Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 36

Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 Jón Þ. Árnason Lífríki og lífshættir XXXV Það er misskilningur að ímynda sér að þeir sem afneita lögmálum lífsbaráttunnar, fái notið frelsis tii frambúðar. Daglegur sósíalismi í Berlín vorið og sumarið 1945: Er alveg víst að hjarðir steppunnar myndu njóta sín síður í París, London, Washington eða — Reykjavík? Ávextir oflátsfriðar AUt þangað til fyrri heims- styrjöldin brauzt út árið 1914, höfðu stórveldi Evrópu, sem þá töldust 5 eða 6, ráðið ein öllu um áratugi, hvarvetna um heim, þar sem þau fýsti. Valdi sínu beittu þau þegar og þar, sem þeim sjálfum þóknaðist. Alvegfeimn- islaust og af myndugleika þeirr- ar yfirburðaatorku heila, hjarta og handa, er þúsund ára gömul og gróin vestræn menningararf- leifð heimilaði. Þá voru Evrópu- menn enn að mestu ósnortnir af smælingjaboðskap jöfnunar- stefnunnar. Þeim fannst sjálf- gefið, að ábyrgt vald hvíldi á herðum hinna hæfustu og voru umhugsunarlaust sannfærðir um, að æðsti og réttlátasti dómstóll í þeim efnum væri lífsbaráttan sjálf — stríðið, sem ætti eilífðina fyrir sér. Að loknum hinum hörmulegu bræðravígum árið 1918 lá Evrópa í sárum, en þó ekki helsærð. Hún var 2 vestrænum stórveldum snauðari, og 3. Evrópustórveldið, rússneska keisararíkið, er um langan tíma hafði verið áfjáð í að tileinka sér vestræna menningu og lofaði góðu, varð kommúnisma að bráð og Evrópu því glatað, einkum sökum stjórnmálavanþroska í landi „hinna ótakmörkuðu lífs- möguleika". Bandaríkjastjórn sá mannsandlit á kommúnism- anum, festi trúnað á uppspun- ann um að böðlaverkin væru réttlát hefnd „fátækra bænda og frjálslyndra menntamanna" á vondum aðalsmönnum og spillt- um prestum. Stjórnvöld í Washington þvinguðu Breta og Frakka til að bregðast Denikin, Koltschak, Wrangel og liðssveit- um þeirra, (sem áttu um tíma lítið annað eftir en að greiða ófreskjunni náðargjöldin), ekki sízt sökum fjárfestingaráhuga bandarískra kapítalista. Fremsta í þeim flokki má t.d. nefna Max Warburg og Jacob Schiff, helztu eigendur banka- samsteypunnar Kuhn, Loeb & Co., svo og forsvarsmenn Vultee Corporation, Seversky Aircraft Corporation, Ford Motor Company, Consolidated Aircraft Company o.fl. Evrópa átti framtíð En, þrátt fyrir allt, Evrópa var ennþá köllun sinni trú. Henni tókst furðuvel að sann- færa Bandaríkjamenn um „að heima er bezt“, og slá sóttkví um þrælstjórnarríkin. Aftur var þannig komið nálægt 20 árum síðar, að 4 vestræn Evrópuveldi hefðu getað ráðið heiminum öllum ein, ef þau hefðu borið gæfu til að einbeita kröftum sínum. Jafnvel þó að svo hefði ekki orðið, réðu Evrópumenn hvar og hvenær ljós og hiti, lög og réttur fengju bezt notið sín um nálega allan heim. Nær alls staðar voru óskir Evrópu skildar sem skipanir og skipanir hennar sem lög. Um ólánsárið mikla, árið 1939, þegar bræðrablóðbaðið hófst að nýju, er vart þörf að orðlengja, og enn síður eftirköst þess. Drepkýlið, sem lagt hafði blóma rússnesku þjóðarinnar í fjöldagrafir, spýtti hroða sínum yfir Austur-, Mið- og Suðaust- ur-Evrópu með afleiðingum, sem margsinnis hafði verið vak- in athygli á, en alltof valdamikl- ir umsvifamenn á Vesturlöndum létu sér í léttu rúmi liggja. Þótt þannig væri komið, að verkin töluðu þvílíkri heljarraust, að jafnvel þeir hlutu að heyra, var samt sem áður ekki úrtímis að koma kommúnismanum fyrir kattarnef. Þess voru Evrópu- þjóðir reyndar naumast megn- ugar einar. En þar sem Banda- ríkin töldust heyra vestrænum menningarheimi til, hefðu ótví- ræðir yfirburðir þeirra á vett- vangi hernaðar- og framleiðslu- tækni mjög auðveldlega getað komið því í verk, sem gera þurfti og gera bar. Vissulega tóku Bandaríkin forystuna, og sú forysta hefir rækilega sannað, að óravegur er frá sigri þótt yfirburðir á sviði framleiðslu-, viðskipta- og hern- aðarmáttar séu risavaxnir, ef lífsskoðun leiðtoganna lýtur sölutorgslögmálum og þjóðun- um innrætt að baráttuhugur sé löstur, en sátta- eða samruna- hyggja sáluhjálp. í fljótu bragði sýnist mér ekkert sanna betur úrkynjunar- árangur þessara viðhorfa á sársaukafyllri hátt en sú stað- reynd, að sáttahyggjumenn skuli engu hafa fagnað meira undanfarið en þeirri mildi GUL-' AG-manna, að þeir skuli hafa leyft íbúum Vestur-Evrópu, þessa litla og þröngbýla skaga út úr hlaðvarpa sínum, að fitna í friði eins og aligrísum, sem bíða meðhöndlunar, í heil 30 ár án þess að hafa gefið því gaum, að á þessum 30 árum hafi t.d. smá- ræði eins og þetta gerzt: a) í stað þess að njóta gífur- legra hernaðaryfirburða, verða Vesturlönd nú að sætta sig við hernaðarjafnvægi, Evrópa í fjötrum óska- drauma — „Made in USA“ b) í stað þess að njóta afrakst- urs afreka sinna í heilum heimsálfum, sem Vestur- landamenn uppgötvuðu að voru yfirleitt byggilegar mönnum, þar sem þeir síðan ríktu og ræktuðu, reistu hús og hýbýli og svo að segja öll önnur mannvirki, fundu ógrynni náttúruauðæva og nýttu (því miður raunalega oft og óafsakanlega af meira kappi en forsjá rétt eins og í eigin heimkynnum), drottnar nú nakin villimennska frum- stæðra eða hertýgjuð villi- mennska þrælstjórnarríkj- anna, c) í stað þess að njóta alræðis á öllum úthöfum heims og flestum innhöfum, verða Vesturlönd nú að láta sér lynda aðgát í návist sovézkra herskipa, kafbáta, kaup- og fiskiskipa, d) í stað þess að njóta fullkom- ins öryggis í lofthelgi sinni, verða Vesturlönd nú að sætta sig við skara sovézkra njósna- og sprengjuflugvéla yfir höfðum sér og þegna sinna sérhvert andartak, og — horribile dictu — e) í stað þess að njóta fjand- skapar kommúnista og ótta þeirra við hernaðarsamtök sín, verða Vesturlandamenn nú að þola þá niðurlægingu, að kommúnistaflokkar ýmsra landa lýsa eindregið yfir, að GULAG-menn ganga glott- andi inn um opnar dyr. þeim hugnist ákaflega vel að hlýjunni í NATO. Hér hefir aðeins verið drepið á augljósustu ávexti varnar- andafriðarins. Auðvitað fer ekki á milli mála, að þeir eru sprottnir af veiklun, er náð hefir frillutökum á andlegum og sál- rænum lífsháttum Vesturlanda- búa, og að þessi bilun er sátta- hyggjan, sem nýskeð hefir tekið sér spariheitið „frjálslyndur íhalds-sósíalismi“. Þýtt á mannamál myndi þessi marx- iska forskrift tæplega taka sig betur út undir öðru vörumerki en FLÆRÐAR-KOMMÚNISMI. Ambátt vinstriandans Undanhald og uppgjöf Vest- urlanda á sviði stjórn- og her- mála er því engin tilviljun af dularfullum rótum runnin. Þar hafa hin margvíslegustu öfl átt hlut að máli og beitt sér af alefli, bæði leynt og ljóst, og á hinum ólíklegustu stöðum. Al- kunna er áþján uppeldis- og menntastofnana undir vinstri- mennsku, en út í þá sálma leyfir ekki rúm að farið sé nánar nú. A annað má hins vegar minna fáum orðum, enda ekki mjög fjarskylt. Það er mengun kirkj- unnar, sem um aldir var beitt sverð og styrkur skjöldur vest- rænnar menningar, og átti hreint ekki vanþakkarverðan þátt í að efla valdastöðu Vestur- landa víða um veröld. En nú? Bara tvö dæmi: + Á meðan vinstrimenn höfðu Aldo Moro á valdi sínu frá 16. marz til 9. maí f.á., þegar þeir fleygðu honum frá sér limlest- um og myrtum, tilkynnti Vati- kanið að Páll VI., þáverandi páfi, hefði beðið kvalara hans honum griða „krjúpandi á hnjánum". Fram að því hafði ég verið svo fávís að halda, að kristnum manni, allra sízt kirkjuhöfðingja, leyfðist ekki að krjúpa öðrum en Guði sínum í bæn. + Síðastliðin 10 ár hefir Heims- kirkjuráðið styrkt svonefndar frelsishreyfingar kommúnista í sunnanverðri Afríku, m.a. með beinum fjárveitingum til verka, sem heimsræmd eru úr föstum fréttaflutningi. Þessi nýkristni hefir þó valdið ágreiningi innan hinna ýmsu kirkjudeilda, en jafnan hefir „bróðurkærleikurinn" orðið sigursælli. Árið 1978 nam fjárstuðningurinn til „frelsis- hreyfingar" kommúnista við landamæri Rhódesíu, sem berst með sínu lagi gegn blóðsúthellingalausum valda- skiptum þar, alls $ 85.000,00. Á síðasta ársþingi Heims- kirkjuráðsins, sem haldið var í Kingston, Jamaika, og lauk hinn 11. janúar þ.á., var sam- þykkt að stofna sérstakan sjóð til „kærleiksverknaða", og veita úr honum minnst $ 500.000,00 árlega, en ekki af fjárlögum ráðsins eins og venja hafði verið. í samþykktinni var alveg sér- staklega tekið fram, „að fram- vegis skulu gagnrýnendur fjárveitinga úr sjóðnum líka fá að láta álit sín í ljós“ enda þótt aðalritari Heimskirkju- ráðsins, Philipp Potter, hefði veitzt harkalega að þýzkum, svissneskum, hollenzkum, bandarískum og brezkum full- trúum á þinginu undir um- ræðunum fyrir að „þið sjáið heiminn alltaf af ykkar eigin sjónarhól, og heimtið að allar ákvarðanir séu teknar sam- kvæmt ykkar siðamati". Og hvað varðar hina nýju herra þessa heims um vestrænt siðamat? Að lokum ein skrítla: ' Á Islandi norður hefir dáind- is-hópur í framherjasveit kirkju Krists gjört lýðnum kunna þá innblásnu hugljómun sína, að sannur sovétvinur væri allra þarlendra ritmenna viðræðu- hæfast um boðun Fagnaðarer- indisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.