Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 Baunin á rúmbotninum Þjóðleikhúsið: PRINSESSAN Á BAUNINNI. Söngleikur eítir Jay Thompson, Marshali Baker og Dan Fuller. Tónlist: Mary Rodgers. Þýðandi: Flosi ólaísson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Búningar: Tina Claridge. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Stjórn og útsetning tónlistar: Sigurður Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Dania Krupska. SÖNGLEIKURINN Prinsessan á bauninni (Once Upon A Mattress) er saminn með hliðsjón af samnefndu ævintýri H. C. Andersens sem Steingrímur Thor- steinsson þýddi á íslensku. Andersen var það lagið að segja stórar sögur í fáum orðum. Prinsessan á bauninni segir frá prinsi einum sem vildi eignast sanna prinsessu fyrir konu og leitaði lengi án árangus uns í Sigrídur Þorvaldsdóttir Bossi Bjarnason, Róbert Arnfinnsson höllinni birtist skyndilega sú prinsessa sem ekki var unnt að þræta fyrir að væri sönn. Til þess að ganga úr skugga um hvort hún væri sönn lét drottningin hana sofa á baun sem hún kom fyrir á rúmbotni, lagði síðan tuttugu dýnur ofan á baunina og í viðbót tuttugu dúnsængur ofan á dýnurnar. Engu að síður sofnaði prinsessan ekki um nóttina og var blá og marin um allan kroppinn að morgni. Auðvitað var svo hörundssár prinsessa sönn og prinsinn gekk að eiga hana. Söngleikurinn í Þjóðleikhúsinu Fyrirsögnin á þessari grein er heitið á þeirri einstöku sýningu, sem nú stendur í Norræna húsinu. Það er ekki á hverjum degi, að maður fær hingað til lands úrval úr frægu safni, sem hefur að geyma ýmislegt það merkasta, sem gert hefur verið í listiðnaði norðan Alpafjalla. Það er því fyrst og fremst von mín og trú, að landsmenn kunni að meta þessa sýningu og sýni það í verki, með því að heimsækja Norræna húsið, meðan tækifærið gefst. Hver einasti hlutur á þessari sýningu er það, sem við í daglegu máli köllum „safngripur", og hvað þýðir það nú? Jú, það þýðir einfaldlega, að hluturinn sé svo merkilegur (tengdur daglegu lífi þjóða, list- rænn og fágætur af þeim sökum), að hann sé þess virði að lenda ekki á haugum, eftir að notagildið er allt. Það er að segja, að í sjálfum hlutnum speglist þjóðarsálin, ef svo mætti að orði kveða. Mér líður það seint úr minni, er ég naut þeirra forréttinda eitt sinn erlendis, að sjá íslenskan vaðmáls- Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Kaupmannahöfn er eitt af bestu söfnum sinnar tegundar, og án efa hafa margir af okkar hönnuðum haft af því góð kynni. Litið hef ég þar inn nokkrum sinnum, en sjaldan eða aldrei hefur það komið fyrir, að ég hafi farið þaðan án þess að hafa orðið ríkari í huga mér eftir á. En raunverulega er Danskur listiðnaður í Reykiavík poka, þannig tilreiddan fyrir sjón og skynjun, að hann varð að miklu og magnþrungnu listaverki. Ég rifja þetta upp hér, vegna þess hve stórkostlegt er að kynnast megn- inu af því, sem nú er sýnt í Norræna húsinu. Nú eru það Danir, sem í hlut eiga, en ekki sá góði poki, sem nú hangir á okkar Þjóðminjasafni. Listiðnaðarsafnið í það önnur saga, því að áhugi minn hefur legið mestmegnis á nokkuð þrengra sviði, eða myndlistinni. Samt er ég ekki frá því, að sumir þeir hlutir, er þetta safn hefur á að skipa, hafi haft sín áhrif á formskynjun mína, og væri það ekki óeðlilegt. Það eru í fáum orðum sagt, margslungnir listamenn, sem hér eiga hlut að máli, hvort heldur verk þeirra beinast að vefnaði plakötum, keramik, skartgripum, húsgögnum eða gleri og minnast skal á mosaik Elsu Alfelds, sem er í sérflokki á þessari sýningu, þótt ekki geti ég fundið þetta verk í sýningarskrá, og er það miður. Það væri mikil ósvinna að ætla að minnast á allt það, sem á þessari sýningu skiptir máli. Hver einasti hlutur er valinn af þeirri natni og smekkvísi, að ekki verður gert af nema sérfræðingum, sem tilfinningu hafa fyrir listrænu gildi hlutanna, en þeim virðist nú því miður hafa farið fækkandi, eftir því sem svið þeirra hefur orðið umfangsmeira. Þetta fyrir- bæri þekkjum við vel hér á landi, og er óþarfi að orðlengja um það. En þessi sýning er í heild svo hnitmiðuð og vel gerð, að það verður að vekja máls á því hér. Það er mikið ánægjuefni að fá slíkar sýningar, og þeir, sem staðið hafa fyrir þessu fyrirtæki, eiga verulegar þakkir skilið. Það munu vera Norræna húsið, Listiðn og auðvitaö Hið danska listiðnaðarsafn. Forstjóri safnins kom hingað til að ganga frá sýningunni, og á hann án efa sinn þátt í, hve vel hefur tekist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.