Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979
Lausn mála við Sval-
barða tengist skipt-
ingu Barentshafs
Framtíð fiskverndarsvæð-
anna við Svalharða og skipting
Barentshafsins eru nátengd
mál, sem Norðmenn hafa staðið
í þjarki um við Sovétstjórnina
um árahil. Norska stjórnin hef-
ur verið þeirrar skoðunar að
löRsöKumál Svalharða ei){i að
leysa á grundvelli Svalbarða-
sáttmálans, sem kveður á um
óskoraðan yfirráðarétt Norð-
manna yfir eyjaklasanum, enda
þótt aðrar þjóðir eigi þar ítök,
og að í Barentshafi skuii mið-
línureglan ráða úrslitum. Á
hvorugt sjónarmiðið hefur
Sovétstjórnin viljað fallast, en
með tilliti til nauðsynlegra
verndunaraðgerða ákvað
norska stjórnin að koma á
verndunarsvæði við Svalbarða.
brátt fyrir harðorð mótmæli
Sovétstjórnarinnar á sínum
tíma telja Norðmenn að þessi
bráðabirgðaráðstöfun hafi gef-
izt betur en búast mátti við í
upphafi. eins og fram kcmur í
eftirfarandi grein. sem er önn-
ur af þremur í greinaflokki
norska blaðsins Aftenposten
um viðhorf í hafréttarmálum á
norðurslóðui í:
Þegar norska stjórnin hafði
ákveðið að koma á verndunar-
svæði við Svalbarða í júní 1977
lagði Jens Evensen, sem á þess-
um tíma var hafréttarmálaráð-
herra Noregs, upp í mikinn
leiðangur til að afla fylgis við
þessa ráðstöfun. Stjórnir vest-
rænna ríkja féllust yfirleitt á
þetta frumkvæði Norðmanna, en
í austri kvað við annað hljóð, og
Sovétstjórnin bar fram harðorð
mótmæli vegna verndunarað-
gerða norsku stjórnarinnar.
Sama dag og norska reglu-
gerðin á svæðinu gekk í gildi var
öllum skipum, sem veiða innan
200 mílna markanna við Sval-
barða, gert skylt að tílkynna afla
sinn. Þessi þáttur verndunarað-
gerðanna er sá, sem hefur valdið
mestum erfiðleikum þrátt fyrir
það að allar þjóðir, sem hlut eiga
að máli, virði þessar reglur, að
undanskildum Sovétríkjunum.
Af 107 fiskiskipum, sem
norska fiskveiðigæzlan hafði eft-
irlit með á Svalbarðamiðum í
fyrra, voru 56 frá Sovétríkjun-
um. 34 sovézku skipanna fengu
skriflegar aðvaranir frá norsk-
um stjórnvöldum þar sem þau
höfðu ekki látið vita um afla
sinn.
Aðalástæðan fyrir því að sov-
ézk skip veita ekki umbeðnar
upplýsingar um aflann er senni-
lega sá ágreiningur, sem ríkir
um stærð verndunarsvæðisins,
en það mál mun hafa bein áhrif
á það hvar skiptalínan í Bar-
entshafi verður dregin í framtíð-
inni. Sovétmenn hvika ekki frá
þeirri skoðun sinni að í Bar-
entshafi eigi póllína að ráða
skiptingunni, en póllína fylgir
einmitt austurmörkum hins
svokallaða Svalbarða-„kassa“.
Fiskverndunarsvæðið gengur
austar, og fylgir miðlínu milli
Svalbarða og sovézku eyjanna
Novaja Semlja og Frans Jósefs-
lands. Þannig er sem sé komið til
sögunnar nýtt svæði, sem veldur
ágreiningi, — enn þá eitt „grátt
svæði“.
Þau tvö atriði önnur, sem
verndunaraðgerðirnar grund-
vallast á, þ.e.a.s. bannsvæðin
innan verndunarsvæðisins og
reglur um möskvastærð og lág-
marksstærð á fiski, hafa ekki
valdið teljandi vandkvæðum. Þó
hafa Norðmenn orðið að skjóta
deilumálum, sem upp hafa kom-
ið í þessu sambandi, til norsk-
sovézku fiskveiðanefndarinnar,
en þar til sú leið var farin kærðu
Sovétmenn sig kollótta um
ákveðnar reglur um möskva-
stærð og fiskstærð, sem settar
voru hinn 1. júlí í fyrra.
Allt bendir til þess að veiði-
bann á tveimur smásvæðum
innan fiskverndunarsvæðisins sé
virt, en bannið var sett á hinn
15. maí í fyrra. Að undanförnu
hafa engar veiðar átt sér stað á
þessum slóðum vegna hafíss á
Svalbarðamiðum. I fyrra var
eftirliti með veiðum þar hætt í
desember en það hófst að nýju í
apríl.
Ástæða er til að vekja á því
athygli að í tveimur greinum af
þremur virða Sovétmenn þær
reglur, sem Norðmenn hafa sett
um fiskfriðun. Þá hlýtur það að
teljast veruleg framför að Sovét-
stjórnin lætur sér nú greinilega
lynda að norska fiskveiðigæzlan
fari um borð í sovézk fiskiskip á
verndarsvæðinu til að líta eftir
veiðarfærum og því að fylgt sé
reglum um leyfilega lágmarks-
stærð á fiski. Þetta sýnir, að
niðurstöður samningaviðræðna
stjórnvalda ber ekki að líta á
sem einangrað fyrirbæri, heldur
verður að meta þær í ljósi þess
sem síðar gerist á fiskimiðunum.
Norska stjórnin leggur mikla
áherzlu á að framhald verði á
viðræðum við Sovétmenn.
Ekki hafa öll vestræn ríki haft
velþóknun á því hvernig Norð-
menn hafa haldið á þessum
málum. Sem dæmi má nefna að
formleg athugasemd kom frá
Efnahagsbandalaginu þegar
norska stjórnin bannaði veiðar á
litlu svæðunum tveimur innan
fiskverndunarsvæðisins án und-
angenginnar ráðfærslu við
bandalagsríkin. Einstök ríki
hafa gert fyrirvara um að
ákvörðun Norðmanna um vernd-
un skuli ekki rýra þann rétt, sem
þau eiga samkvæmt Svalbarða-
sáttmálanum innan „kassans",
enda þótt sáttmálinn taki ein-
ungis til eyja, hólma og skerja,
en ekki til landgrunnsins við
eyjarnar. Samkvæmt skilningi
Norðmanna gildir sáttmálinn
því á engan hátt um landgrunnið
eða hafsbotninn við Svalbarða.
Andstaða vestrænna ríkja í
þessu efni er ein af ástæðunum
fyrir því að norska stjórnin
ákvað að girt skyldi fyrir hvers
konar mismunun í þeim reglu-
gerðum, sem settar yrðu um
verndunarsvæðið.
Fiskverndunarsvæðið á sér
stoð í lögum um efnahagslög-
sögu en ekki Svalbarðasáttmál-
anum. Norðmenn telja að Sval-
barði sé norskur eyjaklasi á
norsku landgrunni. Þessi stað-
hæfing er mjög umdeild. Ástæð-
an fyrir því að önnur ríki hafa
tortryggt ákvörðunina um
verndunarsvæðið er ekki sízt
óttinn við að hafsbotninn kunni
er fram líða stundir að verða
innlimaður í það, þannig að
verndunarreglurnar taki jafn-
framt til olíu, gass og málma,
sem þar kunna að fyrirfinnast.
I Noregi hafa verið uppi radd-
ir um að Svalbarða-sáttmálinn
eigi að gilda um þau svæði, sem
séu innan „kassans" áðurnefnda.
Slíka málamiðlun munu norsk
stjórnvöld vart vilja fallast á.
Grundvallarstefna Norðmanna
hefur hingað til verið sú að ná
yfirráðum á þeim hafsvæðum,
sem unnt er.
Bandalagsþjóðir Norðmanna
hafa látið í ljós áhyggjur af því
að skipan mála við Svalbarða
kunni að leiða til einskonar
samstjórnar Norðmanna og Sov-
étmanna, þannig að þessar þjóð-
ir fari í sameiningu að rázkast
með málefni annarra ríkja, sem
aðild eiga að Svalbarðasáttmál-
anum. Sovétstjórnin hefur
margsinnis reynt að koma á
slíkri tilhögun á þessu svæði, en
hefur jafn oft mistekizt að koma
áformum sínum í framkvæmd,
enda eru norsk stjórnvöld mjög
á varðbergi gagnvart slíkum
þrýstingi af hálfu Moskvu-
stjórnarinnar.
Austurmörk Svalbarða-,,kassans“ eru samsíða
þeirri póllínu, sem Sovétmenn vilja láta ráða
skiptingu Barentshaísins. en hún heíur ekki verið
viðurkennd af öðrum þjóðum. Sovétmenn hjujígu til
póllínuna árið 1926 með því að draga beina línu frá
norðurpólnum að landamærum Noregs og Sovétríkj-
anna við Barcntshaf, en þó var tillit tekið til
Svalbarða-„kassans“, eins og sjá má á þessu korti.
Kortið skýrir síjí sjálft að öðru leyti en því að flötur,
sem merktur er A, sýnir hið nýja „gráa svæði“, sem
minnzt er á í greininni, og B-flötur sýnir hafsvæði,
sem hvorki kemur í hlut Norðmanna eða Sovét-
manna. s.s. opið haf.
Frá tónleikum Tónlistarskólans á Akranesi.
Lokahljómleikar Tón-
listarskólans á Akranesi
Akranesi 9. maí.
STARFSÁRI Tónlistarskólans hér
lýkur að venju með þrennum
vorhljómleikum, þar sem fram
koma allir nemendur skólans,
ýmist í söng eða leik á ýmis
hljóðfæri, bæði einleik, samleik og
hljómsveitarleik. Að þessu sinni
koma fram tvær hljómsveitir, lítil
lúðrasveit og kammersveit skól-
ans.
Kammersveitin, sem skipuð er
bæði nemendum og kennurum
skólans, hefur starfað að mkilum
krafti í vetur og víða komið fram,
síðast í apríl á ísafirði, á sam-
eiginlegum hljómleikum með tón-
listarskólanum þar. Vakti leikur
sveitarinnar og flutningur á 16. og
17. aldar tónlist, ásamt söngkonu,
töluverða athygli og hrifningu
ísfirðinga, sem fjölmenntu á
hljómleikana.
Vorhljómleikar skólans hér á
Akranesi verða sem hér segir: I
bíóhöllinni þann 8. og 11. maí og í
Akraneskirkju þann 13. maí kl.
21.00 öll kvöldin. Eru bæjarbúar
velkomnir á hljómleikana.
- Júlíus
80 milljarðavantar
FORMAÐUR bankaráðs
Seðlabankans, Jón Skafta-
son. skýrði frá því í ræðu í
sambandi við ársfund
Seðlabankans, sem hald-
inn var í gær, að hefði
sparnaður í bankakerfinu
haldið sema hlutfalii af
þjóðarframleiðslu og hann
var í upphafi þessa áratug-
ar ætti hann að vera 80
milljörðum króna meiri en
hann í raun og veru er.
Jón Skaftason kvað þróunina
hafa verið óhagstæðasta á árun-
um 1973 til 1975, er vextir voru
neikvæðir. Hins vegar sagði hann
að vöxtur sparifjár í bankakerfinu
hefði síðustu 2 ár haldið í við
verðbólguna. Ef sparnaður í
bankakerfinu hefði haldið áður-
nefndu hlutfalli sínu ættu inn-
stæður nú að vera 230 milljarðar
króna, en þær eru nú um 150
milljarðar.
Ný mynd í Laugarásbíói:
Spilling hjá forráða-
mönnum verkatýðsfélags
LAUGARÁSBÍÓ hcfur hafið sýn-
ingar á bandarfsku kvikmynd-
inni „Verkalýðsblókin“ (Blue
Collar). Leikstjóri er Paul
Schrader en handritið gerðu Le-
onard Schrader og Paul Schrad-
er. Tónlistin við myndina er eftir
Jack Nitsche.
Myndin greinir frá spillingu
innan forráðamanna verkalýðsfé-
lags og viðbrögðum félagsmanna.
Verkstjórinn í bílaverksmiðju og
trúnaðarmaður verkamanna eru
leppar verksmiðjustjornarinnar.
Nokkrir verkamannanna standa
uppi í hárinu á þeim og hefur það
ýmsar afleiðingar svo sem að
mönnum er att hverjum gegn
öðrum til þess að þeir geti ekki
unnið saman við að vinna á móti
spillingunni.
Með aðalhlutverk fara Richard
Pryor, Harvey Keitel, Yapet
Kotto, Ed Bagley Jr. og Harry
Bellaver.
Yapet Kotto, Richard Pryor og
Harwey Keitel í hlutverkum sín-
um í „Verkalýðsblókinni“.