Morgunblaðið - 01.05.1979, Page 19

Morgunblaðið - 01.05.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 67 Verðtryggður lífeyrir landsmanna: Á grundvelli ævitekna og gegnumstreymis — segir Guðmundur H. Garðarsson, form. V.R. Hver verður þróun lífeyrismála á íslandi? Á einni mannatevi heíur íslenzkt þjóðfélag breytzt írá Irumstæðum þjóðfélagsháttum, fátækt og öryggisleysi í tæknivætt velferðarþjóðfélag. Sú kynslóð, sem nú er sezt í helgan stein, hefur lagt starfsævi sína, atorku og efni í þessa breytingu, sem við njótum góðs af. Engu að síður höfum við brennt þá fjármuni, sem þessi kynslóð lagði til hliðar til efri ára, á eldi verðbólgu, og mikill fjöldi aldraðra býr, að lokinni starfsævi, að lffeyri, sem vegur lítið sem ekkert móti verðlagsþróuninni, eins og hún hefur verið hér á landi. Mbl. sneri sér til tveggja forvfgismanna í launþegahreyfingu, Guðmundar H. Garðarsonsar, formanns stærsta stéttarfélags á landinu, Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, og Eðvarðs Sigurðs- sonar, formanns Dagsbrúnar, og spurði þá um stöðu lífeyrismála í dag og lfkurnar á verðtryggðum lífeyri fyrir landsmenn alla í einp lífeyriskerfi. Svör þeirra fara hér með, ásamt grein um lífeyrismál og viðtali við lífeyrisþega. Grundvallarstefnu- breyting í verðtryggingarátt Þróunin í elli- og örorkulíf- eyrismálum hefur verið mjög hröð hérlendis á síðustu 10 árum. Upphaf hennar má rekja til samninga aðila vinnumark- aðarins árið 1969 um lífeyris- sjóði fyrir félaga í stéttarfélög- um innan Alþýðusambands íslands. Með því var lagður grundvöllur að betri framtíðar- möguleikum í auknum tryggingarbótum. Með tilkomu tekjutryggingar í almenna tryggingarkerfinu árið 1971 var tekið stórt skref fram á við í þessum málum. Næsti mikilsverði áfanginn næst með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, sem ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar átti góðan þátt í, um ákveðna en að vísu takmarkaða verðtrygg- ingu á lífeyri til aðila í lífeyris- sjóðum á samningssviði ASÍ. Við þetta varð grundvallar- stefnubreyting í verðtrygg- ingarátt. Þá var í samningum 1977 gefið fyrirheit um enn frekari framþróun þessara mála. Avöxtur þess er það frumvarp til laga um eftirlaun til aldraðra sem nú liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið er raunverulega staðfesting á því, sem áður hefur verið gert vegna félaga, sem voru aðilar að samkomulag- inu frá 1976. Við hafa bæzt fleiri aðilar, eins og t.d. BSRB, sem þátttakendur vegna m.a., sem þeir voru ekki aðilar að lífeyris- sjóðum. Allt stefnir þetta í 'rétta átt, þ.e. til verðtryggðs lífeyris fyrir alla landsmenn á jafnréttis- grundvelli. Illa að fjármögnun staðið. Varðandi fyrrgreint frum- varp, sem tryggingaráðherra hefur lagt fram, vil ég þó segja það, að núverandi ríkisstjórn hefur farið illa að ráði sínu varðandi þátttöku ríkissjóðs í fjármögnun aukinna lífeyris- trygginga. Aðilar vinnumarkað- arins, fulltrúar ASÍ og VSÍ í sjömannanefndinni, sem áttu veigamikinn þátt í mótun frum- varpsins, mæltu með hækkun á greiðslu lífeyrissjóðanna úr 4% í 5% af iðgjöldum í trausti þess, að ríkissjóður myndi einnig auka sitt framlag verulega. Ríkisstjórnin reyndist ekki þessa trausts verð. Eftir stendur að aðilar lífeyrissjóðanna standa við gefin loforð um að tryggja aukinn verðtryggðan lífeyri til lífeyrisþega í reynd, en ríkisstjórnin stendur ekki við sitt. Fjármagn til íbúðabygginga. En hvað sem því líður verður markvisst unnið áfram að loka- takmarkinu sem er: Verðtryggð- ur lífeyrir á grundvelli ævitekna og svokallaðs gegnumstreymis. Gömlu lífeyrissjóðunum á síðan að breyta í almenna lána- eða tryggingarsjóði í umsjón og eigu þeirra, sem hafa myndað þá. Á grundvelli frjálsrar aðild- ar, jákvæðrar ávöxtunar og huganlegra einhverrar umsam- innar árlegrar greiðslu, sem aðilar kæmu sér saman um, er unnt að mynda fjármagn til íbúðabygginga eða til atvinnu- veganna. Með því væri unnt að viðhalda æskilegu jafnvægi í þessum efnum og tryggja fram- tíð ungra og aldinna. Úr 35% í 65% Að lokum vil ég minnast þess, að þrotlaus barátta þeirra, sem eru í forsvari fyrir óverðtryggðu sjóðunum, á undangengnum ár- um, er nú farin að bera sýni- legan árangur. Samkvæmt athugun starfs- manna Kjararannsóknanefndar kemur í ljós, að kaupmáttur lágmarkstekna lífeyrisþega, þ.e. elli- og örorkulífeyris að við- bættri tekjutryggingu hefur aldrei verið hærri en á liðnu ári og hefur sem næst tvöfaldast frá árinu 1971. Umskiptin í þessum efnum verða e.t.v. skýrari þegar tekið er mið af því, segir í athugun Kjararannsóknanefndar, að á árinu 1971 nam mánaðarlegur ellilífeyrir einstaklings um 35% af daglaunum verkamanns við fiskvinnu, en í marz sl. var þetta hlutfall 68% og er tekjutrygging þá meðtalin. Eru þá ótalin þau því, að koma á fyrr en síðar verðtryggðan lífeyri fyrir alla landsmenn, þar sem jafnrétti þjóðfélagsþegnanna verði tryggt. Frumvarp það, sem nú hefur verið lagt fram af ríkisstjórn, er samið í framhaldi af störfum þeirra tveggja nefnda, er áður getur. Því er ætlað að ná til um 3000 einstaklinga, sem ekki njóta neins konar lífeyrissjóðs- réttinda i dag. Hér er um ýmsa hópa að ræða, m.a. aðila, sem haft hafa með höndum einhvers konar atvinnurekstur. Menn eru sammála um, sagði Eðvarð, að frumvarp þetta er spor í rétta átt. Hinsvegar eru menn ó- sammála um þá fjármögnunar- leið, sem í því felst. Samkvæmt frv. eiga lífeyr- réttindi, sem lífeyrisþegar eiga utan almannatryggingakerfis- ins, þ.e. hjá lífeyrissjóðum og Umsjónanefnd eftirlauna. Bætir það myndina enn meir. Lífeyrisgreiðslur 5.3 milljarðar króna 1978. Lífeyrisgreiðslur þessara aðila hafa aukizt úr 668 milljón- um árið 1973 í 5300 milljónir árið 1978 (bráðabirgðatala) hjá lífeyrissjóðnum beint og greiðsl- ur Umsjónanefndar jukust úr kr. 104 milljónum í kr. 1336 milljónir á sama tíma. Af þessu má marka nokkuð þróun þessara mála til hins betra fyrir lífeyrisþega almennt. issjóðir, sem fyrir eru, að standa undir þessari nýju tryggingu að stærstum hluta. Lífeyrissjóðir innan ASÍ skulu, auk fyrr- greindra 4%, bæta við sig 1% til viðbótar, og aðrir lífeyrissjóðir eiga að verja 5% af iðgjalda- tekjum sínum í þessu skyni. Um þetta var ágreiningur. Fulltrúar allra lífeyrissjóða í 17-manna nefndinni stóðu að annarri til- lögu, þar sem byrðinni var jafnað meira og ríkissjóður tók ríflegri hlut á sig, kostnaðar- lega, en frv. gerir ráð fyrir. Auk þess er Atvinnuleysis- tryggingasjóði ætlað að taka á sig allveruleg útgjöld, eins og hann gerði skv. lögunum frá 1971. Um þetta atriði er algjör ágreiningur. í fyrsta lagi hefur Atvinnu- leysistryggingasjóður engar greiðslur fengið vegna þess fólks, sem hér um ræðir; öfugt við það sem var í hið fyrra skiptið, þegar greiðslukvöðin varðaði einvörðungu það fólk, sem sjóðurinn hafði tekjur bundnar við. í öðru lagi er lausafjárstaða Atvinnuleysistryggingasjóðs nú þannig, að til stórvandræða horfir, ef hér kæmi til verulegs atvinnuleysis. Þá gæti sjóðurinn engan veginn staðið undir greiðslu atvinnuleysisiióta, sem er þó meginhlutverk hans, jafnvel þó að ekki kæmi til nýrra útgjalda af hans hálfu, eins og nú er lagt til. — Það nær því engri átt að leggja viðbót- arbagga á sjóðinn, en útgjöld hans, skv. ráðgerðum nýjum kvöðum, yrðu 300 m.kr. strax á þessu ári. Eðvarð Sigurðsson, form. Dagsbrúnar: Eitt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn — Tryggja þarf jafnrétti í lífeyrismálum MBL. spurði Eðvarð Sigurðsson, alþingismann og formann Dagsbrúnar, hver væri staðan í lífeyrismálum launþega í dag, og hverjar líkur væru á sam- ræmdu lífeyriskerfi fyrir landsmenn alla. Hann svaraði spurningu blaðsins efnislega svo: Árið 1976 var um það samið milli aðila vinnumarkaðarins, að stefnt skyldi að því að koma upp samræmdu, verðtryggðu líf- eyriskerfi, er næði til allra landsmanna. Jafnframt var gert braðabirgðasamkomulag, þess efnis, að þeir sem nutu lífeyris skv. lögunum frá 1971, um lífeyri til aldraðra í stéttarfé- lögum, sem náði yfir samn- ingssvið ASÍ og síðar FFSÍ, fengu verðtryggðan lífeyri. Líf- eyrissjóðir, sem hér áttu hlut að máli, létu 4% af iðgjaldatekjum sínum í jöfnunarsjóð til þess að standa undir þessari verðtrygg- ingu, en grunnlífeyrir skv. þess- um lögum, er greiddur að 3/4 úr Atvinnuleysistryggingarsjóði og að 1/4 úr ríkissjóði. Með þessu samkomulagi var stigið skref, að vísu ekki stórt. í átt til sam- fellds lífeyriskerfis. Að því marki, sem þessi sameiginlegi sjóður dugði ekki til að verð- bæta lífeyri, tók hver iífeýris- sjóður á sig skuldbindingu um, að hlaupa undir bagga með það, er á kynni að vanta vegna sinna sjóðfélaga. I samræmi við þetta 1976-samkomulag vóru skipaðar tvær nefndir, sem skyldu und- irbúa framvindu málsins: 1) Svokölluð 7-mannanefnd, sem skipuð var að jöfnu fulltrúum ASI og vinnuveitenda (VSÍ og VMS), og Jón Sigurðsson, hag- rannsóknarstjóri, var formaður fyrir. 2) 17-mannanefnd, sem fulltrúar allra samtaka lífeyr- issjóða sátu í, auk embættis- manna, og Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, var formaður fyrir. Upphaflega var gert ráð fyrir því, sagði Eðvarð, að nýtt sam- ræmt lífeyriskerfi, gæti tekið til starfa í ársbyrjun 1978. Fljót- lega kom í ljós að málið var viðameira en svo, og raunar vandmeðfarnara en svo, að sú tímamörkun væri raunhæf. Vóru tímamörkin því færð til áramóta 1980—1981. Augljóst er að á verðbólgu- tímum, eins og þeim sem við höfum undanfarið lifað, þá geta lífeyrissjóðirnir með engu móti staðið undir verðtryggingu líf- eyris. Sú hugmynd hefur mikið verið rædd, að taka upp svokall- að gegnumstreymiskerfi lífeyr- is, sem þýðir í reynd, að iðgjaldatekur sjóðanna væru nýttir strax til greiðslu lífeyris, þ.e.a.s. meðan peningarnir halda enn verðgildi sínu. í þessu sambandi koma á dagskrá tvö mjög veigamikil atriði. Hið fyrra er að lífeyris- sjóðakerfið stendur nú undir sennilega nær þriðjungi spari- fjármyndunar í landinu. Og í annan stað hafa lífeyrissjóðirn- ir gengt tvíþættu hlutverki. Auk greiðslu lífeyris hafa þeir veitt lán til sjóðfélaga sinna, fyrst og fremst til íbúðarkaupa og íbúð- arbygginga, sem verið hefur stór þáttur í starfi þeirra. Þegar þetta tvennt er haft í huga: sparifjármyndunin og lánaþátturinn, má ljóst vera, að samhliða gegnumstreymiskerfi lífeyrissjóða þarf að gera stóra hluti varðandi fjármögnun íbúðabygginga í landinu. Engu að síður er brýn þörf á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.