Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 Guðni Þór Jónsson, blaðafulltrúi JC, íslandi: Ár bamsins og Á landsþingi Junior Chamber á íslandi sem var haldið í Hveragerði í maí 1978 var sam- þykkt að tileinka barninu tvö næstu starfsár, það er 1978/1979 með kjörorðinu „Eflum öryggi æskunnar" og 1979/1980 með kjör- orðinu „Æskan til starfa" en kjörorð Junior Chamber Inter- national er „Tækifæri fyrir börn“. í Junior Chamber International eru 84 þjóðlönd með um 580 þús. meðlimi. Fjölmörg JC félög víðsvegar um land eru vinna að kjörorðinu „Eflum öryggi æskunnar". Nú þegar eru nokkur verkefni búin og önnur eru á lokastigi. Má með sanni segja að þau sem búin eru hafi vakið mikla hrifningu athygli meðal landsmanna og eftirtekt, hafa um þúsund félagar í JC hreyfingunni víðsvegar um land lagt hönd á plóginn til þess að gera ár barnsins sem eftirminni- legast fyrir okkur Islendinga. I þessari grein ætla ég að minnast á fjögur verkefni sem hafa verið framkvæmd af JC félögum. Junior Chamber Vík í Reykjavík var með verkefni til eflingar umferðaröryggis meðal barna. Þetta verkefni bar yfirskriftina „Á eftir bolta kemur barn“. Verkefnið fól í sér að prenta 37.000 þús. límmiða sem síðan áttu að límast á rúður ökutækja, bílstjórum og vegfarendum til áminningar um að börn geta verið hvafvetna að leik. Einnig var farið í grunnskóla og börnum afhentir þessir límmiðar. Þegar lím- miðunum var dreift til ökumanna fylgdi bæklingur með en í honum voru upplýsingar um Junior Chamber; einnig voru nokkur hvatningarorð til ökumanna um að fara gætilega í umferðinni. Það verður ekki ofbrýnt fyrir öku- mönnum að fara gætilega í um- ferðinni þó einkum þar sem börn eru að leik. Samkvæmt upp- lýsingum sem JC Vík aflaði sér kemur í ljós að slysum á börnum í umferðinni fer fjölgandi ár frá ári. Það er því nauðsynlegt fyrir ökumenn sem og börn að fara varlega í umferðinni hvar og hvenær sem er. Junior Chamber Breiðholt hóf mikla herferð til kynningar á áfengisvandamálinu í nóvember 1978 í samvinnu við SÁÁ. Herferðin byrjaði með því að dreift var 7000 þús. fréttabréfum í Breiðholtshverfum sem er aðal- starfssvæði félagsins. í þessu fréttabréfi var JC Breiðholt og Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið kynnt. Farið var í alla efstu bekki grunnskóla í Breið- holti og eru þetta um fimm skólar. Áfengisvarnakynningin í skólunum stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Kynningin hófst með því að félagar í JC Breiðholt kynntu JC hreyfinguna. Því næst komu félagar úr SAÁ og sögðu frá kynnum sínum af áfengi og eiturlyfjum. Þessi kynning eða frásögn var mjög áhrifamikil og vakti unglingana til umhugsunar um skaðsemi áfengis og eiturlyfja á líkamann og Hffærastarfsemina. Eftir að alkahólistarnir höfðu lokið frásögn sinni spurðu unglingarnir margs og fengu greið svör. Þegar þessum kynningum var lokið var gerð skoðanakönnun í formi spurningalista. í þessari skoðanakönnun var spurt, hve margir hefðu neitt áfengis, hversu oft, hvers vegna og fleira í þeim dúr. Núna er verið að vinna að úrlausnum á þessari skoðana- könnun og verða niðurstöður birtar fljótlega. Þá stendur yfir teiknimyndasamkeppni meðal yngri barnanna og er þessi teikni- myndasamkeppni í sambandi við áfengisvarnaverkefnið.' Mjög vegleg verðlaun eru í boði, flugferð fyrir tvo til Húsavíkur ásamt fararstjóra. Einnig mun JC Breiðholt veita öllum þátttak- endum viðurkenningarskjal. I apríl mun áfengisvarnakynningin halda áfram og er áætlað að fara í Fjöibreutaskólann í Breiðholti og fleiri skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þess má geta að nokkrir skólar hafa haft samband við JC Breiðholt og beðið þá um að koma með þessa áfengisvarnakynningu til sín. Margir foreldrar hafa haft samband við JC Breiðholt og þakkað því sérstaklega fyrir þetta stórkostlega framtak og vona að framhald geti orðið á þessari áfengisvarnakynningu. JC Húnabyggð hefur gefið út tvo bæklinga í tilefni barnaárs. Annar bæklingurinn inniheldur svör við því hvar á að geyma lyf og hvað á að gera ef of stór skammtur af lyfjum hefur verið tekinn inn. Hver hefur ekki lesið eða heyrt um það í blöðum að börn hafa tekið inn of stóra skammta af lyfjum eða eiturefnum og hlotið örkuml eða dauða af? Á hverju heimili ætti að vera læstur skápur þar sem lyf og önnur eiturefni eru geymd, annað er algjör ábyrgðar- leysi. Hinn bæklingurinn er um börnin og hætturnar í umferðinni. Meðal efnis er grein um endur- skinsmerki, umferðarfræðslu, gönguleiðir barna í skólann og umferð í dreifbýli. Einnig eru varnaðarorð til húsbyggjenda og bænda. JC Húnabyggð dreifði endur- skinsmerkjum til allra barna í skólum sýslunnar. Einnig ritaði JC Húnabyggð hreppsnefnd um gangbrautir, götulýsingu o.fl. varðandi gönguleiðir skólabarna á staðnum. Greinilegt er að JC Húnabyggð hefur lagt mikið af mörkum til aukins umferðaröryggis barna í sýslunni. Junior Chamber Mosfellssveit hélt svonefndan JC dag í febrúar. Flest JC félög um allt land halda JC dag einu sinni á ári og er markmið dagsins að kynna JC hreyfinguna og félagið. JC dagurinn í Mosfellssveit var laugardaginn 3. febrúar 1979 undir kjörorðinu „Eflum öryggi æskunnar“. Dagurinn hófst með því að JC félagar fóru í Lágafellskirkju við barnaguðþjónustu kl. 11.00. Ræddi prestur m.a. JC störf og tilgang þeirra í ræðu sinni. Jafnframt var kirkjan prýdd með JC fána. Nokkuð fjölmennt var í kirkjunni. Lagt var upp í mikla göngu frá Varmárskóla kl. 13.30 og gengið í Hlégerð. Þar fór fram almennur borgarafundur um skólamái og öryggismál í Mosfellssveit. Börn úr barna- og gagnfræða- skóla höfðu fyrir fundinn unnið í hópvinnu, þ.e. hver bekkur fyrir sig tók fyrir ákveðið verkefni, svo sem ferðalög, akstur úr og í skóla, handavinnu, mætingu kennara o.fl. Valdi síðan hver bekkur einn úr sínum hópi til að vera frum- mælandi í Hlégarði. Gafst börnum þarna gott tæki- færi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Á fundinn voru boðaðar skóla- nefndir, hreppsnefnd kennarar, skólastjórar og fræðslufulltrúi ásamt fleirum. Á fund þennan mættu rúmlega tvö hundruð manns og urðu fjörugar umræður: Tugir fyrirspurna báraust og svöruðu hreppsnefnd og skólayfir- völd þeim. Fundurinn stóð yfir í fjórar klst. JC Mosfellssveit hefur með þessum JC degi vafalaust opnað augu yfirvalda í Mosfellssveit fyrir auknu öryggi meðal barna. JC dagurinn í Mosfellssveit á eftir að verða mönnum í fersku minni vegna þess að þarna fengu börn að koma með sín sjónarmið og hlustað var á þau. Að framansögðu má vera ijóst að mikill tími og vinna hefur farið í að skipuleggja þessi verkefni. Það er greinilegt að Junior Chamber hreyfingin á íslandi hefur lagt fram stóran skerf til barnaársins og fleira er að vænta frá JC. Guðni Þór Jónsson, blaðafulltrúi JC ísland. Heimdallar- félagar standa saman Mogunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Heimadailar. samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjavfk. sém gerð var á fundi stjórnar- innar í fyrradag: „Stjórn Heimadallar SUS Reykjavík mótmælir harðlega að reynt sé að gera formannskosn- Ráðstefna um heil- brigðismál á laugar- daginn SAMTÖK heilbrigðisstétta gangast fyrir ráðstefnu um heil- brigðismál í Norræna húsinu n.k. laugardag og mun hún standa kl. 13 — 17. Umræðuefnið er: „Hvaða áhrif geta heilbrigðisstéttir haft á kostnað og arðsemi heilbrigðisþjónustu?“ María Pétursdóttir formaður SHS mun setja ráðstefnuna en síðan verða flutt níu framsöguer- indi, hvert þeirra 10—15 mínútur að lengd. Að þeim loknum verða hringborðsumræður. Stjórnandi þeirra verður Arinbjörn Kolbeins- son læknir. Eftirtaldir flytja framsögu- erindi á ráðstefnunni: Ólafur Ólafsson landlæknir: Ut- gjöld vegna heilbrigðisþjónustu. Davíð Á. Gunnarsson framkv,- stj. ríkissp.: Heilsuhagfræði — arðsemimælingar. Oddur Ólafsson alþm.: Breytt heiisugæsla — meiri arðsemi. Gréta Aðalsteinsd. hjúkrunar- kennari: Áhrif verkaskiptingar heilbrigðisstétta á arðsemi. Skúli Johnsen borgarlæknir: Áhrif lækna á arðsemi heil- brigðisþjónustu. Ragnheiður Haraldsd. B.Sc. hjúkrunarfr.: Menntun hjúkrunarfræðinga með tilliti tl arðsemi og árangurs heilbrigðis- þjónustunnar. Ella Kolbrún Kristinsd. sjúkra- þjálfarakennari: Arðsemi endur- hæfingar í nútíma þjóðfélagi. Kristján Ingólfsson, form. Tannlæknafélags íslands: Hvernig má lækka kostnað við tann- lækningar? Jón Grétar Ingvarsson lyfja- fræðingur: Hvernig má lækka Iyfjakostnað? Þátttakendur í hringborðsum- ræðunum verða: Haukur Benediktsson, fram- kv.stj. Bsp., Bragi Nielsson alþm., Ingibjörg Agnarsd. sjúkraliði, Vigdís Magnúsd. hjúkrunarfor- stjóri, Brynjólfur Sigurðsson hag- sýslustjóri, Bergljót Halldórsd. meinatæknir, Adda Bára Sigfúsd. borgarfulltrúi, Sigurgeir Sigurðs- son bæjarstjóri. Óllum áhugamönnum um heil- brigðismál heimil þátttaka. ingar til Heimadallar að úlfúðar- efni milli þeirra einstaklinga sem kosið var milli á nýafstöðnum landsfundi eins og gert var á baksíðu Vísis miðvikudaginri 9. maí s.I. Að landsfundi loknum munum vér eins og aðrir Sjálfstæðismenn fylkja okkur fram til sóknar sjálf- stæðisstefnunnar undir forystu foringja okkar Geirs Hallgríms- sonar. Deilur um menn eru að baki. Sameinaðir sigrum vér.“ radauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar Mosfellssveit Fulltrúar D-listans í Mosfellshreppi þeir Jón M. Guömundsson oddviti og Örn Kærnested varafulltrúi veröa til viðtals í lltla salnum nlöri í Hlégaröi laugardaginn 12. maí kl. 10—12 f.h. Aðalfundur Heimdallar Aöalfundur Heimdallar veröur haldlnn í Valhöll, sunnudaglnn 13. maí kl. 14 e.h. Dagskrá. 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar. 3. Umræöur um skýrslu stjórnar og reiknlnga 4. Stjórnmálaályktun. 5. Kosning stjórnar. 6 Önnur mál. Félagsmenn eru hvattlr tll aö fjölmenna. Hafnarfjörður Sjálfstæöiskvennafélagiö Vorboöi heldur fund þrlöjudaglnn 15. maí kl. 20:30 í Sjálfstæöishúsinu. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á þlng Landssambands Sjálfstæölskvenna, 27. maí á Akranesi. 2. Stelnþór Einarsson garöyrkjumaöur mætlr á fundlnn. 3. Kaffiveitingar. Sjálfstæöiskonur mætiö vel og stundvíslega. Athugiö broyttan fundartfma. Stjómln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.