Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 105. tbl. 66. árg.___ íranir til- kynna 60% oUuhækkun Teheran. 10. maí. AP. Reuter. ÍRANIR kunngerftu í dag 60% olíuverðshækkun vegna „núver- andi ástands á heimsmarkaði“ og búizt er við að fleiri olíusöluríki fari að dæmi þeirra þótt nokkur þeirra. þar á meðal (ran, hafi áður kunngert hækkanir á und- anförnum mánuðum. íranir framleiða nú 3.9 milljón- ir olíufata á dag miðað við 6.2 milljónir í fyrra og olíutekjur þeirra hafa minnkað þrátt fyrir verðhækkanir úr 55—60 milljón- um dollara í 48—50 milljónir dollara á dag. Jafnframt veittist trúarleiðtog- inn Ayatollah Khomeini harka- lega í dag að tveimur vinstrisinn- uðum og útbreiddum blöðum, sem hann sakaði um að stríða gegn -múhameðskum hagsmunum og átaldi fyrir að birta frétt um að trúarleiðtoginn Ayatollah Talegh- ani kunni að stofna ný stjórn- málasamtök. Slíkt gæti stofnað völdum Khomeinis í hættu og árás Khomeinis er dæmi um djúpstæð- an ágreining trúaðra múhameðs- trúarmanna og byltingarsinnaðra marxista. Khomeini virtist sérstaklega gremjast að haft var eftir honum að hann hefði hreinsað vinstri- menn af ákærum um að hafa myrt trúarleiðtogann Ayatollah Mota- hari í síðustu viku. En vinstri- menn og Khomeini virðast sam- mála um að aftökum skuli haldið áfram og í dag fór 201. aftakan fram er tekinn var af lifi þing- maður og læknir, Akbar Bahadori, sem var sakaður um spillingu. írönsk blöð svöruðu í dag er- lendri gagnrýni á aftökurnar og sögðu að Bandaríkjamenn væru undir áhrifum frá Gyðingum, sem öllu réðu í fjölmiðlum og á þingi, og að ísraelsmenn ögruðu byltingu þjóðar gegn arðráni. Róstusamt í E1 Salvador San Salvador. E1 Salvador. 10. maí. AP. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar lokuðu í dag helztu vegum til höfuðborgarinnar San Salvador í Mið-Ameríkuríkinu E1 Salvador, kveiktu í tólf strætisvögnum og drápu sex manns sem voru í þeim að sögn opinbers talsmanns. A sama tíma söfnuðust 10.000 manns saman á torginu við dóm- kirkju borgarinnar og þúsundir í viðbót í nálægum götum þegar fram fór útför 17 manna sem lögregla felldi í mótmælaaðgerð- um gegn stjórninni. Átökin urðu á þriðjudag, fjórum dögum eftir að vinstrisinnar tóku sendiráð Frakklands og Costa Rica og kröfðust þess að fimm félagar þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsi. Liðhlaupi faldist í þrjátíu ár Berlín. 10. maí. AP. BANDARÍSKUR liðhlaupi Robert J. Petee, sem hefur verið í felum í 28 ár í Vestur-Berlín, hefur gefð sig fram við banda- rísk hernaðaryfirvöld og fer á morgun til Washington til læknismeðferðar. Hann hefur neitað að ræða við blaðamenn en látið ( ljós áhuga á að fara aftur til Vest- ur-Berlínar og búa þar. Hann hefur enn ekki lokið herskyldu- tíma sínum en verður Ifkiega ekki neyddur tii þess. Petee er frá Detroit, hvarf 12. maí 1951 eftir deilur við yfirboð- ara, og bjó hjá þýzkri vinkonu sinni í íbúð móður hennar í Vestur-Berlín unz hann gaf sig fram 30. apríl. Þau virðast aldrei hafa gifzt, en konan sá fyrir honum með saumaskap og hreingerningavinnu. Hún lézt úr krabbameini um síðustu jól. N jósnari flýr frá A-Þýzkalandi Bonn. 10. m»(. AP. AUSTUR-þýzkur stjórnarfulltrúi hefur fengið hæli í Vestur-Þýzka- landi og hann er annar háttsetti embættismaðurinn sem hefur flúið til landsins frá Austur-Þýzkalandi á þessu ári samkvæmt áreiðanlegum heimildum (dag. Samkvæmt heimildunum heitir maðurinn Peter Schádlich og hef- ur verið sérfræðingur í málefnum Finnlands í austur-þýzka utan- ríkisráðuneytinu. Samkvæmt heimildunum var flogið með Schádlich til Vestur-Þýzkalands 25. apríl frá Helsinki þar sem hann bað um hæli í sendiráði Bonn. Fyrri fréttir hermdu að maður- inn væri Peter Steglich, annar æðsti maður skipulagsdeildar ráðuneytisins og fv.sendiherra í Svíþjóð. En upplýsingaráðuneytið í Bonn neitaði að Steglich hefði flúið þótt það staðfesti að diplómat að nafni „Peter S“ hefði fengið hæli. Engin staðfesting fékkst á þeirri frétt blaðsins Bild að Schádlich hefði verið njósnari Vestur-Þýzkalands í þrjú ár. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter vill árlega fundi æðstu manna Lóan heim úr lofti flaug. Myndin var tekin í Reykjavík í gær. Ljósm. Mbl. RAX. WaHhinKton, 10. maí. AP. Reuter. CARTER forseti staðfesti í dag, að hinn nýi samningur um tak- mörkun á fjölda gereyðingar- vopna, Salt II, yrði undirritaður 15. júní og líklegt er talið að undirritunin fari fram í Vín. Carter mun leggja til við sovézka forsetann, Leonid Brezhnev, þegar þeir undirrita samninginn. að þeir samþykki að haldnir verði árlega fundir æðstu leiðtoga Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Brezhnev sagði í dag í boðskap í tilefni sovézkra menningarsýn- inga í New York og Washington, að Bandarikjamenn og Rússar væru komnir „á ábyrgt stig“ mikilvægra ákvarðana um tak- mörkun vígbúnaðarkapphlaupsins. Þetta var fyrsta yfirlýsingin frá Kreml síðan tilkynnt var í Washington í gær, að samkomulag hefði náðst í grundvallaratriðum um Salt II. Fréttin var birt 17 klukkutímum síðar í Moskvu og vestrænir diplómatar í Moskvu furðuðu sig á þessari töf og ónákvæmum fréttum Rússa um samkomulagið. Þetta virðist þó ekki tákna, að babb hafi komið í bátinn þar sem Rússar vilja hafa allt á hreinu áður en þeir gefa út opinbera tilkynningu að sögn diplómatanna. í boðskap sínum í dag sagði Brezhnev, að gagn- kvæmur skilningur milli risaveld- anna grundvallaðist á sameigin- legum tilraunum þeirra til að binda enda^ á vígbúnaðarkapp- hlaupið. Carter forseti hóf í dag baráttu sína fyrir staðfestingu nýja sátt- málans með viðvörun um að ef öldungadeildin felldi hann yrði það ægilegt áfall fyrir heimsfrið- inn og skaðlegt öryggi Banda- ríkjanna. Hann sagði að staðfest- ing Salt II yrði „mikilvægasta afrek sem þjóðin gæti unnið um mína daga“. Hingað til hafa Rússar hundsað fyrri tillögur frá Carter um árlega fundi æðstu leiðtoga Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Amin myrti erkibiskup London. 10. ma(. Rputer. YFIRMAÐUR lögreglu Amin-stjórnarinnar í Uganda, Kassim Obura. hefur gefizt upp fyrir frelsissveitum og sakað Idi Ámin um að hafa myrt erki- biskup anglikönsku kirkjunnar í Uganda og tvo ráðherra að sögn útvarpsins í Kampala. Erkibiskupinn og ráðherrarnir voru handteknir í febrúar 1977 og sakaðir um þátttöku í samsæri um að steypa Amin og tilkynnt var að þeir hefðu beðið bana í umferðarslysi. Obura segir að slysið hafi verið sett á svið og leynilögregla Amins hafi myrt mennina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.