Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
11
Kaffisala Kvenfélags
Hallgrímskirkju
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur hina árlegu kaffisölu
sína í safnaðarheimili kirkjunn-
ar n.k. sunnudag og hefst hún kl.
3 síðdegis. Ekki er vafi á því, að
góðar veitingar verða þar á
boðstólum, kvenfélagið er þekkt
fyrir slíkt, og vinir Hallgrirhs-
kirkju munu fjölmenna til þess
að njóta þess, sem á borð er
borið, og ekki síður til hins að
styrkja gott málefni.
Það er óhætt að segja, að á
nærfelt 40 ára starfsferli sínum
hefir Kvenfélag Hallgríms-
kirkju unnið ómetanlegt starf í
þágu safnaðar og kirkjubygg-
ingar. Þáttur kvennanna er
jafnan stór, þegar mikilvæg
málefni eru á ferð. Konan stend-
ur oft að baki þegar átak er gert.
„Hvar er konan?" segir franskur
málsháttur. Já, hvar er konan,
sem stendur á bakvið hina miklu
kirkjusmíð?
Mér kemur í hug frásögn, sem
ég eitt sinn heyrði og sagði á
fundi kvenfélagsins. Sögumaður
segir svo frá: „Einu sinni var
telpuhnokki að segja mér sögu,
sem hún bjó til jafnóðum. Hún
vildi endilega að ég væri sögu-
hetjan, og ég lét tilleiðast. Telp-
an hugsaði sér, að ég væri
lokaður inni í stofu í þreifandi
myrkri og hurðin harðlæst að
utanverðu. Og hvernig ætlarðu
að komast út? spurði hún. Eg
ætla að kalla á hjálp, sagði ég.
En þó þetta gæti verið ágætt
fyrir mig, ef það heppnaðist
fljótlega, þá var það ekki þau
sögulok, sem sú litla var ánægð
með. Og nú fann hún upp allt
mögulegt til þess að hindra það,
að köllin í mér gætu heyrst. Eg
var því neyddur til að upphugsa
einhver kröftugri ráð til þess að
losna úr prísundinni og vinna
bug á öllum þeim hindrunum,
sem hún lagði á leið mína. Til
þess að sagan gæti haldið
áfram, varð hurðin að vera úr
harðasta stáli. Ég fann þá lykil,
en hann gekk ekki að, sagði hún
og var í sjöunda himni yfir því,
að sagan gat sífelt haldið áfram,
og þar var við nýja og nýja
örðugleika að stríða."
Þessi litla saga er góður
inngangur, þegar minnst er
starfssögu Kvenfélags Hall-
grímskirkju. Ég hefi ekki fylgst
með þeirri sögu allri, en nógu
lengi til þess að finna, að oft eru
erfiðleikarnir til dáða áþekkir
því, að sitja í myrkrastofu og
vita varla um útgönguleið. En
þó fannst ráð og dáð var drýgð,
en þá komu nýjar hindranir,
eins og til þess að sagan héldi
áfram að gerast, og sú saga, sem
ég á fyrst og fremst við er
byggingarsaga Hallgrims-
kirkju. Það er draumur Kven-
felagsins, eins og allra unnenda
kirkjunnar, að sjá hina glæstu
kirkju fullbúna á Skólavörðu-
hæð. En það er ennþá aðeins
draumur. Eftir nærfelt 40 ára
starf, sem að miklu leyti hefir
verið helgað byggingarmálum
kirkjunnar, stendur Kvenfélagið
frammi fyrir hálfbyggðri kirkju
og virðir fyrir sér turn, sem rís
þar yfir.
Erfiðleikarnir virðast stund-
um óyfirstíganlegir, hindranir á
hverju leiti, þó hættir Kvenfé-
lagið ekki að kalla, það upphugs-
ar útgönguleið, það finnur lykil
og sá lykill gengur annað slagið
að einhverjum dyrum. Ég tel
raunar, að kvenfélagið hafi lyft
„grettistaki" í byggingarmálun-
um. Þetta litla félag hefir lagt
fram ca. 5% af öllum bygging-
arkostnaði. Það lætur nærri að
fimm metrar turnsins séu
byggðir af því, við skulum segja
fimm efstu metrarnir og kross-
inn. Væri ekki turninn öllu
svipminni ef þá vantaði? Væri
ekki Hallgrímssókn öllu svip-
minni ef ekkert væri kvenfélag-
ið? Gæti ekki verið, að kirkjuna
vantaði eitthvað meira en fimm
metra á hæð sína, ef Kvenfé-
lagsins hefði ekki notið við?
Ætli vantaði ekki eitthvað í
undirstöðuna líka?
En störf Kvenfélags Hall-
grimskirkju eru ekki öll bundin
byggingu hennar. Fjarri fer því.
Kvenfélagið á einnig sína and-
legu hlið, ef svo mætti segja,
sína hugsjón, sitt háleita tak-
mark og það er þetta: að byggja
musteri í hjörtunum Kristi kon-
ungi til dýrðar. Og kirkjan er í
hjarta allra þeirra, sem elska
Krist og líkna þjáðum bróður.
Við þurfum líka að leggja
metnað okkar í það að Hall-
grímskirkja megi sem fyrst rísa
fullbúin. Margir hafa lagt hönd
á plóginn, margir hafa gefið
góðar gjafir, þær berast stöðugt,
konurnar í kvenfélaginu hafa
gert sitt, en ég tel, að þjóðin
þurfi í heild að leggja sitt af
mörkum til þess að landskirkj-
an megi rísa, og þegar næsta
fjársöfnunar-átak verður gert
skora ég á alla góða íslendinga
að vera með.
Ég hvet vini Hallgrímskirkju
til að fjölmenna í kirkjukaffið á
sunnudaginn. Gjöfum til kirkju
byggingarinnar veitt móttaka.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Tónlistarskóli Rangæinga:
Þrískiptir
vortónleikar
framundan
Vortónleikar Tónlistarskóla
Rangæinga eru framundan og
verða þeir þrískiptir að venju.
Yngri deild skólans verður með
sína tónleika 29. apríl n.k. í
Hellubíói og hefjast þeir klukkan
13.30.
Eldri deild skólans kemur fram á
skólaslitum sem verða 1. maí n.k. í
Hvoli og hefst athöfnin klukkan
15.00.
Kór skólans hyggur svo á söngför
austur á bóginn og verða fyrstu
tónleikarnir í ferðinni á Klaustri
laugardaginn 19. maí n.k. og hefjast
þeir klukkan 14.00.
í frétt kórsins segir að starfið
hafi verið mjög blómlegt í vetur.
Auk þess að syngja á jólatónleikum
innan sýslunnar heimsótti kórinn
skólakór Garðabæjar og sungu kór-
arnir saman í Garðakirkju.
Þá tók kórinn þátt í öðru lands-
móti barnakóra sem fram fór á
Akureyri í vetur. Nemendur í skól-
anum eru nú um 160 og kennarar
eru 10. Allir hreppar Rangárvalla-
sýslu reka skólann í sameiningu, en
ríkið greiðir helming launa. Skóla-
stjóri er Sigríður Sigurðardóttir.
Síðasta sýning á
Gauksklukkunni
LEIKBRÚÐULAND hefur að
undanförnu sýnt rússneskt
brúðuleikrit, „Gauksklukkuna"
eftir Prokofjevu. Leikstjóri er
Bríet Héðinsdóttir, tónlist eftir
Atla Heimi Sveinsson og leik-
tjöld eftir Snorra Svein Frið-
riksson. Helga Steffensen og
Hallveig Thorlacius gerðu brúð-
urnar og stjórna þeim ásamt
Bryndísi Gunnarsdóttur.
I dag, laugardag, kl. 15 verður
síðasta sýning á „Gauksklukk-
unni“. Sýningin verður að Frí-
kirkjuvegi 11 og sömuleiðis er
miðasala opin frá kl. 1—3.
Starfsemi Sements-
verksmiðju ríkisins 1978
1. Sölumagn alls 130.456 tonn
Selt laust sement
Selt sekkjaö sement
64.515 tonn
65.941 —
49.45%
50.55%
Skuldlr og elglð fé:
Lán til skamms tíma
130.456 tonn 100.00% 1.865.3 m.kr.
Selt frá Akranesi Selt frá Reykjavík 57.774 tonn 72.682 — 44.29% 55.71% Framlag ríkissjóös Höfuðstóll 12.2 — 2.165.1 —
130.456 tonn 100.00% 4.042.6 m.kr.
Portlandsement 100.388 tonn 76.95% 4. Elgnabreytingar
Hraösement Litaö sement 29.992 — 76 — 22.99% 0.06% Upprunl fjármagns:
130.456 tonn 100.00% Frá rekstri 94.8 m.kr.
a. Tap
2. Rekstur b. Fyrningar 283.6 — 188.8 m.kr.
Heildarsala 2.993.4 m.kr. Lækkun skuldabréfa- 0.2 — 6.2 —
Frá dregst: Flutningsjöfnunargjald Sölulaun Afslættir eignar Ný lán Hækkun lána
Söluskattur Landsútsvar v/gengis- og vísitölubrt. 364.5 —
Innflutningur meó
m/s Freyfaxa
Gips og gjall
Annað
Innflutningur með
öörum skipum
Gips og gjall
Annað
Flutningsgjald á
sementi út á land
að meöaltali
Úthaldsdagar eigin skipa
6.674 tonn
452 —
27.020 tonn
248 —
2.420 kr./tonn
679 dagar
Framleiöslugjald
Samtals
Aörar tekjur
785.0 m.kr.
2.208.4 m.kr.
10.9 m.kr.
Hækkun fastafjárm.
Endurmat birgóa
Ráðstöfun fjármagns:
42.1 —
24.9 —
7. Heildarlaunagrelðslur fyrlrtækisins
Laun greidd
alls 1978 759.1 rr
Laun þessi voru greidd alls 318 launþegum þar af
160 allt áríö.
8. Nokkrar upplýslngar um
elglnlelka sements
Framleiöslu- 2.219.3 m.kr. Fjárfestingar Endurmat fasteigna Afb. stofnlána 103.8 m.kr. 426.5 — 162.7 — Styrkleiki portland- sements frá Sementsverk- smióju ríkisins aö jafnaöi eigi minni en: Styrkleiki samkvæmt íslenskum sements- staöli, lágmark
kostnaöur Aökeypt 1.471.0 m.kr. 693.0 m.kr.
sement og gjall Birgöaaukning 318.8 — 158 4 — 1.631.4 m.kr. Minnkun á hreinu veltufé Þrýstiþol 3 dagar 230 kg/cm* 175 kg/cm2
587.9 m.kr. 66.3 m.kr. 7 dagar 28 dagar 300 kg/cm2 400 kg/cm2 250 kg/cm* 350 kg/cm2
Flutnings- og sölukostnaöur 346.3 — 5. Ýmslrþættlr
Stjórnunar- og alm. kostnaöur 150.6 — 496.9 — Innflutt sementsgjall 26.300 tonn 87 — Togþol 3 dagar 50 kg/cm2 60 kg/cm2 80 kg/cm2 40 kg/cm2 50 kg/cm2 60 kg/cm2
Fjármagns- 91.0 m.kr. Framleitt sementsgjall Aökeyptur skeljasandur 95.900 — 100.650 mJ 7 dagar 28 dagar
kostnaöur +
fjármagnstekjur
Tap af verk-
smiöjurekstri
Tap á útgerö
m/s Freyfaxa og
m/s Skeiöfaxa
Rekstrarhalli
Birgöamat i meginatriöum
F.I.F.O.
3. Efnahagur 31.12.1978
26 8 —
94 8 m.kr.
Eignir
Veltufjármunir
Fastafjármunir
1.055.5 m.kr.
2.987.1 —
4.042.6 m.kr.
Aökeyptur
basaltsandur
Unniö líparít
Innflutt gips
Brennsluolta
Raforka
Mesta notkun
rafafls
Mesta sumar-
notkun rafafls
6. Rekstursklpa
Flutt samtals meö
eigin skipum
Flutt var sement
á 38 hafnir
Annar flutningur
10.700 —
28.900 tonn
7.392 —
12.052 —
13.801.250 kwst
2.220 kw
2.760 —
Fínleiki: >3000 cmVg >2500 cm*/g
108.626 tonn
40.388 —
Efnasamsetning
ísl. sementsgjails:
Kísilsýra, Si02
Kalk, CaO
Járnoxíö, Fe20j
Aloxíö, Al 20,
Magnesiumoxtö, MgO
Brennisteinsoxíð, S0,
Alkalisölt, natriumoxíó-
jafngildi, Na2Oeq
óleysanleg leif
Glæóitap
Hámark skv. ísl
staöli f. sement
20 6%
64.3%
3.7% .
5.2%
2.5%
0.9%
1.5%
0.8%
0.3%
99.8%
SEMENTSVERKSMIÐJA RIKISINS