Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 Nóg að gera hjá Óskari stýrimanni við að Vel í petta net, bæði Þorskur og ufsi, og pví nóg að gera í úrgreiðslunni. draga af spilinu. Myndir og texti: Sigurgeir Jónasson Ég varðist með því að segja, að þessar trossur hefðu allar verið legðar áður en ég kom um borð og að netin væru orðin svo helvíti léleg. Bíðið bara næsta róðuro, því þá verður fyrst að marka, hvort ég er fiskifæla. Sigurjón hafði gaman af og sagði mér bara að vera rólegur, því við fengjum eitthvert kropp í seinni trossunni, allavega ufsa. Já, hann vissi alveg hvað hann sagði, því að nokkuð jafnt var í þær síðustu, milli 500—600 í trossu, blandað til helminga þorskur og ufsi. I eitt og eitt net alveg bunkað. Góðir neistar í glefsum, strákarnir sungu við dráttinn og juku hraðann. Það var góð sam- vinna og fín stemning hjá strákunum. Matti vélstjóri söng rokkið og „bítið“ hærra en vélin hafði. Sigurjón alltaf á sínum stað í glugganum og aldrei eitt einasta styggðaryrði. Mikill floti á miðunum Ég fékk allgott myndaefni, þegar beztu netin komu bunkuð. Á þessu svæði var nú kominn mikill floti. Ekki bara bátar, heldur einnig skip. Það var öllu líkara að verið væri á loðnu- miðum, því flestir þeir stóru yfirbyggðu, sem voru á loðnu, en fengu leyfi á, net, voru komnir með netin þarna. Bátar víða að, t.d. frá Hornafirði, Keflavík, Reykjavík og víðar. Við það að þarna voru komnir svo margir bátar var heldur minni von, að allir fengju mikið og var það því enn eitt svar mitt til strákanna, þegar verst gekk. Seinni partinn eða undir kvöld var búið að draga og þá var snæddur kvöldverður, tvö ofn- steikt læri með öllu tilheyrandi. Hann var sannarlega snaggara- legur að gera veizlumat, hann Ægir! Mér fannst hann alltaf vera úti á dekki, í úrgreiðslunni. Hvað um það, maturinn var góður og honum gerð hraustleg skil, svo vonlegt var eftir langan og mikinn dag. Að máltíð lokinni var aðeins horft á sjónvarpsfréttir, en að þeim loknum var tekið upp mikið mannlífskarp. Bar margt á góma, s.s. vinnutími, vinnuaðstaða, skipting tekna landfólks óg sjómanna, helgarfríin, þorsk- veiðibann og aðrar takmarkanir í sambandi við veiðar o.m.m.fl. Heitt varð í umræðum og voru menn ekki alveg á eitt sáttir. Sigurjón skipstjóri stundun nærri einn í sumum málaflokk- um. Undir niðri held ég að hann hafi í byrjun vitað hvar mátti fá fjörið af stað og í stríðni haldið áfram til að hleypa verulega lífi í þetta karp. Þannig gekk á annan klukkutíma, gleymdist bæði þreyta og svefnleysi, og enn var dagsverki ekki lokið til fulls, eftir var að leysa af og steina niður ný net. Langur vinnudagur Stýrimaðurinn stóð við stýrið og sigldi heim á leið, meðan Sigurjón skipstjóri hélt uppi sinni vörn í borðsalnum, en nú snaraðist hann upp í brú. Strákarnir aftur í gallana og enn var haldið áfram við óunnin verk. Hann er langur vinnudagurinn til sjós og meira en langur, stanz- laus erfiðisvinna og vosbúð við allar aðstæður, misgóðar. Þeir eiga svo sannarlega það sem þeir afla og þá án nokkurs saman- burðar við neitt! Þetta er vart öðru líkt! Mér til gamans tók ég tíma á eina trossu. I henni voru um 350 fiskar, og hún öll greið og klár. Frá því baujan var tekin og búið að leggja aftur, liðu aðeins 55 mínútur, reyndar lagt á sama! Þetta hefur verið 12—13 neta trossa. þannig var gangurinn, ef allt var greitt og engar festur, en ef mikið meira var í hafðist tæpast undan í úrgreiðslunni og þá aðeins lengur verið með tross- una. Þeir eru ellefu á, þekkja hver annan og hvers annars verk, vinna skemmtilega samhent, enda væri varla hægt að afgreiða svona afla dag eftir dag og vertíð eftir vertíð, ef ekki væri röskur og samhentur mannskapur og Sigurjón á Þórunni búinn að vera aflahæstur hér margar síðustu vertíðar. Tæpast aðrir orðið það oftar nema þá Binni í Gröf. Ekki legt við Bauju Heimsiglingin gekk vel, rólegt lens og komnir í land kl. 03.00 Aflinn tæp 35 tonn, dregið einu sinni. Stákarnir allsæmilega sáttir við mig, a.m.k. kom ég til baka aftur, þó að einn hafi haft á orði í fyrstu: „Leggja honum við bauju og skilja hann eftir"!! Nei, strákarnir voru heldur betur hinir ágætustu eins og sjá má, þeir flökuðu ýsurnar úr síðustu trossu handa mér, sem frysti- kistan og maginn síðan geyma. Kalli pól á eftirlitsferð á bryggjunni og ekki stóð á því, að hann keyrði okkur heim, sem í land fórum, hinir sváfu áfram til kl. 07, þegar byrjað yrði að landa. Bærinn svaf í næturkyrðinni. Góð og gagnleg sjóferð á enda. Ég þakka þeim öllum á Þórunni Sveinsdóttur, óska þeim nú enn frekar góðs afla. Nú, ég má til með að láta það fylgja svona í lokin, að aflinn í næsta túr var rúmlega 70 tonn, svo að ég hef bjargað mér frá að vera algjör fiskifæla! Nú er eins og endranær, Sigur- jón í miklu stuði, svo ég falast eftir plássi með honum, en tók það um leið nokkra áhættu bæði fyrir mig og hann. Ég mátti fyrirfram vita, að eðg fengi að heyra það ef ekki fiskaðist í þessum túr, og svo hitt að þeir á Þórunni voru orðnir vel hæstir af Eyjabátum og ekki vildi ég verða til þess að draga svo úr, að þeir þyrftu að óttast toppinn. Ég lagði auðvitað allt mitt traust á fiskiklóna Sigurjón og lagði í hann með þeim alls óhræddur og það var líka óhætt. Þeir höfðu komið rétt fyrir hádegi með tæp 70 tonn. Smáhvíld seinnihluta dagsins, en kl. 21.00 skyldi haldið út og ég mætti til skips með minn venju- lega farangur, myndavélar og filmur auk hlífðarfata. Þeir voru flestir um borð og hinir sem voru heima komu þarna um leið. Ægir kokkkur búinn að hella á könnuna. Kaffi og smáspjall í borðsalnum, en þá kemur skiptjóri og úr því er ekkert verið að drolla. Hann veit að tíminn er kominn, spyr: Allir um borð? Gengið er úr skugga um það, þó svo það hafi nú verið næsta öruggt, er litið fram í. Auðvitað allir komnir á til- skildum tíma og þá er sleppt og siglt úr höfn. Nú eru þeir með netin fyrir austan Eyjar og hefur svo verið næstum alla vertíðina nema rétt fyrstu dagana sem þeir voru vestan við Reykjanes, en á því tímabili gekk fremur rólega enda tíðin erfið. Vetrarvertíöin í Vestmannaeyjum hefur veriö mun skárri hér en síðustu tvær á undan a.m.k., en þær voru líka verulega lélegar, svo aö athafnalífiö allt viö höfnina og sjósókn hefur veriö aö mun eðlilegra, fjörugra og bjartara. Ekki alveg sama óvissan og kvíöinn eins og þegar illa fiskast. Mikil vinna og dágott fiskirí dregur einatt fleiri inn í hringiðuna. Gott fiskirí hefur ákveðið aödráttarafl, og þegar á aö láta aö vilja sínum meö aö fara í róöur og mynda þann gula og sjá góöa skipshöfn afreiða hann, þá kemur aö því aö velja réttan bát eins og aö veöja á réttan hest. Þaö er kannski ekki svo ýkja erfitt meö valið, því aö hvern róðurinn af öörum hefur aflaskipiö Þórunn Sveinsdóttir veriö meö 40—70 tonn eftir eina og tvær lagnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.