Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 í tilefni blaðagreina Péturs Sigurðssonar Pétur Sigurðsson formaður sjó- mannadagsráðs ritaði í Morgun- blaðið fjórar greinar dagana 27/3, 28/3, 3/4 og 5/4 ’79 um öldrunar- þjónustu. Þrátt fyrir langt mál gerir hann þessu efni mjög ófull- komin skil, dregur upp einhliða mynd af öldrunarþjónustunni, en sleppir að ræða mörg grundvallar- atriði hennar. Hann horfir af sjónarhóli rekstraraðila einka- stofnunar, en virðist ekki gera sér það ljóst, að öldrunarþjónusta er í nútímaþjóðfélagi flókin þjónustu- grein, fléttuð af mörgum samverk- andi einingum eða þjónustuþátt- um og langvistarstofnanir eru þar aðeins einn þáttur, sem ekki getur komið að gagni svo vel sé án samtengingar við aðra þjónustu- þætti. Lesendur áðurnefndra Morgunblaðsgreina gætu freistast til að halda, að öll vandamál öidrunarþjónustunnar verði leyst með stofnunum, og því stærri sem þær séu þeim mun betra. Einnig vill greinarhöfundur að aðgangur að þeim liggi í gegnum greipar eigendanna, án nokkurra afskipta þeirra aðila, sem leggja til rekst- urskostnaðinn, þ.e. ríkisvaldsins eða fulltrúa þess. Hann er einnig á móti heildarskipulagningu öldrun- arþjónustunnar og vill ekki að sérmenntað fólk, sem hann kallar „fræðinga“ komi þar nærri og kallar slíkt „miðstýringu". Er örðugt að ráða af orðum hans hvort háskalegra er „fræðingar" eða „miðstýring". Pétur Sigurðs- son vill að einkaaðilar byggi stór- ar stofnanir á stór-Reykjavíkur- svæðinu og safni í þær fólki frá öllum landshlutum. Stór hluti greina hans fjalla um þessar framkvæmdir. Með þeim skal vandinn leystur í eitt skipti fyrir öll. Honum láist hins vegar að geta þess að stofnkostnaður slíkra framkvæmda nemur aðeins fárra ára reksturskostnaði þeirra sem á þó (þ.e. reksturskostnaðurinn) að greiðast úr vasa skattborgaranna. I sömu andrá heldur hann því svo fram að afskipti þessara aðila (þ.e. ríkis og tryggingakerfis), og með- ferð fjárins sé ósvífin fjarstæða og jafngildi eignaupptöku. Hann sér ekkert athugavert við að safna fé um gervallt landið og byggja fyrir það á stór-Reykjavíkursvæðinu. Þarna býr þó ekki nema helming- ur þjóðarinnar. Hinn helmingur- inn verður að gera sér að góðu að flytja sín gamalmenni til Suður- nesja ef hann á að njóta góðs af sælunni, enda eru um % hlutar allra öldrunarþjónustustofnana staðsettir á þessu svæði. Öldrun- arþjónustan er skammt á veg komin á Islandi, en málefni henn- ar eru nú í deiglunni. Að minni hyggju væri það mikið glapræði ef hugmyndir þær sem móta skrif Péturs Sigurðssonar, svo og fram- kvæmdir þeirra, — sem þegar eru hafnar — yrðu látnar marka stefnu í öldrunarþjónustu kom- andi áratuga. Öldrunar- þjónustuna inn á heimilin Hvarvetna í heiminum er sú stefna nú að ryðja sér til rúms, að öldrunarþjónustuna eigi að flytja eftir því sem unnt er inn á heimilin og leysa hana þar. Megin- markmið öldrunarþjónustunnar er með öðrum orðum að forða fólki frá stofnunum í lengstu lög og stofnanavistun skuli vera síð- asta úrræðið, sem gripið sé til þegar allt annað bregst. Þetta gildir ekki eingöngu um öldrunar- þjónustuna, heldur er grunntónn nútíma félagshyggju, og gildir um alla opinbera þjónustustarfsemi við þá þegna þjóðfélagsins, sem ekki geta sjálfir annast sína fram- færslu. Það er og alþjóðastefna í þessum þjónustumálum að stofn- Þór Halldórsson yíirlæknir: hún er flókin og viðamikil í framkvæmd. Þessi samhæfing virðist vera það, sem hann óttast mest, sennilega vegna þess að hann telur að hún leggi stein í götu einkarekstursins. Hann virð- ist ekki vita, að til að mynda í Danmörku, eru helmingur lang- dvalarstofnana reistur á vegum einkaaðila, en hins vegar hafa heilbrigðis og félagsmálayfirvöld þar í landi búið þannig um hnút- ana, að enginn fær leyfi til ævi- vistunar á slíkum stofnunum, nema að undangengnu mati á vistunarþörf bæði frá heilsufars- legu og félagslegu sjónarmiði. Sami háttur er og hafður á, á hinum norðurlöndunum og í Bret- lándi (geriatric asessments) og þykir sjálfsögð vinnubrögð. Full- yrðingar greinahöfundar um að opinbert vistmat þekkist ekki hjá þessum nágrannaþjóðum okkar er algjörlega út í bláinn. Sem betur fer virðast þó Islend- ingar ekki lengur láta telja sér trú um að allur vandi öldrunarþjón- ustunnar verði leystur með stofn- unum einum saman. Þetta hefur berlega komið fram á ráðstefnum kostnaður við þassar hjúkrunar- deildir sé langt neðan við kostnað hjúkrunardeilda þeirra, sem rekn- ar eru af opinberum aðilum. Telur hann einkastofnunum þetta til ágætis vegna hagkvæmni og spar- semi í meðhöndlun fjármuna. Hjúkrun langlegusjúklinga hef- ur verið hálfgert olnbogabarn innan heilbrigðisþjónustunnar hérlendis og notið lítillar athygli fagfólks, sérstaklega þó lækna- stéttarinnar. Fáir hafa því orðið til að andmæla þó aðbúnaður og umönnun við langlegusjúklinga hafi sumstaðar verið langt fyrir neðan það sem boðlegt þykir á öðrum sjúkrahúsum í landinu. Við hana hafa starfað að mestu leyti ófaglært fólk á fáliðuðum hjúkr- unardeildum við slæmar húsnæð- isaðstæður (en mjög lítill hluti þess húsnæðis, sem hjúkrun öldr- unarsjúklinga fer fram í, er hann- aður til slíkra nota). Þó hafa vissar breytingar til batnaðar skeð á þessu að undanförnu við flestar þær stofnanir sem fást við þessa þjónustu. Ber þar mest að þakka forgöngu landlæknisem- bættisins. Slíkar lagfæringar hafa Það duga ekki neinar hókus-pókus aðferðir til að skapa góða heil- brigðisþjónustu úr vanefnum. Til þess að framkvæma góða hjúkrun- arþjónustu þarf nægilega mikið af sérmenntuðu hjúkrunarfólki (nokkru meira en á almennri lyflæknisdeild) og vel hannað húsnæði með góðri starfsaðstöðu. Engin ástæða er til að líða að verr sé búið að umönnun veikra gamal- menna en annarra sjúklinga á sjúkrastofnunum. En heilbrigðisyfirvöldin eiga erfitt um vik að segja fyrir verk- um þar sem þau ráða litlu sem engu um stofnanirnar eða rekstur þeirra, auk þess sem að staðla og reglugerðir vantar um hvernig framfylgja beri lögunum um slíkra þjónustu, og vissulega eru sjálfseignarstofnanirnar nokkurs- konar „stórveldi" í öldrunarþjón- ustunni, sem gætu komið heil- brigðisyfirvöldum í bobba, ef þau færu að vera með einhvern derr- ing. Tónninn, sem Pétur Sigurðs- son sendi landlæknisembættinu ber þess glöggt vitni, að hann telur sig hafa efni á því að taka upp í sig. • • Oldrunarþjón usta Nokkur grundvallaratriði anir skulu smáar, helzt ekki stærri en 40—60 vistrými, dreifðar um borgarhluta og byggðarlög, þannig að einstakl- ingar sem inn á þær þurfa að fara rofni sem minnst úr tengslum við fyrra umhverfi sitt, fjölskyldu og kunningja, þurfi til að mynda helst ekki að flytjast úr sínu íbúðarhverfi eða byggð. Þróunin hér í byggingu stofnana virðist ganga þvert á þessa stefnu. Kjörorð stefnunnar ætti að vera hinsvegar: Báknin burt! Aðilar sjáifs- eignarstofnananna á móti heildar- skipulagningu Pétur Sigurðsson er algjörleg? mótfallinn skipulagningu og sam- hæfingu öldrunarþjónustunnar og virðist ekki geta skilið mikilvægi þess að samræma og tengja hina fjölmörgu þætti hennar, né heldur hitt, að þessi þjónusta verður ekki af hendi leyst svo vel sé, nema af opinberum aðilum, vegna þess hve um öldrunarþjónustu, sem síðar verður að vikið. Þá er og nýkomin fram á Alþingi þingsályktunartil- laga (nr. 443) um könnun á heil- brigðisþjónustu fyrir aidraða, sem miðar að því að koma samræmdu skipulagi á þessi mál. Má vera að hér sé meginkveikjan að skrifum Péturs Sigurðssonar. Hann óttast sem sé að opinberir aðilar séu loksins farnir að rumska og vilji fara að hafa afskipti af málunum. Sjúkrahús- rekstur sjálfs- eignarstofnananna Svo sem kunnugt er reka sjálfs- eignarstofnanir þær sem fást við öldrunarþjónustu hér, hjúkrunar- deildir, en þær eru skv. skilgrein- ingu heilbrigðislaganna sjúkra- hús, og hafa þær í rauninni á sínum snærum stærsta hluta hjúkrunarþjónustunnar í landinu. Pétur Sigurðsson státar af því í ofannefndum greinum sínum að þó átt erfitt uppdráttar hjá einka- stofnunum og ræður þar sennilega mestu undarlegur vítahringur milli þeirra og fjárveitingarvalds- ins: Að einu leytinu hafa einka- stofnanir verið tregar til að hlíta sem skyldi ábendingum heilbrigð- isyfirvalda um bætta hjúkrunar- þjónustu, bæði hvað snertir mannahald og lagfæringu hús- næðis, og að öðru leytinu dag- gjaldanefnd, sem ákveður greiðslu fyrir starfsemina, hefur ekki talið hana það góða að unnt sé að greiða fyrir hana það verð, sem hún raunverulega kostar, ef hún er vel af hendi leyst. Eg þekki mjög vel hjúkrunarheimilið Sól- vang, þar sem ég veit að gætt er ýtrasta sparnaðar í hvívetna. Ég get því fullyrt að það er engin leið að reka sómasamlega hjúkrunar- þjónustu fyrir þau gjöld sem Pétur Sigurðsson státar af að reka sína stofnanir fyrir. Útkoma dæmisins hlýtur því að vera á eina leið: Gæði þjónustunnar eru í beinu hlutfalli við það sem í hana hefur verið lagt af peningum. Ráðstefnur og upplýsingastarfsemi Öldrunarþjónustan hefur verið nokkuð í sviðsljósi fjölmiðla und- anfarin ár og þó sérstaklega und- anfarna mánuði. Má þar til nefna nokkra útvarps og sjónvarpsþætti svo og blaðaskrif. Þá hafa verið haldnar tvær fjölmennar ráð- stefnur um þessi mál, önnur á vegum læknaráðs Reykjavíkur- sjúkrahúsanna í maí 1978 þar sem aðallega var fjallað um heilbrigð- isþjónustu við aldraða, og hin í apríl 1979 á vegum samtaka sveit- arfélaga, þar sem félagslegi þáttur öldrunarþjónustunnar var til um- ræðu. Á báðum þessum ráðstefn- um var ljóst að mörgu væri veru- lega áfátt í öldrunarþjónustunni. Merki þessara vankanta þykja koma fram í miklum fjölda aldr- aðra sjúklinga í heimahúsum, sem að dómi heimilislækna í Reykjavík ættu að fá aðgang að stofnunum annaðhvort til skammtíma dvalar eða ævivistunar. Sama er að segja um sérdeildir spítalanna sem allt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.