Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
Aðalfundur Mjólkursamsölunnar í Reykjavik:
Mirmkuð mjólkur- og undanrennu-
sala, en aukin skyr- og rjómasala
Á aðalfundi Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík sem nýlega var
haldinn kom m.a. fram að bráð-
lega er að vænta ákvörðunar um
hvort fyrirtækið hættir þátttöku í
Vinnuveitendasambandinu, en
það hefur verið til umræðu um
tíma. Gunnar Guðbjartsson vara-
formaður Mjólkursamsölunnar
gerði grein fyrir störfum stjórn-
arinnar og kvað hann m.a. nauð-
synlegt að breytt yrði reglum um
útborgun haustuppbótar á mjólk.
Það væri brýnt hagsmunamál
fyrir framleiðendur því of miklar
sveiflur væru nú í framleiðslunni,
allt frá 3,3 milljónum lítra í
febrúar í 7 milljónir lítra í júlí.
Þyrfti því að hækka verð á haust-
mjólk, en lækka að sama skapi
verð á sumarmjólk. Guðlaugur
Björgvinsson framkvæmdastjóri
Mjólkursamsölunnar gerði síðan
grein fyrir rekstri og reikningum
Mjólkursamsölunnar og kom
eftirfarandi fram í ræðu hans:
Innvegin mjólk í þau fjögur
mjólkurbú sem er á svæði
Mjólkursamsölunnar var 61,3
milljón lítra á síðastliðnu ári og er
það 4,8% aukning frá fyrra ári.
Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var
tekið á móti 42 millj. ltr. Mjókur-
stöðin í Reykjavík fékk 5,3 millj.
itr. Mjólkursamlagið í Búðardal
tók á móti 3,1 millj. ltr. og
mjólkursamlagið í Borgarnesi fékk
10,7 millj. ltr.
Samtals voru seldir 32,1 millj.
ltr. af nýmjólk eða 52% af innveg-
inni mjólk. Það var samdráttur
um 1,4%. Samdráttur varð einnig í
sölu á undanrennu. Veruleg aukn-
ing var í sölu á jógurt eða um 21%,
söluaukning varð í skyri um 5,5%
og sala í rjóma var 8,4% meiri árið
1978 en árið á undan. Mjólkur-
framleiðendur á svæði Mjólkur-
samsölunnar voru 1273 í árslok
1978, þeim hafði fækkað um 22 frá
fyrra ári.
Nokkrar nýjar afurðir komu á
markaðinn á síðastliðnu ári, þar
má nefna melónu- og kaffijógurt.
Brotið var blað í sögu mjólkur-
iðnaðarins þegar hafin var sala á
Floridana appelsínusafa á árinu.
En mjög góð sala var í þessum
vörum á árinu, og salan á appel-
sínusafanum skilaði umtals-
verðum hagnaði.
í árslok voru 232 starfsmenn hjá
Mjólkursamsölunni, þeim hafði
fjölgað um 7 |p árinu. Rekstur
brauð og ísgerðar gekk mjög vel og
er þetta eitt besta árið síðan
hafinn var rekstur á þessum tveim
deildum M.S.
Fjárfesting var með minna
móti, en aðalfjárfestingin var
endurnýjun á átöppunarvél.
Rekstrarkostnaður Mjólkursam-
sölunnar lækkaði hlutfallslega
miðað við undangengin ár, því
hann reyndist vera 6,5% af sölu,
en árið 1977 var hann 8,5% af sölu.
Niðurstöðutala rekstrarreikn-
ings M.S. á árinu var 7322 milljón-
ir kr.
Fyrningar voru rúmar 29
milljónir kr. og um 40 milljón': .r.
voru lagðar í bygpingusjóð. Seldar
voru mjólkurvörur fyrir 7109 millj.
kr. Gundvallarverð mjólkur fyrir
svæði Mjólkursamsölunnar var kr.
135.20 á hvern lítra, en út-
borgunarverð aftur á móti kr.
135.48.
Frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík
Bátasýning Snarfara
hefst á sunnudaginn
Félag sportbátaeigenda, Snar-
fari, gengst fyrir bátasýningu í
Sýningahöllinni við Bíldshöfða
dagana 28. apríl til 6. maí og
verður hún opin daglega kl.
14—22. Á sýningunni verða
sportbátar, fiskibátar, trillur,
seglbátar, vatnabátar, gúmmí-
bátar og loftpúðabátar. Þá verða
sýndir keppnisbátar í væntan-
legu sjóralli í júlí í sumar, flest
siglingatæki fyrir þessar báta-
stærðir, öryggistæki, talstöðvar
og hlífðarfatnaður. Þá verður
einnig tízkusýning og hver að-
göngumiði gildir sem happ-
drættismiði.
Hátíðisdagur gamalla
V erzlunarskólanema
Ilátíðisdagur gamalla Verzlun-
arskólanema verður að venju
mánudaginn 30. aprfl. Um ára-
tugaskeið var þessi dagur skóla-
slitadagur Verzlunarskólans og
eldri nemendur hafa ævinlega
haldið þennan dag sérstaklega
hátiðlegan.
Nemendasamband skólans
gengst að venju fyrir hófi að Hótel
Sögu. Hófið hefst kl. 19.30 á
mánudaginn.
Tímamót eru hjá skólanum í ár,
er dr. Jón Gíslason skólastjóri,
brautskráir sinn síðasta nemenda-
hóp eftir aldarfjórðungs starf sem
skólastjóri. I afmælishófi Nem-
endasambandsins nú eru þrír
skólastjórar Verziunarskólans
meðal boðsgesta, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, dr. Jón og nýráðinn
skólastjóri Þorvarður Elíasson.
Aðgöngumiðar að hátíðinni
verða afhentir á skrifstofu Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur við
Hagamel á föstudaginn og mánu-
dag.
Fulltrúar Verzlunarskólaár-
gangs sem útskrifast eftir nokkra
daga verða einnig á hófinu.
Formaður Nemendasambands-
ins er Kristinn Hallsson óperu-
söngvari og mun hann stjórna
afmælishófinu.
AUGLÝSINGASÍHINN F.R: .
22480
JW»r0unt)lot>it>
R:@
„Kynnist borginni”
— Fjölskylduferð um Reykjavík
LÍF og land efnir til fjölskyldu-
ferðar um Reykjavík, sunnudag-
inn 29. aprfl undir heitinu „Kynn-
ist borginni*4. Leiðsögumcnn með
hópnum verða þeir Hörður
Ágústsson listmálari og Páll
Líndal, fyrrverandi borgarlög-
maður.
Ferðin hefst kl. 10 að morgni á
Kjarvalsstöðum þar sem leiðsögu-
menn skýra ferðaáætlunina. Því
næst verður ekið um höfuðborg-
arsvæðið undir leiðsögn Harðar
Ágústssonar. í hádeginu verður
snæddur hádegisverður í Norræna
húsinu og að því loknu gengið um
elsta borgarhlutann. Páll Líndal
verður leiðsögumaður í þessum
hluta ferðarinnar sem lokið verður
kl. 4 e.h.
í leit að lífi eftir
3. heimstyrjöldina
— Ný kvikmynd í
NÝJA BÍÓ í Reykjavík hefur
hafið sýningar á kvikmyndinni
„Á heljarslóð“ (Damnation alley),
sem gerð er eftir sögu Roger
Zelazny. Kvikmyndahandritið er
eftir Allan Sharp og Lukas Heller
en leikstjóri er Jack Smight.
Framleiðendur eru Jerome M.
Zeitmann og Pual Maslansky en
tónlist eftir Jerry Goldsmith.
Myndin gerist í þriðju heims-
styrjöldinni sem hefst óvænt með
því að langdrægum flugskeytum
Nýja bíói
með kjarnorkusprengjum er skotið
á helstu borgir Bandaríkjanna og
öllu kviku þar eytt. Á flugvelli
nokkrum lifa fáir menn þessar
sprengingar af og þeir hætta sér
loks upp á yfirborðið úr geisla-
heldum fylgsnum eftir 2 ár. Þá
hefja þeir leit að fleirum sem á lífi
kunna að vera.
Með aðalhlutverk í myndinni
fara Jan-Michael Vincent, George
Peppard, Dominique Sanda, Paul
Winfield, Jackie Earle Haley, Kip
Niven og Mark L. Taylor.
URVALSVÖRUR
PLANTERS
PEANUT
BUTTER
HNETUSMJÖR OG HNETUOLÍA.
peanutsj P ilniondsj ^ peanuts
HNETUR — KRYDDAÐAR OG ÞURRSTEIKTAR ÁN OLÍU.
mkhdnuts
PIANTERSIPUNTERS
i s”"X'í!
' jPE AN UTS
HNETUR — STEIKTAR A VENJULEGAN HÁTT.