Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
Ásgeir, Standard | Jóhannes, Celtic U Pétur, Feyenoord
Verða atvinnumennirnir
allir með í Sviss ?
NÚ FER að líða að því að knattspyrnan byrji fyrir alvöru.
Reykjavíkurmótið, Meistarakeppnin og svo Litla og Stóra bikarkeppn-
in hafa lengst af verið álitin nokkurs konar upphitunar- og æfingamót
fyrir sjáift íslandsmótið. Ekki þurfum við lengi að bíða eftir því að fá
að sjá landsliðið spreyta sig því að 26. maí verður leikinn
vináttulandsjeikur við Vestnr-bjóðverja á Laugardalsvellinum. Fyrsti
landsleikur íslands verður hins vegar í Sviss 22. maí, og er leikur sá
liður í Evrópukeppni landsliðs. Verður mjög fróðlegt að sjá hvernig
landsliðsnefnd stillir upp í fyrsta landsleik sumarsins.
Margir ala með sér þá von í
brjósti að í sumar komum við til
með að eiga mjög sterkt lið, takist
að ná saman þeim leikmönnum
sem eru atvinnumenn erlendis.
Aldrei fyrr hafa jafn margir dval-
ið hjá fraegum liðum og staðið sig
jafn vel. Til þess að grennslast
fyrir um málið var rætt við for-
mann landsliðsnefndar KSÍ, Helga
Daníelsson.
— Landsliðsnefnd hefur sett sig
í samband við alla þá leikmenn,
sem leika með erlendum félags-
liðum, og innt þá eftir því hvort
þeir sæju sér fært að leika þessa
þrjá fyrstu landsleiki, verði þeir
valdir í liðið. Við fengum mjög
jákvætt svar hjá allflestum, þann-
ig að við erum bjartsýnir á að geta
stillt upp okkar sterkasta liði á
móti Sviss 22. maí og aftur hér
heima 9. júní. Öðru máli gegnir um
leikinn á móti Vestur-Þjóðverjum
26. maí, því að þá verða leikir hjá
sumum þeirra félagsliða sem hafa
erlenda leikmenn í sínum röðum.
— Við höfum fylgst vel með
þeim leikmönnum, sem leika er-
lendis, og haldið uppi fyrirspurn-
um um getu þeirra. Okkur þykir
ekki ástæða til að fara út til að sjá
þá leika, þetta eru leikmenn, sem
við þekkjum vel og við munum
velja í landsliðið samkvæmt okkar
bestu samvisku, sagði Helgi.
Meðal þeirra sem landsliðs-
nefndin hefur rætt við og þykja
koma sterklega til greina í lands-
liðið eru atvinnumennirnir í
Belgíu, Ásgeir Sigurvinsson, Arn-
ór Guðjohnsen, Karl Þórðarson og
Þorsteinn Bjarnason. Pétur Pét-
ursson í Hollandi, Jóhannes Eð-
valdsson í Skotlandi og Teitur
Þórðarson, Jón Pétursson og Árni
Stefánsson í Svíþjóð.
Eins og sjá má á þessari upp-
talningu, ætti að vera hægt að
velja sterkt lið þegar í hópinn
bætast svo margir stórgóðir knatt-
spyrnumenn hér heima, og má
nefna Guðmund Þorbjörnsson,
Martein Geirsson, Atla Eðvalds-
son, Inga Björn Albertsson, Árna
Sveinsson, Þorstein Ólafsson
markvörð í Keflavík, Janus
Guðlaugsson og Matthías Hall-
grímsson.
Youri landsliðsþjálfari þarf ekki
að kvarta yfir að nægur efniviður
sé fyrir hendi, nú er bara að stilla
strengina svo að útkoman verði
góð. — þr.
• Meðfylgjandi mynd tók Kristján Einarsson af íslenska landsliðinu í lyftingum, sem keppir á
Norðurlandamótinu í Danmörku um helgina. Á myndina vantar þó fáeina. Landsliðið skipa eftirtaldir
lyftingamenn: Þorvaldur B. Þorvaldsson, Kári Elísson. Freyr Aðalsteinsson, Guðgeir Jónsson, Birgir
Borgþórsson, Kristján Falsson, Guðmundur Sigurðsson, Árni Þór Helgason, Gústaf Agnarsson og Ágúst
Kárason.
Boðhlaup í Borgarfirði
Ungmennafélag Stafholts-
tungna í Borgarfirði efnir til
mikils boðhlaups um félagssvæði
sitt 1. maí næstkomandi. Hlaupa-
vegalengdin er um 130 kílómetrar
og er áætlaJ að hlauparar verði
um 200.
Hlaupið mun hefjast að Varma-
landi klukkan 6 um morguninn og
verður hlaupið um Norðurárdal,
Þverárhlíð og Hvítársíðu.
Reiknað
er með að hlaupið taki uin 10,5
klukkustundir. Búist er við því að
allmargir landeigendur muni
sjálfir hlaupa í landareignum sín-
um en að öðru leyti ekki reiknað
með vissum vegalengdum á mann,
heldur frekar hvað hver treystir
sér til.
Kraftajötnar
í Danmörku
íslenska landsliðið í lyftingum hefur í dag keppni í Norðurlanda-
mótinu í lyftingum sem fram fer þessa helgi í Ringsted í Danmörku. í
dag verður keppt í flokkunum 52—75 kílógrömm, en á morgun fer
fram keppni í þyngri flokkunum, 82,5—110 kg og þar yfir.
10 íslenskir lyftingamenn eru meðal keppenda. Þorvaldur B.
Rögnvaldsson, KR, keppir í léttasta flokkinum, 60 kílógrömmum. í 67
kg flokkinum keppir Kári Elísson, ÍBA, og sveitungi Kára, Freyr
Aðalsteinsson, keppir í 75 kg flokkinum. Guðgeir Jónsson, KR, keppir
í 82 kg flokkinum.
í næstu tveimur flokkunum, 90 og 100 kg flokknum, eru tveir
keppendur í hvorum, þeir Birgir Þór Borgþórsson, KR, og Kristján
Falsson, ÍBA, og í 100 kg flokkinum keppa Guðmundur Sigurðsson,
Ármanni, og Árni Þór Helgason, KR. í 110 kg flokkinum keppir
Gústaf Agnarsson, KR, og loks í yfirþungavigtinni keppir Ágúst
Kárason, KR.
íslenskir lyftingamenn hafa sýnt umtalsverðar framfarir að
undanförnu og reikna má með viðunandi árangri.
Reykjavíkurmót
fatlaðra
FYRSTA Reykjavíkurmót í íþróttum fatlaðra verður haldið um
fyrstu helgina í maí.
, Laugardaginn 5. maí verður keppt í sundi í sundlaug
Árbæjarskóla. Keppt verður í tveimur flokkum kvenna, yngri en
40 ára og eldri, svo og í karlaflokki.
Sunnudaginn 6. maí verður keppt í Laugardalshöllinni í þessum
greinum:
Lyftingum í tveimur þyngdarflokkum, undir 67,5 kg og yfir.
Borðtennis í tveimur flokkum, karla og kvenna.
Boccia í tveimur flokkum, bæði í sitjandi og standandi stöðu, svo
°g þriggja manna sveitakeppni.
Þátttaka er heimil öllum félagsmönnum innan íþróttafélags
fatlaðra í Reykjavík og þarf að tilkynna þátttöku fyrir 1. maí til
Iþróttafélags fatlaðra, Hátúni 12, eða til Í.B.R., PO B 864.