Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979
5
Fréttastofa útvarps
vísaði engu á bug
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
svofelld athugasemd frá Frétta-
stofu útvarpsins:
í að minnsta kosti fjórum dag-
blöðum í gær og í dag heldur
Pétur Pétursson þulur því fram,
að ríkisfjölmiðlarnir hafi vísað á
bug tilmælum Andófs ’79 um að
segja orð um úrslit atkvæða-
greiðslu BSRB.
Af þessu tilefni skal tekið fram,
að hvorki Pétur Pétursson né
aðrir andófsmenn báru fram slík
tilmæli við fréttastofu útvarpsins,
þannig að fréttastofan vísaði engu
slíku á bug.
Fréttastofan leitaði ekki álits
Andófs ’79 á úrslitunum, og ekki
heldur formælenda fjölmennra
félaga ríkis- og bæjarstarfs-
manna, sem þegar í janúarmán-
uði, löngu áður en Andóf ’79 varð
til, andmæltu samkomulagi BSRB
og fjármálaráðherra, og unnu að
því að samkomulaginu yrði hafn-
að, enda hefði þá fátt annað
komist að í fréttatímum útvarps-
ins.
Við vísum því á bug ósannind-
um Péturs Péturssonar í þessu
efni.
Fréttastofu útvarpsins 10/5 ’79,
Sigurður Sigurðsson.
Opnuð verður í kvöld í Menntaskólanum á Akureyri sýning á
ljósmyndum frá samtökum fréttaljósmyndara. Samtökin héldu
nýverið sýningu í Norræna húsinu í Reykjavík og verða sendar
norður fimm myndir frá hverjum ljósmyndara er sýndi á þeirri
sýningu. Sýningin verður opin fram á miðvikudag í næstu viku.
Eyrbekkingar og Stokkseyringar:
Alþingi taki þegar
i stað ákvörðun
um brú yfir Ölfusá
Eyrarbakka, 9. maí.
HREPPSNEFNDIR Eyrarbakka og Stokkseyrar komu saman til
sameiginlegs fundar í gær, þar sem fjallað var um byggingu brúar
yfir Olfusá við Óseyrarnes. Á fundinn var sérstaklega boðið öllum
alþingismönnum Suðurlandskjördæmis, og komu þeir allir. Á
fundinum var svohljóðandi ályktun
„Sameiginlegur fundur hrepps-
nefnd,a Eyrarbakka- og Stokkseyr-
arhrepps, haldinn að Stað á Eyr-
arbakka 8. maí 1979, ítrekar fyrri
áskoranir til Alþingis íslendinga
um að draga ekki lengur en þegar
er orðið að taka ákvörðun um
byggingu Ölfusárbrúar í Óseyrar-
nesi.
Hvert ár sem bygging brúarinn-
ar dregst kostar Eyrbekkinga og
Stokkseyringa meira en hundrað
milljónir króna í beinum kostnaði,
sem þeir hljóta senn að kikna
undan. Þess vegna hljóta þessar
Ferming
Þingeyrarkirkja. Ferming n.k.
sunnudag 13. maí kl. 2 e.h.
Fermdir verða:
Guðmundur Jakob Svavarsson,
Öxi.
Gunnar Ellertsson,
Bjarnarstöðum.
Jón Hlynur Hreinsson,
Leysingjastöðum.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN Morgunblaðsins af
blaðamannafundi vegna komu
prófessors Parkinsons til íslands
slæddist sú meinlega villa inn að
Vilhjálmur Jónsson var sagður
hafa þýtt „Lögmál Parkinsson
árið 1959. Hið rétta er að Vil-
mundur Jónsson fyrrverandi land-
læknir þýddi bók Parkinsons.
Biðst blaðið velvirðingar á þessum
mistökum.
samþykkt:
sveitarstjórnir að binda allt sitt
traust við að afgerandi fjárveiting
á vegaáætlun fyrir árið 1979 til
1982, tryggi byggingu brúarinnar,
en lýsa ella allri ábyrgð á hendur
Alþingi um örlög þorpanna."
— óskar.
Keflavík:
Rannsókn
fíkniefna-
málsins
miðar vel
RANNSÓKN fíkniefnamáls-
ins í Keflavík er í fullum
gangi og miðar henni vel
áfram, að sögn óskars bór-
mundssonar rannsóknarlög-
reglumanns, sem annast
rannsóknina ásamt fíkni
efnadeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Óskar sagði ennfremur, að
svo virtist sem þetta meinta
fíkniefnamisferli væri
allumfangsmikið og hafa all-
margir verið yfirheyrðir auk
þeirra þriggja Keflvíkinga,
sem eru í gæzluvarðhaldi
vegna rannsóknarinnar.
Mennirnir, sem allir eru á
þrítugsaldri, voru úrskurðaðir
í 23—25 daga gæzluvarðhald
og eru þeir nú í Síðumúlafang-
elsinu.
□ BLUSSUR □ TREFLA
□ SKYRTUR □ LEÐURKÁPUR
□ BOLI O.fl. O.fl.
Opið til kl. 7 I kvöld og
milli 9—12 laugardag.
tIzkuverzujn unga FÓLKSINS
Uyp KARNABÆR
®Laugavegi 66. Sími frá skiptiboröi 28155.