum ríkjum verði
veittur aðgangur að umframfisk-
stofnum í efnahagslögsögu strand-
ríkja.
Eins og á fyrri fundum sögðu
fulltrúar að áfram hefði miðað í
því starfi að skýra textann um
vinnslu málma á hafsbotni en
viðurkenndu að mikilvæg atriði
væru ennþá óleyst.
Nýr texti sem unnið hefur verið
að á lokuðum nefndarfundum og
hefur ekki verið birtur verður
hafður til grundvallar á fundinum
í New York. Textinn er fjórða
útgáfa tæplega 400 ákvæða sem ná
til nánast allra hliða nýtingar
Skaut á
hóp fólks
San Antonlo, Texaa,
27. aprfl. Reuter.
VOPNAÐUR maður skaut á að
minnsta kosti 18 manns í skrúð-
göngu í San Antonio, Texas, í dag
áður en lögregla skaut hann til
bana. 2 aðrir drápust, 27 særðust.
Fyrst í stað var ekki vitað hvort
fleiri en vopnaði maðurinn hefðu
beðið bana. Meðal þeirra sem hann
skaut á voru að minnsta kosti sjö
börn og fjórir lögreglumenn.
auðlinúa hafsins utan efnahags-
lögsögu, einkum málmvinnslu á
hafsbotni.
Forseti ráðstefnunnar, Hamil-
ton Shirley Amarasinghe, minnti
á það á lokafundinum í dag að þótt
samkomulag næðist um texta
jafngilti það ekki formlegum
stuðningi nokkurrar ríkisstjórnar
fyrr en fullkominn samningur
hefði verið samþykktur.
Fulltrúi Bandaríkjanna, Elliot
L. Richardson, sagði að fulltrúarn-
ir gætu verið stoltir af tíma-
móta-samkomulagi sem skuld-
byndi allar þjóðir til að vernda
umhverfi hafsins. En hann sagði
að þótt „uppörvandi árangur"
hefði náðst á nokkrum sviðum
hefði orðið afturför á nokkrum
öðrum sviðum.
Húsavík
Vorið er líka komið á hafísslóðir, að minnsta kosti í þennan
kyrrláta bryggjukrók norður á Húsavík. Ljósmynd: Abbi.
Hermenn Idi Amins
skutu á mannfiölda
Kampala, 27. aprfl. Reuter.
IIERMENN hliðhollir Idi Amin
þóttust vera hermenn nýju
stjórnarinnr í Uganda í bæ
nálægt landamærum Kenya og
skutu á mannfjölda sem
fagnaði þeim að sögn sjónar-
votta að f jöldamorðinu í dag.
Menn sem lifðu af fjölda-
morðið segja að hermenn sem
hörfuðu um Tororo fyrir
tveimur vikum sögðust vera úr
Þjóðfrelsisher Uganda og sögðu
starfsmönnum bæjarins að boða
til útifundar. Síðan létu þeir
kúlum rigna úr vélbyssum og
rifflum á fagnandi mannfjölda
sem kom út á göturnar.
Þetta fjöldamorð er talið eitt
mesta ódæðisverkið sem her-
menn Amins hafi drýgt á
flóttanum þótt tölur liggi ekki
fyrir um manntjón.
Herlið Tanzaníumanna og
þjóðfrelsisherinn voru í dag í 65
km fjarlægð frá landamærum
Kenya, sóttu til Tororo, og
mættu lítilli mótspyrnu frá
leifum hers Amins. Her-
mennirnir hafa náð á sitt vald
aðalbirgðastöð Uganda í Maga
Maga og hrísgrjónarræktar-
landi þar sem Kínverjar hafa
lagt fram aðstoð, nálægt þorp-
inu Busitema.
Dómsmálaráðherra Uganda,
Wadade Mabudere, sagði í dag
að yfirvöld í Kenya veittu nýju
stjórninni aðstoð með því að
handtaka ráðherra og starfs-
menn leyniþjónustu Amins sem
flýðu til Kenya. Yfirvöldin hafa
lagt hald á um 200 bíla sem
embættismenn Amins hafa haft
með sér. Undirbúningur er
hafinn að framsali þessara
manna.