Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
Samkór Kópavogs syngur í
Borgamesi og Snæfellsnesi
*
Samkór Kópavogs heldur tónleika í félagsheimilinu í Borgarnesi laugardaginn 28. apríl kl. 15.00 og í
Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi sama dag kl. 21.30.
Á efnisskránni eru erlend lög og innlend, þar á meðal syrpa af lögum eftir Sigfús Halldórsson.
Stjórnandi kórsins er Kristín Jóhannesdóttir og undirleik annast Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir.
Halldór Guðmunds-
son formaður SlA
FYRSTI aðalfundur Samhands
íslenskra auglýsingastofa, SÍA,
var haldinn nýlega en nú er um
það bil ár síðan samhandið var
stofnað. Af einstökum verkefnum
á fyrsta starfsári ber helst að
nefna fjölmiðlakönnun þá er Hag-
vangur framkvæmdi fyrir sam-
bandið. Fjölmiðlakönnunin var
fyrsta meiriháttar tilraunin til að
kanna fjölmiðlanotkun lands-
manna og gefur reynslan af
þessari fyrstu tilraun ástæðu til
þess að ætla að slík könnun verði
framkvæmd reglulega í framtíð-
inni.
Lög sambands íslenskra auglýs-
ingastofa og þýðing á siðareglum
alþjóða verslunarráðsins, sem
auglýsingastofur innan SIA starfa
eftir, hafa verið send til fjöl-
margra opinberra aðila, félaga-
samtaka og fyrirtækja til kynn-
ingar á sambandinu. Á aðalfundi
sambandsins var kjörin ný stjórn
og skipa hana eftirtaldir: Halldór
Guðmundsson, formaður, Bjarni
Grímsson, ritari og Páll Vígkon-
arson, gjaldkeri.
Vormót og vorkaupstefna
hestamanna á Suðurlandi
Anna Concetta opnaði á
sumardaginn fyrsta sýningu á
10 klippimyndum í matstofunni
„Á næstu grösum". Sýningin
verður opin til laugardagsins 5.
maí alla virka daga frá 11—22.
Anna er fædd og uppalin í
Bandaríkjunum en er nú búsett
hér. Móðir hennar er íslensk en
faðir hennar Itali. Þetta er
önnur sýning Önnu hér á landi
en hún sýndi fyrir tæpum
tveimur árum á Mokka.
Ilestamannafélög á Suður-
landi ásamt Rangæingadeild
Hagsmunafélags hrossabænda
og Kaupfélagi Rangæinga hafa
ákveðið að hafa sameiginlega
vormót þar sem tamdir stóð-
hestar sem ekki eru í ættbók
verða dæmdir og Vorkaup-
stefnu þar sem tamdir hestar
frá félögum aðildarfélaga verða
prófaðir, sýndi*- og boðnir til
sölu eftir tilboðum. Dagskrá
mótsins verður sem hér segir:
Föstudag 4. maí kl. 14: Stóð-
hestar forskoðaðir, söluhestar
mældir og prófaðir. Laugardag
5. maí: Fyrir hádegi verður
forskoðun stóðhesta og sölu-
hrossa haldið áfram ef þörf
krefur, en kl. 13—14 verða stóð-
hestar sýndir og kynntir, kl.
14—16 söluhross sýnd og kynnt,
kl. 16—17 dómar á stóðhestum
birtir og verðlaun afhent, kl.
17—18 söluhross sýnd og kynnt í
flokkum og hópreið og kl. 18
opnuð tilboð.
Mótið fer fram á félagssvæði
hestamannafélagsins Geysis á
Hellu. Stóðhestar verða geymdir
í hesthúsi félagsins en söluhross
í stóru húsi sem Kaupfélagið Þór
hefur leigt aðildarfélögum.
Árbók 1979 ■ ^
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
árbókinni nafnaskrá félagslíf og
reikningar félgsins. Þá kemur fram í
bókinni að næstu verkefni í bókaút-
gáfu Ferðafélagsins eru Lýsing á
leiðum umhverfis Langjökul, sem dr.
Haraldur Matthíasson ritar, Ódáða-
hraun eftir Guðmund Gunnarsson,
einnig mun dr. Guðmundur
Sigvaldason rita í þá bók um jarð-
fræði Ódáðahrauns. Ennfremur er í
vinnslu bók um íslenzka steina, sem
Sveinn Jakobsson jarðfr. tekur sam-
an fyrir Ferðafélagið.
Árbókin er prentuð í ísafoldar-
prentsmiðju, litmyndirnar eru
prentaðar í Offsetmyndum sf., lit-
greindar í Myndamótum hf.
Svört/hvítu myndirnar eru unnar í
Litrófi. Yfirlitskort af svæðinu er
unnið af Landmælingum íslands, þá
hefur Gunnar Hjaltason teiknað
svipmynd yfir inngangskaflann og
einnig mynd á baksíðu bókarinnar.
Ritstjóri Árbókarinnar er Páll Jóns-
son, bókavörður, og hefur hann séð
um útgáfu hennar í áraraðir.
Árbækurnar eru einhver sú bezta
íslandslýsing, sem völ er á, og ættu
að vera til á hverju íslenzku menn-
ingarheimili.
(Frá FÍ)
Klippimyndir sýndar
„Á nœstu grösum”
Sunnlenzkir gæðingar.
Framkvæmdastjóri mótsins er
Magnús Finnbogason á Lágafelli
en formaður dómnefndar er
dæmir stóðhestana verður Þor-
kell Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur og formaður dóm-
nefndar er metur söluhross,
mælir, flokkar og gengur úr
skugga um að hrossin séu galla-
laus verður Sigurður Haralds-
son, Kirkjubæ. Ákveðið hefur
verið að taka aðeins tamin hross
á mótið og sömuleiðis að flokka
söluhross eftir tveimur flokkum
með eftirfarandi verðmiðunum:
Einhæf hross og lítið tamin kr.
250—400 þúsund og góðir reið-
hestar kr. 400—700 þúsund.
Árbók Ferðafélagsins
um Öræfasveitina
Árbók Ferðafélags íslands fyrir
1979 er komin út. Þetta er 52. Árbók
Ferðafélagsins og er hún um Öræfa-
sveitina, og er rituð af Sigurði
Björnssyni á Kvískerjum. Efninu er
skipt í fjóra kafla: 1. Inngang, 2.
Lífríki Öræfa, 3. Söguágrip og 4.
Litast um í Öræfum. Árbókin er 164
bls. að stærð, 23 litmyndir prýða
bókina auk fjölda svart/hvítra
mynda. Árbókin er prentuð á vand-
aðan pappír að venju. Auk þess eru í
Kaffisala
Kvennadeild Borgfirðingafé-
lagsins er 15 ára um þessar mund-
ir. Sú nýbreytni verður nú á
starfsemi félagsins að hin árlega
kaffisla og skyndihappdrætti verð-
ur 1. maí n.k. í Domus Medica við
Egilsgötu kl. 14—18.
Pétur Eggerz
sendiherra í
Austurríki
Hinn 20. april sl. afhenti Pétur
Eggerz sendiherra dr. Rudolf
Kirchschalaeger forseta Austur-
ríkis trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra íslands í Austurríki með
aðsetur í Bonn, Vestur-Þýzka-
landi.
„20 nemendur
verdi i bekk”
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi ályktun frá foreldra-
ráði Foreldra- og kennarafélagi
Laugarnesskóla:
„Fundur í foreldraráði Laugar-
nesskóla beinir því til fræðsluyfir-
valda, að stefnt verði markvisst að
því á næstu fimm árum, að nem-
endafjöldi í bekkjum í grunnskól-
um miðist við 20 nemendur í
hverjum bekk“.
Skipaður
kjaradóm-
ur verzlun-
arinnar
Skipaður hefur verið kjaradóm-
ur verzlunarinnar, en honum er
ætlað að fjalla um launalið samn-
inga verzlunarmanna, sem skv.
samningum frá 10. apríl sl. var
vísað í kjaradóm, en samkomulag
hafði tekist um nýja skipan launa-
flokka. Kjaradóminn skipa 3 menn
tilnefndir af yfirborgardómara:
Hrafn Bragason borgardómari, er
verður formaður dómsins, Sigríður
Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsfræð-
ingur og Torfi Ásgeirsson hag-
fræðingur. Samtök verzlunar-
manna skipuðu Magnús L. Sveins-
son og Björn Þórhallsson og
vinnuveitendur skipuðu Einar
Árnason og Skúla Pálmason.
Kjaradómnum er ætlað að hafa
lokið störfum fyrir 15. maí n.k.
Tímarit
Gigtarfélags
íslands komið
Blaðinu hefur borist tímarit
Gigtarfélags íslands. Meðal ann-
ars efnis í tímaritinu eru lög
félagsins, fréttir af starfsemi þess
og grein um Gigtsjúkdómafélag
íslenskra lækna. Tímaritið fæst á
skrifstofu félagsins, Hátúni 10,
en þar er opið alla mánudaga frá
kl. 2-4 e.h.
Aðalfundur Gigtarfélagsins var
haldinn 7. apríl s.l. og var Guðjón
Hólm Sigvaldason endurkjörinn
formaður félagsins en aðrir í
stjórn eru Kári Sigurbergsson,
Sigurður H. Ólafsson, Jón Árna-
son og Guðrún Helgadóttir.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152-17355