Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979
öryrkjar, aldraðir og láglaunafólk:
Gert ókleift aðeiga
og reka bifreið
— Stærsti verðþáttur benzíns ríkisskattar
ODDUR ÓLAFSSON (S), þingmaður Reyknesinga,
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær og
spurðist fyrir um, hvort ríkisstjórnin hygði á hliðarað-
gerðir vegna tvöföldunar bensínverðs á tæpu ári, til að
gera öryrkjum, öldruðum og öðrum láglaunahópum
kleift að eiga og reka bifreið. Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra kvað engar sérstakar ráðstafanir
tiltækar í þessu efni, enda hefði ríkisstjórnin efnt til
viðbótarútgjalda, er tæki úpp viðbótarhagnað af
bensínskatti í bensínverði. Efnisatriði úr fyrirspurn
Odds og svari ráðherra fara hér á eftir.
Oddur ólafsson
Mega aldraöir og
öryrkjar eiga bifreiö?
Vegna þeirra atburða er
skeðu nú um helgina, þegar
verð á bensíni og olíu hækkaði
mjög verulega, þ.e.a.s. þegar
verð á bensíni hækkaði úr 205
kr. í 256 kr. þá spyr ég hæst-
virtan ráðherra að því, hvort
þéir sem að þessari verðlagn-
ingu stóðu, eða bera á henni
ábyrgð, muni hafa gert sér
grein fyrir þeim gífurlegu
áhrifum, sem aðgerðin hefur
á kjör öryrkja, aldraðra og
annarra láglaunahópa.
Ennfremur spyr ég, hvort
nokkrar hliðarráðstafanir séu
væntanlegar til þess að létta
hinum verst settu þessar
auknu byrðar.
Á undanförnum áratugum
hafa stjórnvöld veitt öryrkjum
verulegar eftirgjafir á
aðflutningsgjöldum til þess að
auðvelda þeim að eignast
einkabifreiðar. Einnig hefur
Tryggingastofnun ríkisins um
áraraðir veitt öryrkjum
nokkur lán til bifreiðakaupa.
Þessa get ég hér vegna þess, að
það sýnir að stjórnvöld viður-
kenna, að einkabíllinn sé
öryrkjum nauðsynlegur.
Þar eð þessar öryrkjaeftir-
gjafir hafa verið um 400 ár-
lega, þá er það augljóst, að
þúsundir öryrkja aka nú sín-
um bíl, fjöldi þeirra getur með
þessari aðstoð unnið einhver
störf, en sá hópur er einnig
stór, sem bíllinn hleypir út úr
fangelsi einangrunarinnar og
eykur þannig á lífshamingju
og fjölbreytni í lífi þessa fólks.
Einkabíllinn er ennfremur
öldruðum ótvíræð nauðsyn, til
þess að vega gegn áhrifum
einangrunar og annarra
félagslega örðugleika, sem
vilja hrannast upp, þegar
starfsævi lýkur.
Bensínverö, tryggíngar
og ríkisskattar
Einkabíllinn er metinn í
vísitölunni sem 11,7% af
framfærslunni. Nú þegar
bensínlítrinn er kominn upp í
256 kr, þegar ábyrgðir og
kaskótryggingar losa 200 þús.
árlega, þegar vextir af lausa-
skuldum eru 25% og gangur af
dekkjum kostar yfir 100 þús.
þá er verið að gera láglauna-
hópum ómögulegt að eiga bíl
og aka honum.
Það eru ekki aðeins öryrkjar
og ellilífeyrisþegar sem
virðast nú þurfa að leggja
bifreiðum sínum og hverfa
aftur til lifnaðarhátta
hallærisáranna.
Þúsundir launafólks eru
með 200—300 þús. kr.
mánaðarlaun. Fólk, sem býr
alllangt frá sínum vinnustað,
verður að aka allt að 100 km
mánaðarlega að og frá vinnu.
Þetta fólk verður fyrir nærri
óbærilegri kjararýrnun.
Mestur fjöldi þessa fólks býr
hér á Faxaflóasvæðinu, en
reyndar er þetta vandamál nú
víðs vegar um landið. Ég þarf
ekki að gera hæstvirtum ráð-
herra grein fyrir því, hve
naumt áðurgreindum lág-
launahópum er skömmtuð
framfærslan.
Örorkubætur með tekju-
tryggingu eru nú 104.364 kr. á
mán. Örorkulífeyrir hjóna, séu
bæði öryrkjar er 182.384 kr. og
ellilífeyrir hjóna nemur sömu
upphæð.
Fullfrískir launþegar á
vinnualdri, sem starfa skv. 11.
taxta Dagsbrúnar eða Iðju-
taxta munu vera með innan
við 200 þús. fyrir dagvinnu
mánaðarins.
Rekstur bíls
og vísitalan
Kostnaðurinn við einkabíl-
inn er því ekki lengur 11,7% af
framfærslunni. Með mikilli
sparsemi má gera ráð fyrir,
að hann sé 80—100 þús. á
mán. og er þá öllum ljóst, að
öryrkjar verða að leggja bíl-
um sínum, en f jöldi launþega
verður að greiða ekki 11,7%
af framfærslulífeyrinum í bíl-
inn heldur 40—50%.
í e.d. þings 24/2 sl. spurði ég
hæstvirtan fjármálaráðherra
um það nýlega, hvort hlutur
ríkissjóðs mundi lækkaður í
framtíðarverðlagningu ben-
síns. Hann tók því líklega og
m.a. þess vegna þá átti ég von
á annarri verðákvörðun. Af
256 kr. renna nú 144 kr. til
ríkissjóðs — er nú ekki mælir-
inn fullur — væri ekki reyn-
andi að lækka stærsta verð-
þátt bensínsins, skattahlut
ríkisvaldsins til að auðvelda
þeim, sem erfiðast eiga að
komast af. Mér er þó ljóst, að
aðrar aðgerðir þurfa að koma
til ef áðurgreindum láglauna-
hópum á að vera það kleift, að
lifa við þær aðstæður áfram
sem verið hafa á undanförnum
árum. Því spyr ég: Eru hliðar-
ráðstafanir væntanlegar,
þannig að áðurgreindir hópar
geti áfram átt og rekið sinn
bíl?
Engin breyting á
ríkishluta bensínverös
Svavar Gestsson viðskipta-
ráðherra sagði enga breytingu
ráðgerða á prósentuhluta rík-
isskatta í bensínverði, þrátt
fyrir hækkanir innkaupsverðs
erlendis. Verðhækkunaraldan
væri ekki yfir gengin, þótt
síðasta verðstökkið væri lík-
lega þeð mesta. Ríkisskattar í
bensínverði hækkuðu senni-
lega um 1000 til 1100 milljónir
króna vegna síðustu bensín-
hækkunar erlendis. Þessi
tekjuauki færi í að tvöfalda
olíustyrk, úr 910 m.kr. í 1820
m.kr., til að mæta niðurfell-
ingu söluskatts á gasolíu, 235
m.kr., og til að fjármagna
orkusparandi athuganir ýmiss
konar. Ekkert yrði því eftir í
ríkissjóði af þessum tekju-
auka.
Ráðherra sagði rétt hjá
Oddi að mismunur á iðgjöld-
um bifreiða (vegna trygginga)
væri algjörlega óeðlilegur,
enda forsendur þessa mismun-
ar niður fallnar. Ríkisstjórnin
muni athuga breytingar á
þessu atriði. Ráðherra viður-
kenndi að þessi stefna varð-
andi hluta ríkissjóðs í bensín-
verði, kæmi illa við aldraða og
öryrkja, og fyrirspurn Odds
væri ekki án tilefnis.
Engar úrbætur
vegna láglaunahópa
Oddur Ólafsson (S) harm-
aði, að ríkisstjórnin hefði ekki
í huga neinar aðgerðir til
lækkunar skatthluta í bensín-
verði, eða til að mæta sérstöðu
aldraðra og öryrkja, sem verið
væri að gera ókleift að eiga og
reka bifreiðar. Þúsundir lág-
launafólks, sem ættu bifreið-
ar, horfðu nú fram á tíma
liðinna hallærisára, varðandi
þennan þátt í daglegu lífi sínu,
meðan ríkisskattur væri
stærsti verðþátturinn í sölu-
verði á bensíni.
Matthías Bjarnason alþingismaður:
íslenzkir hagsmunir
á Jan Mayen svæðinu
Matthías Bjarnason, fv.
sjávarútvegsráðherra,
sagði m.a. í umræðu um
utanríkismál (skýrslu
utanríkisráðherra) að
hraða bæri samþykkt
frumvarps að lögum um
landhelgi, efnahagslög-
sögu og landgrunn, bæði
vegna þróunar í hafréttar-
málum almennt og
væntanlegra umræðna um
Jan Mayen-mál.
íslenzkir hags-
munir á Jan
Mayen-svæði
Þingmaðurinn rekti efnisinni-
hald draga að hafréttarsáttmála,
er varða réttindi og lögsögu
umhverfis óbyggðar eyjar og
kletta og ákvæði íslenzkrar
reglugerðar (útg. 15. júlí 1975) um
útfærslu fiskveiðilögsögu í 200
mílur, varðandi mörk milli íslands
og Jan Mayen. Miðað við þáver-
andi aðstæður hafi verið talið rétt,
að miða framkvæmd til bráða-
birgða við miðlínu, með eindreg-
inni yfirlýsingu þess efnis, að með
því væri í engu slakað á rétti til
fullrar útfærslu eða hafsbotns-
réttinda utan 200 mílna.
MBj sagði aðstæður nú verulega
breyttar, m.a. vegna veiðihags-
muna á loðnu og fiskifræðilegra
niðurstaðna þess efnis, að það
væri sami loðnustofn, sem hér
veiddist og á Jan Mayen-svæði.
Göngur þessa stofns næðu og til
hafsvæðis, sem næði inn á
væntanlegt yfirráðasvæði Græn-
lendinga.
Meginrök íslend-
inga varðandi
Jan Mayen.
M.Bj sagði að hafréttarreglur
varðandi eyjar, sambærilegar Jan
Mayen, væru óafgreiddar. íslend-
ingar yrðu þó að standa vel á verði
varðandi rétt sinn og hagsmuni á
þessu hafsvæði og styrkja stöðu
sína sem kostur væri. Það, sem
styddi okkar málstað væri fyrst og
fremst:
• 1) Jan Mayen er á okkar land-
grunni.
• 2) Svæðið er nafngreint á
öllum jarðfræðikortum „ís-
lenzka hásléttan“ (Icelandic
Platau) og dýpi yfirleitt 1-2000
m eða minna.
• 3) Úthafðgjá er milli Noregs
og Jan Mayen, u.þ.b. 3500 m á
dýpt.
• 4) Jan Mayen varð fyrst anex-
ía Noregs 1921 og ekki innlim-
uð fyrr en 1930. Fram að þeim
tíma var hún allt eins talin
íslenzk og norsk.
• 5) íslendingar sóttu rekavið
til Jan Mayen um langan tíma
og hafa alltaf talið sér heimila
nýtingu þessa hafsvæðis.
• 6) Hafréttarreglur eiga að
byggjast á sanngirnissjónar-
miðum fyrst og fremst, og
óbyggð smáeyja (veður-
athugunarstöð), sem fyrir til-
viljun varð norsk en ekki
íslenzk, á ekki sömu sann-
girniskröfur og þjóðland, sem
Matthfas Bjarnason.
byggir þjóðarbúskap nær
einvörðungu á fiskveiðum og
fiskvinnslu.
• 7) Engar alþjóðareglur hafa
myndast um óbyggðar smá-
eyjar á landgrunni annars
ríkis. Fordæmi þar um eru
ekki til
• 8) Efnahagslögsaga
Norðmanna við Jan Mayen