Morgunblaðið - 28.04.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
45
settu í vasa sinn til seinni nota.
Allt áfengi var þrotið hvort sem
það var í formi viðurkennds víns
úr Ríkinu eða rakspíra, kökudropa
eða annarra blandna.
Pilturinn sem ég gat um áðan
virtist heldur tregur við að leggj-
ast á brjóst óraunveruleikans en
bað þess í stað um baunadósina
sem félagi hans bar meðferðis til
þess að fá í sig kraft og hita fyrir
veröldina sem beið hans úti og
ekki veitti af að brenna einhverju í
þessari hryssingsgjólu, ekki betur
klæddur en hann var, í slitinni
peysu og jakkasnifsi.
Aður en heimur þessara vesælu
manna bar fyrir augu mín hafði ég
fyrir liðlega klukkutíma lokið við
dýrlegan hátíðarmat á heimili
mínu í gleði og sæld. Og meðan ég
stóð og horfði á þessa bágstöddu
menn hungraða bæði líkamlega og
andlega kom það í huga minn að
stíga út og setja tvo putta í kok,
vegna ábyrgðar. Að vísu hefði það
þjónað litlum tilgangi til hjálpar
og auk þess verið óvirðing gagn-
vart gjöf Guðs.
Það er stærra átak sem þarf,
kæru lesendur, kærleik til náung-
ans því ef við myndum elska hann
eins og sjálf okkur létum við hluti
sem þessa ekki koma fyrir.
Eftir nokkurra mínútna göngu í
bænúm, eftir að ég yfirgaf biðskýl-
ið, sté ég upp í strætisvagn til
heimilis míns. Sá ég þá tilsýndar
þessa þrjá menn er þeir stóðu upp
við vegg inni á leigubílaplani BSR
austan við Hótel Borg. Ungu
mennirnir stóðu við hlið piltsins
sem hallaði sér upp að veggnum
meðan líkaminn neitaði baunun-
um og maginn dróst saman og
spýtti þeim út í kalt loftið. Hvað
skyldi nóttin bera í skauti sínu?
Og þetta átti sér stað á páskadag.
Einar Ingvi Magnússon.
P.S.: Ef lesendur undrast yfir því
hvers vegna ég sneri mér ekki til
lögreglunnar í sambandi við dreif-
ingu lyfjanna, skal þess getið, að
fyrst er ég varð þessa var hafði ég
hið skjótast samband við varð-
stjóra einn en fékk lítið annað en
róleg, hæðin svör og spurningu um
það hvernig í ósköpunum ég vissi
svo mikið um lyf.
• „Blekkingar“
Velvakanda hefur borist eftir-
farandi bréf frá Þórarni Björns-
syni, Laugarnestanga 9 b:
„Eg get nú vart orða bundist í
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákþingi Sovétríkjanna í
fyrra kom þessi staða upp í skák
stórmeistaranna Romanishins,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Tukmakovs.
22. Hxc4! — bxc4 (Eftir 22...
Hxd5, 23. Hxc7 tapar svartur
a.m.k manni) 23. Dxc4 — Kí8, 24.
Rxc7 - Ha7, 25. Dg8+ - Ke7,26.
Rd5+ og svartur gafst upp. Eftir
26... Hxd5, 27. Bxd5 á svartur
ekkert svar við hótunum hvíts, 28.
Dxg7+ og 28. Hel+ - Kd6, 29. Hdl.
sambandi við þær furðulegu að-
ferðir yfirvalda til að ná aurum af
náunganum. Kemur það harðast
niður á þeim eignalitlu, sbr. hið
furðulega fasteignamat.
Ég á einbýlishús sem metið var
fyrir fáum árum á 3—400 þúsund.
Svo stökk matið fyrirvaralaust í
rúmar 6 milljónir ári seinna, eða
sem sagt í ár í 10 milljónir og tæp
300 þúsund. Og þar með tókst
þeim, sem fátæka elska í hjarta
sínu að þeirra eigin sögn, að koma
fasteignagjaldinu í tæp 70 þúsund.
Húsið er, að þeirra sögn, lóðarétt-
indalaust en þó kom lóðaréttinda-
mat á það með síðasta skattseðli.
Ég veit um allt að þriggja her-
bergja íbúðir hér í gamla bænum
sem ná ekki þessu háa gjaldi þótt
öll réttindi hafi.
Það er sem ég sjái fátækra
manna stjórnina, sem nú situr að
völdum, borga mér þessa upphæð
fyrir húsið. Ef þeir vilja gera svo
vel er þeim frjálst að fá húsið
keypt á stundinni fyrir þessa
matsupphæð, sem sagt rúmar 10
milljónir, út í hönd en ekki á
víxlum og skuldabréfum sem
aldrei verða greidd. Eftir það er
þeim frjálst að meta kofann á 20
eða 30 milljónir.
Nei takk, ég sé í gegnum þessar
blekkingar. Þetta mat er aðeins til
að geta hirt yfir 60 þúsund í
fasteignaskatt af öryrkja.
Einnig vil ég koma að mestu
svívirðu hinnar fullkomnu vinstri
stjórnar, og þá á ég við hinar
gegndarlausu hækkanir á nauð-
synjavörum, og flest allri þjónustu
yfirleitt, án þess að kaup þeirra
lægst launuðu hækki um svo sem
tíu aura. Þetta er stjórnin sem öllu
ætlaði að bjarga fyrir þá bág-
stöddu. Vörubinding, hærra kaup,
nú koma bjartir dagar fyrir þá
fátæku á íslandi. En það alversta
er að landinn virðist vera orðinr
bæði heyrnarlaus og sjónlaus, eða
á hverju í ósköpur.um lifir fólkið,
spyr sá sem ekki veit.“
(n
eg. 50W/15
Þægilegar korktöfflur.
Bæöi yfirleöur og klæöning á
innleggjum úr
ekta skinni.
Slitsterkur sóli.
Litur: Blár.
Stæröir 36—42.
Verö kr. 5.535.-.
Póstsendum
samdægurs.
Domus Medica,
Sími 18519.
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingsismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöis-
flokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1
á laugardögum frá kl. 14.00—16.00.
Er þar tekiö á móti hvers konar fyrirsþurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum boöið aö
notfæra sér viötalstíma þessa.
Laugardaginn 28. apríi verða til viðtals Davíð
Oddsson og Sigurjón Fjeldsted.
Davíö er í framkvæmdaráði, fræösluráöi, hús-
stjórn Kjarvalsstaða, veiöi og fiskiræktarráöi,
vinnuskólanefnd og æskulýösráöi.
Sigurjón er í barnaverndarnefnd og umferöar-
nefnd.
óskar eftir
blaðburðarfólki
AUSTURBÆR:
□ Laugavegur 1—33
VESTURBÆR:
□ Túngata
□ Lambastaöahverfi
ÚTHVERFI:
□ Breiöageröi
□ Laugarásvegur 38-
□ Baröavogur
KÓPAVOGUR:
□ Hlíöarvegur II.
■77
________
t \ t jptVovð^ W/(f
UPPL. I SIMA
35408