Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjórí
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjðrn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 3000.00 kr. 6 mánuði innanlands.
I lausasölu 150 kr. eintakið.
Launþegar treysta
ekki ríkisstjóminni
Opinberir starfsmenn kolfelldu samkomulag ríkis-
stjórnarinnar og meirihluta stjórnar BSRB. Alls
voru um 70% gildra atkvæða á móti samkomulaginu og
var andstaðan mest í Reykjavík. Þetta er miklu meiri
munur en flestum datt í hug fyrirfram og sýnir ljóslega,
að launþegar eru búnir að fá sig fullsadda á ríkisstjórn-
inni. Þessi úrslit verða heldur ekki túlkuð öðru vísi en sem
mikið vantraust á forystu BSRB, sérstaklega þó á þá
Kristján Thorlacius og Harald Steinþórsson. Fyrir ári
voru báðir þessir menn í fylkingarbrjósti þeirra, sem
ósveigjanlegastirvoruí kröfugerðtil þeirrar ríkisstjórnar,
sem þá sat. En bæði nú og í tíð síðustu vinstri stjórnar
hafa þeir verið mjög eftirgefanlegir og raunar ótrúlega
fúsir til að láta hlut opinberra starfsmanna eftir liggja.
Þegar ríkisstjórnin var mynduð, var kjarninn í stefnu
hennar sá, að ekki skyldi koma til grunnkaupshækkana á
þessu ári. Svo virðist sem meirihluti verkalýðshreyfingar-
innar væri reiðubúinn til þess að standa á bak við þessa
stefnumótun þá, þrátt fyrir þá staðreynd, að nýi
borgarstjórnarmeirihlutinn hefði ákveðið að lyfta launa-
þakinu af. Ríkisstarfsmenn komu síðan í kjölfarið. Og
loks var flugmannadeilan leyst með atbeina ríkisstjórnar-
innar á þeim grundvelli, að launaþakið skyldi hverfa sem
þýddi allt að 270 þús. kr. hækkun mánaðarlauna. Eftir
það skall verkfall farmanna á, sem engar horfur eru á að
leysist í bráð, verkbann hefur verið sett á undirmenn á
farskipum og verkfall mjólkurfræðinga yfirvofandi.
Engin von var til þess, að hinir lægst launuðu myndu
una þessari þróun mála þegjandi, eftir að kjör þeirra
höfðu verið skert með margvíslegum hætti á þriggja
mánaða fresti, en launamismunur farið vaxandi á ný.
Þannig segir í ályktun aðalfundar Iðju, félags verk-
smiðjufólks í Reykjavík, að það sé „gjörsamlega óvið-
unandi að láglaunafélögin í verkalýðshreyfingunni haldi
að sér höndum á sama tíma og hátekjuhópum í
þjóðfélaginu helzt það uppi að rífa sig úr tengslum við hið
almenna launakerfi í landinu og knýja fram stórfelldar
kauphækkanir sér til handa. Við þá þversögn verður ekki
unað, að hinir fjölmennu láglaunahópar séu krafðir um að
sýna stjórnvöldum umburðarlyndi í nafni baráttunnar
gegn verðbólgunni á sama tíma og hátekjuhóparnir fara
sínu fram án tillíts til heildarhagsmuna. Láglaunafólkið
getur ekki og mun ekki sætta sig við að sitja eftir á
botninum rétt einu sinni enn.“
Þegar efnahagslög ríkisstjórnarinnar voru til af-
greiðslu á Alþingi fyrir páskana var því á loft haldið, að
öllum væri frjálst að semja um nýjar grunnkaups-
hækkanir þrátt fyrir þessi lög. Það var líka í samræmi við
það frumkvæði, sem ríkisstjórnin hafði átt að lausn
flugmannadeilunnar. En eftir að farmannaverkfallið
skall á, fór að bera á því, að einstakir ráðherrar teldu
einsýnt, að sú deila yrði ekki leyst án íhlutunar
ríkisvaldsins. Og enn kveður við sama tón eftir atkvæða-
greiðslu opinberra starfsmanna. Þannig verða ummæli
Steingríms Hermannssonar naumast skilin öðru vísi en
svo, að hann telji nauðsynlegt að ríkisvaldið taki
launamálið úr höndum aðila vinnumarkaðsins en kaup og
kjör verði ákveðin einhliða með lagasetningu á Alþingi
eða bráðabirgðalögum. Þessi niðurstaða gengur að
sjálfsögðu þvert á þá reynslu, sem orðin er af tilraunum
þessarar ríkisstjórnar og þeirrar síðustu til þess að hafa
áhrif á kjaramálin með lögum og allar nýjar tilraunir í þá
átt eru dæmdar til að mistakast.
Eins og nú er komið getur engum blandast hugur um,
að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er í rúst. Hún gerði
sér í upphafi vonir um að sameina launþegahreyfinguna á
bak við sig, en nú liggur fyrir, að hún hefur fyrirgert öllu
trausti hjá hinum almenna launamanni, hvað sem um
einstaka verkalýðsforingja er að segja. Þetta sýnir
atkvæðagreiðslan í BSRB framar öðru.
Ef þú ekur hringinn
á Cortinu kostar það
þig 206 þús. krónur
MARGIR HYGGJA eflaust á hringferð í kringum landið á bifreið
sinni á þessu sumri og margur er ef að líkum lætur þegar langt
kominn með að undirbúa slfka ferð. En hvað skyldi hún kosta?
Morgunblaðið leitaði í gær til Félags fslenzkra bifreiðaeigenda og
grennslaðist fyrir um hvort slíkir hlutir hefðu verið reiknaðir út
eftir sfðustu hækkanir á benzfni og tryggingaiðgjöldum.
Sveinn Oddgeirsson varð fyrir svörum og sagði hann, að ef farið
væri f kringum landið á Cortinu mætti reikna með að útgjöld vegna
bifreiðarinnar yrðu 164.910 kr. með afskriftum og ef vöxtum væri
bætt við yrði kostnaðurinn 206.145 krónur. Ef hringurinn er ekinn
á Range Rover kostar ferðin 284.250 kr. með afskriftum og
vöxtum.
Margir breðga sér bæjarleið á
sunnudögum og þá er gjarnan
ekið frá Reykjavík til Selfoss og
sama leið til baka. Sú ferð sagði
Sveinn að kostaði 12.753 krónur
á Cortinu ef sömu forsendur eru
lagðar til grundvallar, en 17.687
á Range Rover.
FIB hefur nýlega gert útreikn-
inga um aðætlaðan reksturs-
kostnað bifreiða af gerðunum
Cortina 1 2D og Range Rover.
Inn í þetta dæmi hafa verið
teknar hækkanir á benzíni og
iðgjöldum ábyrgðartrygginga,
en iðgjöld af kaskótryggingum
hafa enn ekki verið ákveðin.
A Cortinu lítur dæmið út sem
hér segir:
Afskriftir 776.250 kr.
Benzín 409.600 kr.
Smurning 33.000 kr
Hjólbarðar 47.250 kr
Varahlutir 125.000 kr
Viðgerðir 170.000 kr.
Ábyrgðartrygging 81.125 kr
Kaskótrygging 70.750 kr
Bifreiðaskattur 6.100 kr
Útvarpsgjald 0 kr.
Ýmislegt 40.000 kr.
SAMTALS 1.759.075 kr
Vextir 439.769 kr
SAMTALS 2.198.844 kr
Reiknað er með 13V6% af-
skriftum af 2.6 milljónum. Með-
alakstri, sem er 16 þúsund kíló-
metrar á ári. Smurningu og
olíuskiptingu 8 sinnum á ári og
undir liðnum hjólbarðar 2Vi
dekk á ári. Til viðmiðunar vara-
hlutaliðnum var gengið út frá
varahlutakaupum í rekstri bif-
reiða á 7 'fa ári, en er varlega
áætlað að mati FÍB. Gengið var
út frá 50 klukkustundum á ári að
meðaltali í viðgerðir. Trygging-
ariðgjald miðast við 30% á ári,
en ekki er tekið tillit til sjálfs-
ábyrgðar kr. 24.000. Kaskótrygg-
ing er reiknuð með 20% afslætti
og 34.000 króna sjálfsábyrgð.
Undir liðnum ýmislegt er reikn-
að með að einhverjir aukahlutir
séu keyptir í bílinn á árinu.
I áætlun um reksturskostnað á
Range Rover er að flestu leyti
reiknað út frá sömu forsendum.
Þó er reiknað með að meðalakst-
ur sé 25 þúsund kílómetrar á ári
og smurningu og olíuskiptingu
10 sinnum á ári. Dæmið með
stærri bílinn lítur þannig út:
Afskriftir 1.687.500 kr
Benzín 1.344.000 kr
Smurning 65.480 kr.
Hjólbarðar 91.750 kr.
Varahlutir 150.000 kr.
yiðgerðir 180.000 kr.
Ábyrgðartrygging 117.288 kr.
Kaskótrygging 129.600 kr.
Bifreiðaskattur
Ýmislegt
Samtals
Vextir
Samtals
6.100
40.000
3.811.718
925.930
4.737.648
Hver kílómetri á Cortinunni
kostár samkvæmt þessu 137.43
kr. en á Range Rover 189.50.
56.3% af benzínverðinu
fara í skatta
Þá hefur Morgunblaðinu
borizt frétt frá Félagi íslenzkra
bifreiðaeigeigenda þar sem FIB
bendir á að skattheimta ríkisins
af bifreiðum og rekstrarvörum
þeirra sé bæði orðin óheyrilega
mikil og óeðlileg. Þá er bent á að
benzínverð hér á landi sé orðið
hið hæsta af öllum löndum næst
okkur. I fréttinni segir svo um
ástæður fyrir hækkun benzínr
verðs úr 205 krónum í 256
krónur:
„Verð á benzínlítra var í dag
hækkað úr 205 krónum upp í 256
krónur.
Hækkun þessi var talin af
tveim ástæðum:
1. Hækkun á benzíni frá hendi
hins rússneska seljanda um
51% eða 26 krónur pr lítra.
Innkaupsverð hvers lítra er
þannig 77 krónur eins og er.
2. Hækkun íslenzkra ríkisins
umfram samþykkt fjárlög Al-
þingis fyrir árið 1979, um 23
kr./ lítra þrátt fyrir yfir-
lýsingar ráðherra um, að
hækkanir á olíuvörum ætti
ekki að vera skattstofn
íslenzka ríkisins.
Félag íslenzkra Bifreiðaeig-
enda hefur margbent á, að skatt-
heimta ríkisins af bifreiðum og
rekstrarvörum þeirra sé bæði
orðin óheyrilega mikil og óeðli-
leg, og bent er á, að benzínverð
hér á landi er orðið hið hæsta af
öllum löndum næstum okkur.
Bent er á, að innkaupsverð er
svo hátt, að það er í heildsölu til
Islendinga hærra en af smásölu-
dælu í Bandaríkjunum, en þar
kostar lítrinn 66 krónur. Það er
því full ástæða að endurskoða
frá grunni innkaupasamninga
þá, sem í gildi eru með ofan-
greint í huga.
Sundurliðun verðlags á
benzini er eftirfarandi:
síðasta hækkun núverandi
verð verð
Innkaupsverð (CIF) 51 26 77
Innlendir skattar 121 23 144
Annar innlendur kostn. 33 2 35
205 51 256
Bandaríkjaflug Flugleiða:
Vilja fá að lenda á
vestnrströndinni
BANDARÍSKA utanríkisráðu-
neytið hefur nú til athugunar
óskir frá fslenzkum stjórnvöldum
um að rýmkuð verði flugréttindi
Flugleiða á Atlantshafsleiðum og
fjöigað lendingarstöðum f Banda-
rfkjunum og þá fyrst og fremst á
vesturströndinni, t.d. Los
Angeles og San Francisco.
Benedikt Gröndal utanríkisráð-
herra tjáði Mbl. að Flugleiðin.
hefðu snúið sér til samgönguráðu-
neytis með þessar óskir en það
sneri sér síðan til utanríkisráðu-
neytisins. Hans G. Andersen
sendiherra Islands í Bandaríkjun-
um fór nýlega á fund í utanríkis-
ráðuneytið í Washington og lagði
óskirnar fram formlega.
Sem fyrr segir felst tvennt í
óskum Flugleiða. í fyrsta lagi óska
Flugleiðir eftir þvi að hluti af
Atlantshafsfluginu milli Evrópu
og Bandaríkjanna verði án milli-
lendingar á Islandi eins og er og í
öðru lagi óska Flugleiðir eftir því
að fá að lenda á fleiri stöðum í
Bandaríkjunum og þá einkum á
vesturströndinni. Munu Flugleiðir
aðallega hafa í huga Los Angeles
og San Francisco samkvæmt því
sem Mbl. hefur fregnað.