Morgunblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 VlEP KAFFINU \\ J® (!) -fe við rakarann! Því má ég ekki spyrja dómar- ann á hvaða hárgreiðslustofu hann hafi farið? Þetta verður einn af þessum venjulegu sunnudögum með brælu og rigningu — og svo kemur hún mamma þín! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Aðeins tvö orð skiptu sköpum þegar spilið hér að neðan kom fyrir í sveitakeppni íslandsmóts- ins í dymbilvikunni. En þá komu saman á Hótel Loftleiðum 24 sveitir úr öllum iandshlutum og kepptu í riðlum um sæti í loka- hluta mótsins, sem stendur ein- mitt nú yfir á sama stað og lýkur á þriðjudaginn kemur. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. K10864 H. 876 T. Á54 L. G8 Austur S. D752 H. KD103 T. 9732 L. 4 Vestur S. ÁG93 H. Á2 T. 86 L. ÁD732 COSPER Nú trúir þú ekki því sem ég segi þér: Ég vann hana í póker! ' f ’ ii ? $ t r® .2 n \ ‘ £ ‘ íi . ! n f Páskahátíð útilegumanna Yfir páskahátíðina fór ég eigi fáar ferðir mér til heilsubótar í gönguferðir um bæinn. Slíkt var hressandi frá próflestrinum og einnig rólegt um að litast svo gott var að hugleiða hjartfólgin mál huga og hjarta meðan á göngunni stóð. Leið mín lá, meðal annars um miðbæ Reykjavíkur og er ég var kominn í Austurstrætið ákvað ég að stansa örlitla stund við inni í biðskýli S.V.R. og hita mér, því úti var heldur hráslagalegt veður. Er inn kom mætti mér þung sjón. Á bekknum sátu fjórar manneskjur, fullorðinn maður, tveir ungir menn og piltur. Þeir voru af þeirri stétt manna sem almenningur og betri borgarar láta sig litlu skipta, sneiða hjá og tala sem minnst um. Þeir gáfu mér svo sem litlar gætur enda skynjun þeirra og sómatilfinning sem visnað tré og bæði ytri og innri virðing og sátt við lífið reyndist kulnuð. Ég tók mér stöðu skammt undan og fylgdist með án þess að vera of áberandi. Á um það bil þeim 15 mínútum sem ég dokaði við bætt- ust 3 menn í hópinn. Tveir ungl- ingar, annar þeirra, sem gist hafa upptökuheimili Reykjavíkur í ófá skipti, og voru þeir að koma út eftir gistingu i steininum og einn miðaldra maður. Yfir stóð útbýting á töflum og hylkjum sem þessir menn annað- hvort gleyptu þegar í stað eða Suður S. - H. G954 T. KDG10 L. K10965 Orðin tvö voru hvort opna skyldi á spil suðurs eða ekki. í lokaða herberginu gengu þrjú pöss til vesturs. Hann opnaði á tveim laufum, samkvæmt nákvæmnislaufinu, ,og varð ör- stuttu síðar sagnhafi í fjórum spöðum. Norður sá ekki ástæðu til að dobla og hafði fátt sér til leiðbeiningar við útspilið. Hann valdi hjartað og sagnhafi, Gestur Jónsson, var þá fljótur að vinna spilið. Tók þrjá slagi á hjarta, lét tígul af hendinni, svínaði síðan laufi, tók á laufás og spilaði tígli. Eftir þetta gat norður ekki fengið nema tvo slagi á tromp, slétt unnið. Á hinu borðinu stóðu norður og suður heldur lánlegar að hlut- unum. Suður opnaði á einum tígli og eftir ágætar sagnir austurs og vesturs varð vestur aftur sagnhafi í fjórum spöðum en í þetta sinn hafði norður ástæðu til að dobla. Og hann var heldur ekki í vafa um útspilið og tók fyrsta slaginn á tígulás, spilaði aftur tígli og eftir þetta upphaf var útilokað að vinna spilið. Norður beið rólegur eftir tveim slögum á tromp, einn niður. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku 30 miðanum inn um bréfalúguna, stakk Solvej upp á. — Nei, sagði Caja hrædd og hraðmælt. — Þú mátt ekki vera ein. Hún settist í hægindastól og bætti sfðan við: — Og ég þori ekki að fara með þér út í myrkrið. — Nú ætla ég að minnsta kosti að setja vatn yfir og svo fáum við okkur kaffi, sagði Solvej og brosti. — Við getum séð til með hitt á eftir. Hún fór fram. Caja sat eftir. Henni var kalt og hún neri saman höndunum og leit f kringum sig í stofunni. í húsi á Beykivegi sat önnur kona og hlustaði á vindinn gnauða. Frú Paaske hafði allt- af fundist svo notalegt að vera inni í hlýju húsinu í svona veðri og heyra vindinn í trjánum. En eftir að nábúakona hennar hafði verið myrt fyrir nokkrum vikum — væntanlega hafði þar verið að verki karlmaður sem komið hafði utan úr skóginum — vakti þetta aðeins með henni ótta. Vivi Paaske sat með prjónadótið sitt og reyndi að slaka á og beið þess eins að klukkan slægi tólf svo að mað- urinn hennar kæmi heim og einhver tæki við af honum. Hún ieit enn einu sinni á klukkuna. Enn var röskur hálftfmi þang- að til. Kvöld sem þetta hlaut að vekja skelfingu hjá hverri konu sem þurfti að vera ein. Kvennamorðingi lék lausum hala. í kvöld ætlaði hann að frcmja næsta ódæði sitt. Það var óhugsandi að því yrði breytt, enda þótt hann f sjáifu sér harmaði það. Eitthvað rak hann áfram — einhver hvöt sem varð öllu yíirsterkari í honum. Hann varð að drepa. Ekki bara einhvcrja konu út f bláinn. Konu með fallegt andlit og velskapaðan ifkama, grann- ar og mjúkar línur. Konu sem örlögin höfðu valið honum og dæmt hana til þessa. Hann var aðeins viljalaust tæki sem framfylgdi vilja, sjálfum sér sterkari. Það mátti lesa þetta úr augum hans þegar hann horíði á hana. Hún sá það einnig. Hún vissi hvað þetta augnaráð þýddi. Hún vissi að af lffinu átti hún nú aðeins eítir örstutta stund. Þess vegna æpti hún. Æpti og æpti í sömu mund og hann lyfti hægt hend- inni svo að giampaði á hnffinn f hendi hans. Undarleg þögn lagðist yfir herbcrgið þegar Bo Elmer ha'tti vélrituninni. Ilann sat lengi og starði fram fyrir sig með sígarettuna milli varanna. Ilvers vegna var honum fyrir- munað að finna sinn eigin stfl um þessar mundir. Ilann sá þetta allt fyrir sér — dauð- skelfda stúlkuna sem glennti upp augun og munnurinn geifl- aðist í sk^lfingarópi. Ilann sá þetta fyrir sér.... af hverju gat hann ekki lýst þessu. Hann tók út úr sér sígarett- una, slökkti í henni f öskubakk- anum og reis ákveðinn úr sæti. Hann gekk hljóðlcga fram f forstofuna eftir að hafa slökkt Ijósið í vinnuherberginu. Hann tók skinnjakkann sinn niður úr skápnum. Dyrnar inn f svefnherbergið voru í hálfa gátt. Solvej Lange kom inn í stof- una til Caju með kaffibolla. Svo settist hún. Caja lyfti höfði og lagði við hlustir. — Hvaða hljóð er þetta hvísl- aði hún. — Bflhurð sem var skellt, sagði Solvej — En það var ekki fyrir utan þctta hús. Neðar í götunni áreiðanlega. Caja dreypti á sjóðandi heitu kaffinu. — Ég skil ekki hvernig þú ferð að því að vera svona róleg, sagði hún. — Ég get varla hrcyft legg né lið af ótta. — Ég er svo vön að vera einsömul, sagði Solvej til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.