Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAI1979 Hvað segja þefr um 3% og BSRB? Benedikt Davíðsson: Eðlilegt að allir lands- menn fái 3% kauphækkun • Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byKKÍngamanna, kvaðst I raun ekki hafa hugsað mikið um niðurstöðu allsherjar- atkvæðagrciðslu BSRB. Hann sagði: „Ég hcld að það verði ekki um annað að ræða en að afgreiða málið í samræmi við þessa niður- stiiðu. Því hljóta þeir að fá sfn 3%, svo sem þeir hafa samninga um. Þeir hafna hinum kostinum.** Benedikt sagði að viðhorf sitt væri, að gagnvart öðrum launþeg- um væri engin leið að komast hjá því að þeir fengju hið sama. BSRB væru svo stór samtök, að útilokað væri annað en 3% gengju yfir alla línuna. „Æskilegast er að það gerðist samtímis og með einhverj- um einum hætti, t.d. í formi samninga. Mér fyndist út af fyrir sig skynsamlegast og eðlilegast að Vinnuveitendasambandið byði þetta fram í einu lagi til þess að stuðla að því að halda frið á vinnumarkaðinum." Um tillögur formanns Fram- sóknarflokksins um lögbindingu kaupgjalds sagði Benedikt: „Ég er auðvitað andvígur slíkri lögbind- ingu. Við í almennu félögunum töldum okkur hafa gert gott sam- komulag í haust með þvi að leggja til að félög okkar framlengdu samninga sína óbreytta til 1. desember 1979. Það var þó gert gegn því að reynt yrði að halda kaupmættinum nokkurn veginn á því stigi, sem hann var við samn- ingsgerðina. Nú hefur það brugð- izt og ef svo ætti að fara að binda menn og koma í veg fyrir að þeir réttu sinn hlut, a.m.k. sem næmi þessum mismun, þá yrði það held- ur slæmur hlutur. Ég er hins vegar á því að svona úthlaup, sem verða hjá einstökum starfsgrein- um, sem setja allt úr skorðum, séu auðvitað mjög hættuleg fyrir allt launakerfi landsins. Það má kannski segja að hækkun flug- manna sé eðlileg miðað við þeirra kjör og þann samanburð sem þeir hafa við starfsbræður sína í öðr- um löndum, en við í hinum starfs- greinunum berum okkur ekki saman við menn í öðrum löndum, heidur innbyrðis hér og þess vegna er þessi samanburður okkur framandi." Matthías Á. Mathiesen: Atkvæða- greiðslan undirstrikar nauðsyn kosninga „ÚRSLIT þessarar atkvæða- greiðslu sýna að mínum dómi, að opinberir starfsmenn gera þá kröfu til stjórnar BSRB og rfkis- stjórnarinnar. að staðið sé við gerða samninga og öll stóru loforðin um „samningana f gildi.“ sagði Matthfas Á. Mathie- sen, alþingismaður, f samtali við Morgunblaðið f gær. „( öðru lagi höfnuðu opinberir starfsmenn því, að samtök þeirra væru notu'ð í pólitfskum tilgangi. í þriðja lagi kusu opinberir starfsmenn hækkun launa fremur en aukin réttindi og hafa sjálfsagt haft þar áhrif þær miklu vcrðhækkan- ir, sem dynja yfir þjóðina dag hvern.“ Matthías Á. Mathiesen sagði ennfremur: „Þá er ljóst, að núver- andi ríkisstjórn hefur beðið skip- brot í efnahags- og fjármálum, þar á meðal launamálum og sýnist sigla að dómi Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu, OECD, inn í stjórnlausa óðaverðbólgu. Þá er og rétt að vekja athygli á þeirri túlkun forystumanna BSRB, að úrslit atkvæðagreiðslunnar sýni álit fólksins á störfum núverandi ríkisstjórnar. Staðfestir það skoð- un okkar sjálfstæðismanna á nauðsyn þess að gengið verði til kosninga og þjóðin fái að velja starfhæfa ríkisstjórn til þess að takast á við þann mikla vanda, sem blasir við í þjóðfélaginu." Svavar Gestsson: Verkfallsrétti opinberra starfsmanna stefnt í hættu — MÉR finnst ekki alvarlegast að 3% grunnkaupshækkunin skuli fara út, heldur hitt að verkfallsrétti opinberra starfs- manna er nú stefnt f hættu, sagði Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra aðspurður um viðhorf sín til úrslita atkvæðagreiðslu BSRB. — Ég tel þessa niðurstöður þýða, að ekki aðeins opinberir starfsmenn fái þessa 3% hækkun heldur og almennir launþegar. Ég tel einnig nauðsynlegt að ríkis- stjórnin móti aðgerðir í launa- málum í heild þar sem verði tekin ákvörðun um takmörkun vísitölu- bóta á hærri laun en sem svara tvöföldum launum verkamanns og tel brýnt að ríkisstjórnin taki hið fyrsta ákvörðun um þetta. Guðmundur H. Garðarsson: Fáheyrt að ætlazt til að fólk gefi eftir grunn- kaupshækkun • „Mér komu þessi úrslit alls ekki á óvart," sagði Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, f samtali við Morgunbiaðið f gær, „það sem það er hrein og bein ósvffni að fara fram á það við fólk. að það afsali sér grunn- kaupshækkun. Það hefur aldrci tfðkazt f verkalýðshrcyfingunni, hvað þá að stjórnvöldum hafi dottið f hug að hrófla við þeim. Því var fáheyrt að ætlast til þess. að fólk gæfi grunnkaupshækkun eftir." Guðmundur H. Garðarsson sagði að hins vegar gætu menn deilt um það, hvernig skuli taka á svokölluðum vísitöluhækkunum og það hljóta menn að vega og meta á hverjum tíma með tilliti til þeirra áhrifa, sem aðgerðir í sambandi við vísitölu geta haft á þróun verðbólgunnar. „Það er aftur mál, sem menn geta deilt um og það fer eftir því, hvort menn vilja af einlægni koma á jafnvægi í þjóðarbúinu." Magnús H. Magnússon: A rætur að rekja tíl þak- lyftingar flugmanna — ÉG HELD að úrslitin í at- kvæðagreiðslu BSRB eigi fyrst og fremst rætur sínar að rekja til lykta flugmannaverkfallsins er flugmenn fengu þaklyftingu sem hafði í för með sér 15—20% kauphækkun á há laun og mörg- um blöskraði, sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra. — Þá má nefna að atkvæða- greiðslan fór fram á því tímabili sem kemur á þriggja mánaða fresti sem flestar opinberar verð- hækkanir koma fram og í þriðja lagi hitt að nú eru að koma fram hækkunarkröfur frá ýmsum laun- þegahópum sem skipta tugum eða hundruðum prósenta og þá er kannski eðlilegt að menn vilji ekki gefa eftir umsamdar kaup- hækkanir jafnvel þótt aukinn verkfallsréttur hefði átt að koma til. Varðandi þá hugmynd sem Steingrímur Hermannsson hefur varpað fram að lögbinda verði grunnkaup sagði Magnús að per- sónulega væri það skoðun sín að eitthvað þvílíkt yrði að gera. Steingrímur Hermannsson: Skapar nýja vígstöðu gegn verðbólgunm — ÞESSI úrslit komu út af fyrir sig ekki svo mikið á óvart og það hefur lengi dregist að ganga frá þessum málum. sagði Stein- grimur Hermannsson dómsmála- ráðherra um niðurstöður at- kvæðagreiðslu BSRB. — Þau eru á hinn bóginn nokkur vonbrigði þegar á það er litið, að menn töldu nokkra sam- stöðu um það innan BSRB að fá aukinn verkfallsrétt fyrir afnám grunnkaupshækkunarinnar. En að þessum niðurstöðum fengnum er ljóst að 3% hækkunin hlýtur að ganga gegnum þjóðfélagið meira og minna og þá er ljóst að ný vígstaða skapast gegn verðbólg- unni. Á það hlýtur ríkisstjórnin að líta og eiga viðræður við formenn launþegasamtaka og þingmenn. Ráöstefna norrœnna sálfrœðinga í Reykjavík: Afturhvarf til fjölskyldunnar IIÉRLENDIS eru nú staddir um 300 manns á ráðstefnu norræna sálíra’ðinga. Ráðstefnan hófst mánudaginn 7. maf og stendur til 11. maí. Ber hún heitið „BARNIÐ 1979" og er haldin á Ilótel Loftleiðum. Reykjavík. Fjölmargir erlendir fjölmiðlamenn eru staddir hér í tilefni af ráðstefnunni og f gær var haldinn blaðamannafundur, þar sem kvnntar voru niðurstöður umraðna og fyrirlestrar. sem haldnir hafa verið. Ráðstefnan fer þannig fram að fyrri hluta dags eru haldnir aðalfyrirlestrar. þar sem hver þjóð hefur sinn fyrirlesara. í lok þeirra er hópnum skipt í umræðuhópa þar scm hin ýmsu málefni viðvíkjandi efni dagsins eru radd og fgrunduð. Barnið í samfélaginu. Á mánudag var tekið fyrir efnið „Barnið í samfélaginu". Þá flutti Sigurjón Björnsson prófessor fyrir- lestur um barnið í íslenzku samfélagi og gerði grein fyrir könnun á félags- legu misrétti barna. Gerði hann þar grein fyrir rannsóknum er fjallaði um börn og unglinga í Reykjavík, tengsl milli geðheilsu og vitsmuns- þroska annars vegar og félagslegra og uppeldislegra áhrifaþátta hins vegar. Einnig flutti Sigurjón erindi um helstu atriði rannsóknar sem nú stendur yfir í þróunarsálfræði. Fjórir hópar barna úr mismunandi byggðarlögum á Islandi, sjö ára og eldri, eru rannsakaðir og félags- og vitsmunaþroski mældur. Þórólfur Þórlindsson flutti erindi um námsárangur barna. Byggði hann erindi sitt á frásögn af rannsókn sem náði yfir 1430 börn í þéttbýli á Islandi. Rannsökuð voru áhrif félags- stöðu, fjölskyldueinkenna og greindarvísitölu á námsárangur. Niðurstöður sýna að þessir ákveðnu þættir, fjölskyldustærð, samskipti innan fjölskyldunnar, námsval og námsstefna, starfsval og greindar- vísitala segja að miklu leyti fyrir um námsárangur. Um barnið í samfélaginu flutti einnig erindi og sátu fyrir svörum: Liv Mette Guldbrandsen, Per Miljeteig og Per Olav Tiller um félagslegar breytingar og uppvaxtar- skilyrði og Per Schultz Jörgensen um barnið í neyzluþjóðfélaginu. Kom fram í erindi Per Schulzt að á síðustu árum hefur orðið vart við byrjandi andstöðu gegn ýmsum einkennum neyzlumenningarinnar. Telur hann nauðsyn að gera neyzlumenninguna mannlegri eða mannúðlegri og að menningin breytist smám saman og þjóðfélagið þannig að betri þroska- möguleikar verði fyrir barnið, þjóð- félagið öðlist meiri meiningu og betra verði að fá yfirsýn yfir það. Leið til að ná þessu fram sé að veita meira valdi til íbúanna og fela þeim ýmis verkefni, t.d. stýringu á dagvistar- stofnunum, umönnun aldraðra o.fl. Á mánudeginum flutti einnig erindi Kristina Humble og Ole Dreier. Barnið í fjölskyldunni: í gær var tekið fyrir efnið „Barnið í fjölskyldunni". Flutti þá Lea Pulkkinen, Finnlandi, almennan fyrirlestur um þetta efni. Hún sagði, að þrátt fyrir miklar breytingar á gerð og hlutverki fjölskyldunnar héldi hún þó fullu gildi sínu fyrir einstaklinginn, þótt margir hefðu viljað gera lítið úr því hin síðari ár. Hún sagði einnig, að andinn á heimilinu skipti miklu fyrir velferð bernsins. Samband fjöl- skyldumeðlima einkenndist of oft af eigingirni og tillitsleysi. Foreldrar sýni störfum og leik barna sinna lítinn áhuga, sinna ekki andlegum þörfum þeirra og eru þeim oft léleg fyrirmynd. Afleiðingar þessa séu oft hörmulegar. Pirrko Niemela fjallaði um „Áhrif tvíræðni og upphafningar móður- hlutverksins á tilfinningarþroska barns á fyrsta aldursári". Kemur fram í rannsóknarniðurstöðum hennar, að það séu sérstaklega konur með litið sjálfsálit sem upphefja móðurhlutverkið. Þær hafa oft átt erfitt með að samsama sig í vinnu, að hluta til vegna lægri menntunar. Þessar konur vilja verða mæður í þeim tilgangi að öðlast meira sjálfs- traust. Hún ber saman mæður sem upphefja móðurhlutverkið og börn þeirra við aörar mæður og börn. Árangurinn megi túlka á þann hátt, að fyrri hópurinn hefur ekki getað fullnægt grunnþörfum barna sinna, sem verða óörugg og þora ekki að treysta öðrum. Lea Pulkkinen hélt erindi um árásargjörn börn og byggði á rann- sókn sem hún gerði á 379 börnum ’í Finnlandi. Ingalil! Österberg, Finnlandi, flutti erindi um barnið í alkóhólistafjöl- skyldunni. Taldi hún að mjög lítið hafði verið sinnt rannsóknum á því tjóni sem það ylli börnum að alast upp í fjölskyldu alkóhólista. Hún spyr hvort fræðimönnum kunni að þykja viðfangsefnið ógeðfellt. Gunnel Wrede, Finnlandi, gerði grein fyrir rannsóknum á börnum, sem eiga geðveika móður, í erindi er hún nefndi „Börn geðveikra foreldra". Fjallaði hún einnig um börn mæðra með ólæknandi sjúk- dóma, sem mikið dveljast á sjúkra- húsum. Fleiri erindi voru flutt um ýmis afmörkuð efni þessu tengd, en af þeim má sérstaklega nefna erindi Helgu Hannesdóttur um geðlæknis- fræðilega rannsókn á börnum sjó- manna hérlendis. Fjallaði hún um rannsókn sem gerð var á sjómönnum og kjarnafjölskyldum þeirra frá læknisfræðilegu, sálfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Kannaðar voru áhafnir fimm togara, konur þeirra og börn. Viðmiðunar- hópur var valinn úr hópi starfs- manna við fjórar verksmiðjur og voru þessir hópar samstilltir sjó- mönnunum hvað varðar aldur, menntun og ábyrgð í starfi. Börn voru rannsökuð með tilliti til geð- læknislegra vandamála. Niðurstöður sýna, að sálræn einkenni voru algengari meðal barna sjómanna (43%) en börn viðmiðunarhóps (30%) og erfiðleikar þeirra voru einnig alvarlegri. Ráðstefnunni er fram haldið í dag og umfjöllunarefnið er „Barn með sérþarfir“. Forsvarsmenn ráðstefn- unnar sögðu, að „þema“ þeirra umræðna sem átt hefðu sér stað fyrstu tvo dagana væri „afturhvarf til fjölskyldunnar" þ.e. samdóma álit manna að styrkja þyrfti undirstöðu fjölskyldunnar sem mest í nútíma- þjóðfélagi hraða og streitu. Gunnar í slipp vegna skemmda af völdum íss Reyöaríiröi. 8. maí. í DAG seldi Snæfugl 50 tonn af þorski í Bremerhaven í Þýzka- landi fyrir 14 milljónir, eða 287 krónur á kfló. Gunnar er kominn til Reykjavíkur í slipp vegna skemmda í Frúfu báf"ins, sem hann varð fyrir í isnum í vetur. Heildarafli bátanna á vertíðinni er sem hér segir: Snæfugl 552 tonn, Gunnar 601 tonn. Ekkert er farið að pakka vertíðarfiski hjá GSR, þar eru nú um 360 tonn af ca'tfiski. — Gréta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.