Morgunblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 20
Jóhann Hjálmarsson skrifar um veröld sem var og er:
Vín eins
og vatn
var. Þar gerðist allt einu sinni, en
nú er líkt og borgin hafi fyrst og
fremst það hlutverk að varðveita
hið liðna. Veitingahúsin eru enn
eins og Zweig lýsti þeim. Inni er
kyrrlátt andrúmsloft þar sem
hver og einn les sitt blað við sitt
borð. Bjórinn er góður hvort sem
hann heitir Gold Fassl eða Gösser.
Hann er sterkari en annar bjór
sem ég hef kynnst. Vínglasið er
líka hluti af daglegu lífi Vínarbú-
ans. En umfram allt er það mikill
og ljúffengur matur sem einkenn-
ir borgina. Fólkið er snyrtilegt og
vel klætt, er alltaf að borða og
dreypa á einhverju, það er kurt-
eist og elskulegt að minnsta kosti
meðan það er ekki áreitt.
Bókabúðirnar í Vín eru heimur
út af fyrir sig. Það er ljóst að
Austurríkismenn vanda sig í
bókagerð. Bækur virðast til um
allt milli himins og jarðar. Aber-
andi eru listaverkabækur með
gamalli og nýrri list. Austurrísk
myndlist hefur lengi þótt eftir-
tektarverð, sækir næringu í júg-
endstíl og austurlenska skrautlist
samanber kunnasta myndlistar-
mann Austurríkismanna nú:
Hundertwasser. Hann hefur
vinnustofu í Vín á efstu hæð
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
gamals húss við eina fjölförnustu
götuna. Þekktasta nútímaskáld
Austurríkis er Artmann, tilrauna-
maður í formi. Leikritaskáldið
Peter Handke er Austurríkismað-
ur. Af rithöfundum hafa Austur-
ríkismenn átt marga bestu full-
trúa þýskumælandi þjóða: Zweig,
Trakl, Rilke, Werfel, Musil og ekki
síst Paul Celan. Mætti ekki líka
nefna Signiund Freud.
Kosningarnar 6. maí settu svip
á borgina. Það er enginn vandi að
velja: Der österreichische Weg —
das ist auch der Weg Bruno
Kreiskys.
Viðhafnarmiklar byggingar og
minnismerki eru hvarvetna í Vín.
Þær minna á forna frægð eða
skjóta ferðamanninum skelk í
bringu eftir atvikum: Hvaðan
kemur allur þessi auður? í glæsi-
legri byggingu Listsögulega safns-
ins má finna sumt af því sem hæst
ber í listasögunni. Hér er mikið
úrval verka Rembrandts. Meðal
verka hans er myndin af Páli
postula þar sem Páll sést sitja
hugsi við skriftir. Sjálfsmyndir
eftir Rembrandt eru margar og
einnig myndin sem hann málaði af
móður sinni: konu sem virðist
hafa lifað tímana tvenna. I þessari
mynd er hið innra raunsæi lista-
mannsins lýðum ljóst, hún segir
meira en ljósmynd eða mörg orð.
Undirritaður hefur alltaf hrifist
mikið af hollenskri myndlist. Það
var mér því gleðiefni að rekast á
litla mynd eftir H. Averkamp
(1585—1663). Myndin heitir Vetr-
arlandslag og sýnir fólk á ís, eins
af þessum sviðsmyndum, þeir sem
fjærst eru staddir eru næstum því
huldir móðu, líða út úr myndinni
eins og svipir. Hér er líka mynd
Vermeers van Delft (1632—1675)
sem nefnist Allegorie der Malerei,
sýnir málarann að störfum. Af
þessari mynd hefur Salvador Dalí
lært margt.
Napóleonsmynd J.L. Davids
(1748—1825) er í safninu og hér er
salur helgaður Rubens, kannski
komast hinar feitlögnu konur
hans aftur í tísku? Meðal annarra
málara sem eiga myndir í safninu
eru Tizian, Tintoretto, Velazquez
og Frans Hals. Þetta eru málarar
af ýmsu þjóðerni, en minnisstæð-
astar eru myndir Hollendinganna
fullar af lífsgleði og þeirri við-
leitni að lýsa heimi hversdagslífs-
ins.
Það var bjart í Vín fyrstu
dagana, en svo fór að rigna. Við
létum það ekkert á okkur fá eins
og Margrét Danadrottning sem
var hin hressasta þegar hún skoð-
aði Stefánsdóm að sögn Die
Presse. (8.4. 1979).
Sænski gagnrýnandinn Leif
Zern sem skrifar fyrir Dagens
Nyheter sagði við mig að þing
leikgagnrýnenda í Vín hefði fyrst
og fremst þann tilgang að auka
tengsl Austur-Evrópuþjóða við
Vesturlönd. Um það atriði að flest
það sem sýnt væri í leikhúsum
Vínarborgar væri gamalt eða
gamalkunnugt komst Zern svo að
orði að í fáum borgum væri
eitthvað að gerast í leiklist. Vín
væri engin undantekning að því
leyti.
Svo kvöddum við veröld sem var
og er.
Ég hafði hlakkað til að stíga
upp í flugvél Austurríska flugfé-
lagsins í Kaupmannahöfn. Vinir
minn Þorvarður Helgason hafði
sagt mér frá þessari flugvél. Hún
er ljósblá með dökkrauðum dregl-
um, sagði Þorvarður, það eru
sætar flugfreyjur um borð, þú
lætur fara vel um þig, færð þeir
eitt bjórglas og kaupir Mozartkug-
el, svo ertu komin til Vínar.
Þessa hamingjusömu leið hins
gamla Vínarfara fór ég þó ekki.
Við Sverrir Hólmarsson voru
sviptir þessari gleði með verkfalli
flugmanna. I staðinn urðum við að
fara til Luxemborgar, þaðan til
Frankfurt og frá Frankfurt til
Vínar. Austurrískri flugvél höfn-
uðum við ekki í. En ég sá þær á
flugvellinum í Vín þegar við vor-
um að fara heim. Þær voru í
hvítum og rauðum litum, fánalitir
á stéli, Austrian með rauðu. Á
flugvellinum var líka vél frá
Alitalia sem minnti á grænt salat
og fékk mig til að minnast góðra
daga á Ítalíu.
Á árunum 1965—70 birtust í
þessu blaði Vínarbréf eftir Þor-
varð Helgason. Þau voru uppnefnd
Vínarbrauð. Fáir vita meira um
Vínarborg en Þorvarður, enda fór
ég vel nestaður af fróðleik frá
honum.
Á rúmri viku er reyndar ekki
hægt að sjá allt. Ég sá ekki
Tuttugustu aldar safnið með nú-
tímalist, ég fór ekki í neinar hallir
til að drekka kokkteil og ég sá ekki
minnismerkið um sigur rauða
f
i
sem
Frá Vín
jjflP
Glaöir Austurríkismenn
ætla aö kjósa Kreisky
hersins. Ekki kom ég heldur að
leiði Mozarts. Aftur á móti sá ég
styttu af hijnum í Borgargarðin-
um, viðkvæmnislegan snilling á að
líta, á fótstallinum brotin hljóð-
færi og nótnablöð í hrúgu. Cosí
fan tutte hlustaði ég á í Stastsop-
er.
Ég veit að Franz Kafka bjó eitt
sinn í Dorotheer gasse. Þar var ég
í dýrðlegri veislu austurríska
Móður-
mynd
Rembrandts
gagnrýnendasambandsins sem
ætlaði aldrei að taka enda. Þing-
störf, leikhús og veislur var það
sem Austurríkismenn buðu þátt-
takendum á sjötta þingi leiklistar-
gagnrýnenda upp á. Það var meira
en nóg. Góð heilsa var nauðsynleg.
I augum margra okkar er Vín
fyrst og fremst borg Stefáns
Zweig, sú borg gleði og mannúðar
sem við lásum um í Veröld sem
Skólakór Garðabæjar
Skólakór Garðabæjar var
stofnaður 1976 og hefur því
aðeins starfað í þrjú ár. Þannig
er tónlistarsaga okkar Islend-
inga stutt slegin sérstaklega að
því er varðar tónlistaruppeldi í
skólum. Með örfáum undantekn-
ingum verður varla sagt, að
starfað hafi boðlegur barnakór
hér á landi, fyrr en á síðustu
árum og þá aðeins undir hand-
leiðslu manna, sem með ótrú-
legri elju og fórnfýsi tókst að ná
marktækum árangri. Nú er
söngur barnakóra orðinn fastur
liður í skólastarfinu og víða einn
blómlegasti menningarþáttur
þess. Skólayfirvöld viðurkenna
uppeldislegt og menningarlegt
gildi þessarar starfsemi og er
von til þess hlúð verði að henni í
framtíðinni. Það er mikilvægt að
til þessara starfa veljist vel
menntaðir og áhugasamir tón-
listarmenn samhliða því, sem
rækt er lögð við almenna
kennslu í tónmennt. Á síðari
árum hafa komið upp söngflokk-
ar sem vakið hafa athygli fyrir
vandaðan flutning erfiðra við-
fangsefna og er Skólakór Garða-
bæjar eitt glæsilegasta dæmið
um þá nýsköpum tónmenntar,
sem stendur yfir í landinu. Guð-
finna Dóra Ólafsdóttir stjórn-
andi kórsins á að baki mikið
starf við skipulagningu tón-
menntar í landinu, hefur tekið
virkan þátt í almennu kórstarfi
og oft komið fram sem einsöngv-
ari. Það má segja að reynsla
hennar og kunnátta í söng hafi
blómstrað í þeim árangri, sem
hún hefur náð með þjálfun
Skólakórs Garðabæjar og kom
glögglega fram á glæsilegum
tónleikum kórsins s.l. sunnudag í
Bústaðakirkju. Efnisskrá tón-
leikanna var mjög fjölbreytt,
allt frá almennum sönglögum
eins og t.d. Sveinninn rjóða rósu
sá, til nútímalegra verka eftir
Hugo Diesler. Kórinn flutti öll
þessi ólíku verk frábærlega vel,
tandurhreint og með mikilli
sönggleði. Hljómurinn í kórnum
er mjög fallegur og mátti greina,
bæði hjá einsöngvurum og í
öllum röddum kórsins, einstakl-
inga sem eru þegar orðnir
Tönllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
nokkrir kunnáttumenn í söng-
mennt. Jafnframt sem kórnum
er óskað góðrar ferðar til Norð-
urlanda er Garðbæingum óskað
til hamingju með sínn glæsilega
kór.