Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAI1979 3 Verðlags- og kaupgjaldsspá VSÍ: Verðbólgan 107% á næstu 12 mánuðum fái allir 30% hækkun HAGDEILD Vinnuveitendasambands íslands hefur gert spá um þróun verðlags, launa og dollaragengis miðað við að farmönnum takist með verkfallsaðgerðum að knýja fram 30% grunnkaupshækkun, sem aðrar atéttir fengju í kjölfarið í júlí. Samkvæmt spánni hækkar vísitala framfærslukostnaðar fram til 1. maí 1980 um 10%. Þetta þýddi jafnframt, að í september 1980 yrði gengi hvers Bandaríkjadollars orðið 940 krónur, eða um 183% frá núverandi gengi dollars. í forsendum spárinnar er gert og laun fiskvinnslufólks, nema í ráð fyrir, að farmenn knýi fram 30% grunnkaupshækkun eins og áður segir. Jafnframt er gert ráð fyrir því að engar grunnkaups- hækkanir komi til framkvæmda á síðari hluta ársins 1979 né heldur á árinu 1980. Ennfremur er gert ráð fyrir að verðbótahækkun launa hinn 1. júní næstkomandi verði að meðaltali 9%. Þá er í forsendunum gert ráð fyrir því að viðskiptakjör haldist óbreytt frá því sem nú er, þegar tillit hefur verið tekið til þegar orðinna hækkana á útflutningsverði sjávarafurða og olíuverðhækkana. Loks er ráð fyrir því gert, að fiskverð hækki hlutfallslega líkt júní 1979, að það hækki meira vegna hækkunar á olíuverði. í spánni gerir hagdeild VSÍ ráð fyrir að hækkun F-vísitölu frá 1. maí í fyrra til 1. maí nú verði 36,5%, frá 1. ágúst í fyrra til 1. ágúst nú 49%, frá 1. nóvember í fyrra til 1. nóvember í haust er hækkunin 73% og frá 1. febrúar í ár til 1. febrúar 1980 er gert ráð fyrir 96% hækkun F-vísitölu. Frá 1. maí nú til 1. maí 1980 er hækkunin orðin 107% eins og áður er sagt og nær þá hámarki, og fer lækkandi úr því. Miðað við 1. ágúst í ár til 1. ágúst 1980 er hækkunin 98% og 83% miðað við U t anríkisr áðherr a í opinbera heimsókn til A-Þýzkalands BENEDIKT Gröndal utanríkis- ráðherra fer í opinbera heim- sókn til Austur-Þýzkalands 16. maí n.k. og mun hann dvelja þar til 19. maí. Benedikt Gröndal sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að þetta væri í fyrsta skipti sem íslenzkur ráð- herra færi í opinbera heimsókn til Þýzka alþýðulýðveldisins. Ráðherrann sagði, að Oskar Fischer utanríkisráðherra Aust- ur-Þýzkalands hefði komið boð- inu á framfæri er þeir hittust á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna s.l. haust og hefði orðið að samkomulagi að heimsóknin yrði strax að loknum ráðherrafundi Evrópuráðsins, sem hefst n.k. fimmtudag. Benedikt Gröndal sagði, að hann myndi ræða við ráðamenn í A-Þýzkalandi um utanríkismái og viðskipti þjóð- anna. Þinglausnir líklega hinn 23. maí ALÞINGI verður líklega slitið hinn 23. maí, daginn fyrir upp- stigningardag, að því er Gils Guðmundsson forseti sameinaðs þings tjáði Morgunblaðinu í gær. Gils sagði þó að einnig kæmi til greina að þinglausnir yrðu hinn 19., laugardag, en fyrrnefndi dagurinn væri þó sennilegri. Gils sagði að búast mætti við ströngum fundum þá daga sem eftir eru, sennilega yrðu allir virkir dagar notaðir, og kvöld- fundir yrðu eftir því sem þurfa þætti. Mörg mál væru enn óaf- greidd eins og oftast áður á þessum tíma. Þá sagði Gils að samkvæmt þingsköpum ættu al- mennar útvarpsumræður, eldhús- dagsumræður, að fara fram fyrir þinglausnir, og tækju þær sinn tíma. Ekki kvað hann þó ákveðið hvenær þær yrðu. Með Benedikt Gröndal í förinni verða sendiherrarnir Níels P. Sigurðsson og Hannes Jónsson. Margaret sigraði í Mansfield- dragt „MARGARET Thatcher sigraði í Mansfield-dragt“ hefur hljómað f eyrum lands- manna undanfarna morgna í útvarpsauglýsingu frá Parísartískunni. Til að kanna hvað væri þessari auglýsingu til grundvallar hafði Morgun- blaðið samband við Rúnu Guðmundsdóttur, verslunar- stjóra. „Við erum búin að selja þetta árum saman, og frúin hefur gengið í þessu árum saman, enda er þetta mjög góð og vönduð ensk framleiðsla," sagði Rúna. „Þetta er úr alull, í senn sportlegt og klassískt snið, en Mansfield er framleiðslumerki. Þessi klæðnaður hentar mjög vel fyrir konu eins og hana, sem þarf mikið að koma fram og er oft á ferðalögum, og fannst okkur því tilvalið að velja athygli á vörunni með þessum hætti." Ekki sagði Rúna sjáanlega söluaukningu hafa orðið við sigur frú Thatchers, enda væri alltaf jöfn og mikil sala í þessum flíkum. Ekki sagði hún heldur að frúin fengi prósentur fyrir auglýsinguna, „enda þyrfti víst ekki að hafa áhyggjur af fjárreiðum henn- ar“. Ekki sagðist hún vita til þess að svona auglýsingar væru notaðar í heimalandi frúarinnar, enda hefði hún nú ekki verið forsætisráðherra fyrr. 1. nóvember í ár og 1. nóvember 1980. Fá 1. júní, þegar gert er ráð fyrir 9% hækkun launa sam- kvæmt verðbótum, og fram til 1. desember 1980 gerir hagdeildin ráð fyrir 244% hækkun kaupgjalds. Þróunin samkvæmt spánni er þannig að 1. júlí nú komi 30% grunnkaupshækkun, síðan 19% verðbótahækkun 1. september, þá 20% verðbótahækk- un 1. desember, 16% hinn 1. marz á náesta ári, 15% hinn 1. júní 1980, 14% hinn 1. september 1980 og 12% verðbótahækkun hinn 1. des- ember 1980. Spáin um dollaragengi er þann- ig, að hinn 1. september verði gengi hvers dollars 495 krónur eða 48% hærra en nú. I marz 1980 er gert ráð fyrir að dollar kosti 743 krónur og hafi hækkað um 123% frá gengisskráningu nú og í sept- ember á næsta ári verði verð á hverjum dollar 940 krónur eða 183% hærra en gengi dollars nú. Fá undanþágu UNDANÞÁGA var í gær veitt Skipaútgerð ríkisins vegna Esju og Heklu, en sú undanþága er þó háð yfirvinnubanni. Esja fer til Vestfjarða og Akureyrar á morg- un . með allan venjulegan farm, sem stranferðaskipin flytja, en Hekla fer í dag á Austfjarðahafnir með áburð frá Áburðarverksmiðj- unni. Strandferðaskipin fengu að ljúka ferðum sínum er verkfall yfirmanna á skipunum skall á, en Esja hefur legið í Reykjavík síðan 30. apríl og Hekla síðan 2. maí. Töluvert liggur nú fyrir af vörum úti á landi, en samkvæmt upplýs- ingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Skipaútgerðinni í gær, liggur ekki ýkja mikið fyrir af vörum í Reykjavík. Krían er komin „KRÍAN er komin til landsins, enda eru það bara kerlingabækur að hún komi ekki fyrr en 14. maí,“ sagði Ævar Petersen hjá Náttúruíræðistofnun íslands í samtali við Morgunblaðið f gær. „Fyrstu fuglarnir fara að sjást fyrstu dagana í maf,“ sagði Ævar ennfremur, „svona annan, þriðja eða fjórða maf, og mér hefur verið sagt að hún hafi sést austur á Hornafirði nú f byrjun mánaðarins, þannig að óvfst er hvort hún er komin á Tjarnarhólmann enn sem komið er.“ Ævar sagði kríuna vera hing- að komna frá suðurhveli jarðar, og kríur sem merktar hafa verið erlendis hafa fundist niður með vesturströnd Afríku. Sagði hann vera frá því sagt í bókum, að sú kría sem farið hefur einna lengst þeirra sem vitað er, náðist sextán þusund kílómetrum frá þeim stað sem hún var merkt á, en það var í heimskautalöndum Kanada. Fannst sá fugl aftur í Ástralíu. íslenska krían virtist hins vegar fara niður með Evrópu og Afríku, og þá til Suður-Afríku og Suðurheims- kautsins. Kríuna sagði Ævar eingöngu verpa hér á norðurslóðum, og með þvi að fara í þessi miklu ferðalög næði fuglinn því að vera alltaf í sumri, þó að hitastig væri mismunandi í dvalarlönd- um hans. Aðalfæða kríunnar er svipuð og annarra sjófugla, hornsíli og sandsíli og fleira. Útbreiðsla kríunnar er um allt ísland, bæði með ströndum fram og inn til landsins, og verpir hún oftast tveim til þremur eggjum, þó komið hafi fyrir að fundist hafi hreiður með fjórum eggjum. í slíkum tilvikum hafa þó líklega tvær kríur verpt í sama hreiðrið. Varptími kríunnar er fyrsta vikan í júní, og verða ungarnir þá fleygir um miðjan júlí, en vegna eggjatöku hér á landi seinkar varptímanum þó oft, þannig að fuglinn kemur ekki upp ungum fyrr en í öðru varpi, en krían verpir aftur séu egg hennar tekin nýorpin. Liklegt er talið að kríuhjón haldi saman ævilangt, eins og algengt er hjá sjófuglum. Krían getur orðið mjög gömul, tíu, tuttugu eða jafnvel þrjátíu ára gömul, en það er fremur sjaldgæft með svo smáa fugla að sögn Ævars. Yfirleitt verða fuglar eldri eftir því sem þeir eru stærri, og lifa ernir til dæmis oft í marga áratugi. Krían kemur yfirleitt ár eftir ár á sömu varpstöðvarnar, en hún er þó nokkuð frábrugðin öðrum sjófuglum að því leyti að hún á það til að hverfa alveg af einum varpstað og færa sig á ný svæði. Kemur þá jafnvel fyrir að heilu vörpin færa sig á milli frá ári til árs, sennilega vegna þess að fuglinn verður fyrir ónæði af völdum eggjatöku. Þetta hefur til dæmis gerst við Blönduós, en þar var eitt sinn stærsta kríu- varp á íslandi. Var mjög mikið tínt þar af eggjum, og hefur það líklega orðið til þess að krían fór, en einnig geta komið til breyt- ingar á fæðugengd og fleira. Margir villast á hettumávum og kríu snemma á vorin, en að sögn Ævars á ekki að vera svo erfitt að þekkja fuglana í sund- ur. Krían er mun fíngerðari og nettari fugl, hún er með svarta hettu á höfði, en hettumávurinn hefur kaffibrúna hettu. Þá eru vængir kríunnar langir og mjóir, og hún hefur langt, klofið stél, en stél hettumávsins er hins vegar þverstíft. Einnig má þekkja fuglana í sundur þegar þeir sitja. Þá er krían mjög stuttfætt, með litlar og veikar lappir, en hettumávurinn hefur hins vegar háa og sterklega fætur. Hettumávurinn er ekki farfugl nema að hluta til, tals- verður hluti stofnsins hefur hér vetursetu við Suðvesturland. Þeir sem fara af landi brott fara til Bretlandseyja í flestum tilvikum og koma aftur í mars. Þótt krían sé herskár fugl, og verji varplönd sín með miklu offorsi, þá er hún vinsæl, og koma hennar á vorin er einn hinna árvissu vorboða s< aldrei bregðast. Járn- iðnaðar- menn: Boða verkföll hjá verktökum Alfélagsins JÁRNIÐNAÐARMENN haía boðað verkíall hjá verktökum, sem vinna hjá Álverinu í Straumsvík við uppsetningu hreinsibúnaðar í álverinu. Málm- og skipasmiðasamband íslands, sem stendur að verkfallsboðuninni, krefst sömu launa fyrir járniðnaðarmennina hjá verktökunum og ÍSAL greiðir járniðnaðarmönnum, sem eru beint ráðnir til Álfélagsins. Verkfallið er boðað frá og með 20. maí. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands- ins, kvað liðna um 2 mánuði frá því er tillögur sambandsins voru sendar viðsemjendum félagsins. Um er að ræða, að þeir járniðnað- armenn, sem vinna að uppsetn- ingu hreinsibúnaðar í álverinu, fái sömu laun og járniðnaðarmenn ÍSALs. Báðir munu vinna í ker- skála og víðar og er launamismun- ur nú um 25%. Ennfremur er krafa sett fram um sams konar kjör fyrir járniðnaðarmenn, sem ynnu að stækkun verksmiðjunnar. Guðjón kvað ótækt að menn hefðu ekki sömu laun, þegar unnið væri við sömu aðstæður inni í kerskálanum. Enn hefur ekki ver- ið samningafundur í málinu, og kvað Guðjón það raunar vera ástæðu fyrir boðun verkfallsins. Guðjón kvað þetta mál eiga að vera auðleyst, þar sem ljóst væri að enginn járniðnaðarmaður feng- ist til þess að vinna á lægra kaupi en þegar hefur verið samið um við ISAL um vinnu í kerskála. Kvaðst hann telja að verktakarnir gerðu sér það ljóst. Er vinna við stækk- un verksmiðjunnar var boðin út, sagði Guðjón, að talið hefði verið rétt að setja kröfurnar fram, svo að verktakarnir, sem eru smiðjur á höfuðborgarsvæðinu, gætu gert ráð fyrir því í tilboðum sínum. Guðjón kvað hér verða um að ræða aðeins hluta af starfsfólki járnsmiðjanna, sem ynnu að þessu verkefni í Straumsvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.