Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979
Á fimmtudaginn var, 26. apríl,
átti Rudolf Hess, eini fanginn í
Spandau-fangelsinu í Vest-
ur-Berlín 85 ára afmæli. Þann dag
krafðist fjölskylda hans þess, að
skipuð yrði rannsóknarnefnd
lækna til að úrskurða hvort stað-
hæfingar Hugh Thomas, fyrrum
skurðlæknis í brezka hernum,
ættu við rök að styðjast, en
Thomas heldur því fram að fang-
inn sé alls ekki Rudolf Hess, sem á
sínum tíma var hægri hönd
Hitlers. Thomas nefnir ýmislegt
máli sínu til stuðnings, en helzta
röksemd hans er sú, að á líkama
fangans sé ekki að finna ör eftir
skotsár, sem þessi nazistafor-
sprakki hafi óumdeilanlega hlotið
í fyrri heimsstyrjöldinni.
Miklar umræður hafa orðið um
mál þetta. Þykir að vonum ótrú-
legt að Hess hafi verið haldið í
Spandau á fölskum forsendum um
þriggja áratuga skeið, ekki sízt
þar sem eiginkona hans, Ilse Hess,
hefur ekki þar til nýlega látið í
ljósi efasemdir um að réttur mað-
ur sé þar á réttum stað. í því
sambandi er bent á að fanginn
hafi aftekið með öllu að taka á
móti heimsóknum ættingja sinna
fyrr en á árinu 1969 — eða 28
árum eftir að þeir höfðu síðast
litið hann augum, og að eftir svo
langa fangelsisvist hljóti menn að
vera orðnir svo torkennilegir að
nær útilokað muni að bera á þá
kennsl, svo óyggjandi sé, ekki sízt
ef þeir ætla sjálfir að leyna sínum
rétta uppruna. Ilse Hess heimsótti
fangann enn á ný fyrir nokkrum
dögum, og gerði þá tilraun til að
spyrja hann um ágreining þenn-
an, en bandarískir fulltrúar í
Spandau komu í veg fyrir að farið
yrði nánar út í þá sálma. í
dómsorði í Niirnberg voru fyrir-
mæli um að fanginn mætti ekki
skiptast á upplýsingum um mál
sín við menn utan fangelsisins eða
fanga, sem gegnt hefðu ábyrgðar-
stöðum í Þriðja ríkinu. Albert
Speer, sem lengi var varnarmála-
ráðherra Hitlers, var vistaður í
Spandau um langt skeið, og telja
margir að ekki hefði getað farið
fram hjá honum ef fangi nr. 7
hefði ekki verið hinn raunverulegi
Rudolf Hess. Sú skoðun færi þó
ekki staðizt þegar þess er gætt að
fangarnir höfðu ekki samneyti.
Spandau er í umsjá hernáms-
þjóðanna fjögurra, sem enn þann
dag í dag ráða yfir Berlín, Breta,
Frakka, Bandaríkjamanna og
Sovétmanna, sem hver um sig
annast gæzlu þessa eina fanga,
sem eftir er í þessu mikla fangels-
isbákni, einn mánuð í senn. Gifur-
legur kostnaður er af rekstri
þessarar stofnunar, en Sovétmenn
hafa jafnan sagt þvert nei við því
að farin verði hagkvæmari eða
jafnvel mannúðlegri leið til að
gæta þessa gamalmennis.
Hugh Thomas fór til starfa í Berlín á
vegum brezka hersins árið 1972. Hann
hefur nú ritað bók, sem hann nefnir
„Morðið á Rudolf Hess“, en upphafið að
rannsókn hans á þessu sérkennilega máli
var, að hann hafði áhuga á að líta á þau
ör, sem Hess hlaut að bera eftir sár, sem
hann fékk í fyrri heimsstyrjöldinni.
Thomas kom til Berlínar frá Belfast þar
sem blóðsúthellingar voru daglegt brauð,
og þar sem hann fékk skotsár til meðferð-
ar jafn't og þétt. Hann segir kunnáttu-
menn færa um að lesa mikla sögu með þvi
að rannsaka ör sjúklinga sinna, hvort
sem þau eru eftir læknisaðgerðir, slys eða
vopnaskipti.
„Ör hverfa aldrei með öllu,“ segir Hugh
Thomas. „Þau fölna og dofna með tíman-
um, en það er einföld líffræðileg stað-
reynd að þau hverfa ekki. Af þessum
ástæðum var ég vitaskuld forvitinn að sjá
hvers konar ör fangi nr. 7 væri með eftir
sár, sem hann hafði hlotið í fyrri heims-
styrjöldinni. Spurningin var sem sé ekki
sú, hvort hann væri með ör, heldur hvar
þau væru á líkamanum, og hvernig þau
væru.“
Læknirinn kveðst hafa orðið undrandi
þegar hann fékk í hendur heilbrigðis-
skýrslu fangans, sem skráð hafði verið af
bandarískum lækni árið 1945. Þar er
skýrt fná líkamlegu ástandi sjúklingsins í
smáatriðum, og svo samvizkulega er
skýrslan unnin, að getið er um þrálát
útbrot á túskildingsstórum bletti á
vinstra kálfa, hvað þá annað. Þrátt fyrir
nákvæmnina er hvergi minnzt á önnur ör
en ummerki eftir tvær grunnar og stuttar
rispur á bringunni, auk ógreinilegs örs á
vinstri vísifingri. Það var á vitorði
margra að rispuörin hafði fanginn orðið
sér úti um þegar hann gerði tilraun til
sjálfsmorðs. Thomas kveðst samt ekki
hafa tekið þetta mjög alvarlega, heldur
hugsað sem svo að bandaríska herlæknin-
um hlyti að hafa yfirsézt eða að önnur
skýring hlyti að vera á því hvers vegna
ekki væri minnzt á þau ör, sem Hess
hlaut að bera eftir alvarlegan áverka úr
fyrra stríði.
Fyrst eftir að læknirinn kom til Berlín-
ar sá hann Rudolf Hess einu sinni eða
tvisvar í svip, þegar hann sat mánaðar-
lega fundi í Spandau. Fundirnir eru
haldnir þegar eitt hernámsríki tekur við
fangavörzlunni af öðru, og er tilgangur
þeirra að „tryggja velferð fangans".
Thomas telur það til marks um fáránleik-
ann í stjórn þessarar stofnunar, að
velferðarfundirnir snúist ekki nema að
óverulegu leyti um málefni fangans,
heldur sé jafnan efnt til dýrlegs hádegis-
verðar þar sem sé drukkin hjartnæm skál
fyrir hestaheilsu fangans.
Það var í september 1973, sem Hugh
Thomas fékk tækifæri til að skoða fanga
nr. 7 í Spandau. Þá var hann sendur í
sjúkrahús til röntgenmyndatöku, þar sem
ástæða þótti til að ganga úr skugga um að
hann gengi ekki með neina innvortissjúk-
dóma. Viðstaddir voru læknar frá her-
námsríkjunum fjórum, en auk þess heill
söfnuður manna, sem þar áttu ekkert
erindi, en þeir gengu erinda sovézka
kommúnistaflokksins. Þar var í farar-
broddi Voitoff nokkur, sem Thomas segir
að sé eins og skrípamynd af
KGB-foringja, en hlutverk hans hafi
fyrst og fremst virzt hafa verið að gæta
þess að engum yrði á að sýna fanganum
minnsta vott mannlegra tilfinninga eða
samúðar.
Sjúklingurinn var látinn drekka kvoðu
áður en meltingarfærin voru röntgen-
mynduð. Myndatakan gekk að óskum þar
til að lokum leið, en þá varð löng bið á því
að kvoðan héldi áfram niður í garnirnar.
Þá fékk sjúklingurinn lyfið Maxolon en
allt kom fyrir ekki. Var þá gripið til þess
ráðs að gefa honum eitthvað að borða til
að sjá hvort meltingarfærin tækju þá
ekki við sér. Komið var með skál af
köldum laxi, og kveðst Thomas aldrei
hafa séð aðrar eins aðfarir og þegar
sjúklingurinn skóflaði í sig þessari mál-
tíð. Hafi sér þótt með ólíkindum að
maður, sem átti að hafa verið gikkur og
grænmetisæta, skyldi ryðja í sig mat með
þessum hætti. Laxinn hafði tilætluð áhrif
og var hægt að ljúka myndatökunni,
þannig að viðunandi þótti, og voru
læknarnir sammála um að heilsufar Hess
væri með eins góðu móti og búast mátti
við hjá manni, sem var kominn fast að
áttræðu.
Engin ör
„Tækifærið til að skoða bringu fangans
kom ekki fyrr en rannsókninni var að
ljúka. Röntgenlæknirinn, Bill Leach
majór, gægðist fyrir hornið á myrkraher-
berginu, tjáði sjúklingnum að myndirnar
væru í lagi, og að hann mætti fara. Nr. 7
stóð upp og gekk yfir að fataklefa, sem
var í horni stofunnar. Stuart McClean,
aðstoðar-röntgenlæknir, sem hafði verið
viðstaddur allan tímann, stóð fyrir fram-
an klefann og fór að hjálpa sjúklingnum
að afklæðast sjúkrastakknum.
Ég greip tækifærið þegar Voitoff hvarf
af vettvangi smástund. Þá gekk ég yfir
gólfið og stóð við hliðina á fanga nr. 7 um
leið og hann dró stakkinn yfir höfuðið og
lét hann renna niður eftir handleggjun-
um. Nokkrar sekúndur stóð hann þarna
allsnakinn og sneri að mér hliðinni. Svo
teygði hann handlegginn aftur fyrir sig
til að finna ermina á sloppnum, sem hann
ætlaði í, og gaf mér þannig tækifæri til að
virða fyrir mér bringuna.
Ég ætlaði ekki að trúa mínurri eigin
augum. Ég sá strax örin eftir skrámurnar
tvær, sem Hurwitz hafði minnzt á í
skýrslu sinni, og líka smáör á vinstri
úlnlið. Að þessu frátöldu var ekkert, sem
benti til þess að hann hefði nokkru sinni
hlotið önnur sár. Mér féllust hendur af
einskærri undrun. Svo áttaði ég mig, rétti
út höldina til að halda fyrir hann erminni
á meðan hann væri að komast í sloppinn.
Ég lét sem ég vildi hjálpa honum en hin
raunverulega ástæða var sú að ég vildi fá
að virða fyrir mér bringu hans betur. Það
voru alls engin ör eftir holundir á bringu
þessa fanga. Sannfærður um að mér hefði
ekki skjátlazt, tuldraði ég: „Es tut mir
Leid“. Fanga nr. 7 datt bersýnilega ekki
annað í hug en að ég hefði verið svona
mikill klaufi við að hjálpa honum í
sloppinn.
Ég var mát. Þessi maður hafði ekki
verið skotinn í brjóstið í fyrri heimsstyrj-
öldinni. Kannski var þetta þá bara
misskilningur, sem hafði gengið áfram í
gegnum allar skýrslur um hann.“