Morgunblaðið - 29.04.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979
25
upptökum fyrir óþekktan náunga
sem hét Graham Parker.
GRAHAM PARKER hefur eftir-
farandi um feril sinn að segja: „Ég
minnist þess að hafa skrifað mín
fyrstu lög 12 og 13 ára og þá var ég
líka í hljómsveit sem hét The Deep
Cut Three. Ég fæddist í London en
aldist upp í Deep Cut í Camberley.
Deep Cut Three urðu síðan að
Black Rockers og þá gengum við í
stutterma svörtum bolum og
þröngum svörtum buxum! Þetta
hefur verið í kringum 1963. Við
lékum mestmegnis Beatleslög auk
nokkurra af mínum lögum.
Ég eignaðist samt ekki fyrsta
rafmagnsgítarinn minn fyrr en ég
var orðinn fimmtán ára, þ.e. 1965.
Ennþá lékum við eitthvað af lög-
um eftir mig en þó mest eftir
Rolling Stones og Yardbirds. Við
hétum þá The Way Out, því á
þessum tíma komu Who fram á
sjónarsviðið og mörg fáránleg
nöfn spruttu upp eins og gorkúlur.
Tónlistaráhuginn beindist fyrst og
fremst að „Rhythmn & Blues"
Rolling Stones og Who og Banda-
rískum listamönnum."
Eftir skyldunámið hætti Parker
í skóla og fór að vinna hjá
dýra-bakteríu-rannsóknar-stöð
(en missti nokkuð áhuga á að
flytja tónlist, en tónlistarsmekkur
hans hneigðist þá að nýju bylgj-
unni sem þá var, „Soul“ tónlist-
inni.
Tveim árum síðar 1969, kom
Riley í byrjun 1975. Riley sem
þekkti Dave Robinson hjá Hope <S.
Anchor fór með spóluna til hans:
og Robinson bað þá að koma og
láta heyra í sér. Graham Parkei'
Band hafði þá leikið saman síðan i
janúar 1975 í klúbbnum Southern
Comfort, en í hljómsveitinni voru
Parker, Brown, Riley og Brian
Neville, trymill. Robinson stakl:
upp á því að hljómsveitin Rumour
sem var að gera prufuupptökur í
stúdíóinu hans líka, léki undir hjá
Graham Parker, á prufu upptök-
unum. Skömmu síðar lék útvarps-
maðurinn, hljómplötuútgefandinn
(Charley) og bókahöfundurinn
(Sounds of The City) og Making
Tracks) Charlie Gillett lagið
„Between You & Me“ í þætti sínum
Honky Tonk.
Það leið ekki á löngu áður en
Parker hafði fengið nokkur tilboð
og tók hann tilboði Ponogram. Um
haustið 1975 lögðu þeir svo í
upptökur á fystu breiðskífunni
„Howlin Wolf“.
Eftir útgáfu plötunnar var hon-
um óspart líkt við Bruce Spring-
steen, Van Morrisson, Bob Dylan,
Mick Jagger og fleiri.
Nick Lowe fyrrverandi hljóm-
sveitarfélagi Schwarz og Andrews
stjórnaði upptökum á fyrstu plöt-
unni og tókst vel. Á næstu plötuna
„Heat Treatment" var Robert
John Lange fenginn í hans stað og
tókst ágætlega. Á þeirri plötu
notuðu þeir blásarana John Erle
önnur ný bylgja, „blues", þ.e.
endurreisnarblúsinn eins og John
Mayall og fleiri fluttu hann.
Graham Parker: „Ég var vanur að
fara og horfa á Peter Green (þá í
nýstofnaðri hljómsveit Fleetwood
Mac), og var alltaf jafn undrandi á
hæfileikum hans. Ég man að ég
var að reyna að ná gítarstílnum
hans, og reyndar enn að reyna. En
það voru milljónir krakka líka að
reyna, svo að mér fannst til lítils
að vinna. Ég vissi að ég gæti ekki
náð mikilli tækni sem gítarleikari,
af því að ég er svo latur!"
„Ég fór að heiman 19 ára með
gítarinn í bakinu að gerðist bak-
ari! Á sama tíma fór ég að hafa
áhuga fyrir þjóðlagasinnaðri tón-
list eins og frá Incredible String
Band og King Crimson."
Síðar fór Parker til Morocco í
sex mánuði og það an til Gíbraltar
þar sem hann gekk í þarlenda
hljómsveit NARZISS. Og eftir það
í stuttan tíma í hljómsveitina
Terry Birdrock & Hisn Magic
Dick.
1971 sneri Parker aftur til
Englands. Parker var þá farinn að
semja mun meira og vildi fara að
koma sínu efni á framfæri. Þegar
hann fór loks að ná til áhrifa-
manna í tónlistarheiminum var
tímabil söngvara/lagasmiða á
borð við James Taylor liðið og allir
útgefendur heimtuðu hljómsveitir.
Síðar kynntist hann Noel Brown,
gítarleikara, í gegnum auglýsingu
í Melody Maker, en Brown þekkti
aftur á móti Paul Riley, bassa-
gítarleikara í Chilli Willi & The
Red Hot Peppers. Parker tók upp
prufuupptökur ásamt Brown og
(saxafón), Danny Ellis (básúna),
Dick Henson ( tropmet) og Albe
Donnelly (saxafón).
Reyndar kom ein önnur breið-
skífa með 1976. „Live At The
Marble Arch“ sem var ekki beint
gefin út heldur var hún gerð í
auglýsingarskyni til blaða, út-
varpsstöðva o.s.frv. en nokkrar
slæddust út á markaðinn. Platan
var tekin upp á hljómleikum.
í byrjun 1977 fof hljómsveitin í
hljómleikaferð í fyrsta sinn ásamt
blásurunum og fengu þeir sam-
heitið Brass Monkeys. Hljóm-
sveitin Rumour gaf út sína fyrstu
breiðskífu án Parker snemma 1977
og fóru þá í stutta hljómleikaferð í
Bretlandi og ferðuðust þeir Erle og
Henson, ásamt hljómborðsleik-
aranum Paul Carrack, með.
Rumour hafa nú nýlega gefið út
aðra plötu. Nick Lowe var svo
aftur fenginn til að stjórna upp-
tökum á þriðju plötu Parkers,
„Stick To Me“ sem fékk góðar
almennar viðtökur í Bretlandi.
Síðastliðið vor kom svo fyrsta
opinberlega hljómleikaplata
Parkers, „The Parkerilla", sem var
tvöföld. Á henni er að finna flest
hans þekktari lög eins og “Soul
Shoes", „New York Shuffle" og
„Hey Lord Don’t Ask Me
Questions" í tveim útgáfum,
annars vegar í 5 mínútna hljóm-
leikaupptöku og hins vegar í
fjögurra mínútna stúdíóupptöku á
fjórðu hliðinni. Þegar hér var
komið voru blásararnir þeir Earle,
Hanson, Chris Gower (básúna) og
John Altman (baritón sax).
Um nýjustu plötuna mun birtast
plötudómur hér á síðum blaðsins.
Mannakorn á ferð
og fón eftir helgi
Nú eftir helgi kemur út þriðja breiðskífa Mannakorns-flokksins eins og fram kom í viðtali við Magnús
Eiríksson í páskablaðinu.
Þessi plata ber heitið „Brottför klukkan átta“ og Mannakorn er skipað þeim Magnúsi, Baldri Má
Arngrímssyni, Birni Björnsyni. Jóni Kristni Cortes og Pálma Gunnarssyni á þessari plötu. Þess má geta að
Pálmi sér einungis um söng á plötunni en Jón Kristinn leikur á bassagítarinn.
Mannakorn til hjálpar á þessari plötu eru Ellen Kristjánsdóttir, söngkona Ljósanna í bænum, Karl
Sighvatsson, hljómborðsleikari, Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari og Halldór Pálsson, saxafónleikari.
Ellen og Magnús Kjartansson, hljómborðsleikari, munu svo fylgja hljómsveitinni í íerðalag í kringum
landið sem byrjar líklega á Dalvík 5. maí næstkomandi.
Heilagt stríð
við diskótekin
MIKIÐ HEFUR verið rætt og skrifað um óperur
á undanförnum vikum, en um eina þeirra hefur
verið frekar hljótt. Sú er hljómsveitin ópera, en
hún hefur lítið starfað að undanförnu vegna
mannabreytinga. Til að kynnast högum hljóm-
sveitarmeðlimanna lagði Slagbrandur leið sína
fyrir skömmu í æfingarhúsnæði hljómsveitar-
innar við Faxaskjól og eftir mikið stfmabrak og
langa leit heppnaðist loks að hafa uppi á húsi
núraer 19. í bílskúrnum þar við hliðina var æfing
þegar hafin, en þeir æfa stíft þessa dagana.
Rokk-Óperu, eins og hljómsveitip heitir í dag,
skipa fimm menn. þeir Ágúst Ragnarsson, bassi,
Hjörtur Howser, hljómborð, Sigurvin Þorkelsson,
trommur, Einar Gunnarsson, gítar og Sævar
Árnason gftar. Tveir þeir fyrsttöldu eru nýir í
hljómsveitinni, sem stofnuð var fyrir tveimur og
hálfu ári. Eru því nú aðeins tveir af upprunalegu
hljómsveitarmeðlimunum eftir f henni, Sigurvin
og Einar.
„Við gerum okkur vonir um að koma fyrst
opinberlega fram í Klúbbnum,“ sögðu þeir
Rokk-Óperumenn, „það er eini staðurinn í
Reykjavík, sem hægt er að leika á, hinir eru
annað hvort diskótek eða að þar er fastráðin
húshljómsveit. Við höfum leikið f Klúbbnum af og
tii, en einnig á skólaböllum. Þótt við höfum ekki
gert mikið af því. Það má segja að það sé orðin
mikil breyting til hins verra f skemmtanamálum
Reykjavíkur, fyrir nokkrum árum var hægt að
velja úr stöðum, en nú býður aðeins einn staður í
Reykjavfk upp á lifandi tónlist. En við höfum
bætt það upp með þvf að leika á böllum fyrir
austan fjall. Tveir hljómsveitarmeðlimanna eru
ættaðir þaðan og því eigum við töluverðu fylgi að
fagna þar eystra.“
Tónlist við allra hæfi
„Tónlist okkar er við allra hæfi, þótt segja
megi að hún sé aðallega stfluð upp á fólk á
aldrinum 16 til 30 ára. Við stórefum t.d. að fólk á
fimmtugsaldri hafi gaman af tónlistinni, sem er
aðallega rokk. í því „prógrami“ sem við erum að
æfa upp núna eru svona 25—30 lög og flest eru
þau rokklög. Ekkert þeirra er þó frumsamið.
Ekki þar fyrir að við semjum ekki okkar eigin
lög, að minnsta kosti þrfr okkar eru iðnir við
lagasmfðarnar og við eigum nokkur lög f
pokahorninu.“
— Hvers vegna naíni hljómsveitarinnar
breytt úr ópera í Rokk-óp"ra?
„Það er þannig til komið að við viljum leggja
mciri áherzlu á rokkið, en við höfum gert hingað
til og undirstrikum þá breytingu með nýju nafni.
Við hyggjumst heyja heilagt stríð gegn diskó-
tekunum. sem við teijum óæskileg. Fólki hlýtur
að finnast meira gaman að hlusta á lifandi
tónlist, en cinhvern mann, sem stendur tfmunum
saman við plötuspilara og kynnir vinsælustu lög
hvers tíma. Þá ætlum við einnig að gera meiri
kröfur til okkrar sjálfra í framtfðinni, hvað
varðar lagaval og leik. Og sfðast, en ekki sfzt, þá
eru nú þrir söngvarar f hljómsveitinni. sem
auðveidar okkur mikið lagaval.“
Til að kóróna allt saman hyggst hljómsveitin
reyna að vera lffleg og skemmtileg á sviði. „vera
hreyfanlegir“. Er í bfgerð að hljómsveitin komi
sér upp Ijósakerfi og öðru þvf, er tilhlýðilegt
þykir.
Fólk nennir ekki á böll
Sem fyrr getur hefur hljómsveitin leikið
töluvert á sveitaböllum. en það er af, sem áður
var og nú þykir gott ef 200 hræður mæta á ball.
„Til að koma sléttir út, þurfum við þetta 100 til
150 á ball. en staðreyndin er sú að fólk nennir
ekki lengur að fara á böll. það vill miklu fremur
kúldrast heima og hiusta á diskótónlist.
„Við erum ekkert mjög dýrir á böllum, erum
vanir að taka þetta 250 til 300 þúsund krónur
fyrir kvöldið, sem er aðeins 50, 60 þúsund á
mann. En mörgum ofbýður þetta verð og kjósa
þeir að ráða heldur tríó, sem á þá að heita
ódýrara. En staðreyndin er sú að sum trfóanna
taka allt upp að 100 þúsund krónum á mann, þótt
sum taki „aðeins“ 70.000. Það er samt sem áður
þetta 10 til 20 þúsundum meira en kostar að ráða
fimm manna hljómsveit. Okkur finnst þetta
nokkuð hart, sérstaklega með tilliti til þess að
flest tríó æfa aðeins einu sinni í viku, en við
yfirleitt nokkrar klukkustundir á dag. Núna er
einmitt blómatfmi tríóanna, þau spretta upp eins
og gorkúlur, þegar eitthvað er að gera, á veturna
eru það þorrablótin og á haustin réttarböllin. Og
sum tríóanna komast meira að segja til Norður-
landanna og spila þar á þorrablótum þarlendra
(slendingafélaga.“
— Að lokum, hvenær verðið þið frægir?
„Þegar við komumst til Bandarfkjanna og
fáum samning,“ svara þeir fimmraddað, og nú
stendur ekki á svarinu.