Morgunblaðið - 28.04.1979, Page 48
ASlN<;AS!MINN ER:
22480
2flor£imbT«fcit>
AL'í;LYSIN(Í AS1MI\N ER:
22480
JWarfiiwfclflöil)
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
Farmannaverkfallið:
„Þungt um rétta
hreyfingu á málinu”
— segir Torfi Hjartarson sáttasemjari
SÁTTAFUNDUR í far-
mannadeilunni stóð frá
klukkan 16 fram undir
klukkan 20 í gærkvöldi.
„Menn svona talast við, en
það virðist þungt um rétta
Kaskótrygging
bifreióa:
Tryggiiiga-
félöginfara
fram á nær
70 prósent
hækkun
hreyfingu á málinu,“ sagði
Torfi Hjartarson sátta-
semjari, er Mbl. spurði
hann um fundinn.
Vinnuveitendasamband
íslands setti í gærmorgun
fram þá kröfu til undir-
manna á farskipum, að
samningar þeirra verði nú
endurnýjaðir án hækkunar
á heildarlaunakostnaði, en
launahækkun náist með
breytingum á reglum um
áhafnastærð og ýmsum ein-
földunum á samningunum.
Boðuðu undirmenn í gær að
þeir myndu leggja fram
sínar kröfur á mánudags-
morgun.
Sjá: Aukaflugferðir um
helgina vegna vöruflutn-
inga bls. 2.
/ gær var komið á loftbrú milli Vestmannaeyja og Bellu á Rangárvöllum, til að flytja mjólk og
mjólkurvörur til Eyja, en þar hafði þá verið mjólkurlaust á fjórða sólarhring vegna farmanna-
deilunnar. Framan aí degi ígærgátu flugvélar Flugfélags íslands ekki flogið til Eyja vegna misvinda,
en farnar voru tuttugu ferðir frá Hellu á tveimur litlum vélum frá Vængjum og Eyjaflugi. Hér er verið
að afferma eina vélina ígær, og eins og sjá má er farmurinn mjólk og aftur mjólk.
Sjá „Áhrifa farmannadeilunnar farið að gæta íEyjumu á blaðsíðum 24 og 25 íMorgunblaðinu ídag.
Ljósm: Sigurgeir.
NÝTT tímabil húftrygg-
ingar bifreiða, þ.e. kaskó-
tryggingar, hefst 1. maí
n.k. Tryggingafélögin
sendu tryggingaráðuneyt-
inu hækkunarbeiðni s.l.
miðvikudag og samkvæmt
þeim upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, fara
þau fram á um 70%hækkun.
Frumvarp um ríkiseinokun á sölu bruggefna:
Ríkisstjórnin hyggst stöðva
sölu á öl- og víngerðarefni
Ráðuneytið mun væntanlega
senda Tryggingaeftirlitinu erindi
tryggingafélaganna til umsagnar
einhvern næstu daga og þegar
umsögn þess liggur fyrir mun
ríkisstjórnin taka ákvörðun um
það hve mikla hækkun þau
heimiia.
Eins og kunnugt er hófst nýtt
tímabil ábyrgðartrygginga 1. marz
s.l. Þá óskuðu tryggingafélögin
eftir 79% hækkun en var heimiluð
rúmlega 44% hækkun.
RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær
fram í efri deild Alþingis frum-
varp til laga um breytingu á
áfengislöggjöfinni, sem veitir, ef
samþykkt verður, ríkisstjórninni
einkaleyfi á innflutningi til-
búinna bruggunarefna, „hverju
nafni sem nefnast, þar með taldir
hvers konar lifandi gerlar.“ í
samtali við Mbl. kvaðst Höskuld-
ur Jónsson, ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu, fullviss um
að varningur sambærilegur þeim,
sem mest hefur verið notaður til I
öl- og víngerðar í heimahúsum,
verði ekki fluttur inn og boðinn
til sölu á vegum Áfengis- og
tóbakseinkasölu ríkisins.
Ástæður þess, að frumvarpið er
lagt fram og getið er í ítarlegri
greinargerð með frumvarpinu eru
m.a., „að tekjur ÁTVR af áfengis-
sölu á sl. ári voru ca. 1,5 milljarði
kr. lægri en gert var ráð fyrir að
þær yrðu samkvæmt fjárlögum
1978. Þá eru tekjur ATVR af
áfengissölu á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs ca. 20% lægri en gert
hafði verið ráð fyrir. Verði ekkert
aðhafzt til að hamla gegn þessari
þróun hefur það í för með sér að
tekjur ÁTVR verða a.m.k. 3
milljörðum kr. lægri í ár en gert
var ráð fyrir að þær yrðu sam-
kvæmt fjárlögum," segir í greinar-
gerðinni.
Þá er í greinargerð með frum-
varpinu skýrt frá „fræðilegri"
athugun fjármálaráðuneytisins á
því hve mikið áfengi mætti fram-
leiða úr því magni sem stærsti
innflytjandi slíkra efna flutti inn á
árinu 1978. Ölgerðarverkfræðingi
taldist til að úr þessu magni
bruggunarefnis mætti framleiða
250.000 flöskur , 0,7 lítra, af
brennivíni með 40% styrkleika
miðað við rúmmál
Sjá viðtal við innflytjanda á
bls. 22.
Hans G.
Andersen
1 forseta-
stólnum
ÞEGAR langt var liðið á kvöld á
fundi Hafréttarráðstefnunnar í gær,
stóð Amerasinge, aðalforseti ráð-
stefnunnar, upp og kvaddi Hans G.
Andersen sendiherra til þess að
stjórna ráðstefnunni. Forsetastörfin
höfðu allan daginn verið mjög eril-
söm og var Amerasinge greinilega
orðinn þreyttur. Síðast þegar
Morgunblaðið hafði spurnir af ráð-
stefnustörfum í gærkveldi, var Hans
enn í forsetastóli.
H af r étt arr áóst ef nan:
Réttindm utan 200mílna
nú okkar aðalviðfangsefni
• n • r 1 ¥T r ar W r -a-a • • ar
segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður
„NIÐURSTAÐA hafréttarfund-
anna er sú að verulegur árang-
ur hefur náðst og aðstaða ls-
lands hefur styrkzt,“ sagði
Eyjólfur Konráð Jónsson al-
þingismaður er Mbl. ræddi við
hann 1 Genf 1 gærkvöldi. „Þau
atriði, sem við höfum barizt
fyrir hafa haldið velli og munu
gera héðan af,“ sagði Hans G.
Andersen formaöur íslenzku
sendinefndarinnar í Genf.
„Við vorum mjög ánægðir í
morgun, þegar við fréttum að
setningin í 77. grein, sem tak-
markar réttindin á neðansjávar-
hryggjum, myndi ekki vera í
tillögum formanns annarrar
nefndar. Það var svo staðfest,
þegar tillögunum var útbýtt eftir
hádegið," sagði Eyjólfur Konráð.
„í stað setningarinnar er sett
athugasemd um að málið þurfi
að skoða betur. Réttindin á
Reykjaneshrygg ættu því ekki að
vera í hættu.
Athyglisvert er einnig að for-
maðurinn setur fjarlægðarmörk-
in 350 sjómílur, það er að segja
150 mílur út frá efnahagslögsög-
unni, þó að Rússar hefðu horfið
frá þeim hugmyndum og miðað
aftur réttindin við 300 mílur.
Aðalviðfangsefni okkar á
næstu mánuðum og ef til vill
Eyjólfur Konráð Jónsson
misserum verða réttindin utan
200 mílnanna. Þar er annars
vegar um að ræða víðáttu land-
grunnsins og reglur um hana,
lögun þess og jarðfræði ásamt
ákvörðunum um skiptingu milli
landa, og hins vegar réttindi
smáeyja eins og Jan Mayen og
kletta eins og Rokksins.
Áreiðanlegt er að við verðum
nú að vera vel á verði. Nokkur
árangur hefur þegar náðst en
miklu meira er ógert," sagði
Eyjólfur.
Sjá: „Aðstaða íslands hef-
ur styrkzt á Genfarfund-
unum“. Samtal við Hans.
G. Andersen sendiherra
bls. 2.