Morgunblaðið - 28.04.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 28.04.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 15 ÚR PONTUNNI Tilþrifa- siður á undanhaldi þAÐ hefur löngum þótt þjóðlegt að taka f nefið á íslandi og er því söknuður að ef þessi tilþrifamikli siður er nú að leggjast af. Sú kynslóð, er áður lagði rækt við að sjúga þetta ilmbiíða tóbaksduft í nösina hverfur óðum af sjónarsvið- inu án þess að hinir yngri feti í sporin. Því verður ekki neitað að neftób- aksneyzla hefur atcveðna töfra til að bera enda einkenndi hún margan litríkan höfðingsmanninn í ólíkustu stéttum fyrrmeir. Kappkostað var að hafa sem veglegasta pontu og oft voru þær mesta völundarsmíð og gengu í erfðir. Nú virðist framboð á tóbakshornum hafa minnkað stór- um. I tóbaksverzlun í miðborg Reykjavíkur gaf þó í vikunni að líta kjörgrip af þessu tagi úr kálfshorni og furu. Verðið var níu þúsund og fimm hundruð. Það sem gerir neftóbak athyglis- vert er þó ekki sízt neyzluaðferðin. Sáldrað er dökkri rönd á handarbak- ið, lotið fram og látið frussa í nösina með harðfylgi og tilhlýðilegum hvalablæstri. Oft er því næst borin undir rauðlit dula, sem minnir á rússneska fánann, og ætíð er dropi sígur á nefbroddinn. Erfitt er að segja til um hvað dregið hefur úr neyzlunni. Áfengis og tóbaksverzlun ríkisins skýrði okk- ur frá að árið 1962 hefðu 34 tonn af neftóbaki selzt á ári á landinu, árið 1977 voru það 15,7 tonn og 14,4 tonn árið eftir. Sýnt er því hvert stefnir. Þess má geta að neftóbak er með sparlegri nautnum. Fimmtíu gramma dós kostar í grennd við tvö hundruð krónur. Lyktin úr svona dós kallar fram stemmningu úr réttun- um. Þetta kvað vera gott til að halda vökunni. Verst er að geta ekki sigrast á bannsettum hnerranum. LEIGUAKSTUR Hver má keyra ölvuðum heim? UM bAÐ bil mánuði fyrir páska birtist meðfylgjandi auglýsing í einu síðdegisblaða borgarinnar þar sem ókunnir aðilar segjast fúsir til að aka ölvuðu fólki heim á kvöldin. Þetta þóttu tíðindi og komu for- sprakkarnir fram í útvarpsþætti og kváðust líta framtíðina björtum augum. Geymið auglýsinguna segir í til- kynningunni. Það er ekki að ósynju að því er bezt verður séð sást hún ekki aftur. Skyndilega varð hljótt um þessa þjónustu og skjögurfénað- ur bæjarins hélt áfram að skima eftir leigubifreiðum að afstöðnum glaumi. Fyrst datt okkur í hug að hringja í Félag atvinnubifreiðastjóra að spyrja hvað þeir vildu segja um þetta nýnæmi. Úlfur Markússon formaður kvaðst ekkert til þessarra huldumanna vita. Hitt sagði hann að lægi ljóst fyrir að engir nema félags- bundnir atvinnubifreiðastjórar hefðu lagalega heimild til að taka laun fyrir að aka fólki. Hann sagði að reglur félagsins gerðu kröfu til þess að ökumenn væru fyllilega ábyrgir gagnvart farþegum og væri þeim refsað með brottvikningu sem ekki gættu skyldu sinnar í hvívetna. Úlfur sagði ennfremur að það væri talsverður ábyrgðarhlutur að aka ölvuðu fólki og þyrfti oft að hjálpa þeim með ýmsum hætti sem ekki væru fullkomlega með ráði og rænu. Væru fram komnir aðilar sem ætl- uðu að taka þetta hlutverk upp á sína arma án lagalegs réttar væri nauðsyn að gera almenningi ljóst að hér væru ábyrgðarlausir aðilar á ferð og öryggi farþegans ekki tryggt með neinum hætti. Úlfur fullyrti að enginn atvinnugrundvöllur væri fyr- ir hendi að aka drukknu fólki og fjarstæða að ætla að hér gæti verið um daglegt lifibrauð að ræða. Þegar tókst að hafa upp á þeim, sem auglýst höfðu í blaðinu kvað hins vegar við annan tón. Kristófer Magnússon, annar þeirra tveggja manna, sem gert höfðu Félagi at- vinnubifreiðastjóra gramt í geði, sagði að starfsemin hefði gengið ágætlega þær tvær vikur, er þeir höfðu verið að. Hann sagði að þeir félagarnir hefðu verið tveir og haft tvær bifreiðar í notkun. Kristófer sagði að vegna anna í starfi hefðu þeir félagar ákveðið að hætta um sinn þeirri kvöldstarfsemi sinni að aka drukknu fólki. Kæmi hins vegar til greina að kanna möguleika á þessum rekstri síðar og kvaðst hann ekki vita betur en lögregla hefði talið hann í lagi, a.m.k. ef dæma mætti eftir viðtali er birtist í Tímanum á sínum tíma. En víst er að þeir sem „fara út að skemmta sér“ verða að bjarga sér eftir öðrum leiðum enn um sinn. HELG AR VIÐTALIÐ ■■■■■■■■■ í margra augum er vorkoman ööru fremur tengd íslenzku farfuglunum. Þessi fjölskrúðugi hópur sem fyllir loftiö söng sínum undir hækkandi sól flýgur árlega sunnan að klekja út nýrri kynslóð í skjóli íslenzkrar náttúru. Einn af öðrum eru Þeir nú sem óðast að koma. En hverjir eru pessir vinir okkar og hvernig er háttum þeirra fariö. Ævar Petersen, fuglafræðingur, sem starfar hjá Náttúrufræðistofnun íslands bauðst til að greiða úr fáeinum spurningum. „Sflamáfur er fyrstur gesta“ — Hvaðan koma flestir íslonzku tarfuglanna? „Langflestir íslenzkir farfugiar fara til Vestur-Evrópu, sérstak- lega Bretlands. í þessum hópi eru t.d. gaesir, endur og hrossa- gaukur. Sumar tegundir fara þó lengra eins og þúfutittlingur og heiðlóa sem fara til Frakklands og Spánar, en jaörakan og spói fara alla leið til Norður-Afríku. Einna lengst fer þó krían, sem flýgur suður með Afríkuströnd- um. Þaö eru einkum þesslr stað- ir sem eru vetrarheimkynni ís- lenzku farfuglanna. Um ákveðna sjófugla virðist þó ööru máli aö gegna. Skúmurinn virðist t.d. fara í hringferö í Norður-Atlants- hafi. Líklegast fer hann til Ev- rópu fyrst, því næst yfir til Brasilíu og norður með handan Atlantshafsins". — Hvers vegna koma Þessir fuglar til íslands að vori? „Ástæðan virðist fyrst og fremst sú að í norölægum lönd- um er miklu meiri fæöuauögi á sumrin, margfalt meiri en sunn- ar. Þegar kemur suður aö mið- baug er um mjög litlar sveiflur að ræöa milli árstíöa og því eru lífsamfélög þar yfirleitt mjög stöðug. í norðlægum löndum eru hins vegar oft gífurlegar árstíöa- sveiflur með þeim afleiðingum að smádýr og lífverur sem fuglar nærast á fyrirfinnast í misríkum mæli milli árstíða." — Hvada farfuglahópur er algengastur 6 íslandi? „Þaö eru einkum fjórir hópar, sem mest eru áberandi hérlend- is. Fyrst og fremst eru það gæsir, endur og álftir sem telja um tuttugu tegundir, vaöfuglar um tólf tegundir, sjófuglar tutt- ugu tegundir og svo sþörfuglar, um tíu tegundir. Alls eru þetta því um sextíu, en reglulega verpa á íslandi um sjötíu tegund- ir. Er afgangurinn einkum uglur, svölur, dúfur, rjúpa og þaö sem kallað er brúsar, þ.e. lómar og himbrimar, og rellur, en það er einungis ein tegund, keldusvínið. í heíld má því segja að þaö séu ferskvatns- og sjávartegundir sem eru uppistaöan f lifrtki fugla hérlendis hvaða snertir fjölda tegunda og ekki sízt fjölda ein- stakiinga. Spörfuglar eru hins vega meira áberandi í ná- grannalöndum okkar, þar sem er auðugra skóglendi." „Hafast farfuglarnir aö jatnaóí viö á sama staö á veturna? „Almennt má svara þessu svo aö landfuglarnir fara frá varp- stöövunum til einhvers ákveöins staðar og halda sig þar að vetrarlagi. Sjófuglarnir eru hins vegar meira á flakki. Þetta eru yfirleitt miklir flugfuglar, sterkir og stórir og geta spannað gífur- lega mikil hafsvæöi á stuttum tíma.“ — Tekur paö fuglana langan tíma aö komast á áfangastaö og hvernig ferö- ast peir? „Ég held að tiltölulega lítiö sé enn vitaö um þaö, þótt munur sé á hvort um er að ræöa flug yfir sjó eöa land. Fyrir landfugla er auövitaö ekki um neitt annaö aö velja en að fljúga beint yfir hafsvæðið. Ég held að þessir fuglar fari t.d. frá íslandi til Bretlands og taki sér smá hvíldir, ef þeir ætla lengra eins og steindeplar og þúfutittlingar. Þó er mjög lítiö vitaö í þessu efni og eingöngu hægt aö komast aö hinu sanna með merkingum.“ — Hefur veriö rannsakað hvernig peir rata? „Á þessum vettvangi hafa far- iö fram gífurlega margar rann- sóknir og eru margar kenningar á lofti. Er t.d. talið aö peir kunni aö nota sól, tungl, stjörnur, aödráttarafl jaröar og landlag og sveigkraft þann er myndast er jöröin snýst, til þess aö ná áttum. Sumar þessara kenninga hafa náttúrlega ekki staöizt. Aörar eöa sambland þeirra virö- ist vera galdurinn, t.d. aö þeir geti notaö sólargang og stjörnur og landslag sem viömiöun og er áberandi aö fuglar fara yfirleitt sömu leiöina ár eftir ár, öld eftir öld. Á hinn bóginn vaknar spurn- ingin hvernig komast þeir, hvernig finna þeir vetrarheim- kynnin til dæmis þar sem um er aö ræöa að ungfuglar fari úr varpheimkynnum meö fyrra móti og ekki í fylgd fullorðinna. Þetta vandamál er óleyst ennþá." — Koma sömu fuglarnir aftur á sömu slóöir ár eftir ár til aö verpa? „Svo er yfirleitt. Sjófuglarnir eru einkar gott dæmi. Þeir koma ekki aöeins nokkurn veginn á sama stað heldur geta þeir komiö ár eftir ár í sömu holuna og orpið. Er þaö venjulega sama pariö sem heldur saman ár eftir ár í þessum tilvikum og geta þessir fuglar oröiö margra ára- tuga gamlir. Komiö hefur fram í merkingum hérlendis aö elzti lundi sem viö þekkjum til varö tuttugu og sjö ára. Áreiöanlega á þó eftir aö koma í Ijós að elztu lundar geta oröiö þrjátíu til fjörutíu ára gamlir.“ — Hvaöa tegundir koma fyrst til landsins, eöa er paö mismunandi? „Eiginlega má segja aö okkar fyrsti farfugl sé sílamáfurinn, er kemur síöast í janúar eöa í febrúar. Sumir sjófuglanna koma upp aö landinu í marz og einnig fuglar eins og stelkur. í heild er þó aöal fartími íslenzkra fugla aprílmánuöur og koma gæsir t.d. í byrjun apríl og heiölóan einnig. Upp úr miðjum apríl eöa seinna í mánuöinum koma fuglar eins og þúfutittling- ur, sandlóa, hrossagaukur, márí- erla og skógarþröstur. Spóinn kemur um mánaðamótin apríl—maí. Oft kemur fyrir í blööum að sagt er frá spóiim fyrr og átti þaö sér einmitt staö nú fyrir skemmstu. Kann ástæöan aö vera sú aö fólk ruglar saman spóa og f jöruspóa, sem er stærri og er reglulegur vetrargestur, þótt hann verpi ekki á íslandi. Síöan kemur krían þegar vika er af maí þó kerlingabækur vilji hafa aö hún komi alltaf fjórtánda maí. Síöastir af íslenzku farfugl- unum eru svo óöinshani og þórshani, sem koma í annarri til þriöju viku maí. Svolítiö ööru máli gegnir meö sjófugla svo sem fýl og ritu, en þeir eiga til aö hverfa frá og koma aftur ef kait er.“ Aö lokum sagöi Ævar aö flest- ar þeirra upplýsinga sem fyrir lægju um íslenzka farfugla heföi veriö aflað meö fuglamerking- um, sem byrjað heföu áriö 1921. Væri mikiö verk fyrir höndum í þessu efni. Ævar vék aö því aö gott væri aö fá upplýsingar ef menn heföu fylgst meö hlmbrim- anum, sem vetrarstöð heföi á Bretlandi. Hann sagöi okkur þær hryggilegu fréttir aö um hundraö og fimmtíu himbrimar heföu týnt lífi viö Bretland af völdum olíu- mengunar í vetur og væri þaö allt að helmingur íslenzka him- brimastofnsins. — gp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.