Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 10
J 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
JMikiU og vaxandi áhugi
á stórum kórverkum ”
ÁRSTÍÐIRNAR eftir Joseph Haydn
fluttar á „Tónlistardögum 1979“ á Akureyri
og í Háteigskirkju í Reykjavík.
Passíukórinn á Akureyri hefur í
vetur æft óratoríuna Árstíðirnar
eftir Joseph Haydn undir stjórn
Roars Kvam, kennara við Tónlist-
arskólann á Akureyri. Tónverkið
verðu flutt í íþróttaskemmunni á
Akureyri sunnudaginn 29. apríl kl.
16.00, og verða þeir tónleikar hinir
síðustu þriggja, sem haldnir verða
á þeirri tónlistarhátíð, sem nefnd
er „Tónlistardagur 1979“ og er hin
þriðja í röðinni. Þessi hátíð verður
eins og hinar fyrri, haldin fyrir
atbeina og með samvinnu Passíu-
kórsins og Tónlistarfélags Akur-
eyrar.
Einsöngvarar verða Ólöf Kol-
brún Harðardóttir sópran, Jón
Þorsteinsson tenór og Halldór
Vilhelmsson bassi. Hljóðfæraleik
annast félagar í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og nokkrir úr hljóm-
sveit Tónlistarskólans á Akureyri.
Ákveðið er, að Passíukórinn
flytji Árstíðirnar einnig í Reykja-
vík, og verða þeir tónleikar í
Háteigskirkju þriðjudaginn 1. maí
kl. 17.00. Einsöngvarar og hljóð-
færaleikarar verða hinir sömu og
á Akureyri.
Passíukórinn
Passíukórinn á Akureyri var
stofnaður árið 1972 að frumkvæði
Roars Kvam, sem hefir stjórnað
honum síðan. Kórinn setti sér í
upphafi að flytja meiri háttar
kórverk, gömul og ný, og hefir
dyggilega staðið við það fyrirheit.
Auk þess hefir hann flutt styttri
verk og sálmalög.
Meðal kórverka, sem kórinn
hefir flutt, má nefna Jóhannesar-
passiu eftir Scarlatti, Gloríu og
Magnificat eftir Vivaldi, Te Deum
eftir Charpentier, Sálm 112 og
Messías eftir Handel, Missa Brevis
og Requim eftir Mozart og Kan-
tötu nr. 21 eftir Bach. Þar að auki
má nefna, að kórinn flutti nútíma-
verkið NU eftir norska tónskáldið
Milveden á Norrænum tónlistar-
dögum í Reykjavík 1976 með að-
stoð Sinfóníuhljómsveitar Islands.
Kammersveit félaga í Sinfóníu-
hljómsveit ísland, hljómsveit Tón-
listarskólans í Reykjavík og
hljómsveit Tónlistarskólans á
Akureyri hafa leikið með kórnum,
og meðal einsöngvara með kórnum
má nefna Lilju Hallgrímsdóttur,
Guðrúnu Kristjánsdóttur, Jón
Hlöðver Áskelsson, Þuríði Bald-
ursdóttur, Sigurð Demetz Franz-
son, Guri Egge og þá einsöngvara,
sem nú koma fram með kórnum
við flutning Árstíðanna.
í kórnum voru í fyrstu 20 félag-
ar, en eru nú um 60. Kórinn hefir
haldið meiri háttar tónleika á
hverju vori, en einnig komið fram
á jóla- og áramótatónleikum á
Akureyri. Hann hefir farið söng-
ferðir til Dalvíkur og Siglufjarðar
og um Þingeyjarsýslur, og eins og
fyrr sagði tekið þátt í Norrænum
tónlistardögum í Reykjavík 1976.
Hann hefir æft í sal Tónlistarskól-
ans á Akureyri, en þau húsakynni
eru nú orðin of þröng. Þegar nær
dregur tónleikum hefir kórinn
fengið að æfa í Akureyrarkirkju.
Það er í mikið ráðist af kór utan
Reykjavíkur að takast á hendur
flutning tónverks á borð við Árs-
tíðarnar nú og Messías eftir Hánd-
el í fyrra, því að einsöngvara í svo
erfið hlutverk og flest hljóðfæra-
leikara verður að sækja til höfuð-
borgarinnar og leita þar til at-
vinnumanna. Þessi atriði og einnig
húsnæðisvandinn vegna flutnings
verkanna á tónleikunum sjálfum
hafa verið leyst með góðri sam-
vinnu við Tónlistarfélag Akureyr-
ar, en það og kórinn hafa í samein-
ingu gengist fyrir tónlistarhátíð á
Akureyri, nú þriðja árið í röð.
Sameiginleg framkvæmdanefnd
hefir annast undirbúning hátíðar-
innar nú, en hana skipa Sverrir
Páll Erlendsson, Lilja Hallgríms-
dóttir, Stefán Bergþórsson og
Böðvar Guðmundsson, en fram-
kvæmdastjóri er Jóhann G. Möll-
er.
Árshátíðirnar
Óratorían Árstíðirnar eftir
Haydn er að sögn kórfélaga erfið-
asta verkefnið, sem Passíukórinn
hefur tekist á við, en um leið
eitthvert hið skemmtilegasta og
áheyrilegasta. Textinn verður
sunginn á þýsku, en Magnús Krist-
insson menntaskólakennari hefur
gert lauslega þýðingu hans á
íslensku. og er hún birt í efnisskrá
tónieikanna.
Joseph Haydn kynntist óra-
toríuforminu fyrst að marki í
Lundúnum um og eftir 1790, þegar
hann komst í kynni við óratoríur
Hándels. Hann átti góða samvinnu
við Gottfried von Swieten barón,
sem samdi textana, t.d. við
Sköpunina 1798. Árstíðirnar urðu
svo til á næstu þremur árum, og er
þar vikið frá viðtekinni hefð að
óratoríur fjölluðu um biblíulegt
efni. Textinn er að stofni umritun
á Ijóðabálkinum The seasons eftir
skoska skáldið James Thomson, en
— segir
Roar Kvam,
stjómandi
passíu-
kórsins á
Akureyri
mörgu er þó breytt og verk ann-
arra skálda felld inn í eftir þörf-
um.
Árstíðirnar lýsa mannlífi og
náttúrufari í sveitum Austurríkis
allan ársins hring, og hafa hljóm-
sveit, kór og einsöngvarar hvert
sitt hlutverk í túlkun efnisins.
Verkið var frumflutt í Vínarborg
24. apríl 1801 og hlaut afbragðs
viðtökur þegar í upphafi. Það hefir
einnig notið óskoraðra vinsælda
síðan.
Stjórnandinn,
Roar Kvam
Roar Kvam, stjórnandi og stofn-.
andi Passíukórsins, er norskur að
þjóðerni og stundaði nám við
Tónlistarskólann í Ósló, nam þar
kór- og hljómsveitarstjórn hjá
Öivin Fjeldstad og lagði einnig
stund á trompetleik og meðferð
ásláttarhljóðfæra. Hann fluttist
til íslands 1971, gerðist kennari
við Tónlistarskólann á Akureyri
og stjórnandi Lúðrasveitar Akur-
eyrar. Hann stofnaði Passíukórinn
ári síðar og hefur stjórnað honum
Passiukórinn á Akureyri: Hann var stofnaður fyrir sjö árum.
síðan. Hann er kvæntur Gígju
Kjartansdóttur orgelleikara frá
Mógili á Svalbarðsströnd.
— Er áhugi á flutningi stórra
kórverka vaxandi hér um slóðir,
Roar?
— Já, greinilega, bæði hjá söng-
fólki og áheyrendum. Þegar ég
byrjaði með kórinn, voru í honum
20 manns, en nú eru kórfélagar um
60 talsins. Þegar við héldum tón-
leika fyrsta vorið, 1972, voru
áheyrendur tæplega 150, en í fyrra
voru þeir um 800, svo að almenn-
ingur hér á Akureyri og í nágrenn-
inu kann sannarlega að meta
tónlist af þessu tagi nú orðið.
— Er jafn-auðvelt að fá söng-
fólk í allar raddir?
— Ónei, mér hefir gengið ágæt-
lega að fá kvenfólk í kórinn, en
öllu færri karlmenn hlutfallslega
hafa boðist. En mest er um vert,
að kórinn er skipaður mjög góðu
og hæfileikamiklu söngfólki, fólki
sem hefur geysilegan áhuga á því,
sem verið er að fást við, og mikla
gleði af starfinu. Með því móti
verður vinnan auðveldari og þann-
ig er hægt að komast langt og ná
miklum árangri.
— Hvernig hefir æfingunum
verið hagað?
— Við höfum æft tvisvar í viku
í allan vetur, en nú eftir páska
hafa verið þrjár æfingar í viku.
Framan af vetri voru eingöngu
raddæfingar og raddkennsla, en
samæfingar byrjuðu eftir áramót-
in.
— Lesa kórfélagar yfirleitt
nótur?
— Já, langflestir lesa nótur eða
geta haft stuðning af nótum,
annars væri þetta ekki vinnandi
verk. Þess má geta, að" mikill hluti
söngfólksins er úr nemendahóp
Tónlistarskólans á Akureyri og
meira að segja úr kennarahópnum
líka ásamt skólastjóranum, þó að
kórinn sé alls ekki nemendakór
eða skólakór skólans, heldur telst
áhugamannakór. Kórfélagar eru
margir mjög ungir að árum, þann-
ig að ég gæti trúað, að meðalaldur-
inn sé innan við 30 ár.
— Þið eruð ekkert smeyk við
að ráðast í erfið verk?
— Vissulega er í mikið ráðist
stundum, en þegar starfsgleðin og
áhuginn er eins og hér hjá okkur,
eru flestir vegir færir. Að vísu er
ekki annað fært en að fá atvinnu-
menn og þrautþjálfað fólk í ein-
söngshlutverkin og í hljómsveit-
ina, því að verkefni þeirra eru afar
erfið í þessu viðfangsefni okkar.
En ég veit, að allt fer vel, því að
allir eru samtaka um að vinna að
því að fremsta megni, að vel takist
til og við getum í sameiningu
skilað góðum listrænum flutningi
og listrænum árangri.
— Er ekki ætlunin að bjóða
fleirum að heyra en Norðlending-
um?
— Jú, við ætlum suður til
Reykjavíkur eftir helgina og flytja
Árstíðirnar í Háteigskirkju
þriðjudaginn 1. maí kl. 17.00. Eg
vona, að Reykvíkingar og ná-
grannar þeirra kunni að meta
þetta starf okkar og hlusti á
okkur.
Um leið og við þökkum Roar
Kvam samtalið, langar mig að
ljóstra því upp, sem stjórnarmenn
sögðu mér í hljóði, að áhugi og
gleði stjórnandans, Roars Kvam,
væri ekki minni en hins almenna
kórfélaga, sem kæmi m.a. fram í
því, að öll þessi ár, sem liðin eru
frá stofnun Passíukórsins, hefði
Roar ekki tekið eyrisvirði í laun
fyrir allt sitt erfiði og þá gífurlegu
vinnu, sern hann hefir lagt fram
kórnum og viðfangsefnum hans til
framdráttar. Slík munu ekki mörg
dæmi nú á dögum.
Stjórn Passíukórsins skipa: Ás-
björg Ingólfsdóttir, formaður,
Þuríður Baldursdóttir, Rósa
Gunnarsdóttir, Snæbjörg Jóns-
dóttir og Svana Þorgeirsdóttir.
Sv.P.