Morgunblaðið - 09.05.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
tilboö — útboö
__________tifkynningar__________|
Tilkynning um
lóðahreinsun
á Selfossi vorið 1979.
Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar
ber umráöamönnum lóða, að halda þeim,
hreinum og snyrtilegum.Umráðamenn lóða,
eru hér með minntir á, að flytja nú þegar,
burt af lóðum sínum, allt sem veldur
óþrifnaði og óprýði, og Ijúka því, fyrir 2. júní
n.k. Fram til þess tíma, veitir áhaldahús
bæjarins, aðstoð, við að fjarlægja rusl
endurgjaldslaust. Sími áhaldahússins er 1388.
Úrgang og rusl, skal flytja á sorphaugana, á
þeim tíma sem hér segir: mánudaga —
fimmtudaga kl. 9—17, föstudaga kl. 9—22,
og laugardaga kl. 9—17.
Heilbrigðisnefnd Selfoss.
Fiskiskip
Höfum til sölu m.a. 99 rúmlesta stálskip
smíöað 1973 með 425 hp. Caterpillar aðal-
vél.
SKIPASALA- SKIPALEIGA,
JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SÍMI 29500
Fiskiskip
Höfum m.a til sölu 12 rúml. plankabyggöan
bát, smíðaður 1973 með 127 hp. Volvo Penta
vél. Báturinn er mjög vel útbúinn tækjum og
með 21/2 tonna togspil.
SKIPASALA-SKIPALEICA,
JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SÍML 29500
Bókalisti vikunnar
Vestfirskar œttir 1—2, Ljóö Stefáns Ólafssonar 1—2, Safn
Fræöafélagslns, Blskupasögur Sögufélags 1—2, fslendlngasögur,
Siguröar Krlstj. 1—13, fslendingasögur 1—43, löunn 1—7, Árbók
Feröafélagslns 1—50, Tímarit Máls og menningar, Rltsafn Elnars
Kvaran 1—6, Rlt Gunnars Gunnarssonar 1—8, Rltsafn Knuts
Hamsuns 1 —15, Oehlenschláger 1—6, De Islandske sagaer 1—3,
Þjóösðgur Jóns Árnasonar 1—6 (sklnnb.), Þjóösagnabók Ásgrfms,
Bókmenntasaga Flnns J„ Fornar graflr og fraeölmenn, Graflr og
grónar rústlr, Faxi dr. Brodda, Snót 1877, Náttúruskoöarinn 1798,
Tföavísur 1853, Grasnytjar Olaviusar 1783, Ævlsaga Jóns Stelngrfms-
sonar, Grund í Eyjaflröf, Island vlö aktahvörf, Hefmurlnn okkar, fróölelkur,
trúarbrðgö mannkyns, Frumstæöar þjóðlr, Sólskln 1—30, Myndir
Einars Jónssonar 1—2, Útfararmlnnlng Jóns forseta og frú
Ingibjargar, Kommúnistaávarplö (gamla útgáfan), Söngvar jafnaöar-
manna 1923, Hemlngsrfmur, Landneminn 1—4, Tföindl frá
nefndafundum 1839 og 1841, Ferö án fyrlrheits no, 11/100, Gerska
ævintýrlö, Kaþólsk vlöhorf, Undlr Helgahnúk, Edda Þórbergs, Nel
eftir Ara Jósefsson, ritsafn Gests Pálssonar. Auk þess höfum vlö
þúsundir bóka f öllum greinum: Heimspekl, trúarbrögö, þjóölegur
fróölelkur, héraössaga og ættfræöl, Ijóö, bækur ofsóttra ungskalda
og viöurkenndra góöskálda, náttúrufræöl, feröabækur, þýddar sögur
o.m.fl. — auk góös vals pocket bóka á ensku, dönsku, þýzku og
frönsku.
Sendum f póstkröfu.
Fornbókahlaðan
Skólavörustíg 20
Reyklavík. Síml 29720.
Veiðivötn til leigu
Eftirtalin veiðivötn á Auðkúluheiði eru til leigu
næsta sumar: Galtaból, Þrístikla, Mjóavatn,
kofi fylgir, vestara Friömundarvatn og
Hrafnabjargartjörn.
Tilboðum sé skilað fyrir 10. júní til Þorsteins
H. Gunnarssonar, Syöri Löngumýri, sími
95—7119 sem gefur nánari upplýsingar.
Orkubú Vestfjaröa
Útboð
Tilboö óskast í lagningu hitaveitu á ísafirði.
Útboösgögn veröa afhent hjá tæknideild
Orkubús Vestfjarðar, ísafirði og Fjarhitun
h.f., Álftamýri 9, Reykjavík, frá 11. maí.
Skilatrygging kr. 30.000,-
Tilboðum skal skilað til tæknideildar Orku-
bús Vestfjarða, eigi síðar, en föstudaginn 21.
maí 1979 kl. 10 og verða þau opnuð að
viðstöddum bjóðendum.
Tæknideild Orkubús Vestfjarða.
Heimdallur
Aöalfundur Helmdallar veröur haldlnn sunnudaglnn 13. maí kl. 14 f
Sjálfstæölshúslnu Háaleltlsbraut 1.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Félagar fjölmennlö.
Stjórnln.
Páll H. Árnason:
Fórnin
Verðmætið gegnum lífið er
fórnin
en til þess veit eilífðin alein rök“.
í Morgunblaðinu 26. marz sl.
helga þrír prestar Drottinsdaginn
með pistli um krossinn og Guðs-
lambið, sem ber synd heimsins.
Ekki er lýsing þeirra glæsileg á
hinum kristna heimi í dag eftir
nær tvö þúsund ára kristniboð
heilagrar kirkju. Og spurningar
vakna. Hve mikið af syndum
jarðlífsins hefir Guðslambið borið
í burtu? Og hefir krossdauði Jesús
sætt heiminn við Guð föður?
Eða eru prestarnir að tala
eitthvert líkingamál við söfnuð-
ina, svo „sjáandi sjái menn ekki og
heyrandi heyri menn ekki né
skilji“ þann boðskap í kenningu og
líferni Jesús, sem hann kallaði
gleðiboðskapinn um guðsríki, og
átti að skapa friðarríki kærleik-
ans á jörðinni. Reynslan af hinum
kristna heimi nútímans virðist
sanna að það hlýtur að vera
eitthvað meira en lítið bogið við
hina kirkjulegu kristniboðun, að
hún skuli ekki hafa bætt jarðlífið
meir en raun ber vitni enn þann
dag í dag. Og stærsta meinið er
augljóslega afhjúpað í áðurnefnd-
um Morgunblaðspistli, það hefir
alltaf fylgt kristindómsboðuninni
og sljóvgað árangurinn, meinið er
þetta. í kenningu kirkjunnar er
algjörlega umsnúið stóru atriði í
þeirri Guðföður mynd, sem Jesús
með kenningu sinni og líferni var
að reyna að troða inn í hugskot
mannanna, en sem þeir hafa enn
ekki getað tekið við, nema að litlu
leyti. Jesús sagði og sýndi að við
sættumst við Guð með því að
fórna okkur fyrir aðra, en ekki
með því að fórna öðrum fyrir
okkur. hvorki dýrum né mönnum.
Mér finnst næstum að blessaðir
pistilsprestarnir mundu taka því
fagnandi að fá snotur fórnaralt-
ari, svipuð og sýnd eru á mynd í
áðurnefndri grein, í kirkjurnar, þó
því fylgdi slátrun páskalambsins
og dreifing blóðsins yfir „náðar-
stólinn" eða bara kirkjugesti,
þeim til réttlætingar. En allt
gerist þetta víst í kvöldmáltíðinni,
því „sá sem etur mitt hold og
drekkur mitt blóð sá er í mér og ég
í honum". Heilög orð það. En
jafnvel í Jesaja 1. segir: „Hvað
skulu mér hinar mörgu slátur-
fórnir? segir Drottinn ... hendur
yðar eru alblóðugar ... þvoið yður,
hreinsið yður ... rekið réttar hins
munaðarlausa, verjið málefni
ekkjunnar", o.s.frv. Þó heyrist
stundum hjá prestúm, að menn
skilji ekki frelsunina, sem felist í
krossdauða Jesú, en þá fylgir það
jafnan að þar sem þetta standi í
„Guðs orði“ sé það óvéfengjanleg-
ur sannleikur. Nú er það þó
staðreynd að frásögnum af at-
burðum páskadagsmorgunsins ber
ekki saman í guðspjöllunum í
nokkrum atriðum, en þar sem allt
á að vera rétt sem í „Guðs orði“
stendur, getur sannleikurinn
þannig talað tveim tungum eða
fleiri. Mér sýnist augljóst að svo
sé um sumt það, sem lagt er í
munn Jesús, t.d. hann segir við
hórseku konuna, sem átti að
grýtast til bana eftir „heilögu"
lögmáli gyðinga: Ég sakfelli þig
ekki, o.s.frv. Og við lögmálsfull-
trúana sagði hann: Sá sem synd-
laus er kasti fyrstur steini á hana.
Þannig kom Jesús fram við alla
syndara. Hvernig á hann þá að
segja við syndarana í endurkomu
sinni: Farið frá mér böivaðir í
þann eilífa eld sem búinn er
djöflinum og árum hans. — Eða er
Jesús líklegur til þess að stinga út
það auga, sem hneykslar, eða
afhöggva þá hönd, sem stelur.
Nei, slík ummæli sem eftir
honum eru höfð sýna annað
tveggja, að Hann hefir talað
„tungum tveim" sem alls ekki er
hægt að ætla manni með svo
fullkomnu líferni, eða þetta eru
mannasetningar, eignaðar Jesú til
þess að gefa kristninni það vald,
sem hún ríkulega hefir notað
gegnum aldirnar, með helvítis
ógnum, hvers konar pyntingum og
manndrápum. Það hefir reynzt
kristninni dýrt, hve „Guðs orðið"
talar mörgum tungum.
Margs konar ofsóknum hefir
verið beitt í nafni hans, sem
sagðist kominn til þess að frelsa
syndara, en ekki réttláta, sem
sagði: að það yrði meiri gleði á
himnum yfir einum syndara er
bætti ráð sitt en yfir þeim níutíu
og níu, sem ekki þyrftu yfirbótar
við; sem sagði: það sem þér gjörið
einum þessara minna minnstu
bræðra, það gjörið þér mér. En
svartasti bletturinn með ljótasta
halann í nútímanum er friðþæg-
ingarkenningin. Að fórna saklaus-
um til réttlætingar sekum. Ávöxt-
urinn blasir hvarvetna við í dag.
Enginn getur verið óhultur um
líf sitt vegna einstaklinga eða
félagasamtaka, sem drepa hvern
sem er til þess eins að vekja
eftirtekt á baráttumálum sínum
eða til fjárkúgunar.
Ágengasti púkinn í okkar þjóð-
félagi er lögvernduðu barna-
morðin á tízkumáli, fóstureyðing-
ar. Heill norska prestinum, sem
sagt er að hafi sagt sig úr lögum
við ríkið vegna setningu slíkra
ólaga. Svo er verið að kenna
félagslegum aðstæðum kvennanna
um þennan ófremdarverknað hér,
þar sem allt er fullt af styrkjum
og fríðindum. Náskyldar þessum
ófögnuði eru þjóðfélagslegar
þvingunaraðgerðir hagsmunahóp-
anna, sem taka lögin í sínar
hendur hvenær sem þeim býður
svo við að horfa í trássi við öll
stjórnvöld. Þar líður margur sak-
laus vegna taumlausrar frekju
félagsstjóra, er gera sitt til að
skapa múgsálir í félögum sínum.
(Og spyrja má: Hvaða siðgæðis-
flokki þjónar sú landsföðurlega
þingsályktunartillaga að auka enn
á sportbílakaup landsmanna með
skattaafslætti á smábílum, meðan
skattheimta ríkisins af oliu til
fiskibáta, húshitunar og nauðsyn-
legs aksturs er langt úr hófi
fram.) — Það er furðulegt að
krossfesting Jesús skuli gerð af
sáluhjálparatriði, sem Guð hefði
alls ekki leyft, ef tilgangurinn
hefði ekki verið friðþæging fyrir
syndir mannanna. Hvað þá um
alla aðra píslarvotta, sem saklaus-
ir hafa verið kvaldir og deyddir,
jafnvel grimmilegar en Jesús.
Vafalaust hafa þeir allir hrópað
til Guðs, eins og Jesús í Geste-
mane og beðið að taka þann bikar
frá sér. Og Guð hefir daufheyrzt,
af því að hjá honum eru allir
jafnir fyrir lögum. Hann er ekki
hlutdrægur.
Sjálfsagt veit enginn nema Guð
tölu allra þeirra píslarvotta, sem
látið hafa lífið síðan Jesús leið og
sömu ókindur hafa grandað og
grönduðu honum, trúarofstæki og
stjórnmálarefskákin.
Svipað má segja um upprisu
Hans. Þrátt fyrir hana eru fjöl-
margir, lærðir sem leikir, innan
kristninnar tvístígandi yfir því,
hvort nokkurt framlíf sé til.
Sennilega er orsökin til þessa efa
sú, að upprisa Hans er gjörð
trúarlega ósambærileg við nokkr-
ar aðrar sannanir fyrir fram-
haldslífi. En það er hún aðeins að
því leyti, að Hann á að hafa risið
upp í sínum holdslikama, sem er
líklegt, en varla sannanlegt. Og
vegna slíkra kredda, vilja margar,
máske flestar, kirkjudeildir og
sértrúarhópar, ekki opinberlega
viðurkenna sannanir samtímans,
jafnvel vel vottfestar, um framlíf
og samband við framliðna, sem
geta komið og farið gegnum læst-
ar dyr eins og Jesús. Þó eru
sálfarir manna skýrasta sönnunin
fyrir andlegri verund mannsins.
Verund sem stundum getur yfir-
gefið líkamann að takmörkuðu
leyti og sameinast honum aftur,
meðan maðurinn enn er lífs.
Glöggar frásagnir af slíkum að-
skilnaði er að finna m.a. i bókinni
„Lífið og ódauðleikinn" eftir Har-
ald Níelsson í kaflanum „Um svipi
lifandi rnanna". Einnig hafa sumir
miðlar okkar gefið okkur dýrmæt-
ar frásagnir af slíkri reynslu, sem
hefði áreiðanlega verið viður-
kennd sem guðleg gáfa, í ævin-
týrabláma trúar og fjarlægðar, þó
nú mæti fordómum margra þeirra
er sízt sky'ldi.
Mér skilst, að einn af mestu
andans mönnum þessarar aldar,
Krishnamurti, haldi því fram, að
til þess að vera sannur í lífinu,
þurfi hver og einn að skapa sér
sinn guð og sinn sannleika að
eigin mati. Ég hefi alltaf verið
þessarar skoðunar og kann því
mjög illa, að heyra í prestvígslum
prestefnin lofa því að kenna eftir
ákveðnum kennisetningum, í stað
þess að brýnt sé fyrir þeim að
kenna aðeins eftir sannfæringu
sinni.
Ég held að einlæg kærleiksþjón-
usta og frjáls og víðsýn sann-
leiksleit sé eina hugsanlega sátt-
argjörðin við Guð.
Á sumardaginn fyrsta ’79
Páll II. Árnason, Ve.