Morgunblaðið - 28.04.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 28.04.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRIL 1979 Fimm rækjubátar skiluðu 350 tonnum Tiltölulega snjólétt hefur verið hér á þessum vetri og hreppsbúar goldið minni einangrunar sam- göngulega séð en oft endranær. Fimm rækjubátar voru gerðir út héðan á vetrinum, en vertíð lauk 25. mars. Alls var landað á Drangsnesi 350 tonnum af rækju að þessu sinni. Stærri og smærri bátar bíða nú tækifæris að hefja grásleppuveiðar af fullum krafti, en þrálátt íshrafl á Steingríms- firði hefur hamlað veiðum til þessa, að frátöldum fáeinum tilraunum með tilheyrandi skakkaföllum í sambandi við veiðarfæri. Ekkert samkomuhús er á Drangsnesi, og hefur svo verið um nokkur ár. Er ástand þetta rammur dragbítur á sérhverri félagsstarfsemi í þorpinu. Reynt hefur verið að leysa vandann að nokkru með hagnýtingu grunn- skólabyggingarinnar á Drangs- nesi, en þar er þó hængur á með ýmsum hætti. Undir sama þaki og skólinn er einnig Drangsnes- kapella, og eru menn síður en svo á eitt sáttir um það, hversu frjáls- lega megi hagnýta skólahúsnæðið vegna nálægðar þessa helgidóms, og enda jafnvel þótt honum væri ekki til að dreifa. Er sá skoðana- munur ekki nýr af nálinni, hann á sér lífseigar rætur aftur í liðna tíð. Þessu til viðbótar kemur svo það, að Drangsnesskóli var kominn í mikla niðurníðslu fyrir nokkrum árum og fara nú fram árlegar endurbætur á húsinu, eftir því, sem fjárhagur hrekkur til, en þó er þar langt í land ennþá. Þorrablót í frystihúsi Á líðandi vetri var gripið til þess ráðs að halda þorrablót Drangs- Fréttabréf frá Drangsnesi 17. apríl 1979 legt er að eitthvað af þessu yrði undir sama þaki og væntanlegt samkomuhús, en um það hefur ekkert verið ákveðið enn. Tvö einbýlishús voru reist á Drangsnesi á sl. ári á vegum sveitarfélagsins og seld einstakl- ingum. Þar að auki voru reist tvö einbýlishús á vegum einstaklinga, annað því nær fullgert en hitt fokhelt. Þá er nýtt verslunarhús Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi í þann mund að komast í gagnið. Brýnustu verkefni á vegum sveitarfélagsins auk endurbóta Drangsnesskóla, sem áður getur, eru skipulagning Drangsneskaup- túns og bygging gatna-, vatns- veitu- og holræsakerfis. Kostnaður við þessar framkvæmdir er slíkur, miðað við smæð sveitarfélagsins, að vart þarf að gera því skóna, að önnur verkefni komist að á næst- unni, sem neinu nemi, auk hinna almennu rekstrarþátta sérhvers sveitarfélags. Símamál Ekki verður skilist svo við Drangsnes, að ekki sé minnst á eitt stærsta vandamálið þar um þessar mundir, vandamál, sem íbúarnir hafa þó lítil tök á önnur en þau að halda stöðugt á loft bænaskrá framan í kerfinu, en án I árangurs til þessa. Þetta er bæjum í Kaldrananeshreppi betri símaþjónustu, þar sem Hólma- víkurstöðin er með miklu lengri daglegan þjónustutíma, verður því vart neitað, að þetta hafi með vissum hætti verið tvíeggjað og jafnvel óbeinlínis á kostnað Drangsnesinga, með því að Drangsnesstöðin situr eftir með minna þjónustusvæði og þar með lakari stöðu í sókninni til tækni- legrar þróunar í símamálum. Staða símamála á Drangsnesi, sem telur nú á annað hundrað íbúa og er í örum hlutfallslegum vexti, er í stuttu máli þessi: Handvirkur sími. Símstöð í þröngu húsnæði opin 9—12 f.h. og 3—6 e.h. Stöðin hefur einungis eina línu til að fara í gegnum Hólmavíkurstöðina með alla þjónustu út fyrir kauptúnið. Hefur þetta í för með sér verulega bið og tafir á álagstímum. „Dauði tíminnu Framan greint ástand símamála kemur öllum símnotendum í Drangsnesi í koll meira eða minna, en verst kemur þetta niður á verslun og sveitarstjórn, sem vegna umsvifa og sambandsþarfar við umheiminn líða stórlega fyrir þetta ástand, m.a. vegna dauða tímans 12—3, en viss elíment í kerfinu eru hreinlega ekki sam- bandshæf utan þessa tíma. Eina verulega atvinnufyrirtækið á staðnum, hraðfrystihúsið, nýtur þess við ríkjandi aðstæður, að framkvæmdastjórinn situr á Hólmavík, og verður það vissulega að teljast svo til eini kosturinn við það, að að framkvæmdastjórinn skuli ekki búa hér heima á Drangsnesi. Krafa Drangsnesinga er að sjálfsögðu sjálfvirkur sími sem Frá Drangsncsi nesinga í Hraðfrystihúsi Drangs- ness hf. Með tjöldum og öðrum tilfæringum reyndist þetta mögulegt, en að sjálfsögðu er hér ekki um neina framtíðarlausn á samkomuhúsmálum þorpsbúa að ræða. En húsnæðishrak varðandi félagslega aðstöðu á Drangsnesi segir víðar til sín en í sambandi við samkomuhús. Tilfinnanlega vantar húsnæði fyrir heilsugæslu, bókasafn, sveitarstjórnarskrif- stofu, brunavarnir o.fl. Hugsan- ástandið í símamálum. Allir sveitabæir í Kaldrananeshreppi að tveimur undanskildum voru fyrir rúmum áratug iagðir undir sím- stöðina á Hólmavík í stað þess að láta þá heyra áfram undir sím- stöðina á Drangsnesi, sem er í sama sveitarfélagi. Eftir stendur Drangsnes með eigin stöð ásamt bæjunum tveimur. Enda þótt meiningin með fram- an greindri breytingu hafi að líkindum verið sú að létta á Drangsnesstöðinni og veita sveita- allra fyrst og ekki síðar en 1980. Með hliðsjón af því, að sjálfvirka kerfið hefur fyrir löngu teygt sig til Hólmavíkur, er erfitt að sjá, hvernig staðið verði gegn þessari kröfu með nokkurri sanngirni. Auk þeirra byggingafram- kvæmda á Drangsnesi, sem áður 1 er getið, voru byggð peningshús og fóðurgeymslur á nokkrum bæjum í Kaldrananeshreppi s.l. sumar og auk þess íbúðarhús í Odda í Bjarnarfirði. ÞHE Moulinier leikur listir sínar á frönsku vikunni. Fréttir úr frönsku eldhúsi í sambandi við frönsku vikuna, sem hefur staðið undanfarið. var m.a. fenginn franskur matreiðslumaður, Jean Jaques Moulinier, til að kynna okkur íslendingum matargerðarlist heimalands síns. Það var ekki alveg ófróðlegt að fregna, hvað um væri að vera í franskri matargerðarlist og hvernig starfað væri á frönsku veitingahúsi. Moulinier fræddi okkur á því, að á síðustu 10 árum hafi komið fram matargerðarmenn, sem boða nýja stefnu í matargerðarlist. Þessi stefna hefur verið kölluð hin nýja matargerðarlist, eða „la nouvelle cuisine", til aðgreiningar frá eldri stefnu, sem kallast hámatargerð- arlist, eða „la grande cuisine". Þessir nýju spámenn leggja mikla áherzlu á góð hráefni, nýtt grænmeti, en alls ekki niðursoðið eða fryst, nýtt kjöt og nýjan fisk, en ekki neitt úr frystinum. Suðu- tíminn á síðan að vera eins stuttur og hægt er. Grænmetið á enn að vera stinnt eftir suðu, eða eins og ítalir segja um soðið spaghetti, „al dente, þ.e. að það veiti tönnunum viðnám. Fiskurinn á rétt að ná því að hvítna og hlaupa saman, og má gjarnan vera rósrauður við beinið. Kjötið á sömuleiðis að vera hæfi- lega steikt, svo það þorni ekki. Ef sósur eru hafðar með kjöti, eru þær gerðar úr kjötsafanum, ásamt svolitlu af vatni eða víni og svo smjöri eða rjóma til að þykkja hann. Ekki er laust við að kín- verskur og japanskur matargerð- arandi svífi þarna yfir vötnunum, því í þessum löndum hefur einföld matreiðsla lengi tíðkazt. Einföld matreiðsla þýðir þó ekki endilega einfaldan mat. Þetta er það sem helzt er uppi á teningum hjá frönskum matargerðarmönnum nú, og reyndar hefur þessi stefna víðar skotið upp kollinum, enda eru Frakkar áhrifamiklir í matar- tízkunni rétt eins og í fata- tízkunni f IIJARTA PARÍSAR Moulinier er yfirmatreiðslu- maður í Chez Edgard, sem stendur við Champs Elysées, og er því í hjarta Parísar. í hádeginu kemur mikið af verzlunar- og skrifstofu- fólki úr nágrenninu í mat, en á kvöldin fólk tengt sjónvarpi og blöðum. I eldhúsinu vinna samtals 24 eldasveinar, sem skiptast í tvo 12 manna hópa, sem vinna fyrri og seinni hluta dagsins. Þarna er unnið frá því kl. 7 á morgnana og þar til kl. 2 eftir miðnætti, eins og gjarnan á þarlendum veitingahús- um. Auk eldasveina eru svo þjón- ar, uppþvottamenn og aðrir, svo samtals er starfsliðið um 50 manns. Moulinier kaupir sjálfur inn kjöt og fisk 2—3 sinnum i viku, en annars er keypt inn á hverjum degi. Grænmetið er sent á hverj- um morgni frá öruggum kaup- manni. Kjöt- og fiskmarkaðurinn liggur nú í úthverfi Parísar. Þar eru viðskiptin fjörug síðla nætur og snemma morguns. Innkaupa- ferðin stendur frá því klukkan 2 eftir miðnætti til kl. 7 um morg- uninn. Matseðillinn er breytilegur frá degi til dags, allt eftir því hvað fæst í það og það skiptið. Hann er lauslega ákveðinn kvöldið áður og síðan gengið frá honum endanlega um morguninn, þegar innkaupin eru til lykta leidd. Eftir innkaupin á markaðnum hringir Moulinier í veitingahúsið og segir, hvað hafi verið keypt, svo hægt sé að undir- búa matinn. Þegar hann kemur svo um 10 leytið er endanlega gengið frá matseðlinum. Á mat- seðlinum eru um 20 réttir, auk eftirrétta, þar af um 11 fiskréttir. Á veitingahúsum er ekkert til- tökumál, þó vinnutíminn sé 10—12 klst. á dag, LÁGMARKSVERÐ Auðvitað eru veitingastaðir misdýrir í París eins og annars staðar. I hádeginu er ekki óal- gengt, að fólk fái sér einn rétt, og flest veitingahús, sem liggja t.d. í verzlunar- og skrifstofuhverfum bjóða upp á vel útilátinn aðalrétt á hóflegu verði. Það er gagnlegt fyrir ferðalanga í París að vita, að frönsk, veitingahús eru skyldug til að bjóða upp á fullkomna máltíð, þ.e. forrétt, aðalrétt og eftirrétt, ásamt glasi af borðvíni, á ákveðnu lágmarksverði. Veitingahúsin ákveða sjálf, hvað er á slíkum matseðli, sem kallast „menu declaré". Og auðvitað er ekki heimilt að senda eftir niðursuðu- dós úr næstu búð og hita innihald- ið upp handa þeim sem pantar slíkan matseðil. Á Shez Edgard kostar slík máltíð t.d. 38 fr., eða um 2700 kr. Þessi matseðill, sem við getum kallað visitölumatseðil, á að vera í öllum veitingahúsum án tillits til verðlags þar. En veitingahúsin eru ekkert að flíka þessu, svo það verður iðulega að spyrja sérstaklega eftir þessum matseðli. Moulinier benti á að þetta ættu íslenzkir ferðalangar að hafa í huga, þegar þeir heim- sækja Frakkland. S.D.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.