Morgunblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
Fréttir úr bresku popppressunni:
— Bob Dylan — David
Bowie — Pink Floyd
— Abba — Grateful
Dead — John
Williams —
Samkvæmt útreikningum Music Week er hlutur
EMI í sölu stórra platna í Bretlandi stærstur fyrstu '
þrjá mánuði ársins 1979 eða 19,8%. Næst kemur CBS
með 14.5% og WEA með 12.3%.
★ ★
Seinni hluta maímánaðar kemur út ný stór plata
frá David Bowie „Lodger“ sem var að mestu tekin
upp í Sviss. Lodger verður fyrsta platan í
væntanlegri plötuþrenningu frá Bowie. Á undan
er ein slík komin „Station to Station“-„Low“-
„Heroes“. Lítil plata átti að koma frá honum.í
lok apríl, „Boys Keep Svinging“/„Fantastic
Voyage“.
★ ★
í næstu viku gefur CBS loks út
hljómieikaplötu Bob Dylans „Live at
Budokan“ sem er tvöföld.
★ ★
Pink Floyd eru enn að taka
upp væntanlega plötu sina
„The Wall“ í Frakklandi. Allar
likur eru til að hún verði
tvöföld ef ekki þreföld. Er hún
væntanleg í haust. Hljómleika-
ferðalagið verður svo 1980 og
kvikmyndin líklega 1981 og
1982...!
★ ★
CBS hafa tryggt sér útgáfu-
og kvikmyndaréttinn á Wood-
stock 2 sem halda á 14. —16.
ágúst næstkomandi. Verða
300.000 miðar seldir og er
miðaverð um 13.000 ísl. kr.
★ ★
Væntanleg er innan tíðar
stór plata frá ABBA „Voulez
Vous“ og lítil „Does Your
Mother Know“.
★ ★
Mike Rutherford, bassagítar-
leikari Genesis er um þessar
mundir að taka upp sólóplötu í
Svíþjóð. Honum til aðstoðar á
plötunni er t.d. Anthony
Philips, fyrsti gítarleikari
Genesis.
Vinsœldalistar
England
1 (1) BRIGHT EYES.......... Art Garfunkel
2 (3) SMOE GIRLS ............... Racey
3 (2) COOL FOR CATS ............Squeeze
4 (6) SHAKE YOUR BODY........ Jacksons
5 (-) HALLELUJAH .......... Milk & Honey
6 (4) SILLY THING ........... Sex Pistols
7 (-) POP MUSIZ.................... M
8 (8) THE RUNNER ..........Three Degrees
9 (7) HE’S THE GREATEST DANCER .. Sister Sledge
10 (-) GOODNIGHT TONIGHT........ Wings
Bandaríkin
1 (4) HEART OF GLASS ........... Blondie
2 (5) REUNITED D......... Peaches & Herb
3 (1) KNOCK ON WOOD........Amii Stewaart
4 (3) WHAT A FOOL BELIEVES .... Doobie Brothers
5 (2) MUSIC BOX DANCER ......Frank Mills
6 (6) STUMBLIN IN .... Suzi Quatro & Chris Norman
7 (9) IN THE NAVY ......... Village People
8 (-) GOODNIGHT TONIGHT......... Wings
9 (-) HE’S THE GREATEST DANCER . Sister Sledge
10 (10) I WANT YOUR LOVE ......... Chic
JIIVIIVIY CLIFF
★ ★
GRATEFUL DEAD hefur
fækkað um tvö. Keith og Donna
Godchaux hafa nýverið fengið
uppsagnarbréf. Jerry Garcia er
annars að taka upp sólóplötu.
★ ★
„Rhapsodies“ heitir ný plata
frá Rick Wakeman, tvöföld. Á
henni eru ýmis þekkt verk eins
og „Raphsody in Blue“ eftir
George Gershwin og „Swan
Lade“ eftir Tchaikovsky, .. .í
diskóstfl!
★ ★
BOB DYLAN byrjar upptök-
ur á næstu stúdíóplötu sinni í
byrjun maí. Hann hefur fengið
þá Jerry Wexler og Barry
Beckett til að stjórna upptök-
unum. en þeir stjórnuðu upp-
tökunum hjá Dire Straits og
svo var Wexler, sem og margir
vita einn af stofnendum Atl-
antic og þar af leiðandi ekkert
unglamb. Dylan hefur valið þá
Mark Knopfler og Pick
Withers úr Dire Straits til að
leika á plötunni ásamt þekkt-
ari stúdiómönnum eins og
Richard Tee.
★ ★
JOHN WILLIAMS gítarleik-
arinn klassíski hefur stofnað
popphljómsveit! Ásamt honum
eru í flokknum Herbie Flowers,
bassi, Francis Monkman,
hljómborð, Tristan Frye,
trommur, og Kevin Peek, gítar.
Hljómsveitin heitir SKY og
stór plata kemur út með þvi
nafni í byrjun mai.
— Samantekt HÍA
Fyrir stuttu barst okkur eftir-
farandi bréf, en 1 framtíðinni
munum við leitast við að svara
slíkum fyrirspurnum og bréfum
eftir mætti.
Kæri Slagf randur!
Ég hef tekið eftir því að þið eruð
af og til með ýtarlegar kynningar
á tónlistarmönnum. Mig langar til
að biðja ykkur um að gefa mér (og
væntanlega öðrum fesendum Slag-
brands) rækilegar upplýsingar um
reggae-söngvarann Jimmy Cliff.
Ég rekst oft á lög eftir ,hann í
meðförum frægra manna s.s.
Many Rivers To Cross með
Animals, John Lennon og Harry
Nilsson, „The Harder They Come“
með Keith Richard (Rolling
Stones) og Peter Yarrow (Peter,
Paul & Mary), „Come Into My
Life“ með Rúnari Júlíussyni.
„Rivers Of Babylon" með Herbie
Mann, Boney M, I Roy og fleirum
sem ég man ekki nöfnin á. Þrátt
fyrir að svona margir frægir séu
að taka fyir lög hans á sínum
plötum virðist enginn vita neitt
um hann. Því langar mig að biðja
ykkur að upplýsa mig um allt, sem
þið vitið um hann. Hvað hann
hefur gert margar plötur, með
hverjum hann hefur leikið o.s.frv.
Jimmy Cliff fæddist í Jamaica
1. apríl 1948, nánar tiltekið í St.
Catherine, en hann heitir réttu
nafni James Chambers. 1962 hætti
hann í skóla og fór til Kingstone í
leit að frægð og frama á tónlistar-
brautinni og gaf fljótt út plötuna
„Daisy Got Me Crazy" en síðar
kom að lög hans urðu vinsæl í
Jamaica eins og „Hurricane
Hattie" og „Miss Jamaica".
1965 fór hann í hljómleikaferð
með Byron Lee & The Dragonaries
til Bandaríkjanna. í þessari ferð
kynntist hann eiganda Island
plötuútgáfunnar í Englandi, Chris
Blackwell, en Blackwell fékk Cliff
til að koma til Bretlands þar sem
hann gerði fljótt lukku í klúbbum.
Fyrsta platan „Hard Road To
Travel" kom út 1967 og ári síðar
vann hann í söngvakeppni í Brazi-
líu með lagi sínu „Waterfall". Cliff
hélt til í Brazilíu í eitt ár en fór
þaðan aftur til Jamaica þar sem
hann tók upp aðra breiðskífu sína
„Jimmy Cliff“ 1969. Á þessari
plötu voru t.d. lögin „Wonderful
World Beautiful Poeple" sem náði
vinsældum víða um heim í lok
1969 og lagið „Vietnam". Á þess-
um tíma samdi hann líka fyrir
aðra og urðu t.d. lögin „You Can
Get It If You Really Want“ með
Desmond Dekker og „Let Your
Yeah Be Yeah“ með Pioneers
vinsælust.
Eftir að hafa fært lag Cat
Stevens „Wild World" í reggae
útsetningu og gert vinsælt í lok
1970, sneri Cliff baki við tónlist
ættlands síns, reggae, og hélt til
Bandaríkjanna og tók upp þriðju
breiðskífu sína með tónlistar-
mönnum í Muscle Shoals Studio í
Alabama. „Another Cycle“ varð til
þess að margir sneru við honum
bakinu og þótti hann hafi gert
meinlega villu, þó flokka megi
tónlist hans allt eins undir „soul“
eins og „reggae".
Næsta skrefið var aðalhlutverk
í Jamaica mynd sem hét „The
Harder They Come“ sem Cliff
samdi einnig nokkur lög fyrir sem
eru til á samnefndri plötu sem
gefin var út um leið. Myndin hlaut
góðar kúltúr-viðtökur en ekki
meira, enginn varð ríkur, né veru-
lega vinsæll en myndin var virt.
Flestir eru sammála um að Jimmy
Cliff sé einn besti listamaður
ásamt Bob Marley og Peter Tosh,
sem komið hefur frá Jamaica þó
þar sé um marga góða að velja.
Lög eins og „Many Rivers To
Cross" og „Sitting In Limbo“ eru
talin með klassískum lögum í
poppinu og hafa margir tekið
þessi lög á plötum sínum.
Ef til vill á Jimmy Cliff eftir að
sýna sitt besta andlit enn þrátt
fyrir allt. Hér á eftir fer plötulisti
yfir stórar plötur sem hann hefur
gefið út.
1) Hard Road ToTravel (Island)
1967. 2) Jimmy Cliff (Trojan) 1969.
3) Another Cycle (Island) 1971. 4)
The Harder They Come (Island)
1972. 5) Unlimited (EMI) 1973. 6)
Struggling Man (Island) 1973. 7)
House Of Exile (EMI) 1974. 8)
Brave Warrior (EMI) 1975. 9)
Follow My Mind (Reprise) 1976.
10) The Best Of Jimmy Cliff
(Island) 1976. 11) Jimmy Cliff
(EMI) 1977. 12) In Concert - The
Best Of Jimmy Cliff (Reprise)
1976. 13) Goodbye Yesterday
(Island) 1975. 14) Wonderful
World (Island) 1975. 15) Oh
Jamaica (Nut) 1976. 16) Pop
Chronik Vol 9 (Island) 1975. 17)
Give Thankx (Warner Brothers)
1978. - HÍA.