Morgunblaðið - 29.04.1979, Side 15

Morgunblaðið - 29.04.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRIL 1979 15 dæmis er þarna mikið af göml- um kirkjubyggingum. Ég minn- ist einnar fallegrar kirkju í Pac. Hún er frá árinu 1260 og enn alveg eins og ný. Þegar svo vel er vandað til verksins í upphafi, getur byggingin staðið af sér mikla jarðskjálfta. En það kem- ur mér mikið á óvart að frétta hve mikið hefur hrunið af nýj- jm hótelbyggingum. Því nýjar byggingar í Júgóslavíu virðast vel hannaðar og vel byggðar. En þar í landi er alræðisvald, sem kunnugt er, sem lætur bygging- ar mikið til sín taka. En þó hafa einstaklingarnir nokkurt svigr- úm, og mig grunar að þegar þeir byggi þannig sjálfir, þá skipti ríkið sér alls ekkert af hönnun Og frágangi og kynni það að skýra málið að nokkru. — Annað tjón er kannski ekki síður afdrifaríkt fyrir Júg- óslava. Það er missir hafnarinn- ar í Bar. Þetta er ný höfn, sem gerð hefur verið á Miðjarðarh- afsströndinni og lögð þangað járnbraut þvert yfir landið frá Belgrad, segir Júlíus Sólness. Það er eina höfnin og fer um hana nær öll útskipun á útflutn- ingsvörum landsins og jafnvel frá þeim hluta Ungverjalands, sem næst liggur landamærun- um. Nú hefur þessi höfn eyðilagst. Jafnframt hafa Júgóslavar nýl- ega lagt veg, sem er töluvert verkfræðilegt afrek, því á hon- um hefur þurft að gera háar og miklar brýr í giljum. Þessi strandvegur virðist hafa farið illa. — Þetta allt, eyðilegging hafn- arinnar, vega og hótela, hefur gífurleg áhrif á afkomu fólksins sem þarna býr, það er einhver fátækasti hluti Júgóslavíu. And- stæðurnar eru gífurlegar í lífi fólks þar í landi. Annars vegar dregur fólk fram lífið í þorpun- um í fátækt og við vinnubrögð, sem tíðkast hafa í fornöld. Hins vegar er fólk, sem býr í stór- borgunum og hefur tekið upp nútíma lifnaðarhætti og hefur sæmilega afkomu. • Vönduð byggingar- vinna skiptir sköpum Þetta leiðir talið almennt að líkum á að mannvirki standist jarðskjálfta, og Júlíus segir að þar skipti að sjálfsögðu mestu máli að vandað sé til bygging- anna í upphafi, og þær vel hannaðar. Virðist þar skipta enn meira máli að verkið sjálft sé vel unnið, því lítið gagni góð hönnun, sé henni ekki fylgt eftir með vönduðum vinnubrögðum. Júlíus Sólness hefur gert út- tekt á líklegu tjóni á upptaka- svæði jarðskjálfta og hvaða lík- ur séu á að hinar ýmsu tegundir bygginga standi sig. Er það ekki síst fróðlegt fyrir okkur Islend- inga; þar sem jarðskjálftar hljóta fyrr eða síðar að verða hér. Skiptir hann byggingum í flokka eftir efni þeirra og gerð. Samkvæmt því virðist mega gera ráð fyrir að stálgrindar- bygging, sem vel er hönnuð og vandað til vinnu á, muni ekki skemmast í 4—5 gráðu jarð- skjálfta á Richterskvarða, skemmast lítillega fari skjálft- inn í 5—6 stig, nokkuð meira eða 5—10% í 6—7 stiga jarðskjálfta. Ef aftur á móti hönnun og frágangur á vinnu er slæmur á slíkri byggingu mundu verða lítilsháttar skemmdir í 4—5 stiga skjálfta, nokkrar eða 5— 10% í 6—7 stiga skjálfta, skemmdir verða orðnar veruleg- ar eða 10—30% þegar skjálftinn er kominn í 6—7 stig og alvar- legar eða 30—60% nái hann 7—8 stigum. Svipað gildir um einingarhús, sem vel er til vand- að, og einnig þeirra sem illa eru gerð. Steinsteyptum byggingum skiptir Júlíus Sólness í 3 gerðir. Fyrstu tveir flokkarnir ná yfir skrifstofu- og iðnaðarhús, en þriðja gerðin eru blokkarbygg- ingar. Mundu skv. áætlunum hans skrifstofubyggingar með miklu opnu rými standa sig betur og svipað og ofangreindar byggingar, en munurinn í báð- um flokkum vera verulegur eftir því hvort vel eða illa er vandað til verksins og hönnunarinnar. Getur farið í seinni flokknum í 60—100% skemmdir í 7—8 stiga jarðskjalfta. Gerður er grein- armunur á blokkarbyggingum yfir og undir 4 hæðir. Telur Júlíus að lægri byggingar en 4 hæðir mundu ekki verða fyrir skemmdum í 4—5 stiga skjálfta, og hinar hærri fyrir litlum skemmdum. Tjón þeirra hærri væri alltaf heldur meira og í 7—8 stiga skjálfta gerir hann ráð fyrir að lægri bygginar en 4 hæðir yrðu fyrir 10—30% skemmdum. Þetta er miðað við hús með miklum veggjum og lítið opnum. Þá eru tekin fyrir einbýlishús. Þar skiptir líka máli í mestu jarðskjálftum hvort húsin hafa lítil eða mikil op í veggjum og eins hvort vel er vandað til hönnunar. Hvað einn- ar hæðar timburhús snertir, þá eru líka líkur á minni skemmd- um þar sem teikningar eru upphaflega góðar og vel vandað- ar, þannig að itmestu jarðskj- alftunum mundi illa gerða húsið geta fara í rúst meðan það sem vel er til vandað yrði aðeins fyrir 30—60% tjóni. En timb- urhús er líka hægt að styrkja með jarnblendingu. Mjög fróð- legt er að skoða þessar áætlanir Júlíusar Sólness fyrir öll lönd, sem geta átt von á jarðskjálft- um, og þá ekki síst íslendinga. — Burt séð frá slysum, sem ég óttast ekki svo mjög, í jarðskjalftum á íslandi, segir Júlíus Sólness, þá getur í skjálftum á borð við þá, sem urðu á Suðurlandi 1896, og þá sem urðu nú í Júgóslavíu orðið svo gífurlegt tjón á mannvirkj- um, að við Islendingar yrðum lengi að ná okkur efnahagslega á eftir. Því skiptir miklu máli hve vel er vandað til bygginga með tilliti til jarðskjálfta. - E.Pá. Heilir fta-fr á Dalmatíuströndinni lögðunt írúst. Hér er verið að leita i rustunum. Gíturlenar skemmdir urðu í jarðskjálftunum í Júgúslaviu á páskunum. M.a. nereyðilatrðist ný útflutnim'shöfn á Miðjarðarhafsströndinni. St. Naum-kirkja sem helur staðið at sér alla jarðskjálfta, allt frá þvi hún var byKKð á miðöldum. er enn sem ný. enda vel vandað til byKKÍnKarinnar i upphafi. > / JÚKtislavíu er mikið af gömlum húsum. sem hrútað hefur verið upp. Þau hrynja fljútt í jarðskjálftum. Hér stendur Júlíus Súlness við eitt shlit. sem sto<)um hafði verið skotið undir eftir jarðskjálftana í Skopje.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.