Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 1
40 SÍÐUR
103. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
(Ljósm. Kristinn)
Jeremy Thorpe, fyrrum leiðtoKÍ Frjálslynda flokksins í Bret-
iandi, (*K Marion kona hans á leið inn í Old Bailey dómhúsið í
London, en þar hófust réttarhöldin yfir Thorpe i gær. Thorpe og
aðrir sakborninxar f máiinu lýstu sig allir saklausa þegar við
upphaf réttarhaldanna. Valið var í kviðdóm í gær, en yfir-
heyrslum frestað.
Fyrstu skrefin á sundlaugarbakkanum.
Soroti. Cicanda. 8. maf. AP. Reuter.
FUNDIST hefur nýleg
fjöldagröf mcð líkum 200
manna, kvenna og barna í
borginni Soroti í Uganda, en
I þar fóru hermenn Idi Amíns
fyrrum forseta um á flótta
fyrir nokkru. Fréttamönn-
um var sýnd gröfin í dag og
I er henni lýst sem hryllilegu
minnismerki um ógnarstjórn
Amíns.
í gröfinni voru m.a. lík
þriggja ára barna. íbúar í
Soroti sögðu fréttamönnum í
dag, að hermenn Amíns ha.fi
fyllst hefndaræði, þegar ljóst
varð, að skammt væri að bíða
þess að hann yrði hrakinn frá
völdum, og látið bræði sína
bitna á mönnum og mál-
leysingjum. Hafi ógnaröld-
inni í borginni ekki linnt fyrr
en síðustu hermenn hinnar
föllnu stjórnar yfirgáfu
borgina sl. fimmtudag.
Staðfest er að hermenn
Amíns hafi skotið af handa-
hófi á hópa óbreyttra borgara
í farþegalest, sem neydd var
til að stöðvast í Soroti, og hafi
um 50 farþegar beðið bana, en
fjölmargir særzt.
Ottast er að álíka fréttir af
glæpum hermanna Amíns
muni berast frá ýmsum
héruðum í norðurhluta
Úganda, en þangað hafa herir
Tanzaníumanna og hinnar
nýju stjórnar í Kampala ekki
enn náð.
Thatcher
tekin til
starfa
London 8. maí Reuter — AP
MARGARET Thatcher forsætis-
ráðherra Bretlands hélt sinn
fyrsta ríkisstjórnarfund í dag í
bústað sínum að Downing-stræti
10. Gerði Thatcher ráðherrum
sínum, 22 að tölu, þar grein fyrir
því sem hún vænti af hverjum og
einum og hverju stjórnin hygðist
stefna að. Engin yfirlýsing var
gefin út að fundinum loknum, en
talið er að athyglin hafi fyrst og
fremst beinzt að stefnu stjórnar-
innar í efnahagsmálum og gagn-
vart verkalýðsfélögunum.
Brezhnev
veitir syni
sínum orðu
Moskvu. 8. maí. AP.
BREZHNEV forseti Sovét-
ríkjanna og leiðtogi sovézka
kommúnistaflokksins veitti
f dag syni sfnum, Yuri L.
Brezhnev, orðu Októberbylt-
ingarinnar fyrir vel unnin
störf.
Brezhnev hinn yngri, sem
er 45 ára að aldri, er nú fyrsti
aðstoðarviðskiptaráðherra,
en hafði áður gegnt ýmsum
störfum í utanríkisviðskipta-
ráðuneytinu og m.a. verið
viðskiptafuiltrúi í Stokk-
hólmi. Októberbyltingarorð-
an er næstæðsta heiðurs-
merki í Sovétríkjunum á eftir
Lenínorðunni og hlaut
Brezhnev yngri hana fyrir
þátt sinn í uppbyggingu gas-
linda í Kazakhstan í
Mið-Asíu.
Morðsamsæri
gegn Carter?
Los AniteloH. 8. maí. AP. Reuter.
MAÐUR nokkur hefur verið
handtekinn í Los Angeles og
ákærður fyrir að hafa lagt á
ráðin um að ráða Carter
Bandaríkjaforseta af dögum.
Hefur maðurinn játað að hafa
tekið þátt í samsæri um að
myrða forsetann á útifundi í
borginni og hafi hann sjálfur
átt að skjóta úr byssu sinni
upp í loftið til að dreifa at-
hyglinni frá því, þegar skotið
væri á forsetann.
Sjá nánar á bls. 19.
Eyðum bækistöðvum
Palestínuskæruliða
— segir Begin forsætisráðherra ísraels
Beirut, JerÚKalem. 8. maí. AP. Reuter.
ÞOTUR ísraelshers gerðu tvisvar
í dag loftárásir á stöövar
PalestínuskæruiiÓa f S-Lfbanon
þriðja daginn f röð. Árásir þessar
komu f kjölfar yfirlýsingar
Begins forsætisráðherra ísraels
um að ioftárásum yrði haldið
áfram þar til bækistöðvar skæru-
liða hafi verið upprættar.
Stjórn Líbanons hafnaði í gær
boði Begins um friðarsamninga,
en Chamoun, fyrrverandi forseti
Libanons og einn helzti leiðtogi
kristinna hægri manna í landinu,
gagnrýndi þá ákvörðun í dag og
kvað hann tilboð ísraelsmanna
hafa haft vissar jákvæðar hliðar.
Yassir Arafat, leiðtogi
Palestínuskæruliða, hótaði
ísraelsmönnum í dag auknum
hermdaraðgerðum og sagði
skæruliða ekki mundu hætta
baráttu sinni fyrr en þeir hefðu
náð Jerúsalem á sitt vald.
Bandaríkjastjórn lagði í dag að
ísraelsmönnum að hætta loftárás-
um sínum í S-Líbanon og sagði
árásirnar gera illt ástand í land-
inu verra.
200 lík fínnastj einni
fjöldagröf í Úganda