Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 20

Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrsati 6, sími 10100. Aöalstrnti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Stöndum í sömu sporum gagnvart verðbólgunni Staðan í launamálum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn flókin og nú. Hún verður ekki greind í sundur, nema menn hafi það ríkt í huga sem gerðist fyrir ári, rifji upp aðför ýmissa forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að þeirri ríkisstjórn, sem þá sat að völdum, og beri saman við aðgerðarleysi þessara sömu manna nú. Ekki er nóg með það, að krafan um samningana í gildi hafi verið sett ofan í skúffu, heldur er svo komið, að framkvæmdastjórn Verkamanna- sambands Islands beinlínis samþykkir ályktun, þar sem fram á það er farið, að ríkisstjórnin setji einhliða lög um kaup og kjör í landinu. Orðrétt segir í ályktun framkvæmda- stjórnar Verkamannasambandsins í gær að hún krefjist þess, að „ríkisstjórnin verji þá launastefnu, sem hún boðaði í upphafi ferils síns, af fullri einurð og hörku“. í rauninni þarf þessi ályktun framkvæmdastjórnar Verkamannasambands- ins engum að koma á óvart, eins freklega og hátíðisdagur verkalýðsins, 1. maí, var svívirtur af þessum mönnum með því að gera hann að grátdegi ríkisstjórnarinnar. Eftirtektarvert er, að í ályktun Verkamannasambandsins er ekki minnzt einu orði á verkbann vinnuveitenda á sjómenn á farskipum, sem kom til framkvæmda nú á miðnætti. Niðurstöður kosninganna um samkomulag BSRB við ríkisstjórnina sýndu, að launamálastefna ríkisstjórnarinnar er hrunin til grunna, þótt forsætisráðherra reyni að malda í móinn á Alþingi. Orð Guðmundar H. Garðarssonar eru eftirtektarverð í þessu sambandi, en hann segir, að úrslitin hafi ekki komið sér á óvart og bætir við: „Það er hrein og bein ósvífni að fara fram á það við fólk, að það afsali sér grunnkaupshækkun. Það hefur aldrei tíðkazt í verkalýðs- hreyfingunni, hvað þá að stjórnvöldum hafi dottið í hug að hrófla við þeim. Því var fáheyrt að ætlast til þess að fólk gæfi grunnkaupshækkun eftir." Matthías Á. Mathiesen leggur áherzlu á, að úrslitin sýni, „að opinberir starfsmenn geri þá kröfu til stjórnar BSRB og ríkisstjórnarinnar að staðið sé við gerða samninga og öll stóru loforðin um „samningana í'gildi". í öðru lagi höfnuðu opinberir starfsmenn því að samtök þeirra væru notuð í pólitískum tilgangi. I þriðja lagi kusu opinberir starfsmenn hækkun launa fremur en aukin réttindi og hafa sjálfsagt haft þar áhrif þær miklu verðhækkanir, sem dynja yfir þjóðfélagið dag hvern“. Eins og Geir Hallgrímsson hefur bent á, hækkaði kaup að vísu, þegar ríkisstjórnin tók við. En frá þeim tíma hafa allar aðgerðir hennar miðast við það að taka þessa hækkun til baka og vel það. Þar hefur sumpart verið um fölsun á vísitölunni að ræða, sumpart beina skerðingu hennar og gagnvart sumum starfshópum hafa grunnkaupshækkanir verið afnumdar með lögum. Áfellisdómur opinberra starfsmanna yfir ríkisstjórninni var skýr og ótvíræður. Ráðherrarnir eru þó ákveðnir í að hafa hann að engu og hafa nú kallað á framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins eins og guð sér til hjálpar til þess að koma því í kring, að allt grunnkaup í landinu verði hækkað um 3% með lögum. íhlutun ríkisvaldsins í kjarasamninga getur veriö réttlætanleg, en aldrei nema sem neyðarúrræði. Og gagnvart farmönnum er það svo augljóst sem verða má, að ef ríkisvaldið ætlaði sér að grípa inn í þá vinnudeilu, átti það að gera það strax. Annað er að hafa menn að fíflum og láta verðmæti fara forgörðum að ófyrirsynju. Það er eftirtektarvert, að Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, telur, að verðbólgan verði svipuð og sl. ár, ef 3% grunnkaupshækkun gengur yfir alla línuna. Þannig er komið fyrir ríkisstjórninni, sem öllu ætlaði að bjarga, setja samningana í gildi og ráða niðurlögum verðbólgunnar samtímis. Þrátt fyrir síendurteknar fórnir launafólks stöndum við í sömu sporum og áður gagnvart verðbólgunni. Hins vegar hefur atvinnuvegunum hrakað og viðbúið, að tilfinnanlegs atvinnuleysis fari að gæta áður en varir. Guðmundur Hallvarðsson form. Sjómannafél. Rvíkur: Kröfur vinnuveitenda settar fram til að réttlæta verkbannið VERKBANN vinnuveitenda á sjómenn á farskipaflotanum kom til framkvœmda á miðnætti. Af því tilefni hafði Morgunblaðið samband við Guðmund Hallvarðsson formann Sjómanna- féiags Reykjavikur og sagði hann m.a. að kröfur vinnuveitenda hefðu einungis vcrið settar fram til þess að réttlæta verkbannið, enda væru þær mjög almennt orðaðar og ekki fengizt neinar skýringar á þeim né raunveru- legt tilboð verið lagt fram. Sjómenn ganga á land í fyrstu öruggri, íslenzkri höfn Hann sagði ennfremur, að það væri þungur hugur í sjómönnum vegna verkbannsins. Þetta væri í Bátsmenn - Timburmenn Grunnlaun : Byrjunarlaun kr.204. 636. - Eftir 1. ár 1! 215. 866. - " 2. " tl 227. 095. - !t J tt 236.453. - " 5. " tt 245.812.- " 10. " tt 255. 170.- Hásetar. Byrjunarlaun tt 180.223.- Eftir l.ár 11 189. 989. - " 2. " 11 199. 753. - " 3. " II 207. 890. - " 5. " tt 216. 028.- " 10. " 11 224.166.- Dagmenn-Smyrjarar Byrjunarlaun 11 196.498. - Eftir 1. ár tt 207.240.- " 2. " tl 217.982.- " 3. " II 226.933.- " 5. " tt 235. 885. - " 10. " tt 244.836.- V iðvaningar Byrjunarlaun 11 155. 809. - Eftir 6. mán. II 163.280.- Vikafólk Byrjunarlaun tt 123.259. - Eftir 6. mán. 4 II 128.971. - Grunnlaun sjómanna miðað við 40 stunda vinnuviku: annað skipti sem slíkum ráðum væri beitt og í bæði skiptin gegn sjómönnum. Þá sagði hann að engar undan- þágur yrðu veittar frá boðuðu verkbanni og að sjómenn myndu ganga á land af skipum verk- bannsútgerða í fyrstu öruggri íslenzkri höfn. Viðtalið við Guðmund Hallvarðsson fer hér á eftir: — Við tilkynntum Vinnuveit- endasambandinu það í gær, að einhliða ákvarðanir þess varðandi framkvæmd verkbannsins yrðu ekki teknar til greina. Jafnframt tilkynntum við, að engar undan- þágur yrðu veittar frá boðuðu verkbanni á miðnætti sl. og mun samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur skylda alla umbjóð- endur sína til þess að ganga í land af skipum verkbannsútgerða í fyrstu öruggri íslenzkri höfn. Ég hef leitað mér upplýsinga hjá eldri og reyndari mönnum en mér innan verkalýðshreyfingar- innar og spurt þá, hvort vinnu- veitendur hefðu beitt þvílíkum aðferðum fyrr og kemur þá í ljós, að það gerðist í deilum um áhættuþóknun togarasjómanna 1949. Vinnuveitendur hafa á hinn bóginn aldrei beitt verkbanni við aðra en sjómenn. — 27. apríl sl. lögðu vinnuveit- endur fram kröfur á hendur Sjómannafélagi Reykjavíkur vegna breytinga á kjarasamning- um í þrem liðum: 1. Mönnun skipa skal miðast við búnað og verkefni skipa og þarfir útgerðar, en þó með fullu tilliti til vinnuálags og öryggis. 2. Yfirvinnugreiðslur á vakt og vinnutíma falli niður, en veginn sparnaður í launagreiðslum af þeim sökum bætist við fastakaup. 3. Samningar séu gerðir einfald- ari og skýrari. Eins og sést af þessu er tilboð vinnuveitenda almennt orðað og hafa engar skýringar fengizt á því í einstökum atriðum. Við höfum sagt sáttasemjara, að við bíðum eftir raunverulegu tilboði eða skýringum á framlögðum kröfum Vinnuveitendasambandsins. Þess- ar kröfur eru einungis settar fram til þess að réttlæta verkbannið og það er þungur hugur í sjómönnum yfir því, að verkbanninu skuli nú í annað sinn beitt gegn þeim algjör- lega að tilefnislausu og án þess að upp á raunverulegar samningavið- ræður sé boðið. Norræna sálfræðinga- ráðstefnan: ekki Á AÐ DRAGJ Á NORRÆNU sálfræðingaráðstefnunni var í fyrradag tekið íyrir málefnið „Börn með sérþarfir“. Meðal fyrirlesara var Lisbeth Palme, eiginkona Olofs Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svía. Lisbeth Palme flutti fyrirlestur um „Börn með félagslega og til- finningalega erfiðleika". Sagði hún, að í Svíþjóð hefðu viðhorf til fatlaðra og annarra frávika breytzt mikið á síðustu árum. Samskipan í skólum og á dagvistarstofnunum hefði leitt til meiri samstöðu um að styðja þá sem minna mega sín, fremur en að einangra þá á sér- stofnunum. Einnig fjallaði hún um nauðsyn þess, að fjölskyldan taki þátt í meðhöndlun barna með sérþarfir, því ef það er ekki gert hafa aðgerðir ekki langvarandi áhrif. Margareta Carlberg, Svíþjóð, flutti fyrirlestur um „Ráðgjöf í forskóla“. „Samskipaðar aðgerðir innan grunnskóla fyrir börn með þörf fyrir sérstakan stuðning og örvun“ var heiti á fyrirlestri, sem Gunnel Colnerud, Svíþjóð, flutti. Kom fram í erindinu, að Svíar hafa komist niður á það að hafa sam- skipan í skólum sem meginreglu í aðgerðum fyrir einstaklinga með sérþarfir, en þeir komust ekki að þessari niðurstöðu fyrr en þeir höfðu haft þann hátt á í mörg ár að aðskilja einstaklinga með sérþarfir frá „venjulegum" nemendum. Nefndi Gunnel nokkur dæmi sem styddu að þessi aðferð væri rétt, m.a. að samskipan eykur náms- árangur og að félagslegar aðstæður mæla með samskipan því með því að kynnast ýmsum frávikum verða aðrir nemendur víðsýnni. Karin Forsberg, Svíþjóð, hélt erindi um þroskavandamál sjón- skertra og blindra barna. Sagði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.