Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 47

Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 47 IR-ingar # úrslit sigruðu FH19-18 ÍR-INGAR sigruðu FH 19—18 í undanúrslitum bikarkeppni HSI í gærkvöldi í Laugardalshöliinni, og tryggðu sér þar með rétt til að leika í úrslitunum á móti Víkingi á sunnudagskvöld. Er þetta í fyrsta skipti sem lið ÍR nær svona langt í keppninni. Allmikil spenna var í síðari hálfleik liðanna í gær, og þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 16—6, og hafði það verið jafnt á öllum tölum í hálfleiknum. Janusi tekst að ná forystunni fyrir FH 17—16, og Guðjón Marteinsson jafnar fyrir ÍR með laglegu marki. Nú var ailt að suðupunkti og ailt gat gerst. Þegar rétt rúm ein mínúta er eftir fær Guðmundur Árni gott marktækifæri, en lætur Jens verja hjá sér. Var þetta afdrifaríkt, því að í næstu sókn fá ÍR-ingar vítakast, og aðeins mínúta til leiksloka. Sigurður Svavarsson skoraði örugglega og færði ÍR forystu. í næstu sókn var mikið fum á FH og Janus gloprar boltanum í hendur ÍR-inga og þeir ná skyndi- sókn sem Brynjólfur skorar úr og gerir út um leikinn. Á síðustu sekúndunum minnkar Janus svo muninn niður í eitt mark. Ekki er hægt að segja að leikur- inn hafi verið vel leikinn, mikið var um mistök á báða bóga, og á stundum jaðraði við kæruleysi leikmanna. Sérstaklega var fyrri hálfleikurinn lélegur. Varnarleik- ur og markvarsla liðanna slök, lagaðist það þó er líða tók á síðari hálfleikinn. Lið IR barðist vel í leiknum, sérstaklega á lokakaflanum, Jens varði nokkuð vel, og gerði þetta útslagið í leiknum, sem var afar jafn. Bestu menn í liðinu voru Jens markvörður, og þeir Brynjólfur og Guðjón Marteinsson. Þá er hægt að hrósa Sigurði Gíslasyni og Bjarna Bessasyni fyrir góða bar- áttu í vörninni. í liði FH kemur alls ekkert út úr yngri mönnum liðsins og er alveg með ólíkindum hversu ragir þeir eru og framtakslausir í leik sínum. Geir og Janus voru bestir og þeir einu sem sýndu einhvern frísk- leika hjá FH, enda skoruðu þeir 12 af 18 mörkum liðsins. Þá var varnarleikur liðsins afar fálm- kenndur, sérstaklega í fyrri hálf- leiknum, og var Birgir Finnboga- son sem lék í marki FH ekki öfundsverður af hlutverki sínu, enda gekk honum illa að ná til boltans. Mörk ÍR: Guðjón Marteinsson 5, Brynjólfur Markússon 4, Sigurður Svavarsson 3, Bjarni Bessason 3, Guðmundur Þórðarson 1, Bjarni Hákonarson 1, Ársæll Hafsteins- son 1, Hafliði Halldórsson 1. Mörk FH: Janus Guðlaugsson 7, Geir Hallsteinsson 5, Guðmundur Magnússon 2, Sæmundur Stefáns- son 1, Kristján Arason 1, Viðar Símonarson 2. - þr. Stórt gat hetur opnast í vörn ÍR-inga og Janus Guðlaugsson notar sér smuguna vel, stekkur í gegn og skorar eitt sjö marka sinna í leiknum í gærkvöldi. Jens Einarsson markvörður ÍR er við öllu búinn, naínarnir Sigurður Gíslason til hægri og Svavarsson til vinstri fylgjast með. Bikarúrslitin á morgun Tekst Víking að verja titilinn? Á MORGUN sunnudag kl. 20.30 fer fram úrslitaleikur- inn í bikarkeppni HSI í handknattleik. Verður þetta í 6. skipti sem keppt er í bikarkeppni HSÍ. Bikar sá er Breiðholt HF gaf á sínum tíma er nú kominn í eugu FH, en þeir hafa sigrað oftast í keppninni. Nú er í fyrsta sinn keppt um nýjan og glæsilegan bikar og verðlaunagripi sem Frjálst Framtak og íþróttablaðið hefur gefið. Lokin á bikarkeppninni eru svo gott sem lok handknattleiksver- tíðarinnar, því aðeins á eftir að leika úrslitaleikina í yngri flokknum. Má búast við því að sannkölluð bikarstemmning komi til með að ríkja í höllinni á sunnudagskvöldið. ÍR-ingar hafa nú í fyrsta skipti tryggt sér rétt til þess að leika til úrslita, og ekki er að efa að þeir munu leggja sig alla fram til að leggja núverandi meistara Víkings af veili og tryggja sér rétt til þátttöku í Evrópukeppninni. Má búast við mikilli hörkuviðureign milli liðanna. - Þr. Mótmæli Leikmcnn og þjálfari M.fl. Í.B.K. í handknattleik kvenna, mótmæla harðlega þeirri sví- virðilegu framkomu móta- nefndar H.S.Í. að ætlast til þess, að við leikum 4 úrslita- leiki á 5 dögum, þ.e. 24., 26., 27. og 28. apríl. Þessi mótmæli sýnum við í verki með því að mæta ekki til leiks 27. og 28. aprfl. Jafnframt skorum við á mótanefnd H.S.Í. að endur- skoða afstöðu sína og ákveða ieikdaga úrslitaleikjanna við Víking á sanngjarnan hátt svo að við fáum tíma til þess að jafna okkur eftir hina erfiðu leiki sem fram fóru 24. og 26. aprfl s.l. Ef það verður ekki gert og Víkingi dæmdur sigur- inn þá lítum við svo á, að mótanefnd H.S.Í. hafi fært Víkingi sigurinn á silfurfati og mismunað þannig liðunum gróflega. Við krefjumst þess ennfremur að mál þetta verði tekið fyrir hjá mótanefnd H.S.Í. þegar í kvöld og að við verðum upplýst um niðurstöð- ur fundarins þegar að honum loknum. Opiðbréftil Mótanefndar BLÍ VIÐ UNDIRRITAÐIR ókrýndir íslandsmeistarar í blaki karla 1979, U.M. Laugdælir, lýsum yfir undrun okkar á hegðun ykkar gagnvart okkur, þar sem við erum ekki enn búnir að fá verðiaunin afhent og fáum engin svör hvenær. Liðinn er tæpur mánuður frá sigri okkar og er þetta of langt gengið án þess að hreyfa við þessu máli. Á þessum tíma hefur farið fram verðlaunaafhending fyrir bikarkeppni og þar fór ekki á milli mála hverjir urðu sigurvegarar, því þar var mótanefnd ekki sofandi, til ábendingar fyritþá sem misstu af því skulu þeir fletta blöðunum frá því í síðustu viku. Vlð Laugdælir bendum mótanefnd á að aðsetur okkar er á Laugarvatni og geta þeir sent okkur verðlaunin í pósti ef önnur leið er ekki möguleg. Áð lokum viljum við segja að við teljum það kappsmál Blaksambandsins að standa vel að öllum mótum, og með þessum skrifum erum við að vekja athygli á þessum vinnubrögðum því þá er hægt að komast hjá þeim. Með virðingu, Blakdeild Laugdæla! Grindavík í 1. deild GRINDAVÍK varð meistari í 2. deild kvenna í handbolta með því að sigra ÍBK í síðari leik liðanna sem fram fór í fyrrakvöld. Lið þessi urðu jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar og urðu því að leika aukaleiki um sigurinn í deíldinni. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli, 8—8, en í fyrrakvöld bættu Grindavíkurstúlkurnar um betur og unnu 8—5. Grindavfk tekur því sæti Breiðabliks í 1. deild, en Keflavíkur- dömurnar heyja um þessar mundir mikið maraþon, því að í gærkvöldi léku þær fyrri leik sinn við Víking og í dag leika þær síðan síðari leik sinn við Víking. Víkingur varð í næst neðsta sæti 1. deildar, en Keflavík í næst efsta sæti 2. deildar og er venjan að þau lið leiki tvo aukaleiki um 1. deildar-sætið. Fram í úrslit í bikarnum ÞAÐ VERÐA Fram og KR sem leika til úrslita í bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki. Fyrir skömmu vann KR Hauka 12—11 í undanúrslitum og í fyrrakvöld tryggðu íslandsmeistararnir Fram sér sæti í úrslitunum með öruggum sigri yfir FH. Skoraði Fram 13 mörk, en FH svaraði níu sinnum fyrir sig. Úrslitaleikur Fram og KR hefst á sunnudaginn klukkan 19.00. Reykjavíkurmótið: Tveir leikir TVEIR LEIKIR fara fram í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu um helgina. Á laugardaginn leika klukkan 14.00 Fram og Þróttur og á sunnudaginn leika á sama tíma lið KR og Fylkis. Báðir leikirnir' fara fram á Melavellinum. Staðan í mótinu er sú, að Valur er með nokkuð örugga stöðu og leikir þessir skipta helst máli í sambandi við hvaða lið verða næst Valsmönnum í mótinu. Markið var ekki mark! EIGI ALLS fyrir löngu voru Arnór Guðjohnsen og félagar hans hjá belgfska liðinu Lokeren slegnir út úr bikarkeppninni þar í landi. Tapaði Lokeren á heimavelli fyrir Beerschot 0—1. Á sínum tíma mótmæltu leikmenn Lokeren markinu við dómara leiksins, töldu knöttinn ekki hafa farið inn fyrir marklínuna. Dómarinn tók ekkert slíkt í mál og lét markið standa. Daginn eftir sannaðist á sjónvarpsmynd, að knötturinn fór í rauninni aldrei yfir lfnuna. En það var ekkert gert í máiinu, það þýðir ekkert að deila við dómarann. Feyenoord endur- ræður þjálfara FEYENOORD, félagið sem Pétur Pétursson leikur með í Hollandi, hefur endurnýjað samning sinn við hinn tékkneska þjálfara liðsins, Vaclaw Jezek. Jezek gerði tékkneska landsliðið að Evrópumeisturum árið 1976 og hann hefur gert góða hluti með lið.Feyenoords í vetur, þannig er félagið í öðru sæti í hollensku deiidarkeppninni. Hinn nýi samningur Jezeks nær til júní 1981.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.