Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 Haraldur B. Bjarnason múrarameistari; Enn um steinsteypuskemmdir á Stór-Reykjavíkursvæðinu Yfir 30 ára (jamlar byKKÍnKar við Víftimel. — Kntjar steypuskcmmdir sjáanlegar. Ég vil þakka Víglundi Þor- steinssyni og þeim félögum, sem standa að steypustöð B.M. Vallá, fyrir að hafa boðið mér, ásamt ýmsum öðrum byggingarmönn- um og vísindamönnum um steinsteypugerð á fund sem fyrirtækið boðaði til á Hótel Sögu, laugard. 3, mars s.l., til að reyna að sameina alla krafta, til að komast að raun um, af hverju allar þessar gífurlegu steypu- skemmdir stafa. Ég skal játa að ég varð fyrir vonbirgðum, að hlusta og heyra þarna 3 unga verkfræðinga og vísindamenn um steinsteypugerð halda erindi, með tilheyrandi útskýringum og línuritum, um að þarna gæti verið mörg samverkandi atriði að ræða, sem væri eftir að finna lausn á. Að lokum þessum fundi komst ég að þeirri niðurstöðu, því miður, að þessi fundarboðun hjá B.M. Vallá var þörf. En á þessum „vísindafundi" var engin niðurstaða fengin eða fundin og þannig standa málin í dag, að áfram verður haldið að steypa upp mannvirki, stór og smá, úr ónothæfu fyllingarefni að mínu mati, á Stór-Reykjavíkursvæð- inu öllu, nema eitthvað annað komi til. Áður en lengra er haldið, vil ég taka fram að Víglundur Þorsteinsson lét þess getið í fundarboðinu, að hann mundi fjalla um steypu- skemmdir og ábyrgð steypu- stöðva og múrarameistara á þeim. Hann talaði aðeins um steypuskemmdir, en ekki um ábyrgðina, en það gæti verið mjög fróðlegt að fá upplýst hver skuli borga hinar gífurlegu upp- hæðir til þeirra mörgu manna og flokka, sem hafa atvinnu sína af því að gera við þessar miklu steypuskemmdir, sem þó verður aldrei eins varanlegt, og þegar rétt er að staðið í upphafi. Mig langar til að leggja hér orð í bleg, vegna langrar reynslu minnar við húsagerð, og þá ekki síst steinsteypugerð um margra áratuga skeið. Hér aður fyrr, áður en sementsverksmiðjan á Akranesi kom til, var notað innflutt sement, og Reykjavíkurborg framleiddi fyllingarefnið, harpaði og malaði í kornastæð- ir, inn við Ártúnshöfða, og seldi síðan okkur byggingarmönnum, og öðrum sem á því þurftu að halda. Ekki man ég eftir steypu- skemmdum frá þeim árum. Var þetta kannski gæðum hinns erlenda sements að þakka, eða voru múrarameistararnir þá betur vanda sínum vaxnir en nú? Þessum spurningum svara ég báðum neitandi. Ég vil taka það fram að minni reynslu, að sementsverksmiðjan á Akranesi, sem var aðallega hönnuð yndir forystu Jóns Vestdals, verkfræðings, og fyrsta forstjóra hennar, hafi verið til fyrirmyndar, og að hann eigi skilið þakkir alþjóðar fyrir framsýni, og velheppnað brautryðjandastarf í sements- gerð hér á landi. Ég segi þetta vegna þess, að ég hefi notað bæði hið erlenda og innlenda sement í miklu magni, til húsa- gerðar, af öllum stærðarflokk- um, frá hinum minnstu til hinna stærstu hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, og hefi aldrei orðið fyrir kvörtunum um steypu- skemmdir, eins og á sá fjöldi, sem ég hefi unnið fyrir og Haraldur Ásgeirsson forstöðu- maður rannsóknardeildar byggingariðnaðarins vita. En við Haraldur vorum mjög kunnugir fyrr meir. Oft kom ég með sýnishorn til hans til rann- sóknar, og þakka ég honum fyrir margvíslegar leiðbeiningar, sem komu mér að miklu gagni. Mér finnst það því vera út í hött, sem þessir ungu verk- fræðingar og vísindamenn í steinsteypu, halda fram, að hér komi til mörg atriði samverk- andi. Þar á meðal sementið, sem ég tel gæðavöru, því það hefur aldrei brugðist mér. Hvar eru þá hin mörgu Bárður Jakobsson: „Heyrðu Saga frá Islandi Þeir Sigurður Grímsson frá Isafirði, Bernhard Stamper, Sigi Meier og H.P. Voigt, skóla- félagar frá Hochschule fúr Fernsehen und Film í Munchen, tóku þessa kvikmynd árið 1978, og hafa unnið að henni til sýningar. Háværar raddir, kröfur um fjárstyrk og kveinstafir um fjársvelti kvik- myndatökumanna vegna verks- ins hafa farið alveg fram hjá mér. Ekki veit ég hvernig þessi skóli er heldur né heldur hve þeir félagar eru langt á veg komnir í námi. Hitt er víst að þeir hafa án brambolts og hávaða skilað ágætu verki þar sem er þessi vestfirska mynd. Það má að vísu segja að kvik- myndin sé fremur þættir heldur en saga með samhangandi þræði og „stjörnuleikurum". Aftur á móti eru þessir þættir efnislega sterkir, og alþýðufólk, óvant leikaraskap, skilar hlutverkum sínum svo, að atvinnuleikarar mega spjara sig eigi þeir betur að gera og eðlilegar. Þegar ég hafði horft á þessa kvikmynd og var á leið heim í sveitasæluna rétt við Kópavogs- gjána, þá var ég nokkuð hugs- andi, þótt yfirleitt gefist heldur lítið tóm til slíkrar iðju, hafi ég þá nokkurntíma verið því vax- inn. Reyndar hélt ég að ég væri sæmilega hertur í lífsins ólgusjó eftir hálfrar aldar flæking hér- lendis og erlendis, og raunar nokkuð sama hvar gagnslaus gaufaði. Það sótti að mér hálf- gleymt erindi eftir Grím Thomsen: í átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar, og forsælu þar finnur hjartað, þó fátækt sé um skógarhögg. Sá er bestur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, þótt vökvist hlýrri morgundögg. Auðvitað var það kvikmyndin, sem olli þessum þenkingum, en myndin er frá heimaslóðum mínum við utanvert ísafjarðar- djúp. Er ég þarna allvel kunnugur, og að auki vöknuðu margar minningar, en það er önnur saga. Ég var annars hálf hissa þegar myndinni lauk, því mér þótti sýningin hafa staðið stutt, og hafði þó liðið hjá rúmlega hálf önnur stund. Satt að segja liggur ekki beint við að skrifa um þessa mynd, bæði torvelt að lofa hana eins og venjulega kvikmynd eða lasta. Þarna er enginn heill og óslitinn söguþráður í hefðbundinni merkingu, því hér er um svip- myndir mannlífs og landshátta að ræða. Það er engin eiginleg hetju- né harmsaga, þaðan af síður fataflettingar eða kynórar. Alveg er myndin laus við þá dýsætu gljákvoðu sem er svo mjög yfir sumum kvikmyndum, að maður getur varla án ógleði séð heiðarlegt vínarbrauð vikum eftir að horft hefur verið á sýrópsleðjuna á sýningartjald- inu. Að sjálfsögðu höfðar þessi kvikmynd mest til stað- kunnugra manna, og þarf ekki að skýra það. Hún á þó erindi við miklu fleiri, og skal ég nefna Sigurður Grímsson. tvennt í því efni, þótt fleira mætti telja. Fyrst er það að myndin er þannig tekin að gerð að hún sýnir landslag og náttúrufegurð á þeim slóðum, sem hún tekur til. Er það ekki sízt forvitnilegt ókunnugum, því að náttúran vestra er nokkuð sérstæð, í senn mild og tröllsleg, athyglisverð og ógleymanleg. Þegar af þess- ari ástæðu er þeim tíma vel varið, sem fer í það að horfa á þessa kvikmynd. Þá er hitt að myndin hefur boðskap að flytja án þess bein- línis að prédika, en það er næsta fágætt. Viljandi eða óviljandi koma fram andstæður, sem vekja umhugsun. Þarna er kaupstaður með dansiball með tilheyrandi, eyjabúskapur, eyði- byggðir, fiskiðja og veiðar, með fleiru, kyrrlátt og stórbrotið land. Að leita úr streitu og skarkala borgarlífs í kyrrð og næði í skauti náttúrunnar er ofarlega á baugi nú, en er æði gamalt umræðuefni. Þetta viðfangsefni er í kvik- myndinni sett fram í fáum, sterkum dráttum, góðum myndum án allrar tilgerðar. Hins vegar er það ef til vill galli, að það þarf að lesa úr þessu myndefni, og ekki að vita hvort öllum fellur það vel, nú þegar nær öllu er troðið í menn með silfurskeiðum og þeim að fyrir- hafnarlausu ef þeir geta setið uppréttir. Éitt atriði skal ég nefna, sem hafði áhrif á mig hvað sem um aðra kann að vera. Þar það að ungur maður steig í stólinn í kirkjunni á Stað í Aðalvík. Þessari litlu, vistlegu kirkju er haldið við þótt þarna sé nú engin byggð. Ferðalangurinn svipaðist um auða bekki, og sagði nokkur orð, látlaust og umbúðalaust. Þegar ég horfði á þetta og heyrði, kom mér í hug sú spurning hvers vegna ég væri „hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd?“. Átthagatryggð og heimþrá er sálrænt fyrirbæri. Að þessu er vikið í kvikmyndinni með nokkuð sérstökum hætti, frásögn um strokuhest. Af því að ég þekkti bæði söguna og hestinn, þótt langt sé umliðið, þá veit ég að sagan var ekki nákvæm, en það skiptir hér engu máli. Aðalatriðið er það, að hin óstöðvandi og ódrepandi heimfýsi er þarna heimfærð á hest, en á engu síður og jafnvel fremur við menn. Þeir, sem flutst hafa úr heimahögum, brynja sig einatt með þeirri staðhæfingu, að þeir kunni ágætlega við sig í hinum nýju verstöðvum. Hin mörgu átt- hagafélög og störf þeirra sýna þó allt aðra hlið þessa máls. Um tækni og einstaka þætti get ég verið stuttorður. Á hinu fyrra hefi ég ekkert vit, en fannst ágætt það, sem ég sá og heyrði. Svo vel þekki ég til á söguslóðum, að ég veit að flestum sem sýnt var átti fulla stoð í veruleikanum. Hér skal ég aðeins nefna þáttinn frá Vigur annars vegar, þar sem fjórða kynslóðin fer innan tíðar að taka til höndum við búsetu á lítilli en notadrjúgri eyju, og hins vegar hinar ömurlegu eyði- byggðir í Jökulfjörðum, ekki síst Hesteyri. Það má vel hafa þessar andstæður að uppistöðu í prédikun, og hefur reyndar verið gert oftar en einu sinni, en hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.