Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 96. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 29. APRIL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stefnir í minni- hlutastjórn fiialdsflokks ? London, 28. aprfl. Reuter — AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Daily Express birti í dag er forskot Ihaldsflokksins á Verka- mannaflokkinn nú komið niður í aðeins þrjá af hundraði og hefur munurinn ekki verið svo naumur í nokkra mánuði. í sams konar könnun Daily Express fyrr í vikunni var forskot íhaldsflokks- ins sex af hundraði. Persónulegar vinsældir Margrétar Thatcher fara einnig minnkandi en James Callaghan sækir á. Þá hefur David Steel leiðtogi Frjálslynda flokksins þótt standa sig vel í kappræðu í sjónvarpi og kemur f lokkur hans betur og bctur út úr skoðana- könnunum eftir því sem nær dregur kosningum. Kunnugir segja að framámenn í íhaldsflokknum og forsvarsmenn kosningabaráttu flokksins hafi auknar áhyggjur af niðurstöðum skoðanakannana þeirra fimm stofnana sem að undanförnu hafa fylgzt með afstöðu kjósenda til kosningabaráttunnar, en kosningar fara fram í Bretlandi næstkomandi fimmtudag. íhalds- menn þóttust nokkuð sigurvissir þegar nidurstöður fyrstu skoðana- kannana lágu fyrir en skrekkur er Vinur Amins framseldur Nairobi, 28. aprfl. AP. SJÓNARVOTTAR sögðu í dag að Robert Astles, dularfullur Eng- lendingur sem varð einn helzti aðstoðarmaður Idi Amins ein- ræðisherra, hefði verið fluttur flugleiðis frá Kenya í dag til Uganda þar sem hann verði leiddur fyrir rétt ákærður fyrir morð og aðra glæpi. Robert Dole fer í framboð Washington, 28. april. Reuter. TALSMAÐUR bandaríska öldungadeildarþingmannsins Roberts Dole tilkynnti í dag að Dole myndi sækjast eftir því að verða í framboði til næstu forseta- kosninga fyrir Repúblikanaflokk- inn. Fimm aðrir munu sækjast eftir útnefningu. Dole var einn af frambjóðendum Repúblikana- flokksins í embætti varaforseta í kosningunum 1977. Skjálfti í Frisco San Fransisco, 28. aprtt. AP. JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 4,2 stig á Richterskvarða, skók San Fransisco og nágrenni í gærkvöldi. Engar alvarlegar skemmdir urðu af völdum skjálftans eða meiðsl á fólki. Að sögn lögreglu urðu truflanir á síma og umferðarljósum í nokkrum hverfum borgarinnar. nú hlaupinn í ýmsa úr forystuliði flokksins vegna þverrandi vin- sælda upp á síðkastið. Ef marka má niðurstöður könnunar Daily Express, sem náði til 1.061 kjósenda í 54 af 635 kjördæmum landsins, vinnur íhaldsflokkurinn einkum sæti í suðurhlutum Englands, en tapar hins vegar í iðnaðarhéruðum í norðurhluta landsins og í Skot- landi. Flokkurinn hlyti því flest sæti í þinginu og Thatcher yrði forsætisráðherra, en hún yrði þó án þess meirihluta sem hún þarf svo á að halda til að koma aðal- stefnuskráratriðum flokksins í gegn í þinginu. Ilse Hess: Læknanefnd rannsaki mál Hess THE SUNDAY Telegraph hef- ur eftir Ilse Hess, eiginkonu nazistaforingjans, sem dæmd- ur var í ævilangt f angelsi f yrir strfðsglæpi í réttarhöldunum í Ntirnberg, að hún kref jist þess að alþjóðlegri nefnd lækna verði falið að rannsaka þá staðhæfingu brezka læknisins Hugh Thomas, að f angi númer sjö í Spandau sé alls ekki Rudolf Hess. Frú Hess vill að læknarnir verði frá öðrum ríkjum en Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Sovétríkjunum, sem í sameiningu bera ábyrgð á rekstri Spandau, en þar er Hess eini fanginn. Thomas grund- vallar málflutning sinn á því að engin. ör séu á líkama fangans eftir skotsár, sem Hess hlaut í fyrri heimsstyrjöldinni. í viðtali við hollenzka sjón- varpið í vikunni lýsti Albert Speer því yfir, að hann treysti sér ekki til að skera úr um það hvort fangi númer sjö væri raunverulega Hess, því að þeir hafi ekki sézt nema einu sinni eða tvisvar þau tuttugu ár, sem þeir voru samtíða í Spandau. Sjá grein á bls. 21. Dittað að. Ljosmynd RAX So vét-n j ósnurunum vel fagnað í Moskvu Miwkvu. 28. aprfl. Reuter. AP. RÚSSNESKU njósnararnir Vavladi A. Enger og Rudolf P. Chernyayev sem voru látnir lausir í gær f skiptum fyrir fimm sovézka andófs- menn komu aftur til Moskvu f dag og þar tók á móti þeim hópur um 20 karla og kvenna sem sumar báru blóm. Sovézkir fjölmiðlar hafa ekkert sagt frá málinu, en bandarfska sendiráðið í Moskvu segir að það muni tilkynna fjölskyldum andófs- mannanna, sem eru komnir til Bandarfkjanna, að þeim sé frjálst að fara úr landi. Eiginkona kunn- asta andófsmannsins sem var sleppt, Alexanders Ginzburgs, kvaðst hafa heyrt fréttina fyrst í útvarpsstöðinni Voice of America. Andófsleiðtoginn Andrei D. Sak- harov fagnaði því í dag að andófs- mennirnir voru látnir lausir en Olíuskip sekkur Brest. Frakklandi. 28. aprfl. AP. Reuter. LÍBERÍSKT olfuflutningaskip með þrjátfu og tvö þúsund tonn af hráolíu innanborðs rakst í dag á farmlaust norskt flutningaskip og sbkk út af norðvesturströnd Frakklands. Leki var kominn að skipinu er það sökk og óttast menn nú annað mengunaróhapp við Bretagne-strendur, en versta slys þessarar tegundar átti sér stað er Amoco Cadiz sökk á svipuðum slóðum í marz í fyrra. Flutningaskipið „Gino" mun hafa sokkið um níuleytið að íslenzkum tíma að morgni laugardags, um sjö klukkustundum eftir að árekstur- inn varð. Skipið sökk um hundrað og fimmtíu kílómetra frá strönd- inni. Allri áhöfn skipsins, þrjátíu og þremur mönnum, var bjargað og norska skipið „Team Coaster" skemmdist nokkuð en gat haldið áfram siglingu. Um tveggja kílómetra löng olíu- brák mun hafa my idazt á yfirborði hafsins en franskir embættismenn telja að röndin sé fjær landi en svo að ástæða sé til ótta við ströndina enn um sinn. Gott var í sjó þar sem atburðurinn gerðist en þoka og gerði það mönnum erfitt að átta sig fullkomlega á ástandinu. Brezka ríkisstjórnin bauð sam- stundis aðstoð sína við að hefta útbreiðslu olíumengunarinnar en talið er að um þúsund tonn hafi þegar lekið í hafið. hvatti til þess að allir pólitískir fangar í Sovétríkjunum yrðu náðað- ir. Hann kvaðst furða sig á því að eðlisfræðingurinn Yuri Orlov og tölvufræðingurinn Anatoly Shchar- ansky hefðu ekki verið látnir lausir. Læknar skipuðu Sakharov í dag að taka sér hvíld vegna heilakrampa sem hann fékk fyrr í vikunni að sögn konu hans sem sagði: „Þótt við séum himinlifandi vegna þess að vinum okkar hefur verið sleppt getur verið að æsingurinn hjálpi honum ekki..." í Washington sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölskyldur andófs- manna væru væntanlegar „bráð- lega". Samkvæmt góðum heimildum var árangurslaust reynt að fá Shcharansky lausan, en mál hans er talið erfiðast. Bandaríkjamenn og Rússar hafa ekki áður samið um skipti á sovézkum föngum og fanga- skiptin eru talin vísbending um jákvæða þróun í sambúð þeirra. í desember 1976 slepptu Rússar and- ófsmanninum Vladimir Bukovsky í skiptum fyrir kommúnistaleiðtog- ann Luis Corvalan frá Chile. Jafnframt herma góðar heimildir að Bandaríkjastjórn hafi til athug- unar tillögu um að sleppa fjórum púertóríkönskum föngum í skiptum fyrir fjóra bandaríska fanga á Kúbu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.