Morgunblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRIL 1979
33
Pottasleikir !
Hæ, krakkar!
Hér byrjar nýr þáttur, sem verður öðru hverju á
dagskrá hjá okkur á næstunni.
Við vitum, að mörg ykkar hafa gaman af því að búa
til ýmiss konar mat sjálf.
Og hvers vegna ekki að reyna upp á eigin spýtur
með leyfi þeirra eldri? Á næstunni eykst enn
fjölbreytni grænmetis í verslunum — og hver veit
nema hinir fullorðnu hafi áhuga á því að spreyta sig á
hollu og góðu fæði!
Bestu kveðjur frá
Pottasleiki og öllum hinum!
Flest grænmeti getum við borðað hrátt,
og þannig finnst börnum það best.
En við verðum að gæta þess vel, að
C-vítamínið og steinefnin fari ekki til
spillis.
Nokkrar reglur, sem þú þarft að muna:
1. Best er að nota áhöld úr stáli.
2. Búðu hrásalatið til rétt áður en þú ætlar
að borða það.
3. Þurfi hrásalat að standa svolítið, verður
þú að leggja eitthvað yfir það.
4. Láttu aldrei flysjað grænmeti liggja í
vatni. Vatnið dregur til sín steinefni og
B- og C-vítamín.
Hrásalat 1
1 stór gulrót,
1 epli,
1 lítill kálbiti,
1 lítill selleríbiti.
Hrásalat 2
2 stórar gulrætur,
safi úr 1/2 sítrónu,
1—2 tsk. púðursykur.
Aðferð:
1. Athugaðu reglurnar um meðferð
grænmetis, sem fylgja hér með.
2. Þvoðu og flysjaðu grænmetið.
3. Rífðu grænmetið á rifjárni, í
grænmetiskvörn eða brytjaðu það smátt.
4. Blandaðu öllum tegundum saman í skál.
Þetta eru aðeins 2 tillögur um hrásalat. Þú getur fundið margar uppskriftir af hrásalati í
matreiðsiubókum eða búið þær til sjálfur. Hvaða grænmetistegundir þú notar í salatið fer eftir því,
hvað er fáanlegt og smekk og ímyndunarafli sjálfs þíns.
Hrásalat er hægt að nota sem sjálfstæðan rétt eða með öðrum mat til
morgunverðar miðdegisverðar kvöldverðar
Þar að auki eru ýmsar tegundir grænmetis og hrásalöt ágætar sem álegg.
Kennarinn í skólanum. Teikning: Gunnlaugur Guðlaugsson, 11 ára Langholtsskóla.
Afmælissýning í
Gallerí Suðurgötu 7
SÝNING á verkum aðstandenda
Gallerís Suðurgötu 7 opnar n.k.
laugardag kl. 14 í galleríinu. Til-
efnið er að nú eru liðin tvö ár frá
því að fyrsta sýningin var opnuð í
galleríinu en það var samsýning
aðstandenda sem opnaði 30. apríl
1977. Á þessum tveimur starfsár-
um Suðurgötunnar hafa verið
haldnar um 40 myndlistarsýning-
ar í galleríinu auk þess sem það
hefur staðið fyrir öðrum listvið-
burðum á sviði tónlistar og leik-
listar. Galleríið hefur auk þess
gefið út tímaritið „Svart á hvítu“
er fjallar um hinar ýmsu listgrein-
ar eins og kvikmyndir, myndlist,
tónlist, leiklist og þar birtast
einnig frumsamdar og þýddar
skáldsögur eftir helstu skáld lands
vors og veraldar.
Afmælissýningin verður opin
frá kl. 16—22 virka daga og 14—22
um helgar. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 13. maí.
Loðnubátum bannaðar
þorsknetaveiðar frá
1. maí til 15. júlí
ALLAR þorskfisknetaveiðar um-
hverfis landið eru bannaðar frá
13. maí til 20. maí næstkomandi,
að undanskildu því að bátum á
svæðinu frá Raufarhöfn að Gerpi
er heimil veiði þessa daga. Yfir-
byggðum loðnuskipum, sem
stunduðu loðnuveiðar á vetrar-
vertíðinni, eru bannaðar allar
veiðar í þorskfisknet frá 1. maí tii
15. júh' næstkomandi.
Morgunblaðinu barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Sjávarútvegsráðuneytinu:
I samræmi við þá ákvörðun
ráðuneytisins, sem getið hefur
verið í fréttum, að stöðva yfir-
standandi netavertíð 1. maí n.k.,
hefur í dag verið gefin út reglu-
gerð um stöðvun veiða þann dag í
þorskfisknet fyrir Suður- og
Vesturlandi. Samkvæmt reglu-
gerðinni eru frá og með 1. maí n.k.
afturkölluð öll þorskfisknetaveiði-
leyfi báta sem á vertíðinni hafa
stundað netaveiðar á svæði, sem
að austan takmarkast af línu
réttvísandi austur frá Eystrahorni
og að norðan af línu réttvísandi
norður frá Horni.
Bátar sem netaveiðar hafa
stundað fyrir Norður- og Austur-
landi á þessum vertíðartíma, geta
haldið veiðum áfram á þessu svæði
til 13. maí en frá og með þeim degi
eru allar þorskfiskanetaveiðar
umhverfis landið bannaðar til og
með 20. maí n.k. Veiðibann þetta
gildir þó ekki fyrir báta sem gerðir
eru út á NA-landi á svæðinu frá
Raufarhöfn að Gerpi, enda hafa
bátar á þessu svæði ekki getað
stundað veiðar í lengri tíma vegna
hafíss.
Þá er ákveðið í reglugerðinni að
yfirbyggðum loðnuskipum, sem
loðnuveiðar hafa stundað á þessu
ári séu bannaðar allar veiðar í
þorskfisknet frá 1. maí til 15. júlí
n.k. Eins og kunnugt er hefur áður
verið ákveðið að banna allar neta-
veiðar á tímabilinu frá 15. júlí til
15. ágúst n.k.“
Sex skip á kol-
munnaveidar
SEX skip. sem stundað haía
bræðslufiskveiðar, hafa fengið
leyfi til kolmunnaveiða við Fær-
eyjar. Halda þrjú skipanna vænt-
anlega á miðin um helgina, en
kolmunnaveiðarnar við Færeyjar
standa út maímánuð. Skipin sem
ætla á kolmunna við Færeyjar
eru Bjarni Ólafsson og Víkingur
frá Akranesi, Eldhorg. Hafnar-
firði, Grindvíkingur, Grindavík,
Huginn. Vestmannaeyjum. og Jón
Kjartansson frá Eskifirði.
Bjarni, Eldborgin og Jón Kjart-
ansson verða væntanlega fyrst
skipanna á miðin. Bjarna Ólafs-
syni og Grindvíkingi hefur verið
breytt í svartolíuskip síðan á
loðnuvertíðinni í vetur, en Grind-
víkingur er nú í ársskoðun hjá
framleiðendum ytra og fer beint á
kolmunnaveiðarnar að því loknu.
Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
28. apríl 1979 Innlausnarverö Seðlabankans
Kaupgengi m.v. 1 érs Yfir-
pr. kr. 100.-: tímabii frð: gengi
1968 1. flokkur 3.233.44 25/1 '79 2.855.21 13.2%
1968 2. flokkur 3.040.16 25/2 '79 2.700.42 12.6%
1969 2. flokkur 2.260.29 20/2 '79 2.006.26 12.7%
1970 1. flokkur 2.075.34 15/9 '78 1.509.83 37.5%
1970 2. flokkur 1.501.08 5/2 '79 1.331.38 12.7%
1971 1. flokkur 1.407.24 15/9 '78 1.032.28 36.3%
1972 1. flokkur 1.226.58 25/1 '79 1.087.25 12.8%
1972 2. flokkur 1.049.75 15/9 '78 770.03 36.3%
1973 1. flokkur A 795.81 15/9 '78 586.70 35 6%
1973 2. flokkur 732.86 25/1 '79 650.72 12 6%
1974 1. flokkur 508.10
1975 1. flokkur 413.79
1975 2. flokkur 315.79
1976 1. flokkur 300.07
1976 2. flokkur 243.71
1977 1. flokkur 226.33
1977 2. flokkur 189.61
1978 1. flokkur 154.50
1978 2. flokkur 121.96
VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.-
1 ár Nafnvextir: 26% 78—79
2 ár Nafnvextir: 26% 69—70
3 ár Nafnvextir: 26% 63—64
*) Miðað er við auðseljanlega fasteign.
Nýtt útboð verðtryggðra spariskírteina
ríkissjóðs:
1979 1. flokkur 100.00 + dagvextir.
piÓRPcrrincARPiuKi bumDf».
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (lönaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16