Morgunblaðið - 09.05.1979, Page 15

Morgunblaðið - 09.05.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 15 Ekki hafa orðift miklar framfarir í steypuBæðum. þrátt fyrir vísindi og aukna tækni. samverkandi atriði sem þeir tala um? Það er aðeins eitt að mínu mati, sem sé fyllingarefn- ið. Og þá fyrst og fremst sandurinn, sem verður að vera hreinn, án allrar mengunar og með réttum kornastærðum. Ég mun nú segja í stórum dráttum frá starfsemi minni á þessum árum, máli mínu til j skýringar, því það sýnir svo j ijóslega, hvað einfalt er að búa til góða steinsteypu, ef rétt vinnsluefni eru notuð. Þegar ég hóf steypuframkvæmdir í stórum stíl, með nýtísku vinnu- vélum og bílumj þá fann ég malargryfju á Alftanesi, sem herinn hafði tekið efni úr, og var þetta land í eigu ríkisins. Ég tók sýnishorn í poka, og fór á fund Haralds Ásgeirssonar, eins og venjulega, með efnið til rann- sóknar, og taldi hann það mjög gott til steypugerðar. Þáverandi forsætisráðherra Hermann Jónasson, veitti mér leyfi fyrir melnum til 15 ára, og mætti ég reisa þar mannvirki til þess að harpa grúsina, og mylja grjótið í ákveðnar kornastærðir, eins og lög sögðu fyrir um. Nú hefst ég fljótt handa, steypi viðamikið síló með tilheyrandi hólfum fyrir hverja kornastærð. Kaupi mulningsvél af sölunefnd varnarliðseigna, en vélaverkstæði Sig. Sveinbjörns- sonar, smíðaði aðrar vélar, og stillti þeim upp. Var það vel af hendi leyst. Nú var farið að vinna af krafti, að harpa og mylja, og aka steypuefninu út á vinnustaðina, sementinu var blandað í á staðnum, og steypt af fullum krafti. Var ég yfirleitt með úrvals steypuflokk til að koma steypunni fyrir í mótun- verður ekki við það aukið. Þættir um bjargsig og forna búskaparhætti voru góðir en full stuttir. Þá hafði ég ánægju af því að sjá og heyra frænda minn og félaga, Finnboga Bernódusson. Það er liðin hálf öld frá því ég man hann fyrst þylja utanað kvæðið „Þorbjörn kólka“ (Grímur Thomsen). Ég get ekki séð né heyrt að áherslu hans og frásagnargleði hefðu nokkuð breyst þessi 50 ár. Tvær athugasemdir verð ég að gera. Önnur er sú, að húsrúm er of lítið og urðu margir frá að hverfa. Hitt er það, að kvik- myndin er of stutt að mínu mati, og hefði ég kosið þarna margt fleira. Þar um er ekki að sakast við kvikmyndatökumenn. Þeim var skammtað úr hnefa, og því urðu þeir að sæta. Satt að segja er hér á landi að finna fjölmarga staði og mikið efni, sem ætti að gera svipuð skil og gert var um ísafjörð og nágrenni' þessari mynd. Það er eins og ekki sé verðugt verkefni fyrir kvikmyndatökumenn, nema það kosti milljónatugi, og verði jafnvel allt að því óskapnaður, eins og sanna má með dæmum. íslendingar eiga mikið af skráðum heimildum frá fyrstu, og í landinu eru margar fagrar byggðir og sögulegar. Mætti ekki leita betur í heimahögum heldur en gert hefur verið? Ég veit að það væri vel þegið, og veit líka að þeirri kvikmynd, sem ég hefi hér fjallað lauslega um, var vel tekið vestra, og fullsótt hér syðra það ég best veit, og er það að verðleikum. Eftir að hafa séð þessa kvik- mynd, þá langar mig til þess að fá fleira í svipuðum dúr. Þetta er að vísu gömul ósk, en það veit ég með vissu, að margir munu taka undir hana með mér. Ég þakka höfundum þessar „Sögu frá íslandi" framtak þeirra og dugnað, og ánægjulega kvöldstund og ógleymanlega. um, undir stjórn hins harðdug- lega og samviskusama verk- stjóra Friðbjarnar Guðbrands- sonar. Allt þetta reyndist mjög vel. Þessi náma gekk fljótt til þurrðar eins og allt sem af er tekið. Þá er næsti lendingar- staður hjá Einari á Setbergi, við Hafnarfjörð. Sömdum við, og tók ég mikið magn af steypuefni hjá honum, sem ég keyrði út á Álftanes, og vann þar í vélunum. Síðan fæ ég vinnslurétt á mel í Vífilsstaðalandi, líka leigt af ríkinum til 15 ára. Alltaf voru send sýnishorn við og við í Rannsóknarstofuna til Haralds Ásgeirssonar, og reyndust þau öll mjög vel. Við gátum líka rannsakað efnið sjálfir eftir leiðbeiningum frá Haraldi. Nú vil ég spyrja þá Víglund og steypuvísindamennina, af hverju steypuskemmdir sem hér um ræðir komu aldrei fyrir í þeim húsum, sem ég steypi úr því efni sem ég hefi nú sagt frá? En spurningin er þá sú: hvað er að gerast í þessum efnum? Það er ekki að furða þótt menn leiði að því hugann. Ég held því. fram, að steypuskemmdirnar myndist vegna þess að fyllingarefnið, og þá fyrst og fremst sandurinn sem notaður er til steypugerðar- innar, sé ónothæfur. Sandurinn sem tekinn er á þurru landi eða dælt upp úr sjónum hlítur að vera mettaður lífrænum efnum, eða öðrum óþverra, sem hentar ekki til góðrar steinsteypugerð- ar. Að endingu vil ég segja þetta. Að búa við góða steinsteypu er engin vandi. Skilyrði til þess að það sé hægt, er fyrst og fremst það, að fyllingarefnið sem notað er, sé hreint og gott. Áríðandi er að sandurinn sé með réttar kornastærðir, og þá sérstaklega þær minnstu og fínustu, ásamt skammti af léttblendi. Ef þess arna er gætt, verður steypan mjúk og þjál, þarf þá líka minna vatn, sem eykur styrkleika hennar, og mjög létt er að koma henni fyrir í steypumótunum þegar titrari er notaður. Því miður er ég hræddur um að steypan hafi ekki alltaf þessa eiginleika til að bera, þegar hún kemur á vinnustað. Þetta vita múrarameistarar og freistast til að blanda í hana meira vatni en eðlilegt er, sem er skaðlegt vegna styrkleikans. En hægara er að koma henni fyrir í mótun- um, því að það er ekki hægt að leggja niður grófa og óþjálfa steypu með því vatnsmagni sem verkfræðingar krefjast, svo að vel fari. Þetta þarf allt að skoðast betur, og þá sérstaklega af múrarameisturum, því að það er þessi þáttur, sem snýr fyrst og fremst að þeim, að taka ekki við hverju sem er, það eru þeir sem bera ábyrgðina á hvernig steypan fer í mótunum. Haraldur B. Biarnason. 10 ástæður fyrir kaupum á PHILCO þvottavélum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.